Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. júní 1998 Fréttir 15 Landssímadeildin 3. umferð: IBK 0 - IBV 3 Loks sisraði ÍBV í Keflavík Síðastliðinn fímmtudag, áttust við í Landssímadeildinni, lið IBV og Keflavíkur. Eyjamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við IBK á þeirra eigin heimavelli í gegnum tíðina, en þeir sneru heldur betur við hlaðinu í þessum leik Leikurinn fór rólega af stað og skiptust liðin á að sækja. En fram- herjinn snöggi, Steingrímur Jóhannes- son, kom ÍBV í vænlega stöðu snemma í fyrri hálfleik með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði hann eftir klaufaleg mistök vamarmanna Keflavíkurliðsins, en það seinna má segja að hann haft skorað eftir send- ingu frá sjálfum sér. Eyjamenn bættu síðan við þriðja markinu rétt fyrir lok fyrri hálfíeiks, en þar var að verki Jens Paeslack, sem skoraði með þrumuskoti. rétt fyrir utan vítateig, eftir að Steingrímur hafði lagt boltann út á hann. Staðan því 0-3 í hálfleik, Eyjamönnum í vil og nánast formsatriði að klára leikinn. Heimamenn reyndu að byrja seinni hálfleik af krafti og fengu oft á tíðum góð færi, en annaðhvort fór boltinn ekki nálægt markinu, eða að Gunnar markmaður sá við skotum Keflavíkur. Lítil spenna var í seinni hálfleik, þar sem IBV hafði nánast gert út um leikinn í fyrri hálfleik og fór svo að lokatölur leiksins urðu, 0-3. Eyjamenn komu mjög einbeittir til þessa leiks og var greinilegt að leikmenn liðsins ætluðu sér ekki að tapa enn eitt árið í Keflavík. Steingrímur og Jens náðu mjög vel saman frammi og vömin náði að þétta sig nokkuð vel. ívar Ingimarsson var duglegur á miðjunni og Kristinn Lárusson náði að halda leikstjómanda ÍBK, Gunnari Oddssyni, í skeíjum. Lið ÍBV: Gunnar 8 - Steinar 7 (Hjalti), Hlynur 7, Zoran 7, Hjalti 6 - Ingi 5, ívar 7, Sigurvin 6, Kristinn 7 - Steingrímur 8, Jens 8. Maður leiksins í Keflavík var Steingrímur Jóhannesson sem skoraði tvö mörk og náðí að leika sig inn í landsliðið f fyrsta sklpti. Miklir yfir- buröir hjá KFS Síðastliðinn laugardag áttust við KFS og Víkingur frá Ólafsvík, í 3.deildinni í knattspyrnu. KFS átti ekki í vandræðum með gestina, og sáust glæsileg tilþrif hjá liðsmönnum KFS á köflum. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS. var að vonum ánægður með sína menn, sérstaklega fyrri hálfleik. sem hann segir hafa verið þann albesta síðan hann byijaði að þjálfa hjáFramhetjaogloksKFS. Staðan í hálfleik var 5-0. I seinni hálfleik var varamönnunum leyft að spreyta sig, en lokatölur leiksins, 7-1. Mörk KFS skotuðu: Magnús S. 2, Erlingur I, Kári 1. Stefán B. I. Rúnar 1 og Óðinn 1. Lið KFS var þannig skipað: Tryggvi-Helgi(Jósef). Erlingur (Óðinn), Magnús G. (Jónas), Sig- urður S.-Kári (Stefán), Jón B., Rúnar (Bjami), Yngvi-Heimir, Magnús S. Maður leiksins var Heimir Hall- grímsson. Geysilega yfirvegaður og spilandi leikmaður, sem mataði félaga sína með fallegum send- ingum. Atti glæsilega hjólhesta- spymu í lok leiksins. í 3. sæti KFS er nú í 3.sæti A-riðils, og að sögn Hjalta þjálfara, þá mun baráttan aðallega standa á milli þriggja liða; Aftureldingar, Léttis og KFS. Næsti leikur KFS er gegn Hamri úr Hveragerði, og fer leikurinn fram næstkomandi mánu- dag, í Hveragerði. Landssímadeildin 4. umferð: IR 1 - IBV 0 Ovaent tap gegn IR Eyjamenn mættu nýliðum IR í Landssímadeildinni, á annan í hvítasunnu. Leikið var í Mjódd- inni, heimavelli ÍR. ÍBV virtist vera komið á gott skrið, eftir mjög sannfærandi sigra í síðustu tveimur leikjum. En heimamenn komu mun ákveðnari til leiks og fór svo að þeir uppskáru sigur að lokum. IR-ingar komu vel stemmdir til þessa leiks og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í þessum leik. Eitthvað vantaði á að Eyjamenn væm á sömu nótum, og lentu þeir því í basli með nýliðana alveg frá byrjun. Heimamenn skoruðu fyrsta og jafnframt eina rnark leiksins, á 21. mínútu. Það sem eftir lifði leiks reyndu Eyjamenn hvað þeir gátu til að jafna metin en ekkert gekk upp. Þess má geta að IBV átti 20 skot að marki, gegn 8 skotum IR-inga, og tíu hom- spymur, gegn fjórum hornspymum ÍR. Kristinn Hafliðason og ívar Bjarklind. komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. og lífgaði Ivar sérstaklega upp á sóknarleik liðsins. Leikmenn ÍBV-liðsins fóm greini- lega ekki með réttu hugarfari í þennan leik og alla baráttu virtist vanta í liðið. Það er vonandi að þeir láti sér þetta að kenningu verða og sýni sitt rétta andlit í næstu leikjum. Þeir sem ætla sér titla verða líka að vinna lakari liðin. Lið ÍBV: Gunnar 6 - Steinar 5 (ívar 7), Hlynur 6, Zoran 7, Hjalti 6 (Kjartan 5) - Ingi 6, ívar 6, Sigurvin 7, Kristinn L. 6 (Kristinn H. 5) - Jens 6, Steingrímur 6. Flugfélags Islands mótið í golfi: Mjög góður ár- angur hcimamanna Um hvítasunnuna fór fram hið árlega Opna mót Flugfélags ís- lands. Þátttaka var mjög góð eða alls 42 keppendur, þar af 28 frá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Keppt var bæði með og án for- gjafar. í keppni með forgjöf röðuðu Vestmannaeyingar sér í efstu sætin en röð efstu varð þessi: 1. Sveinn Halldórsson 134 högg 2. Asbjöm Garðarsson 137 högg 3. Júltus Hallgrímsson 139 högg I keppni án forgjafar varð röð efstu þessi: 1. Kristinn G Bjamason GR 146högg 2. Júlíus Hallgrímsson GV 147 högg 3. Asbjöm Garðarsson GV I53högg Eins og sjá má mega Eyjamenn vel við sinn hlut una. Júlíus Hallgrímsson vantaði aðeins eitt högg upp á að ná landsliðsmanninum Kristni G Bjama- syni eins og sjá má. Einnig vom veitt verðlaun fyrir þá sem næstir vom holu í upphafshöggi. Þeir vom Haraldur Júlíusson GV, Heiðar Breiðfjörð GR, Kristinn G Sveinn Halldórsson sigraði íkeppni með forgjöf. Bjamason GR, Helgi Þórisson GS og Agúst Ó Einarsson GV. Flugfélag fslands gaf öll verðlaun til þessa móts og vom þau hin glæsilegustu að vanda, m.a. ferðir bæði utanlands og innan. Hampiðju- og Netmótið um helgina A laugardag verður á dagskrá GV Golfmót Hampiðjunnar og Net hf. Þetta er höggleikur með og án forgjafar og leiknar 18 holur. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sæti í báðum flokkum og auk þess nándarverðlaun fyrir par 3 holumar. Þá verður dregið úr skor- kortum viðstaddra í mótslok og óvænt verðlaun þar í boði. Þetta mót er öllum opið en sérstaklega em sjómenn hvattir til að taka þátt í því. Mótið hefst kl. 10 á laugardag og er mótsgjald kr. 1500. Lokaskráning verður að hafa farið fram á föstu- dagskvöld kl. 21 HHH vann get- raunaleikinn Hjá Islenskum getraunum hafa verið hópaleikir í gangi í allan vetur. Svokölluðum vorhópleik var að ljúka fyrir skömmu og þar vom þrír Eyjamenn að gera það gott. Spilað er í þremur deildum, og fer það eftir fjölda raða, í hvaða deild menn lenda. Þeir Hjalti Kristjánsson, Haukur á Reykjum og Hjörleifur Jensson, íhópnum HHH, lentu í I.- 2. sæti í fyrstu deild og í 3.-8. sæti í annarri deild. Þeir hafa þegar unnið sér inn eina utanlandsferð, og eiga möguleika á annarri. Guðni Rúnar til ÍBV Guðni Rúnar Helgason, er á leiðinni til IBV á ný. Guðni reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í vetur, en dæmið gekk ekki upp. Guðni samdi við IBV til þriggja ára, og er hann væntanlegur til Eyja um miðjan júlí. Gunnar Heiðar í drengja- landsliðið Gunnar H. Þorvaldsson, leikmaður með öðrum og þriðja flokki ÍBV. hefur verið valinn í 35 manna æfingahóp drengjalandsliðs íslands. Gunnar Heiðar er mikið efni og hefur verið mikill markaskorari í yngri flokkunum. Fleiri í landslið Sigurður A. Stefánsson var valinn í 23 manna æftngahóp, hjá íslenska drengjalandsliðinu í handknattleik. Landsliðsæfingar standa nú yfir og eru þær liður í undirbúningi liðsins fyrir mót í Austurríki, í þessum mánuði. Guðbjörg Guðmannsdóttir er þessa dagana að spila með íslenska unglingalandsliðinu í handknattleik, skipuðu leikmönnum undir 18 ára. á ntóti í Danmörku. Steingrímur og Venni í hópinn Steingrímur Jóhannesson og Sigur- vin Ólafsson, leikmenn ÍBV íknatl- spymu, h_afa verið valdir í A-lands- liðshóp Islands, sem spilar vin- áttulandsleik við Suður-Afríku á laugttrdaginn kemur. Leikurinn fer fram í Freudenstadt í Þýskalandi og hefst leikurinn kl. 16:00, eða kl. 14:00 að íslenskum tíma. Framundan: Fyrsti heimaleikur ÍBV í Meist- aradeild kvenna, fer fram hér í Eyjum í kvöld kl. 20:00. Leikurinn fer að öllum líkindum fram á Hásteinsvelli. Laugardaginn 6. júní kl. 14:00 2. fl ka ÍBV-Þróttur. KI. 12:00 2.fl kv ÍBV - KR. Mánudagur 8. júní kl. 18:00 3.11. kv.ÍBV-Valur. Þriðjudagur9.júní kl. 20:00 mfl. ka. ÍBV-Valur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.