Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur4. júní 1998 Evjamenn sigursælír á Huítasunnumóti SJðVE Hið árlega Hvítasunnumót SJÓVE fór fram í blíð- skaparveðri á laugardag og sunnudag. Alls tóku 33 keppendur þátt í mótinu og var róið á níu bátum. Heildarafli á mótinu var 8.183,7 kg, heildarfjöldi físka 5762 og meðalþyngd 1,42 kg. Þessi urðu helstu úrslit á mótinu: Aflahæsta sveit karla varð sveit Inga Páls Karlssonar frá SJÓVE en auk hans skipuðu sveitina Jóhann Halldórsson, Jóhannes Sigurðsson og Páll Pálsson. Þeirfengu samtals 1245,3 kg og voru rúmum 100 kg ofan við sveitina í 2. sæti, sveit Antons Arnar Kæmested frá SJÓR. Aflahæsta sveit kvenna varð sveit Guðrúnar Snæbjömsdóttur en auk hennar voru í sveitinni Elfnborg Bemódusdóttir og Heiðdís Jónsdóttir en þær eru allar þrjár í SJÓVE og svo Sigríður Rögnvaldsdóttir frá SJÓSIGL. Afli þeirra var 919,5 kg. Aflahæstu konur: 1. Heiðdís Jónsdóttir 2. Sigríður Rögnvaldsd. 3. Guðrún Snæbjömsd. Aflahæstu karlar. 1. Oddsteinn Pálsson 2. Jóhann Halldórsson 3. Gunnar Bjamason SJOVE 318,1 kg SJÓSIG 275,3 kg SJÓVE 218,0 kg SJÓVE 518,9 kg SJÓVE 452,6 kg SJÓVE 362,6 kg Aflahæsti einstaklingurinn á mótinu varð Oddsteinn Pálsson og hann átti einnig flesta fiskana. Flestar tegundimar dró Guðmundur Kristinsson, SJÓR, átta talsins. Aflahæsti bátur pr. stöng varð Ölduljón en þar var skipstjóri Þórður Rafn Sigurðsson. Aflaverðmæti pr. stöng var einnig mest á Ölduljóni eða 22.824 kr. Stærsta fisk mótsins dró Hörður Runólfsson SJÓVE og var það þorskur, 17,8 kg að þyngd. Stærsta ufsann, 4,7, kg dró Úlfar Eysteinsson, SJÓR; stærsta karfann, 1,5 kg, Anton Öm Kærnested SJÓR; stærsta steinbítinn, 4,6 kg, Jóhann Halldórsson SJÓVE; stærstu ýsuna, 3,9 kg, Bogi Sigurðsson, SJÓVE; stærstu keiluna, 6,1 kg, Einar B Aflahæsta kuennasue itin, f.u. Sigríður, Elínborg, Guðrún og Heiðdís. Sueit Inga Páls. F.u. Jóhannes, ióhann Ingi Páll og Páll. Einarsson, SJÓVE; stærstu lýsuna, 1.6 kg, Ingi Páll Karlsson. SJÓVE og stærstu lönguna 6,8 kg, Guðmundur Kristinsson, SJÓR. Höróur Runólfsson dró stærsta fiskinn á mótinu en að hessu sinni uar hað borskur. I------------- ! Aðsóknarmet á Vor í Eyjum Sýningin Vor í Eyjum var haldin í Iþróttamiðstöðinni um hvíta- sunnuhelgina. Þetta var í fjórða sinn sem sýning af þessu tagi er haldin hér en hún er haldin annað hvert ár. Handknattleiksdeild ÍBV hefur veg og vanda af undirbúningi sýningar- innar. Jóhann Pétursson, stjómar- maður í handknattleiksráði, sagðist vera mjög ánægður með hvemig til tókst að þessu sinni. Aðsókn hefði verið meiri en nokkru sinni fyrr, einhvers staðar milli tvö og þrjú- þúsund manns. Alls tóku 18sýning- araðilar þátt að þessu sinni með 40 bása þar sem nokkrir voru með fleiri en einn bás. Leiktæki voru á úti- svæðinu og komu þau mjög vel út, voru mikið notuð af bömum. Það þýddi að foreldrar fengu mun betra næði til að skoða sýninguna enda sagði Jóhann að fólk hefði mikið spáð og spekúlerað. Þá voru ýmsar uppákomur, Hressó var með sýning- ar, tískusýning var frá Flamingó og hljómsveitimar Dans á rósum og D-7 komu fram. Jóhann vildi sérstaklega þakka þessum aðilum fyrir þeirra framlag og sömuleiðis öllum þeim sem lögðu hönd að verki við framkvæmd sýningarinnar. Jóhann sagði að hann hefði gjaman vilja hafa fleiri sýningaraðila en allir sem tóku þátt í sýningunni hefðu verið mjög ánægðir með útkomuna af henni. Smári Harðarfékk að smakka á heilsusamlegum kökum hjá Ivari Erni í Vilberg. Þór í Húsey sýndi viðskiptavinum hvernig hægt er að velja liti á húsið með hjálp tölvu. Lilja, Björg og Helga Dís með sýnishorn af því sem Roma hefur upp á bjóða. Hrönn og Katrín Harðardætur með vörur sem Katrín ætlar að vera með í verslun sinni. KÁ var með tvo bása á Vorinu. Valgerður og Alda kynntu nýjustu línuna í fegrunar- vörum. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.