Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur ló.júlí 1998
Fréttir
9
vera heima með Hafþóri. Ef ég fer til
Reykjavíkur vil ég vera með fólkinu
mínu. Ég er ekki mikill flandrari. En
líklega hef ég mestan áhuga á starfmu
og faginu sem slíku og nýt þess að
vinna við þetta. Það er mjög gaman
að sjá eftir margra ára nám að hvemig
það sem maður hefur verið að læra
virkar í raun. Þetta snýst ekki bara um
það sem stendur í lagasafninu eða það
sem er í lögum hverju sinni. Það er
svo ótal margt annað sem þarf að
skoða. Það er til dæmis heil grein
innan lögfræðinnar sem heitir
lögskýringar og þær reglur hefur
maður alltaf í huga þegar skoðuð em
lög. Þetta snýst um hugsunina á bak
við lögin og þær ákveðnu grunnreglur
í lögfræði sem skipta alltaf máli við
túlkun laga. Svo getur maður verið
með eitt álitamál, en inn í það geta
tvinnast lög af fleiri en einu sviði.
Þetta er nákvæmnisvinna en maður
verður að vera opinn og víðsýnn líka
og hafa vilja og samviskusemi til að
leita svara við álitaefninu. Þetta er
ekki reiknisdæmi þar sem lagt er upp
með álitamál og maður fær ákveðna
niðurstöðu. Maður getur þess vegna
staðið eftir með fimm niðurstöður, þar
sem þarf að vega og meta hagsmuni
og ólík sjónarmið."
Mannlegi þátturinn
Hvemig kemur mannlegi þátturinn inn
í þessi fræði?
„Hann er alltaf til staðar. Þetta er
þannig svið að hinn almenni borgari
hefur frekar takmarkaða þekkingu á
því og oft með rangar hugmyndir.
Þeir sem starfa í stjómsýslunni og við
dómstóla landsins ber skylda til að
leiðbeina þeim sem em ólöglærðir.
Mannlegi þátturinn felur meðal annars
í sér að taka sér góðan tíma til þess að
útskýra hvað sé í gangi, af hverju,
hvers vegna og hvað þurfi að gera.
Það em mjög erfið mál sem falla undir
sýslumannsembættið eins og að taka
eignir fólks fjámámi og selja á upp-
boði, eða ganga frá skilnaði hjóna. Þá
er ekki síður mikilvægt að sýna nær-
gætni og kurteisi, og reyna að setja sig
í spor þeirra sem hlut eiga að máli.
Hins vegar er ekki komið neitt inn á
þessa mannlegu þætti í náminu, og þar
mætti bæta úr. Að þessu leyti er
námið sjálft ekki svo praktískt. Það er
ekki fyrr en farið er að starfa við þetta
að praktíkin kemur inn. Þess vegna er
maður ansi grænn þegar komið er úr
skólanum."
„Að taka mól með sér heim"
Tekur þú inn á þig mál sem þú hefur
þurft að fást við?
„Það hefur komið fyrir að ég hef
tekið mál „með mér heim" vegna þess
að það hefur hvflt þungt á mér. Ég hef
þá getað leitað til mannsins míns, enda
fmnur hann það ef ég stend frammi
fyrir einhverju sem ég tek inn á mig.
Ég er hins vegar bundin trúnaðar-
skyldu, en get haldið því innan þeirra
marka að geta létt á hjarta mínu."
Helga segir að fulltrúastaðan hjá
sýslumanni sé mjög ólík stöðu
sýslumanns. Hún segir að fulltníamir
hafi ákveðna málaflokka. „Ég var
með dánarbú, aðfaragerðir og lög-
reglumálin á minni könnu þegar ég
byrjaði. Sem sýslumaður hafði ég
með höndum almenna stjómun og
lögreglustjórnun. Hins vegar snerist
þessi tveggja mánaða tími sem
sýslumaður að mestu um undirbúning
Þjóðhátíðar. Svo er það líka vitn-
eskjan um að ég stjóma, hún hefur
breytt hugarfarinu svolítið líka. Það er
á mína ábyrgð að stýra þessu og taka
ákvarðanir og ég er óhrædd við það.“
Aðlagaðist samfclaginu vel
Hvemig var að koma beint úr lög-
fræðinni inn í samfélagið í Vest-
mannaeyjum?
„Ég hafði aldrei komið til Vest-
mannaeyja áður og engin kynni haft af
þeim. Þegar ég kem hingað eru öll
mál í mjög góðum farvegi hjá
embættinu og eins og kunnugt er hafði
Georg Kr. Lámsson gert skurk í þeim
málum. Ég var mjög ánægð strax í
byrjun og aðlagaðist ágætlega þessu
samfélagi. Ég vil hins vegar nefna
það að Brynhildur Georgsdóttir sem
vann hjá embættinu og var með mér í
lögfræðinni bjó héma sem krakki,
þannig að ég hafði ákveðin tengsl í
Konur á framabraut
Helga og Hafþór eiga engin börn og
þess vegna langar mig að spyrja hvort
að það sé vegna konunnar á frama-
brautinni og kannski ekki síður vegna
praktísku konunnar sem þau hafa ekki
lagst í bameignir?
„Nei það held ég ekki. Ég er mjög
nægjusöm og ef ég er ánægð í starfi þá
er ég bara ánægð í starfi. Ég sækist
ekki eftir neinu hærra bara til þess að
frammi fyrir því fertugar að vilja
eignast böm, en þá getur það verið
orðið of seint. Þetta er hins vegar
hægt með skipulagi, en ég get vel
skilið að þetta geti valdið mörgum
konum togstreitu.“
Ertu kvenréttindakona?
„Nei ekki held ég það. Mér finnst
ekki að konur eigi að fá þetta eða hitt
bara vegna þess að þær em konur.
Þær þurfa líka að vera hæfar til
starfans og mér fmnst það lykilatriði."
mikið við að vera fyrir utan vinnuna
og ef maður hefur ekki áhuga á
fótbolta eða handbolta. Það er oftast
margt sem misskilst, misferst og fer
öfugt ofan í fólk á þessum spjall-
stundum. Oft mætti fólk staldra
aðeins við og spyrja sjálft sig að því
hvað það er að segja. Líka má fólk
íhuga að það þarf ekki að endurtaka
við aðra það sem einhver annar hefur
sagt þeim um náungann.,,
Margfeldisáhrif
„Maður þarf ekki að trúa öllu sem
maður heyrir vegna þess að svona
sögur hafa margfeldisáhrif og geta
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Svona sögur er heldur ekki hægt að
stoppa með neinum skipulegum hætti
ef þær fara á kreik á annað borð. Ég er
ekki hnýsin sjálf og þætti það
leiðinlegt ef að ég væri það og myndi
reyna að losa mig við þann eiginleika.
Mér er alveg sama um prívatlíf fólks
og þannig er ég kannski svolítið passíf
á mörgum sviðum, en ef ég þarf að
segja eitthvað að ég tali nú ekki um í
starfinu, þá hika ég ekkert við það.
Starfið leggur mér þá skyldu á herðar
að taka afstöðu og ég er óhrædd við
það.“
Að sigla milli skers og báru
Þú sagðir áðan að þú værir mjög
heimakær. Er það óttinn við að verða
söguefni hjá fólki, eða óttin við að
hitta kannski fólk sem þú hefur haft
afskipti af vegna starfsins?
„Ég óttast ekki að lenda á milli
tannanna á fólki. Ég held og ég vona
að ég gefi alla jafna ekki tilefni til þess
með orðum eða athöfnum mínum og
hugsunin um þetta hefur hingað til
ekki komið í veg fyrir að ég færi út á
meðal fólks. Ég gerði mér strax vel
grein fyrir því þegar ég kom til Eyja
að ég yrði í starfi sem ekki yrði
vænlegt til þess að afla manni
vinsælda. Ég vissi að ég yrði að sigla
dálítið milli skers og báru. Þess vegna
ákvað ég að greina strax á milli mín
sem persónu og starfsmanns sýslu-
mannsembættisins. Það hefur tekist
alveg ágætlega og það hefur verið
megin regla hjá mér að ræða ekki það
sem ég fæst við í vinnunni utan
vinnutíma, ekki heldur við fólk sem er
aðilar að málinu. Vettvangurinn er
skrifstofan, en ekki gatan. Hins vegar
get ég ekki sagt að ég hafi lent í
slíkum aðstæðum. Ég vil ekki standa
frammi fyrir því að slfkt samtal vindi
upp á sig með einhverjum ófyrir-
séðum hætti. Slflct myndi heldur ekki
leiða til neins. En þetta með að vera
heimakær er beint framhald af því
góða heimili sem ég átti hjá foreldrum
mínum. Þannig vil ég líka hafa mitt
heimili og að heimilið sé það skjól
sem mér finnst það eigi að vera fyrir
f]ölskylduna.“
Helga segir að ef það sé eitthvað
utan vinnunar sem hún búi að alla ævi,
þá sé það Þjóðhátíð í Eyjum. Hún
segir að Hafþór elski Þjóðhátíð, en
hún sé hins vegar ekki þessi úti-
hátíðartýpa. „Þjóðhátíð er samt
öðmvísi og eiginlega tvær hátíðir Hún
er fjölskylduhátíð Vestmanna-eyinga
og einhvem vegin í genum þeirra, en
hins vegar er hún líka hátíð þeirra sem
koma ofan af landi. Það er allt önnur
hátíð. Hins vegar myndi ég lifa ágætu
lífi þó ég myndi sleppa henni. En ég á
alltaf eftir að koma á þjóðhátíð með
Hafþóri og þá á fjölskylduhátíð
Vestmannaeyinga."
Benedikt Gestsson
Helga á skrifstofu sinni í embætti sýslumanns. Til liægri má sjá skjámyndina á töhmnni hennar.
gegnum hana. Svo er líka frábært
starfsfólk héma sem var mjög auðvelt
að kynnast. Mér fannst Vestmanna-
eyingar mjög líflegir og skemmtilegir
og leið alltaf mjög vel. Það sem
stendur upp úr eftir þessi fjögur ár er
hvað þetta hefur verið ofboðslega
gaman, auk þess sem það var einstakt
að vinna með Georg. Hins vegar hef
ég alltaf farið heim og hlaðið batteríin,
vegna þess að rætumar við fjöl-
skylduna eru svo sterkar í mér. Ég
kynntist manninum mínum Hafþóri
Þorleifssyni mjög fljótlega eftir að ég
kom hingað og fjölskylda hans tók
mér opnum örmum. Reyndar var
hann þá með hugann við að flytja
héðan og fara í meira nám. Það var
komast hærra. Hins vegar hef ég
engan áhuga á því að vera fulltrúi
einhvers annars það sem eftir er
ævinnar. Það er ekki markmið út af
fyrir sig að staðsetja sig á framabraut
og skauta þar hærra og hærra. Ég er
þó ekki metnaðarlaus, en metnaðurinn
beinist fyrst og fremst að því sem ég
geri hverju sinni. Það er ekki með-
vituð ákvörðun að eignast ekki böm.
Við höfum bæði haft nóg fyrir stafni
síðustu árin. Ég vildi klára námið,
sem er jú praktískt atriði, en að fara að
eignast böm strax eftir það og koma
svo á vinnumarkaðinn eftir fimm ár og
segja: „Ég er héma með fimm ára
gamalt lagapróf, getur þú ráðið mig í
vinnu.“. Það er ekki auðvelt. Ég vil
Hnýsni
„Vendurn okkar kvæði í kross,“
segi ég og sný talinu að skjámyndinni
á tölvunni hennar og minnst var á í
upphafi viðtalsins. Einhvern vegin
finnst mér að ég þurfi að spyrja að því
hvort hún sé litt hrifin af forvitnu fólki
samanber „A hvað ertu að glápa“.
„Mér finnst þessi eiginleiki frekar
leiðinlegur, þó vil ég heldur kalla það
hnýsni, því forvitni er kannski annars
eðlis. Forvitni getur frekar verið
þáttur í því að auka mönnum víðsýni
og ég reyni að vera víðsýn. Mér finnst
það mínus á fólki ef það þykist vita
alla hluti og er alltaf tilbúið að segja
frá þeim, en hafa svo engar forsendur
Hluti kuennablóma sýslumannsembættisnins daginn sem Helga hætti hjá embættinu. Fr. v. Sigurlaug
Grétarsdóttír gjaldkeri, Ágústa Friðriksdóttir ritari sýslumanns, Helga og Ingunn Ársælsdóttir
innheimtufulltrúi
því alltaf ljóst að við myndum fara
héðan og hann stefnir að því að hefja
nám í viðskiptafræðum hjá Endur-
menntunarstofnun Háskólans í haust.
Við emm mjög á sömu bylgjulengd í
hugsun og bæði praktískt þenkjandi,
en það em pólar sem rekast á líka.
Hann er til að mynda mjög flinkur og
frumlegur að elda mat, en ég hins
vegar mjög ófmmleg."
heldur búa að starfsreynslunni áður.“
Konur verða að vera hæfar
Er þetta ekki ákveðið vandamál sem
konur standa frammi fyrir?
„Ég held það sé rétt. Þetta er
kannski krafa sem konur hafa búið til
sjálfar. Svo standa konur kannski
til að meta aðstæður. Maður heyrir
alltaf ýmislegt og sérstaklega í litlu
bæjarfélagi, en maður er ekki að
hamra á því. Kjaftagangur getur verið
mikill, skaðlegur og hundleiðinlegur.
Hins vegar veit ég ekki hvort ég hafi
verið vettvangur kjaftagangs, enda
líklega síðust til þess að frétta það.
Vestmannaeyingar em kannski sér á
báti hvað þetta varðar, því hér er ekki