Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Síða 24

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Síða 24
Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 Það var mikið um dýrðir á leikskólanum Sóla á laugardaginn þegar nemendur, starfsfólk og foreldrar efndu til mikils fagnaðar. Útisvæðið var skreytt, búin voru til listaverk og ekki gleymdist maginn því boðið var upp á pyisur með öllu. Sóladagurinn var sannkallaður sólardagur því sól skein í heiði sem gerði daginn enn skemmtilegri. Og eins og myndirnar hér að ofan bera með sér nutu nemendur, starfsfólkið og gestir þeirra veðurblíðunnar orðið gæjalegt Ens og sjá má á rnvndinni hér að ofan hefur Skvísusundið tekið miklum stakkaskiptum á und- anfornum vikum. f fyrsta lagi hafa starfsmenn bæjarins gengið frá götunni á skemmtilegan hátt. Kræmar hafa verið málaðar sín í hverjum lit og eru áhrifin vægast sagt lífleg. Vestmannaeyjabær stendur að þessum skemtntilegu framkvæmd- um í tilefni goslokaafmælis og þeirri dagskrá sem þarna á að fara fram um næstu helgi en það er Andrés Sigurvinsson sem skipulagt hefur hátíðahöldin fyrir Vestmannaeyja- bæ ásamt goslokanefnd. Dagskráin mun fara fram bæði inni í krónum og í Skvísusundinu fyrir utan þær en útgerðarmenn, eigendur að krónum, hafa brugðist vel við málaleitan bæjarins, opnað fyrir gestum og gangandi og gert allt klárt til að dagskráin geti farið fram bæði utan dyra og innan. Ekki er vafi á að þarna verður mikið mannlíf um næstu helgi og víst að bæjarbúar munu kunna að meta þá líflegu umgjörð og skemmtilegu dagskrá sem í boði verður þessa helgi. Dagskráin er auglýst á blaðsíðum 10 og 11 í blaðinu í dag. Helga kveður og Karl Qauti tekur við Á föstudaginn var hélt Helga Hauks- dóttir, settur sýslumaður, starfsfólki sýslumannsembættisins og skattstof- unnar dulitla móttöku í tilefni af því að hún lætur af störfum sem sýslu- maður Vestmannaeyja nú um mán- aðamótin. Helga hefur störf á vamarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins frá og með 1. júlí. Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi fúlltrúi sýslumannsins á Selfossi hefur verið skipaður sýslumaður Vest- mannaeyinga frá og með 1. júlí. Á myndinni sem tekin var í hófinu má sjá Helgu ásamt starfsfólki sýslu- mannsembættisins og skattstofunnar í Vestmannaeyjum. Uvaff 5 ára Föstudaginn 3. júlí em fimm ár síðan Útvarp Vestmannaeyxar FM 104 tók formlega til starfa. í tilefni af því verður afmælisins minnst með sérstakri afmælis- og goslokadagskrá frá kl 16:00 á föstudeginum. Ef veður leyfir verður farið með hljóðstofu ÚV út á lóð. Boðið verður upp á Kók, Frónkex og afmælistertu frá Andrési í Magnúsarbakaríi og Kaaber mola- sopa. Á myndinni er Bjtuni Jónasson útvarpsstjóri ÚV ásamt Bjarna Rúnari Jónassyni dóttursyni sínum í beinni útsendingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.