Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Qupperneq 2
2 Fréttir Fimmtudagur 23. júlí 1998 Hvaðankomu pylsubrauðinP Fyrirspum til bæjarstjóra vegna pylsybrauða er bæjarstjórn veitti á goslokaafmæli. 1 Hvernig stóð á því að pylsybrauðin voru ekki keypt inn- anbæjar? 2 Var leitað til bakara hér í bæ, eða óskað tilboða frá þeirn í títtnefnd brauð? 3 Ef ekki, hvers vegna? 4 Hvaða aðili sá um innkaup þessi? 5 Á viðkomandi aðili einhverra hagsmuna að gæta í þessu sam- bandi? Bergur Sigmundsson Sótt um leyfi fyrir Keikó Fyrir bæjarráði á mánudaginn lá fyrir bréf frá Robert Ratliffe f.h. Free Willy Foundation þar sem þess er formlega óskað að fá að flýtja háhyrninginn Keikó til Vestmannaeyja og setja hann í kví sem komið verður fyrir í Klettsvfk. Þó á bókuninni megi skilja að bæjarráð hafi ekki áður heyrt minnst á Keikó var beiðnin sam- þykkt. Myndarleg gjöf til Krabbavarnar Á föstudaginn var að frumkvæði Jóhönnu Finnbogadóttur haldinn kökubasar í Bárugötunni og hefur Jóhanna afhent allt andvirði hans, kr. 25.000, til félagsins Krabba- varnar í Vestmannaeyjum. Krabbavöm færir Jöhönnu og öll- um þeim er lögðu henni lið, kærar þakkir fyrir rausnarlegt framlag til félagsins. Meginmarkmið Krabbavamar er að styðja krabbameinssjúklinga tjárhagslega sem þurfa að leita sér lækninga og eftirmeðferðar til Reykjavíkur. Til þess hefur félagið árlega varið verulegum fjárhæðum sem aflað hetur verið með árgjöldum, nterkjasölu og sölu minningarkorta auk þess sem félaginu hafa áskotnast áheit og gjatir. F.h. Krabbavarnar, Herdís Tegeder, gjaldkeri. Dregiðísumarhapp- drætti Þroskahjálpar ogíhrðttfélagsins Ægis Dregið hefur verið í sumarhapp- drætti Þroskahjálpar og íþróttafé- lagsins Ægis hjá Sýslumanns- embættinu í Vestmannaeyjum. Eftirtalin númer hlutu vinning: 173, 800, 378, 12, 965, 692, 201, 335, 305, 276, 277, 758, 862,631, 738,681. Vinningar verða afhentir að Búhamri 72. Frekari upp- lýsingar í síma 894-1344. Þroskahjálp og íþróttafélagið Ægir þakka bæjarbúum og fyrirtækjum bæjarins fyrir frábærar viðtökur í sambandi við happ- drættið. Athugið, aðeins var dregið úr seldum miðum. Birt án ábyrgðar. Urgur meðal lundakarla vegna veiðibanns í Klettaskörðum: Engin hætia á að lundaveiði hljofl sömu örlög og hvahreiðar -segir Ármann Höskuldsson forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands Ármann Höskuldsson forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands segir að lundaveiðmenn séu mjög duglegir við að senda inn lunda- hausa og -gogga eins og óskað var eftir í auglýsingu frá Náttúrustofu. Ármann segir þó að nokkurrar óánægju hafi reyndar gætt hjá aðilum sem veitt hafa á því svæði sent friðað hefur verið í Klettaskörðum í Mið- kletti. „Þeim hefur fundist að það sé verið að útiloka þá frá lundaveiðum og að þessi friðun sé bara upphafið á því að allar lundveiðar verði bannaðar í Vestmannaeyjum. Þannig muni fara eins fyrir lundaveiðum eins og hval- veiðum við ísland.“ Ármann segir þetta ntikinn ntis- skilning. „Það var ákveðið að loka téðu veiðisvæði að beiðni veiðimanna sjálfra, vegna þess hve mikið hefur verið veitt þar af sflis- og kynþroska fugli, enda hafa gögn sem við höfum undir höndum staðfest þetta.“ Ármann vill ítreka að söfnun lundahausa og (gogga) sé mjög mikilvæg til þess að hægt sé að meta stofnstærð og veiðiálag. Við þurfum gögn til þess að geta metið mynstrið í veiðunum. Þessar rannsóknir sem framundan eru ntunu því koma til með að styrkja lundakúltúrinn í Eyjum. Ef menn skila ekki inn, hvorki hausum né merkjum eins og óskað hefur verið eftir, má túlka það sem svo að menn séu að fela eitthvað og er aðeins vatn á myllu tor- tryggninnar. Það er ekki verið að klekkja á neinum ákveðnum veiði- mönnum heldur verið að gæta hagsmuna lundans og þeirra sem veiða hann.“ Ármann segir að þeir lunda- veiðimenn, sem annt sé unt að lundaveiðar fái að blómstra í Eyjunt til framtíðar, muni taka þátt í þessu verkefni og skila inn hausum, goggum og merkjunt. „Þetta er hagur allra sem vilja að sérstaða Eyjanna fái að blómstra og lundaveiðin er ekki síst sá arfur Eyjanna sem á ekki sinn líka á Islandi. Þess vegna er nauðsynlegt að lundaveiðimenn og vfsindamenn byggi samskipti sín á gagnkvæmu trausti," segir Ármann að lokum. Vindmælingar á Nýja hrauninu: Kannaðir möguleikar á að nýta vindorku Sigurjón Ingólfsson skrifstofustjóri Bæjarveitna segist vera ágætlega ánægður með aðsóknina á opið hús Bæjarveitna síðastliðinn sunnudag. „Það komu líklega um hundrað manns þá þrjá tíma sem opið var.“ Sigurjón segir að tuttugu nu'nútna myndbandsspóla hafi vakið mesta athygli, þó að margt annað forvitnilegt hafi verið að sjá, til dæmis stjórnkerfi vatnsveitu, líkan af vatnsveitulögninni og margt fleira. „Myndin heitir Vatn til Eyja og sýnir lagningu leiðslunnar yfir álinn, auk sprenginganna sem þurfti til í inn- siglingunni og hvernig ástand vatnsmála var hér í eyjum fyrir daga leiðslunnar.“ Hvaðan kemur þessi mynd? „Þetta er efni úr eigu Ríkis- sjónvarpsins, sem þeir kóperuðu yfir á spólu að beiðni Bæjarveitna. Myndin vakti mikinn áhuga og fólk hafði greinilega gaman af að sjá þær miklu breytingar sem orðið hafa í Heimaey og rifjaði upp gamla tíma. Auk þess sem margir þekktu fólk sem kemur fyrir í myndinni. Myndin er mjög fróðleg og upplýsandi um hverning lagningu vatnsleiðslunnar var háttað.“ Gestum var svo boðið upp á kaffiveitingar sem þeir gerðu ágæt skil. Komið hefur verið upp nýjum vindmæli á Nýjahrauni, fimm hundruð metra austur af inn- siglingunni í Vestmannaeyjahöfn og er hann beintengdur við upplýs- inganet Náttúrustofu. Vindmælir- inn er liður í langtíma upplýsinga og gagnaöflun, með það fyrir augum að kanna möguleika á vind- myllum í Eyjum til raforku- framleiðslu. Um leið og mælirinn var settur upp var ákveðið að nýta hann fyrir sjófarendur og er hann beintengdur upplýsinganeti Nátt- úrustofu. í framhaldi af því var opnuð upplýsingasíða á Intemetinu, sem Náttúrustofa Suðurlands, Bæjartækni- fræðingur og Vestmannaeyjahöfn hafa látið gera og uppfærð er daglega. Á vefsíðunni geta sjófarendur fengið nýjustu upplýsingar um veður og sjó- Jag við Vestmannaeyjar. Þær upplýsingar sem mælitækin á Nýjahrauni veita eru vindhraði, þar sem hægt er að fá upplýsingar um vindhraða og mestu vindhviður. Einnig er hægt að fá upplýsingar um raka- og hitastig á mælingastað. Upplýsingar unt sjólag eru hins vegar fengnar frá Siglingastofnun, en hún hefur þróað í samnvinnu við nokkra innlenda aðila búnað til að veita sjófarendum upplýsingar um veður sjólag og sjávarhæðir. Unnt er að fá upplýsingar símleiðis í gegnunt talvél, eða á vefsíðum. Þótt þetta sé mikið framfaraspor í öryggismálum sjómanna ábyrgist Siglingastofnun þó ekki að gögn á síðunum séu ætíð aðgengileg og uppfærð. Hún firrir sig einnig á byrgð á skaða sent hljótast kann af völdum skorts á upplýsingum eða rangra upplýsinga á vefþjóni eða talvél hennar. Veft'ang síðunnar er: http//eyjar,- is/%ann/Vestmannaeyjahöfn.html Verkefni þetta er styrkt af Lands- símanum. pJúSyúJÚJú Logniðáundan storminumP Rólegt var yfir vötnunum um síðustu lielgi eins og helgina þar á undan. Allt fór fram með ró og spekt og ekki ólíkt því að fólk væri að safna kröftum fyrir þjóðhátíðina. Þetta kom frarn hjá lögreglu sem hefur notað rólegheitin til að ein- beita sér að umferðinni. Einkum er það notkun öryggisbelta, hraðakstur og réttindaleysi sem lögreglan einbeitir sér að. Innbrot í Tréverk ogStraum Á aðfaranótt laugardagsins var brotist inn í Tréverk og Straum við Flatir. Litlu v;tr stolið og ekki tnikið skemmt en þrjótarnir ganga lausir og æskir lögreglan upplýsinga um hveijir þama vom að verki. Útuarpí stolið úr trillu Nýlega var útvaipi stolið úr trillu sem stóð á planinu neðan við Tangann. Um er að ræða Blaupnkt útvarp og er þess sárt saknað af eigandanum. Fréttirá miðvikudaginn í hönd fer þjóðhátíðarvikan og af þeim sökum koma Fréttir út næsta miðvikudag. Vegna þessa þarf að skila aug- lýsingum fyrir mánudagskvöld. Greinum þarf að skila á föstudag. Þessar efnilegu stelpur héldu tombólu til styrktar meðferð- arheimilinu Búhamri. Þær söfn- uðu 2.535 kr. Stelpurnar heita talið fr.v. Silja Ýr Markúsdóttir og Silvía Björk Birkisdóttir. Þessar stelpur heita Sóley Guð- mundsdóttir og Anita Diljá Einarsdóttir. Þær fóru niður í fjöru fyrir eigi alllöngu og tíndu kuðunga í fötu. Þetta eru hug- myndaríkar stelpur og ákváðu því að selja kuðungana og gefa ágóðann til Hraunbúða. Alls seldu þær kuðunga fyrir 537 kr. og hafa Hraunbúðir þegar fengið upphæðina til ráð- stöfunnar. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hasð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.