Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 16. júlí 1998 Landa- KIRKJA Sunnudagur 19. júlí Kl. 20:30 -Almenn Guðsþjónusta. Settur sóknarprestur, sr. Þórey Guðmundsdóttir predikar. Ath. breyttan messutíma. Kirk jan er opin alla virka daga inilli klukkan 11:00 og 12:00. Sími sóknarprests er 897-9668. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimrntuddagur Kl. 20:30 biblíulsetur - Guðni Hjálmarsson Laugardagur Kl. 20:30 bænasamkoma Sunnudagur Kl. 11:0Ö Vakningarsamkoma - samskot til starfsins. Allir hjartanlega velkoinnir á samkomurnar Aðventkirkjan Laugardagur 18. júní Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Allir velkoninir. Baháí SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsla föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heittákönnunni. Biblían talar Sími 481-1585 Kjarval kominn heim eftir 25 ár I síðustu viku komu í leitirnar tvær Kjarvalsmyndir sem sannanlega mátti rekja til að væru í eigu Byggðasafns Vestmannaeyja. Myndimar voru fluttar ffá Eyjum í gosinu, en urðu af einhverjum orsökum viðskila við aðrar myndir sem fluttar voru til geymslu í Þjóðminjasafn Islands. En í afhendingarbréfi með myndunum segir: „Þjóðminjasafn Islands hefur í dag afhent Byggðasafni Vestmannaeyja 2 málverk eftir Jóhannes Kjarval. Málverkin eru talin hafa verið geymd í Þjóðminjasafni Islands frá 1973, er munir úr Byggðasafni Vestmannaeyja voru afhentir Þjóðminjasafni til varðveislu vegna eldgossins í Heimaey." Togarinn Breki VE hélt til veiða aðfaranótt mánudagsins. Þá hafði hann verið stopp rétt rúmar fjórar vikur vegna elds í vélarrúmi sem upp kom á miðunum á Reykjanesshrygg. Ágúst Guðntundsson, útgerðarstjóri, segir að vélin hafi öll verið tekin upp og rafmagn og viðvörunarkerfi verið endurnýjað. „Vélin var byggð upp að miklu leyti. Settir voru í nýir stimplar, slívar og sveifarlegur. Túrbínumar voru teknar þannig að segja rná að þetta sé allsheijar upptekt á aðalvélinni," segir Ágúst. Ekki sagðist Ágúst vita hvað viðgerðin kostar eða hvert tjón útgerðarinnar er. „Það hefur verið góð karfaveiði á Reykjanesshryggnum og verðið var gott framan af en hvað við höfum tapað miklu er ómögulegt að segja til um,“ sagði Ágúst að lokum. Brekl VE af stað á ný Essomótið á Akureyri: D-lið IBV náði 3» sæti Helgina 2. - 5. júlí fór fram Essó- mótið á Akureyri. Þetta er mót fyrir drengi í 5. aldursflokki, og er framkvæmd mótsins með svipuðu sniði og Shellmótið hér í Eyjum. Milli 40 og 50 drengir fóru á vegum ÍBV til Akureyrar, og þótti ferðin takast mjög vel. Árangur IBV var með ágætum, en úrslit urðu sem hér segir: Riðlakeppni (A-lið) ÍBV - Haukar 0-0 ÍBV - Grindavík 4 - 0 ÍBV - KR 2-0 ÍBV - Breiðablik 2-4 ÍBV - Grótta 5-1 ÍBV - Fram 0-0 A-liðið lenti í ó.sæti IBV - Njarðvík 0-1 Riðfakeppni (B-lið) ÍBV - Haukar 1-3 ÍBV - ÍR 1-4 ÍBV - Grótta 4-1 ÍBV - Valur 2-3 ÍBV - KR 2-1 ÍBV - Fram 1 -0 B-liðið lenti í 7. sæti ÍBV - Njarðvík 6 - 0 Riðlakeppni (C-lið) ÍBV - Haukar 3 - 1 ÍBV - Stjaman 2 - 1 ÍBV - Grótta 3 - 2 ÍBV - Fylkir 1 - 0 ÍBV - KR 1-2 ÍBV - Fram 2 - I C-liðið lenti í 5. sæti Riðlakeppni (Dl-Iið) ÍBV - KR 2-0 ÍBV - Stjaman 1 - 2 ÍBV - Breiðblik 1 - 1 ÍBV-FH 3 -0 ÍBV - ÍR 6-2 ÍBV - Stjaman 7-0 Dl-liðið lenti í 3.sæti Riðiakeppni (D2-lið) ÍBV- Leiknir 1 - 0 ÍBV-ÞórAk. 2-7 ÍBV - Fjölnir 0 - 2 ÍBV - Víkingur 2 - 3 ÍBV - KA 0-1 ÍBV - Víkingur 1 - 2 D2-liðið lenti í ló.sæti Á efri myndinní eru allir keppendur fBlf á Essomótinuogá myndinni tll hliðar eru leikmennD-flokkssem hafnaðií3.sætiásamt Sigurlási Þorleifssyni biálfara.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.