Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Qupperneq 2
2 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 Ekkert alvarlegt á Shellmóti Færslur í dagbók lögreglu í síðustu viku voru 177 sent er nálægt með- altali. Það vekur athygli að þrátt fyrir mikinn manntjölda í bænum, aðallega kringum Shellmótið, kom ekkert upp á sem talist getur í alvarlegri kantinum. Þó var tölu- verður erill hjá lögreglu vegna lög- gæslu við knattspymuvellina. Gleraugun brotnuðu Þrátt fyrir að mannmargt mafi verið á skemmtistöðum urn helgina var aðeins ein líkamsárás kærð til lögreglu. Ráðist var á gest á Lund- anum og telst málið ekki alvarlegt en gleraugu þolandans brotnuðu þó. Fiórir kiófnaðir í síðustu viku voru fjórir þjófnaðir kærðir til lögreglu. í tveimur til- vikum var stolið reiðhjólum, í einu tilviki geislaspilara sem stolið var úr íþróttamiðstöðinni og í fjórða tilvikinu var stolið rafsuðumótor sem var á geymslusvæði við Skipa- lyftuna. Þá voru tvö skemmdarverk kærð til lögreglu. Unnar vom skemmdir á dráttarvél við Golfskálann og einnig voru unnar skemmdir á óskráðunt bifreiðum sem stóðu við Smurstöðina við Vesturveg. Lög- reglan óskar eftir upplýsingum um þessi mál. Tíu kærðír fyrír umferðarlayahrot Alls voru tíu ökumenn kærðir í vik- unni vegna brota á umferðarlögum. f einu tilviki var um að ræða mann sem ók þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum og í öðru tilviki voru réttindalausir unglingar á óskráðum bifhjólum. Önnur brot vom minniháttar. Hrapaði í Litlhöfða Tvö slys vom tilkynnt lögreglu í vikunni. í fyrra tilvikinu hljóp bam fyrir bifreið en þar var ekki um alvarlega áverka að ræða. Hitt slys- ið var alvarlegra. Maður hrapaði í Litlhöfða og mjaðmagrindarbrotn- aði. Björgunarfélagið var kallað út og var farið á bát að sækja mann- inn. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. ElduríGuðmundiVE Einn bruni kom upp í vikunni. Hafði kviknað í um borð í loðnuskipinu Guðmundi VE en þar hafði verið unnið við logskurð. Skemmdir voru minniháttar. ViljaekkiElsusem formann Nýkjörið félagsmálaráð hélt sinn fyrsta fund í síðustu viku. Nú hefði mátt halda að friður ríkti á fyrsta fundi kjörtímabilinu en það var nú öðm nær. Sjálfstæðismenn sem skipa meirihluta í ráðinu buðu fram Elsu Valgeirsdóttur til formanns en þeirri stöðu gegndi hún á síðasta kjörtímabili. Það ótríilega gerðist að fulltrúar minnihlutans gerðu at- hugasemd við tilnefningu Elsu til formanns. Ekki kemur fram í fundargerð hver ástæðan er og ekki náðist í Guðrúnu Erlingsdóttur (V) áðuren blaðið fór í vinnslu. Veiðarfærahús fær nýn hlutverk á goslokaahnæli Veiðarfærahús ísfélagsins, norðan við Stakkagerðistún, hefur nú fengið nýtt hlutverk. Húsið hefur gegnum tíðina verið notað fyrir ýmiss konar atvinnustarfsemi, m.a. var þar fyrr á árum frystihús. Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélagsins, hefur heimilað unglingum í bænum afnot af húsinu. Er þá sérstaklega hugsað til aldurshópsins 15 til 18 ára sem ekki hefur átt í niörg hús að venda til félagsstarfs. Undanfarna daga hafa nemendur Vinnuskólans, ásamt niörgum eldri sjálfl)oðaliðum, unnið að því að koma rusli út úr húsinu og flikka upp á það en hugmyndin er að hluti af hátíðahöldum vegna goslokaafmælisins fari fram í húsinu og þá sérstaklega höfðað til unga fólksins. Það mun væntanlega skýrast á næstu dögum hver eru framtíðaráform um þetta húsnæði og ætti að verða liægt að segja nánar frá því í næsta blaði. M Þykirbérvæntum barniðbittP Lögreglumenn hafa veitt því athygli að börn em ekki alltaf fest í öryggisbúnað í bifreiðum. Það er með ólíkindum að þurfa skuli fólk á launurn hjá hinu opinbera til þess að fólk gæti öryggis síns og sinna nánustu í umferðinni. Oft er því þannig vai'ið að foreldrar spenna sjálfrr öryggisbeltin til að fá ekki sekt en síðan eru bömin laus. bæði íaftursæti og framsæti. Samkvæmt þessu virist svo sem fólk hugsi fyrst um budduna en síðan urn öryggi sitt og sinna nánustu. Rétt er að benda foreldrum og fon'áðamönn- unt bania á að sekt við því að nota ekki sérstakan öryggisbúnað fyrir böm er 10.000 krónur og sekt við því ef ungmenni 15 ára og yngri nota ekki öryggis- eða verndar- búnað er 8.000 kr. Happdrætti Blindrafélagins Vinningar í happdrætti Blindra- vinafélagsins kontu á eftirfarandi númer: Golf 1,6 fimm dyra bifreið, á ntiða nr. 3398, ferðaúttekt til sólarlanda með Samvinnuferðum- Landsýn að upphæð kr. 100.000 komu á miða nr. 6200.6423. 8079, 9810.11047,12491,13230,13249, 21302 og 22484. Þriggja daga helgarferðir til Dublin að upphæð 70.000 komu á miða nr. 1131, 2485, 3557. 6925, 7025, 7817. 7935. 9430, 9580, 12428, 13068, 13874. 14236, 15751. 18634. 19205,21147 og 24355. Birt án ábyrgðar. 17. júní huaöP Bæjrráð hefur samþykkt að segja upp samningi við ÍBV-íþróttafélag um dagskrá 17. júní og felur menningarmálanefnd að annast málið frantvegis. Undirbúningur a f UllU Þessar fjórar stúlkur eru meðal fjölda unglinga sem hala lagt nótt uið dag að gera veiðarfærahúsið tilbúið fyrir helgina. Ekki hafa krakkarnír ákveðið hvað verður um að vera í húsínu nema hvað hau hugsa betta sem kaffihús fyrir sig. Á efri myndinni sést inn í risið sem fengíð hefur nýja ásýnd. Undirbúningur að komu Keikós: Alltsamkvæmtáædun Allur undirbúningur að komu Keikós hingað gengur samkvæmt áætlun og vel það. Dýpkun í Klettsvík hófst á sunnudag og átti henni að Ijúka í gærkvöldi. Bjarki Brynjarsson, hjá Þróunarfélaginu, sagði að dýpkunin hefði gengið framar öllum vonum og engin vandamál komið upp. Þá væri unnið að samsetningu kvíarinnar á fullu og áætlað að vinnunni á bryggjunni verði lokið fyrir 6. júlí. Þá er væntanlegur krani úr Reykjavík sem mun hífa hlutana út í höfn. Síðan verður hún dregin út í Klettsvík þar sem endanleg samsetning fer fram. Þann 10. júlf er ráðgert að setja akkerisfestingamar, sem halda kvínni, niður og síðan á öllu að vera lokið í lok júlí. Þá fara fram prófanir á kvínni. Bjarki sagði einnig að von væri á verkfræðingi frá bandaríska hernum nú í vikunni til að kanna ástand flugbrautarinnar. Mikilvægt væri að Ijúka þeirri könnun hið fyrsta vegna væntanlegra samninga við verktaka um þær endurbætur sent gera þyrfti á brautinni. TILBOÐ Sögur og sagnir úr Vestmannaeyium. Bók sem allir |jj Vestmannaeyingar ættu að eiga. Aðcins kr. 449 Spil og púsl með 30% afslætti Tvö súper 200 myndaalbúm aðeins kn 599 Ferðatöskusett, 4 töskur Vcrð kn nú kn 7*770 / BOKABUÐIN V/HEIÐARVEG - SÍMI 481 1434 (FRÉTTIR) Utgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 -1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrifc og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.