Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 2. júlí 1998 • 26. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Sumaráœtlun Herjólfs Þfiðji júlí mun verða þakkargjðrðardagur okkar -segir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir nýkjörinn forseti bæjarstjórnar Eins og fram kemur í blaðinu í dag er fyrirhuguð mikil dagskrá á vegum bæjarins til að fagna 25 ára afmæli gosloka. Hvað skyldi forseta bæjarstjórnar, Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, vera efst í huga á þessum tímamótum? „Mér er efst í huga þakklæti til máttarvaldanna að hafa haldið hlíft- skildi yfir eyjunni okkar. Mér er einnig í huga þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í björgun eigna, svo og þeirra sem stóðu að kælingu hrauns- ins. Það að takast skyldi að stöðva framrás hraunsins, og þar með að bjarga innsiglingunni, er eitt af stórverkum mannsins í baráttunni við náttúruöflin. Og ekki síst hljótum við að vera þakklát Guði fyrir að allir skyldu bjargast þessa örlagaríku nótt íjanúar 1973. Það var stórkostleg tilfinning þann 3. júlí 1973 þegar opinberlega var lýst yftr goslokum. 3. júlí mun ávallt verða þakkargjörðardagur í huga Vestmannaeyinga," sagði Sigrún Inga, forseti bæjarstjómar. m % k Á morgun verða 25 ár frá því almannavarnanefnd Vestmanna- eyja gaf út að Heimaeyjargosinu væri lokið. Þar með lauk þeim kafla í íslandssögunni þar sem hvað mest eignatjón hafði orðið. Af um 1600 íbúðum og húsum í Eyjum voru 400 grafin undir hraun, 400 stórskemmd og önnur400 þurftu lagfæringar við. Auk þess höfðu fyrirtækin í bænum og bæjarsjóður orðið fyrir miklu tjóni. Um leið og gos hófst þann 23. janúar 1973 urðu til flótta- menn á íslandi því 5300 Vestmannaeyingar urðu að flýja til fastalandsins. Það hafðist á einni nóttu og enginn fórst. Það, ásamt minningu um gott mannlíf í Eyjum, varð sennilega til þess að Vestmannaeyjar byggðust upp aftur. Reyndar var hreinsunar- og uppbyggingarstarf hafið löngu áður en gosi lauk sem lýsir best þeirri bjartsýni sem hafði yfirhöndina þó oft væri útlitið svart. Fréttir minnast þessara tímamóta á mjög myndarlegan hátt í blaðinu í dag. Minnst er ýmissa atburða sem tengjast gosinu. Margir hafa lagt okkur lið í efnisöflun og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alladaga Kl. 08:15 Kl, 12:00 aukaferðir fimmtu- föstu- ogsunnudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 *■// ''!£ Srmm /i</ið •ttcrioi^ur Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.