Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur ló.júlí 1998 Eyjamenn safna kröftum Færslur í dagbók lögreglu síðustu viku voru 164 sem er nokkru færri en síðast liðna viku. Það var rólegt ytir næturlífinu um síðustu helgi og aðeins 24 færslur í dagbók aðfara- nótt laugárdags og sunnudags. Að sögn lögreglu er ekki ólíklegt að fólk sé að safna kröftum fyrir Þjóð- hátiðina. Peníngum ng áfengi stolið Tvö innbrot voru tilkynnt í síðast- liðinni viku. Annað að Áshamri 71 á föstudaginn var. Þar var stolið 30.000 í peningum. Einnig var brotist inn að Heiðarvegi 25 á sunnudaginn var og stolið einhverju lítilræði afáfengi. Lögreglan óskar eftir upplýsingum, ef einhverjir hafa orðið grunsamlegra manna- ferða varir á þessum stöðum. Grindogtvö hjól Þrír þjófnaðir voru tilkynntir. Einhvem virðist hafa vantað grind framan á bifreið sína og sótt sér hana leyfislaust á annars manns bifreið, enda rnálið tilkynnt lög- reglu sem leitar nú grindarinnar. Einnig var tveimur reiðhjólum stolið, en annað hjólið er bless- unarlega kornið í hendur eigenda sinna. Skemmdar- vargar Töluvert var um tilkynningar vegna skemmdarverka eða alls um níu. Um var að ræða hin ýmsu skemmdarverk. Meðal annars málun á grindverk. rispur og krot á bifreiðar, rúðubrot o.s.fr. Hraðaksturog smáéhöpp Einungis sjö ökumenn voru kærðir vegna umferðarlagabrota. Tveir voru kærðir fyrir fyrir hraðakstur. Ók annar á 73km/klst. á Ham- arsvegi en hinn á 71 km/klst. á sama stað. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt, en þau voru bæði minni háttar. Högg á hendl Eitt minni háttar vinnuslys var tilkynnl til lögregu í síðustu viku. Maður hafði verið að bora með handborvél og fékk högg á hendi, þegar borvélin festist. ÁTVR sækir um starfsleyfi Fyrir bæjarráði á mánudaginn lá bréf frá ÁTVR þar sem sótt er um leyfi til reksturs vínbúðar að Slrandvegi 50. Bæjarráð var sam- þykkt erindinu. Hugmyndir um að auka veg Nánúrugripasafnsins Krsitján f orstöðumaður við Ullögurnar sem verða til sýnis I safninu næstu daga. Fiska- og náttúrugripasafnið í Vest- mannaeyjum hefur lengi átt við þröngan kost að búa og þykir sýnt að ef ekki verði brugðist skjótt við þörfum safnsins um stækkun þannig að það þjóni því fræðahlut- verki sem nútíminn krefst af slíkum stofnunum, muni safnið dragast aftur úr og daga uppi sem nátttröll. Samt sem áður liafa aðstandendur safnsins reynt að gera safnið eins líflegt og mögulegt er miðað við þann kost sem því er búinn. Safnið verður 35 ára á næsta ári og ekki úr vegi að gert verði myndarlegt átak í málefnum safnsins. Hugsanleg stað- sctning á nýju safni er í Skansfjörunni. Nú hefur safnið fengið tillögur að framtíðarsýn og hugmyndum að nýju fyrirkomulagi og áhersluþáttum í starfi safnsins. Tillögurnareru unnar af Ævari Harðarsyni í nánu samstarfi við forstöðumann safnsins Kristján Egilsson. Ævar mun vera einn hæfsti maður sem völ er á til þess að vinna að þessu verkefni, enda kynnt sér sjávarlífssöfn víða um heim. Til- lögumar em ekki hönnunartillögur að byggingu, enda liggja ekki fyrir for- sendur og hugmyndir að slíku. Lagt er upp með það að Fiska- og náttúrugripasafnið verði í auknum mæli að kynna náttúrufar, dýralíf og mannlíf í Vestmannaeyjum. „Áhersla verður lögð á smáhveli, nytjafiska, sjófugla, jarðfræði og manninn sem lifað hefur á því að nýta náttúm- auðlindir lands og sjávar. Umhverfið verður í auknum mæli notað sem „lifandi kennslubók" í náttúm- og samfélagsfræði. Gestir verða leiddir með gönguleiðum um fræðslusýn- ingar um náttúruna til dæmis með þemaheiti „Frá landi til hafdjúpanna“. Helstu áherslusvið í starfseminni verði fræðslusvið og þjónustusvið. Að auki er ýmis stoðstarfsemi hugs- anleg sent gæti tengt hina ýmsu starfsemi saman. Megin áherslan á starfseminni verður á náttúrusafnið. Þar er viðfangsefnið lífríki hafsins, fiskar og sjávardýr. Smáhvelum verður gert sérstaklega hátt undir höfði. Mikið er af háhyrningum og öðm smáhveli í umhverfinu og nýjasti íbúi svæðisins, Keikó hefur mikla þýðingu í því samhengi. Kynning verður á sjófuglum og öðmm fuglum sem hafa fasta búsetu á eyjunum eða dvelja þar sem gestir, einnig verður jarðfræðinni og mótun eyjanna ásamt gróðurfari gerð viðunandi skil.“ Kristján segir að ntikill áhugi sé einnig fyrir því að taka inn hugmyndir Þorsteins Inga Sigfússonar, sem hann kennir við Delfi umhverfisins. „Þetta em hugmyndir um að setja upp aðstöðu til þess að koma á framfæri upplýsingum um ástand umhverfisins með margmiðlun unt Intemetið." í dag 16. júlí verður opnuð sýning á þessum tillögum og mun hún standa til 23. júlí og verður opin frá kl. 11:00 - 17:00 alla daga og rétta að hvetja Vestmannaeyinga til þess að mæta og kynna sér framtíðarsýn safnsins. Vatnslistaverk I tilefni 30 ára afmælis Vatnsueitunnar Vatnslistaverkið uerður komið fyrír á Stakkagerðistúni. í tilefni af 30 ára afmæli vatns- lciðslunnar milli lands og Eyja hafa Bæjarveitur Vestmannaeyja á- kveðið að gefa Vestmannaeyjabæ vatnslistaverk. Friðrik Friðriksson veitustjóri segir að áhugi sé fyrir því að setja verkið upp á Stakkagerðistúni. „Endanlegt skipulag Stakkagerðistúnsins liggur reyndar ekki fyrir, en það er von okkar að verkið verði haft inni í myndinni þegar endanlegt skipulag svæðisins liggur fyrir. Við munum afhenda gjafabréf núna í tilefni afmælisins og vonumst til að verkið verði sett upp á næsta ári.“ Það er Kjartan Mogensen lands- lagsarkitekt sem hannað hefur verkið og umhverfi þess. Verkið er u.þ.b. þriggja metra hátt úr slein eða málini. Umhverfis það verður tjörn, en vatn mun renna upp úr verkinu á einurn stað. Síðan rennur það fram af verkinu á tveimur stöðum og í tjömina. Einnig verður drykkjarfontur við verkið. Umhverfis verkið verða svo bekkir í skjóli fyrir austan áttum þar sem fólk getur setið á góðviðrisdögum. Málverkog framhald goslokahátíðar Fyrsti fundur Menningarmála- nefndar á nýju kjörtímabili var haldinn miðvikudaginn áttunda júlí sl. í nefndinni eru Sigrún Inga Sig- urgeirsdóttir lbrmaður, Hjálmfríður Sveinsdóttir varaformaður og Ólafur Lámsson ritari. Meðal mála sem tekin vom fyrir á fundinum var bréf sem barst frá Bárði G. Halldórssyni, þar sem hann býður málverk eftir Kristján Magnússon til kaups á kr. eina og hálfa milljón. Myndin er.máluð 1930. Kristján er fæddur á ísafirði árið 1903 og lést árið 1937 og mun lengstum hafa starfað í Banda- ríkjunum. Hann mun hafa komið við í Vestmannaeyjum á sínum tíma og málað nokkræ myndir. Þess rná geta að Byggðasalnið á eina ntynd eftir Kristján, en hún var ein mynda sem kom úr gjöf Fiskiðjunnar þegar hún var lögð niður. Annað mál sem kont inn á borð nefndarinnar var útskrift úr bæjarráði þar sem bæjarstjóra og menningarmálafulltma í samráði við menningannálanefnd er falið að vinna að tillögum í framhaldi af goslokahátið og skila til bæjarráðs. Nýstíórn Heimaeyjar Bæjarráð hefur tilnefnt aðila í stjóm Kertaverksmiðjunnar Heima- eyjar. Eftirtaldir aðilar em til- nefndir. Ingimar Georgsson, Þröst- ur Gunnarsson, Hanna María Sigurgeirsdóttir og Páll R. Pálsson. Úskareftír samstaifi Lögreglan óskar eftir samvinnu við bæjarbúa við að uppræta fíkniefni I ljósi þess að nokkuð af fíkniefnum hafa fundist hér í Vestmannaeyjum að undanfömu óskar lögreglan eftir santvinnu við bæjarbúa við að uppræta þennan ófögnuð. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar varðandi fólk sem er í neyslu. dreifíngu, eða sölu fíkniefna em hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 481-1666 eða síntsvara 481 -1016. Fyrstfundur veitustiórnar Nefndir, ráð og stjómir á vegunt bæajrins em nú að halda sínu fyrsrn fundi hver af annarri á á nýbyrjuðu kjörtímabili. Stjórn Bæjarveitna hélt sinn fyrsta fund í síðastu viku en hana skipa fris Þórðardóttir, Auróra Friðriksdóttir, Ragnar Óskarsson, Guðjón H jörleifsson og Andrés Sigmundsson. EYJAM IÐSTÖÐIN The "Islands' Centre' [ FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söiuskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.