Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 4
A
Fréttir
Fimmtudagur ló.júlí 1998
Koníaksís
2 msk. vanillusykur
5 eggjarauður
80 gr. sykur
1/2 1. rjómi (þeyttur)
1 dl. koníak (tæplega)
Þetta er allt saman þeytt saman
og fryst.
Sósa (höfð heit)
100 gr. sykur
1 dl. vatn
1 !/2dl.rjómi
1/2 dl. koníak
Döðlur
12 ferskar döðlur lagðar í bleyti í
1 dl. af koníaki
80 gr. Heslihnetuflögur
Isinn er borinn fram í kúlum eða
sneiðum með heitri sósu og döðlum.
Stráið heslihnetunum yfir.
Eg ætla að halda boltanum í
hárgreiðslugeiranum og skora á
Maríu Pétursdóttur en ég veit að hún
lumar á ýmsum gómsætum réttum.
Verði ykkur að góðu.
Nanna Leifsdóttir er sælkeri þessa
vikuna.
Ólöf Helgadóttir
skoraði í síðustu
viku á vinkonu sína
Nönnu Leifsdóttur
að gefa lesendum
góðar uppskriftir
þessa vikuna.
Nanna vildi koma á
framfæri _ bestu
þökkum til Ólafar fyrir áskorunina og
ætlar að bjóða okkur upp á tvo ferska
sumarrétti. „Þjóðhátíðarsalat" og
Koníaksís.
Þióðhátíðarsalat:
3 dl. soðin hrísgrjón
I paprika
1 lítill laukur
1/4 gúrka
75 gr. majónes
75 gr. sýrður rjómi
250 gr. rækjur
salt og pipar
1 lítil dós ananas með safa.
Skreytt með dilli og mjög gott er að
hafa heitt snittubrauð með. Þetta er
réttur sem hentar vel til dæmis í
tjaldið í Dalinn.
ð e p o
- Fregnir herma að í vikunni muni hafa
verið hér á ferð milljóna eða billjóna-
mæringur frá Ameríku, til að skoða
framtíðarheimili Keikós. Honum var
náttúrulega boðið út að borða, því
þegar menn rekast á milljúnamæringa
frá Ameríku dettur þeim náttúrulega
fyrst í hug að þeir hafi ekki efni á að fá
sér að borða og séu því svangir. Að
afloknum málsverði á Fjörunni var
Ameríkaninn svo hamingjusamur með
matinn að hann krafðist þess að fá að
hitta kokkinn og þakkaði vel og lengi
fyrir sig. Wlun hann hafa tjáð veit-
ingamanninum að næst þegar hann
færi út að viðra einhverja af einka-
þotunum sínum mundi hang komavið
hér til að fá sér að borða. Ostaðfestar
fréttir herma að á meðan millinn fékk
sérað borða hafi hann þénað eitthvað á
annað hundrað milljónir fyrir utan
þessa ókeypis máltíð þannig að það er
ekkert skrítið að hann skuli hafa verið
ánægður með lífið þegar hann fór.
- Austurríkismenn eru ekkert að ná sér
eftir að hafa misst Keikó til Eyja. Þeir
skrifa enn grátklökkar og reiði-
þrungnar greinar um málið. Það fer nú
að verða ástæða til að veita þeim áfalla-
hjálp því þeir virðast ekki ætla að
komast yfir þetta af sjálfsdáðum.
Samsæriskenningarnar eru á ýmsa
iund og sumra þeirra höfum við getið
en þær nýjustu eru á þá lund að
þjálfurum Keikó hafi litist betur á
skemmtanaiífið hér í Eyjum heldur en
doðann fyrir austan. Sjálfsagt er það
rétt en hver sem skoðar fréttamyndir frá
því ákvörðunin var tekin undrast ekki
staðarvalið. Myndir frá Eyjum af
Klettsvík með grænar brekkur,
klettanna í baksýn, sólskin og fegurð
hvert sem litð er. Svo myndir að austan
af gróðurlausum mel, gráfjöll með snjó
niður í miðjar hlíðar.
- Nýjasta útspil Austurnkismannanna er
að neita að mæta á ball hjá Pöpum eins
og sjá má f blaðinu í dag. Sérstaklega
var auglýst í blöðum eystra að menn
skildu varast Vestmannaeyingana.
Þetta er leiðinlegt. Fyrir Papana, því
þeir fengu litla aðsókn. Fyrir
Austfirðingana, því Papar er hljómsveit
úr Reykjavík, og því snertir það okkur
ekki hið minnsta hvort fleiri eða færri
mæta á ball hjá þeim. Fyrir Eyjamenn?
Nei, okkur finnst þetta bara fyndið.
ÞtTTA VAT MJOC TfNT
Páll Magnú Guðjónsson kom fram á
Sumarstúlkukeppninni á laugardaginn.
Þar söng henn lag úr myndinni Titanic og er hægt að
fullyrða að hann hafi komið séð og sigrað.
Páll er aðeins 13 ára gamall og hefur ekki
svo vitað sé, troðið upp hérí Eyjum áður.
Páll er eyjamaður vikunnarþessa viku.
Full nafn? Páll M. Guðjónsson
Fæðingardagur og ár?
7.desember1985
Fæðingarstaður?
Vestmannaeyjar
Fjölskylduhagir?
Bý í foreldrahúsum
Menntun og starf?
Nemi í Hamarsskólanum
Laun?
Vann í Vinnuskólanum og síðan ber ég
útDV
Helsti galli? Get verið frekur
Helsti kostur? ???????
Uppáhaldsmatur? Pizza
Versti matur? Skata og slátur
Uppáhaldsdrykkur? Egils orka
Uppáhaldstónlist? Hittogþetta
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir? Fara í ferðalög
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Taka til í herberginu mínu.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Bjóða
fjölskyldunni til útlanda
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Árni Johnsen
Uppáhaldsíþróttamaður? Steingrímur Jóhannesson
Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap?
Götuleikhúshópnum og skátunum
Uppáhaldssjónvarpsefni? Ráðgátur
Uppáhaldsbók? Svarta nöglin
Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Stríðni
Fallegasti staður sem þú hefur komið á?
Ásbyrgi fyrirnorðan
Hefur þú farið áður á sumarstúlkukeppnina?
Nei, þetta var í fyrsta skiptið
Hvernig fannst þér?
Égvarmestbak við
svið, en það sem ég
sá var mjög fínt
Hefur þú sungið á svona
uppákomum áður?
Já, ég hef sungið á ættarmóti og
síðan átti ég að syngja í brúðkaupi, en komst
þvímiðurekki.
Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir
þessi orð?
-Söngur? Tónlist
-Titanic? Skip
-Celen Dion? Guð minn góður!
Eitthvað að lokum? Nei, ég held bara ekki.
NYF6EDDIR VESTNfiNNfiEYINQfflR
Drengur
Þann 31. maí
eignuðust Helga
Kristjánsdóttir og
Heimir Öm
Hafsteinsson son.
Hann vó 15
merkur og var 51
sm að lengd.
Hann hefur verið
skírður Kristján
Aui. Hann
fæddist á
Landsspítalanum
í Reykjavík.
Drengur
Þann 24. júní
eignuðust Sóley
Olafssdóttir og
Róbert Agnar
Guðnason son.
Hann vó 16 1/2
mörk og var 54
sm að lengd.
Ljósm. var
Guðný
Bjamadóttir
Drengur
Þann 30. júní eignuðust Kristný Tryggvadóttir og Grétar Þór
Sævaldsson son. Hann vó 16 merkur og var 53 sm að lengd. Með
litla bróður á myndinni er Kristgeir Orri og Svava Kristín.
^.jósm. var Guðný Bjarnadóttir.
d&jÍMMÍ
30. júlí Húkkaraball
31. júl. -3. úg. Þjóðhátíð
10. -15. sept Keikó kemur
16. - 23. Sýning á hugmyndum afnýju
Náttiiruminja og sjávarlífssafni í Náttúrugripasafiiinu
18. - 19.júlí Síðasta sýningarhelgi hjá Jóhönnu
Bogadóttur í sal Listaskólans
19. júlí Opið hús hjá Bœjarveitum í tilefini af
30 ára afmœli vatnsveitunnar