Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. júlí 1998 Fréttir 11 Vel heppnað 60 ára afmælismót Faxa: íslensknátt- úraheillaði tianskagesti -en ekki eru þau tilbúin að setjast hér að Sextíu ára afmælismót skátafé- lagsins Faxa var sett í blíðskap- arveðri síðastliðinn miðvikudag í Skátastykkinu. Talið er að um 230 skátar af Vestur- og Suðurlandi og að sjáfsögðu Vestmannaeyjum hafi sótt mótið ásamt hópi skáta frá Silkeborg í Danmörku. Þema mótsins var Náttúran og umhverfið og miðaðist dagskrá mótsins við það. Það var Páll Zóphóníasson sem setti mótið og flutti við það tækifæri stutt ávarp um tilefni mótsins og bauð skáta velkomna. Að því loknu var vom fánar Faxa, Vestmannaeyja, Danmerkur og Is- lands dregnir að húni með tilheyrandi fánahillingu skátanna sem raðað höfðu sér í kringum íslenska fánann. Að því loknu var gengið til dagskrár þar sem skátar komu sér fyrir og reistu sína alkunnu staura til margvíslegs brúks og augnayndis. Mótiðfórvelfram Sigmar Hjartarson mótsstjóri segir að mótið hafi farið vel fram og skátamir verið ánægðir með aðstöðuna í Skátastykkinu. Mótið var sett síðdegis á miðvikudag í síðustu viku og slitið kl 13:00 á sunnudaginn. Um 250 skátar voru á mótinu þar af um 50 heimamenn. „Svæðið kom vel út og mótið ekki það stórt að vel gekk að halda utan um dagskrána. Við getum ekki verið annað en ánægð með mótið og ekki spillti veðrið fyrir, þrátt fyrir svolitla nepju á laugardagskvöld. Félögin af fastalandinu spurðu talsvert um það hvenær skálinn yrði tilbúinn og höfðu áhuga á því að koma í útilegur til Eyja síðar meir.“ Sigmar segir að þema mótsins „Náttúran og umhverfið" hafi gengið vel upp og mótsgestimir kunnað vel að meta dagskrána. „Dagskránni var skipt í þrjú lönd sem vom Þrauta- og metaland í Skansíjöm, þar sem skátar leystu ýmsar þrautir og glímdu við að setja ýmis met, Sprönguland, þar sem reynt var að undirstrika sérstöðu Vestmannaeyja og gátu skátamir meðal annað fengið að spreita sig í sprangi og bjargsigi undir leiðsögn. Þriðja landið var svo Gönguland þar sem eyjunni var skipt upp í ákveðin svæði. Skátar gátu því t.d. farið í bæjargöngu eða gengið á Eldfell og um hraunið allt eftir áhuga hvers og eins.“ Á laugardeginum var boðið upp á Siglingu með víkingaskipinu Islend- ingi. „Þetta var um klukkutíma sigling og siglt út í Klettsvíkina og út að Bjamarey og til baka. I þessari ferð komust skátamir í návígi við fuglalífið og sáu vel framtíðarheimili Keikós." Sigmar segist ánægður með mótið. Einu kvartanimar sem heyrðust snemst um það að of mikið væri hægt að hafa fyrir stafni. „Mótsgestir fóm samt glaðir en þreyttir til síns heima með Heijólfi á Sunnudeginum." Eínkennílegt að finna hitann ífjallinu Fréttir fengu tvo skáta, þau Sigrid Reiersen og Casper Vissing í spjall, en þau vom í danska skátahópnum sem kom til Eyja. Sigrid Reiersen tuttugu og tveggja ára kennaraskólanemi og er foringi yfir 8 til 10 ára skátum í Silkiborg. Casper Vissing er tuttugu og sex ára gamall með meistarapróf ffá dönskum háskóla vom á mótinu. Þau sögðust vera mjög ánægð með aðstöðuna í Skátastykkinu og hefðu fallið í stafi sökum náttúmfegurðarinnar í Vest- mannaeyjum. Þau gengu á Helgafell og Eldfell og þótti einkennilegt að finna hitann í fjallinu. Kaspar segist einnig hafa prófað að spranga, en Sigrid sagðist ekki hafa þorað það. Sigrid segir að þó að rignt hafi mikið þegar þau komu hingað, þá hafi það eldd skyggt á náttúrufegurðina. „Það em engin fjöll í Danmörku og ég er heilluð af fjöllunum hér. „I Dan- mörku em bara akrar og skógar, “ segir Casper. „Svo það em mikil viðbrigði ef miðað er við Danmörku. Svo er allt svo smátt í sniðum á íslandi." Em þið svo heilluð að þið mynduð vilja flytja til íslands? „Nei, ekki held ég það,“ segir Sigrid. „Mér skilst að vetur á Islandi séu svo kaldir og ég myndi sakna sandstrandanna í Danmörku.“ „Það væri kannski allt í lagi,“ segir Caspar. „En ekki lengur en í eitt eða tvö ár.“ Þau segjast hafa verið í skáta- hreyfingunni frá því þau vom sjö ára og ferðast mikið til annarra landa með skátunum. Sigrid segist hafa farið til Mexikó, Póllands, Noregs og Svíþjóðar. „Það er alltaf áhugavert að sjá hvemig skátastarfið er í öðmm löndum. Maður kynnist alltaf nýjum og forvitnilegum viðhorfum." Hvemig kemur ykkur íslenskt skátastarf fyrir sjónir? „Þeir fara mikið í útilegur og klifra á fjöll. Það er ekki eins mikið um það í öðmm löndum. Einnig fara stelpur og strákar saman í ferðalög og útilegur, en það er líka þannig í Dan- mörku. Þannig að kynin em meira aðkilin í starfinu utan Norður- landanna." Sigrid og Casper segja að þetta hafi bæði kosti og galla. „Þar sem kynin em saman lenda krakkamir ekki eins mikið í kynjabundnum hlutverkum, þannig að strákamir sjá um uppvaskið og eldamennskuna og stelpumar um alls kyns verkefni sem hafa verið í höndum strákanna hingað til. En þetta er svo sem ekki algilt. En oft em stelpumar bara í einhverjum stelpu- verkefnum ef þær em einar í hópi. Hins vegar held ég að krakkamir kunni vel við kynjaskiptinguna, hitt kynið glepur þá ekki fyrir." Hvemig finnst ykkur aðstaðan í Sigrid Reiersen og Casper Vissing voru í hópi skáta frá Danmörku sem heímsóttu skáta í Faxa á 60 ára afmælinu. Uið uaróeld á kuölduöku. búðunum í Skátastykkinu? „Það er mjög fallegt þar, en það er dálítið leiðinlegt að vera alveg ofan í flugvellinum. Samt vegur náttúmfeg- urðin það upp. Svo er þetta ofan í lægð þannig að það er freka lygnt þar.“ Þau segja að danski skátar byggi meira úr trjáviði, en íslensku skátamir, enda meiri og stærri skógar í Danmörku. „Við búum til borð og stóla og eldum yfir lifandi eldi, en héma nota þeir gas. Einnig kom það dálítið á óvart hversu íslensku skátamir elda mikið skyndi- og mínútufæði." Sigrid og Caspar segjast hafa komið til Eyja með Heijólfi, en þau hafi verið búin að dvelja í nokkra daga á Selfossi í vinabæjaheimsókn þar sem Selfoss og Silkiborg séu í vinabæjatengslum. „Við fómm í útilegu með skátum á Selfossi og komum líka til Reykjavíkur og fóram í Bláa lónið. Við höfðum verið í sambandi við skátana og skipulagt ferðina í samráði við þá. I fyrstu stóð til að við yrðum á Selfossi, en við ákváðum að koma hingað til Eyja.“ Hvemig tjármagnið þið ferðina? „Að hluta til höfum við safnað fyrir henni með ýmis konar vinnu. Við dreifðum til dæmis símaskránni í Silkiborg. Fjórða hvert ár er haldið mikið mót gmnnskólanema í Silki- borg og við seldum mótsblaðið þar. Við höfum líka borgað ferðina úr okkar eigin vasa.“ Hvemig er viðhorf almennings til skátastarfsins í Danmörku? ,3>að er yfirleitt mjög jákvætt," segir Casper. „En auðvitað fer það eftir því viðhvemertalaðhverjusinni. Þaðer að minnsta kosti mjög jákvætt að hafa verið í skátunum ef fólk er að sækja um vinnu. Eg held að skátar í Dan- mörku séu um tvö hundmð þúsund sem segir nokkuð um áhugann og viðhorfið til þeirra.“ Hafið þið gert góðverkið ykkar í dag? , Já við reynum að láta eitthvað gott af okkur leiða á hverjum degi, hvort sem einstaklingar eða hópurinn sem slíkur." Þau segjast staðráðin í þvf að koma aftur til íslands. „Mig langar að koma hingað með mömmu og pabba og sýna þeim náttúrufegurðina hérna,“ segir Sigrid og Casper tekur undir með henni.“ Einu sinni skáti alltaf skáti, stendur það alltaf? „Já segja þau bæði, þetta eru orð sem standa. Maður býr alltaf að reynslu sinni innan skátahreyfing- arinnar,'1 segja þau bæði einum rómi og halda áfram rölti sínu um bæinn. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Bjarni Karlsson kvöddu söfnuð Landakirkju í messu á sunnudaginn. Á eftir bauð sóknarnefnd til veislu í safnaðarheimilinu þar sem prestarnir voru kvaddir og voru þau leyst út með gjöfum. Kveðjuveislan í safnaðarheimilinu varð að örlítilli listahátíð þar sem feðginin Védís og Guðmundur H. Guðjónsson léku á flautu og píanó og Kór Landkirkju tók nokkur lög. Jóna Hrönn og Bjarni voru síðan leyst út með gjöfum frá sóknarnefnd, kórnum og Kvenfélagi Landakirkju. Þeim fylgdu góðar óskir um velgengni á nýjum vettvangi en Bjarni hefur tekið við starfi sóknarprests í Laugarnesssókn og Jóna Hrönn verður miðbæjarprestur í Reykjavík. Er það nýtt embætti en með því er ætlunin að ná til unglinganna sem fylla miðbæ Reykjavíkur um hverja helgi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.