Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Side 19
Fimmtudagur 2. júlí 1998 Fréttir 19 Gosið var búið -segir Guðmundur Sigfússon ljósmyndari í Foto sem var í fyrsta hópnum sem fór ofan í Eldfellsgíg eftir að gosinu lauk Þann 2. júlí 1973 fóru menn í fyrsta skipti ofan í gíginn í Eidfelii en sjö dögum áður, þann 26. júní var fyrst gefið út að Heimaeyjargosinu væri lokið. Opinberlega var það blásið af 3. júlí. Guðmundur Sigfússon, ljósmyndari og kaupmaður í Foto var í sex manna hópi sem fór niður í gíginn undir forystu Þorleifs Einarssonar jarð- fræðings og Hlöðvers Johnsen, Súlla á Saltabergi. Aðrir í hópnum vom feðgarnir Svavar Steingrímsson og Oskar og Sigurður Bogason. Guðmundur segir að ætlunin hati verið að mæla hita og gas í gígnum. „Það var ekki erfitt að fara niður í gíginn en þar sem við vissum ekkert um ástandið niðri í gígnum var Súlli, sem fór fyrstur niður, hafður í bandi. Var það gert til öryggis vegna hugsanlegs gass," segir Guðmundur þegar hann rifjar upp atburðinn með blaðamanni Frétta. „Um leið og Súlli var kominn niður á botn kallaði hann til okkar og sagði allt í lagi að koma niður." Af blaðagreinum að marka frá þessum tíma þótti þetta brjálæði því ekki svo löngu áður hafði gígur Eldfells spúð eldi og brennisteini yfir byggðina í Vestmannaeyjum. „Við sátum þama niðri í botni gígsins í um það bil hálftíma og röbbuðum um daginn og veginn," er haft eftir Guðmundi í viðtali í Vísi þannig að þeir hafa ekki álitið þetta hættuför. Þeir fóm niður í gíginn um klukkan tíu að kvöldi og og var ætlun Súlla og Þorleifs að mæla gas og hita en það reyndist óþarfi. „Það var ekkert að því að vera þama niðri en það var talsverð stækja og gufa á gígbarminum.. Gígurinn var 30 til 40 metra hár og ég gæti trúað að þvermál botnsins hafi verið um fjórir metrar. Þar var enga hreyfingu að finna og ég held að við höfum allir verið sammála um að þar með væri gosinu lokið," segir Guðmundur. Við höfðum fest kaðalinn við stein uppi á gígbarminum sem kom sér vel á uppleiðinni því vikurinn vildi renna undan okkur. Ekki varð ég var við hræðslu hjá nokkrum okkar og menn ræddu um að tjalda þama í gígnum. Til öryggis vomm við þó með labb- rabbtæki til að geta haft samband við lögreglu en til þess kom ekki og allir sváfum við vel nóttina á eftir," sagði Guðmundur að lokum. Þess má geta á þessum tíma var Guðmundur fréttaritari og ljósmyndari Vísis í Eyjum og vom gígferðinni gerð góð skil í blaðinu. Úskar, Suavar, Sigurður, Hlöóuer og Þorbjörn komnir niður í gíginn. Myndina tók Guðmundur sem uar sjötti maður í leiðangrinum. Þessi mynd Guðmundar er dæmigerð fyrir ástandið í Vestmannaeyjum ueturinn 1973. Stór hluti bæjarins uar kominn undir hraun og ösku og yfir öllu trðnaði Eldfellið. Ríkissjónvarpið var með beinar útsendingar í gosinu: Sjónvarpsútsendingar hófust strax á priðja degi Á meðan Sjónuarpið sýndi eldstöðuarnar á Heimaey uar hreinsun hafin í bænum. Margir sjálfboðalíðar komu bar að verki og hér sjást nokkrir beirra við hreínsun í kirkjugarðinum. Strax á fyrsta degi gossins fékk einn ágætur maður, Fylkir Þórisson þá hugmynd að koma fyrir kvikmyndatökuvél uppi á Klifl og sýna beint frá gosinu, þannig að Vest- mannaeyingar og aðrir Iandsmenn gætu fylgst með þróun gossins beint af sjón- varpsskjánum. Fréttir töluðu við Fylki og Sverri Olafsson um þessa ferð upp á Klif. Fylkir bjó reyndar í Vestmannaeyjum á sínum tíma, en faðir hans Þórir Konráðsson var hótelstjóri á Hótel HB. „Hugmyndin var að sýna beint frá gosinu í stað stillimyndarinnar,“ segir Fylkir. „Eg lagði þessa hugmynd fyrir fram- kvæmdastjóra og yfirverkfræðing sjónvarpsins og hugmyndin var samþykkt eftir nokkra umhugsun. A þriðja degi gossins flugum við svo til Eyja með svart/hvíta Philips plumicon kvikmyndatökuvél sem við komum fyrir í mastri við endurvarpsstöð Pósts og síma á Klifinu." „Þetta var eftirminnileg ferð," segir Sverrir. „Við flugum til Eyja með einhverri gripa- flutningavél og mjög áhrifamikið að koma þama, en við vomm í sólarhring í Eyjum." Með Fylki og Sverri í för var Þórarinn Guðnason fréttakvikmyndatökumaður hjá Sjón- varpinu ásamt Ama Vilmundarsyni frá Pósti og síma. „Það var komið myrkur þegar við vomm komnir upp, en náðum þó að koma vélinni fyrir, en urðum að dvelja þama uppi um nóttina því það var orðið of dimmt til þess að klára verkið. Reyndar fór Þórarinn niður strax aftur og til Reykjavíkur sama dag en við hinir vomm þama um nóttina." Sendirinn í Vestmannaeyjum tók við merkjum frá sendinum í Skálafelli og Fylkir segir að myndinni hafi verið varpað frá Eyjum um Skálafell og þaðan um allt land. „Þessi möguleiki var fyrir hendi og spuming um að nýta hann. Fólk kunni vel að meta þetta, ekki síst Vestmannaeyingar uppi á landi sem töldu sig hafa mikið gagn af þessu." Fylkir segir að vistin á Klifinu um nóttina hafi ekki verið sérlega ánægjuleg. „Það var hús þama uppi sem við gistum í, en lítil þægindi. Við sváfum á einhveijum pappaspjöldum og það vom miklar dmnur frá gosinu. Daginn eftir var komið vitlaust veður. Við fómm með varðskipinu Ægi til baka og það var eftirminnileg ferð. Skipið var eina tvo tíma að komast út úr höfninni og um tvö hundmð manns vora um borð, og margir sjóveikir. Það átti að fara til Þorlákshafnar, en það var hætt við það vegna þess að það barst neyðarkall frá bát, sem farið var að huga að. Þetta varð því tíu tíma ferð í kolvitlausu veðri. Svo var siglt inn til Keflavíkur þar sem við fómm í land." Sverrir segir að þessi útsending frá Eyjum hafi þó ekki verið fyrsta beina útsending sjónvarpsins. „Það höfðu náttúrulega verið beinar útsendingar úr sjónvarpssal og einnig af vettvangi meðal annars frá einvígi Fishers og Spasský. Það hafði líka verið sjónvarpað beint frá ýmsum stöðum í kringum kosningar. En þetta þótti nokkuð merkilegt framtak. Vélin var þama uppi í eina þrjá mánuði. Reyndar var myndin nokkuð farin að dofna undir það síðasta vegna þess að linsan var orðin sandblásin vegna ösku. Við komum vélinni fyrir í plasthólki til þess að hlífa henni fyrir vatni og vindum, en auðvitað hefur mætt mikið á þama uppi." Em til einhverjir bútar af þessu efni sem sent var út þessa þrjá mánuði? „Ég veit það ekki," segir Fylkir. „Það er trúlega til það efni sem Þórarinn myndaði þarna uppi, en hvort það var eitthvað tekið upp af þessum beinu sendingum veit ég ekki. En mönnurn fannst þetta dálítill viðburður tæknilega."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.