Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 „Það sem augað ekki sér“ Nýr geisladiskur Herdísar Hallvarösdóttur með lofgjörðartónlist Nú er að koma út nýr geisladiskur með Herdísi Hallvarðsdóttur tónlistarmanni. Á diskinum eru 16 lög, öll eftir hana nema eitt. Textana hefur hún samið eða fengið beint úr Biblíunni. Tónkist Herdísar spannar bæði sígilda tónlist, vísnageirann og út í hágæða kristilegt rokk. Margir valinkunnir tónlistarmenn koma að verkinu. Má þar nefna Þóri Baldursson, Ásgeir Oskarsson, Guðmund Benediktsson, Eyjólf Kristjánsson, Gísla Helgason og marga aðra, en alls koma fram á fjórða tug hljóðfæraleikara og söngvara á diskinum. Þeir Þórir Baldursson og Gfsli Helgason sáu um stjóm upptöku og útsetningar voru í höndum Þóris og Herdísar. Geisladiskurinn „Það sen augað ekki sér“ verður kynntur í fyrsta sinn opinberlega í Hvítasunnu- kirkjunni í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 7. júlí og hefst kynningin kl. 20:30 Auk Herdísar koma fram Gísli Helgason og fleiri. Allir eruhjartanlega velkomnir. Fréttatilkynning. Heiðar Marteinsson sendir frá sér myndband um Heimaeyjargosið: Lýsing á miklu Drekuirki Heiðar Marteinsson hefur nýlega klippt saman efni sem hann tók upp í gosinu og búið til tuttugu og sjö mínútna mynd um gosið í Heimaey og uppbygginguna að því loknu. Myndin er í lit og þulur er Magnús Bjarnfreðssson. Þau eintök sem skoðuð hafa verið eru prufukópíur, sem munu fara í frekari vinnslu áður en myndin verður gefín út í endanlegri mynd. Þorsteina Grétarsdóttir hefur séð myndina og hún var innt eftir því hvemig henni þótti myndin. Hún segir að sér hafi þótt myndin góð og áhrifamikil. ,Það em þama atriði þar sem hús em sýnd fara undir hraun, en það voru nokkur atriði sem ég hef séð áður í kvikmynd. En það var mjög gaman að sjá myndina og hún er merkileg heimild um uppbygginguna eftir gosið. Ég veit ekki hvort ástæða er til að gefa henni stjörnur og þó kannski þrjár af fimm mögulegum." Guðmundur Sigfússon í Fótó hefur einnig séð myndina. Hann segir að myndin sé skemmtileg og margt hafi rifjast upp frá þessum tíma. „Myndin fjallar kannski meira um það mikla þrekvirki sem unnið var við að hreinsa bæinn og uppbygginguna en um gosið sjálft. Myndin segir merkilega sögu og er góð heimild og ég vil frekar meta hana í því ljósi. Ég var til dæmis viðstaddur eitthvað af tökunum og sá þessa atburði þegar þeir gerðust í raunveruleikanum. Mig minnir meira að segja að í atriðinu þegar Suðurhús hrundu hafi hann notað mig fyrir þrífót. Þetta eru tuttugu og fimm ára gamlar upptökur og bera þess merki, hins vegar er þetta merkiiegt framtak hjá Heiðari og vissulega hið þarfasta mál að koma því í umferð," segir Guðmundur að lokum en vildi ekki viðhafa stjömugjöf. fremst er Halldór Waagfiörð. Mynd Guðmundur Sigfússon. Svenni Hauks gefur út geisladisk Sveinn Hauksson er að senda frá sér diskinn Sólfingur sem hefur að geyma tíu lög, níu eftir hann sjálfan og eitt eftir Benedikt Torfason. Sveinn hefur búið í Vestmannaeyjum í nokkur ár og verið að semja og spila samhliða daglegri vinnu. Nú stundar hann gítarnám í Reykjavík. Hann hefur áður geftð út tvær plötur, Dropa í hafið sem kom út árið 1983 og Alíslenskt þjóðráð árið 1986. „Ég byijaði undirbúning að diskinum árið 1993 og nú er þetta loks orðið að veruleika," segir Sveinn. Sveinn segist nokkuð ánægður með útkomuna en útgáfu á tónlist segir hann byggja mikið á að velja rétt fólk til samstarfs. „Þar hef ég verið mjög heppinn, ekki síst með söngvara." Með Sveini eru söngvararnir Sig- urður Ingvarsson, sem m.a. er með í Abbasýningunni á Broadway, Rannvo Olsen og sjálfur syngur Sveinn í einu lagi. Sveinn leikur á gítar, Jóhann Ásmundsson er á bassa, Jón Ólafsson á hljómborð og einnig á flygil, Þorsteinn Gunnarsson úr Stjórninni slær trommumar og það sama gerir Jóhann Hjörleifsson sem leikur einnig á ásláttarhljóðfæri. Eyþór Amalds leikur á selló, Dan Cassidy á ftðlu, Þórir Lárusson þenur nikkuna og Eggert Pálsson úr Sinfónfunni leikur á frska trommu. Textar eru eftir Jóhannes Sigur- jónsson frá Húsavík, Guðberg Aðal- steinsson og Svein. Hönnun umslags var í höndum Eyjamannsins Trausta Traustasonar, Sveinn útsetti lögin og útgefandi er Sultardropinn. „Ég reikna með að Sólfingur komi út í næstu viku og fljótlega upp úr því verð ég á ferð í Eyjum til að kynna tónlistina," sagði Sveinn að lokum. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.