Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 23.júlí 1998 oq bananabmttó Nanna Leifsdóttir skoraði í síðustu viku á samstarfs- konu sína, Maríu Pétursdóttur að taka við hlutverki sæl- kerans sem hún gerði með glöðu geði og býður hér upp á tvo ágæta og einfalda rétti sem henta allri tjölskyldunni. Mexikóskur pylsuréttur að nu'nuni hætti: 7-10 pylsur 1 -2 laukar 1 pk. spergilkál, frosið ‘/2 pk. pastaskeljar 1 pk. mexikósk tómatsúpa frá Toro (fæst t.d. íVöruvali) Skerið pylsur og lauka í bita og steikið á pönnu ásamt spergli í smástund. Hrærið pakkasúpunni saman við 7 dl af vatni og 2 dl af mjólk. Hellið þessu yfir pönnuna og bætið að lokum soðnum pasta- skeljunum saman við. Þar með er þetta tilbúið og mjög gott er að hafa frönsk smábrauð með smjöri með. Þá ætla ég að koma með annan rétt. auðveldan og góðan, rétt sem t.d. hentar vel til að taka með í dalinn. Banana- eða eplabrauð: 2 bananar (eða 2 epli + 1 tsk. kanill) I egg 1 tsk. salt '/2 tsk. matarsódi 3 dl sykur 5 dl hveiti Stappið banana (eða saxið eplin, séu þau notuð). Bætið öllu nema hveitinu saman við, hrærið vel sarnan og bætið hveitinu að lokum saman við. Bakið við 170° í 30-40 mín. Brauðið er síðan smurt með smjöri og osti. Ég ætla að skora á vinkonu mína og saumaklúbbsfélaga, Heiðrúnu Láru Jóhannsdóttur en hún er topphúsmóðir á sínu heimili og afbragðskokkur. María Pétursdóttir er sælkeri þessa vikuna. ð - Riddarar Þjóðhátíðarborðsins fara mikinn þessa dagana í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Bæði Dagskrá og Dagur - Tíminn eru undirlögð enda má ekki minna vera nú þegar búið er að skipuleggja Dalinn. Reyndareru flestir á því að það sé annað stærra umhverfisslys yfirvofandi í Dalnum. Það á sem sagt að byggja á brú yfir Tjörnina sem þar verður árið um kring. Slysið sem menn hræðast er að það verði svona andlaus og stílbragðalaus brú eins og þær sem stundum hafa sést í Dalnum en ekki hin geypifallega og smekklega Týs - brú, sem auk útlitsins hefur þann augljósa kost að maður þarf ekki að ná yfir hana í einum rykk. Það er hægt að hvíla sig á leiðinni. Sjálfsagt eru þó ekki allir á einu máli um þetta, frekar en svo margt annað. - Heyrst hefur að bílstjórar þeir sem aka fólki í Dalinn séu enn í fýlu yfir því að þurfa að borga inn á svæðið. Þeir launi Þjóðhátíðinni lambið gráa með því að reyna ekki að koma (veg fyrir að fólk svindli sér inn á svæðið. Það er náttúrulega gífurleg blóðtaka fyrir menn sem hala inn hundruð þúsunda á einni helgi að þurfa að styrkja félagið sitt um 6500 krónur í leiðinni. - Það hefur vakið athygli að Eyjamenn eru manna rólegastir yfir hingaðkomu Keikó, meðan aðrir landsmenn eru mjög uppteknir af málinu og sjá dollara í hverju horni. - Nú munu stuðningsmenn IBV, að minnsta kosti einhverjir, velta fyrir sér hvað þeir styðji í fótboltanum. Er það mannskapurinn, nei það getur ekki verið, því hann er breytilegur og á fleygiferð milli liða innanlands og utan. Er það nafn liðsins. Nei, því var þreytt fyrir ekki löngu og því getur það ekki verið það. Lengi hafa menn hangið á því að styðja búninginn, en nú gengur það ekki lengurþví þaðerkominn nýr. Og hvað er þá eftir. Ekkert, eða hvað? Jú við getum auðvitað hrópað: ÁFRAM ÍBV, eins og áður á sama hólnum, þó allt annað sé breytt. tc MTA AÐ R.UKKA Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja í golfi varhaldið ísíðustu viku. Atli Elíasson náði glæsilegum árangri, varð bæði meistari öldunga, með forgjöfog síðan bar hann einnig sigur úr býtum í 4. flokki karla. Árangur A tla er sérstakur þar sem tiltölulega stutt er síðan hann byrjaði að spila golf. Hann er Eyjamaður vikunnar í tilefni þessa frábæra árangurs. Fullt nafn? Atli Elíasson. Fæðingardagur og ár? 15.desember 1939. Fæðingarstaður? Varmidalurvið Skólaveg í Vestmannaeyjum. Fjölskylduhagir? Kvæntur Kristínu (Lillu) Frímannsdóttur. Við eigum þrjú börn, barnabörnin em þrjú og ____________________________ barnabamabörnin eru tvö (þetta þýðir að maður er kominn vel á aldur). Wlenntun og starf? Lærður húsamíðameistari en starfa sem steypukarl við eigin fyrirtæki. Laun? „No comment.” misjafnt, ekki eins og hjá opinberum starfsmönnum, hafnark... og fleirum. Helsti galli? Segiofoftjá. Helsti kostur? Hef bætt mig verulega í golfi undanfarið. Uppáhaldsmatur? Fiskréttirnir hennar Lillu og vel verkuð skata. Versti matur? Sagógrjónagrautur Uppáhaldsdrykkur? Vatn og fjörmjólk, dagsdaglega, eitthvað rautt og franskt við hátíðleg fækifæri. Uppáhaldstónlist? Earl Bostic er í uppáhaldi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Aðp spila golf í góðu veðri með góðum félögum. Það ertoppurinn. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að rukka, ég hata það. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Það er allt of lítið til að fara að gera eitthvert veður út af því. «^^^0113^881)0^11101311130^? Enginn, alveg á| hreinu. Uppáhaldsíþróttamaður? Steingrímur Jóhannesson er í miklu uppáhaldi í sumar, Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Kiwanis, Golfklúbbnum, Félagi hjartasjúklinga og ýmsum öðrum sem ég er ekkert að telja upp hér. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir. Uppáhaldsbók? Ég les ekki mikið af bókum. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika í golfi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari ______ annarra? Svindl í golfi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Staður í Sviss sem heitir Grindwald. Hve langt er síðan þú byrjaðir að stunda golf? Ég held að það séu um það bil fimm ár. Hvað er skemmtilegast við þessa íþrótt? Útiveran hefur mikið| að segja og svo skemmir ekki fyrir þegar manni gengur vel. Hver er uppáhaldsgolfleikarinn þinn? Mark 0 Meara, hann erj karakter.. Hvað ætlar þú að gera um þjóðhátíðina? Spila golf uppi á íslandi með góðu fólki. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Golf? Það fyrsta sem ég heyrði um golf á sínum tíma var frá Guðni Gríms. Mér dettur hann alltaf í hug síðan. -Meistaratitill ? Ánægja. -Tiger Woods? Góður golfleikari, mætti brosa meira. Eitthvað að lokum? Já, þessi árangur minn er ekki síst því að þakka að eiginkonan var kylfuberi hjá mér alla fjóra dagana. Hún á ekki minnstan þátt í þessu og fær hér með þökk fyrir. Stúlkur Þann 18. maí fæddist þeim Berglindi Ruiz Martinez og Juan Manuel Carrion Molina tvær stúlkur. Þær hafa verið nefndar Cristina (t.v) sem vó 14 merkur og var 47 sm að lengd, og Laura sem vó 13 merkur og 49 sm að lengd. Þær fæddust í Murcia á Spáni. Drengur Drengur pann 11. júlí eignuðust Anna Guðný Magnúsdóttir og Ragnar Gunnar Eiríksson son. Hann vó 16 1/2 mörk og var 54 sm að lengd. Það er stóri bróðir, Magnús Almar sem heldur á honum. Ljósmóðir var Guðný Bjamdóttir. Drengur Þann 29. júní eignuðust Una Sígríður Ásmundsdóttir og Oskar Kjartansson son. Hann vó 14 merkur og var 51 sm að lengd. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. / 23. júlí Sýningu lýkur á hugmyndum afnýju Náttúruminja og sjávarlífssafni i Náttúrugripasafninu 24. júlí Vitinn, prýði Dalsins settur upp. 30. júlí Húkkaraball 31. júl. -3. úg. Þ jóðhátíð 10. -15. sept Keikó kenutr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.