Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.1998, Side 7
Fimmtudagur 23. júli 1998 Fréttir 7 Sláttuvélar & mosatætarar Mosatætarar og sláttuvélar leigðar út - Kjarnaborun - Steypusögun - HÁÞRÝSTIÞVOTTUl PALLAR - STIGAR - MÚRBROT - Slípun á múr og málningu . Jarðvegsþjöppur og ýmis smáverkíæri - Sími 481 3131 Þann 20. júní s.l. voru gefin saman í hjónaband af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur þau Harpa Björgvinsdóttir og Ólafur Vestmann Þórsson. Heimili þeirra er aö Áshamri 67. Ljósmyndastofa Óskars Þann 20. júní s.l. voru gefin saman í hjónaband af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur þau Vilborg Valgeirsdóttir og Anton Steinarsson. Heimili þeirra er að Norðurvegi 5, Hrísey. Ljósmyndastofa Óskars Jákvætt hugarfar skiptir mestu útvegs. Það er því mjög mikilvægt að það takist að viðhalda þeim stöðugleika sem er í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins. Nú í sumar hafa verið unnin á milli 2.000-3.000 tonn af gulllaxi héma í Vestmannaeyjum sem er ný fisktegund sem ekki hefur verið unnin hér áður og má þakka forsvarsmönnum Vinnslustöðvarinnar fyrir ákveðið frumkvæði í því sam- bandi. Frystihúsin og starfsfóik þeirra hafa verið að gera tilraunir með breyttan vinnutíma til þess að vinnutími og frítími nýtist betur til hagsbóta fyrir alla. Keikó í seinasta mánuði var tekin sú ákvörðun af Free Willy samtökunum að háhymingnum Keikó yrði fundinn staður í Vestmannaeyjum og þar yrði hann að venjast aðstæðum áður en honum yrði sleppt síðar. Þetta er mjög ánægjulegt fyrir Vestmannaeyinga að Vestmannaeyjar vom valdar og er það mikið tækifæri. Á þessari stundu veit enginn hvað felst í þessu og hvaða möguleika þetta skapar. Ástæðan fyrir því að Vest- mannaeyjar vom valdar vom aðallega tvær. I fyrsta lagi góð aðstaða frá náttúmnnar hendi og í öðm lagi mikil og fjölbreytt rannsóknaraðstaða sem er staðsett hér í Eyjum í Háskólasetrinu og starf vísindamanna á hinum ýmsu sviðum bæði jarðlfæði, haffræði og í hinum ýmsu vísindum. Þessar náttúrulegu aðstæður og þessi aðstaða í landi gerðu það að verkum að samtökin ákváðu að velja Vest- mannaeyjar. Þetta var mjög á- nægjuleg niðurstaða fyrir alla Eyja- menn. Þeir bandarísku starfsmenn sem hafa komið hér í sambandi við þetta verkefni, Ijúka einum rómi um það hversu þægilegt og gott fólk búi hér og það vilji gera allt til að greiða götu þeirra og er það mjög ánægjulegt. Þetta er það sama og fólk sem hefur verið hér á Shellmótum og Pæjumótum og fleiri slíkum mótum segir, að það sé einstakt það viðmót sem það mætir hjá öllum Vestmannaeyingum og það er mikilvægt fyrir okkur að halda þeirri stöðu. Lokaorð Þetta em hugleiðingar um stöðu mála, skrifaðar um mitt sumar þegar liðnir em tveir mánuðir frá bæjar- stjómarkosningum. Það er mikilvægt fyrir okkur að reyna að halda þessari uppsveiflu og halda þeim byr sem er núna f seglin til heilla fyrir byggðarlagið en við skulum minnast þess að það skiptast alltaf á skin og skúrir og við vonum svo sannarlega að framtíðin verði sem björtust hér í Vestmannaeyjum. Höfimdur er bœjarfulltri sjálfstœðis- manna og forstjóri ísfélagsins. Inngangur Á seinasta ári og f upphafi þessa árs var töluvert tjallað um stöðu byggðar í Vest- mannaeyjum í Fréttum. Fólki fækkaði héma og greip um sig á- kveðið vonleysi. Þessi þróun hefur sem betur fer verið að snúast ótrúlega við á stuttum tíma og ég held að það sé mál manna að hugarfar er mikið jákvæðara gagnvart búsetu hér heldur en það var fyrir tiltölulega stuttu síðan. Það er að sjálfsögðu margt sem skiptir máli. Veðurfar hefur verið gott í sumar og ýmsar ytri aðstæður hagstæðar. Jákvætt hugarfar Það sem skiptir ef til vill mestu máli þegar fjallað er urn búsetu og stöðu hennar og hvar fólk vill búa, er já- kvætt hugarfar gagnvart búsetunni. Það eru engir aðrir en Vestmanna- eyingar sjálfir sem gera það gott, spennandi og skemmtilegt að búa í Vestmannaeyjum. Ef þeim finnst það ekki sjálfum þá dregur það allt niður. Það er oft bent á það í gríni og alvöru að munurinn á svartsýnis- og bjartsýnismanni sé sá að bjartsýnis- maðurinn segir að flaskan sé hálffull en svartsýnismaðurinn segir að hún sé hálftóm. Það er jafnmikið í flöskunni en sá sem segir að hún sé hálffull lítur jákvætt á málið. Það skiptir því miklu máli að halda við jákvæðu hugarfari og það er engin bæjarstjóm eða atvinnufyrirtæki sem geta gert það heldur verða allir að leggjast á eitt. Goslokahátíð Eg held að það sé samróma álit allra þeirra sem tóku þátt í goslokahátíð í tilefni af 25 ára goslokum 3. og 4. júlí sl. að þar hafi tekist mjög vel til. Þama skemmtu sér saman ungir og aldnir og tókst það á allan hátt frábærlega. Þama voru aðalega heimatilbúin skemmtiatriði og fýrst og fremst að maður var manns gaman. Staða sjávarútvegs Staða sjávarútvegs, sem er helsti atvinnuvegur Eyjamanna, er tiltölu- lega björt urn þessar mundir. Aflabrögð hafa verið góð á flestum tegundum og útlit fyrir að næsta ár verði tiltölulega gott. Verðlag á afurðum hefur lagast og það er ákveðinn sóknarhugur innan sjávar- Þakkír frá Leikfélaginu Leikfélag Vestmannaeyja vill þakka öllum bæjarbúum og gestum þeirra fyrir frábæra skemmtun um goslokahelgina. Sérstakar þakkir fyrir frábærar viðtökur við götuleikhúsinu og Skvísusundinu. Við vonum að sú hugmynd okkar að gera Skvísusundið að nýjum samkomustað fyrir bæjarbúa eigi eftir að örva aðra til dáða og góðra hugmynda. Sérstakar þakkir færurn við öllum þeim sem lögðu vörur og vinnu af hendi endurgjaldslaust. Viljum við sérstaklega nefna: Skóbúð Axel Ó, Henna heildsala, Kristmann Karlsson, heildsala, Magga á Kletti, Erlu, Lilju. Sjöfn og fleiri sauma og búningakonur, Villu Þorsteins, yfirverkstjóra í Skvísusundi, alla tónlistarmennina sem fram komu, Krórareigendurna í Skvísusundi og þá fjölmörgu sem lánuðu okkur eða gáfu muni til hátíðarinnar. Sjáumst öll hress á Þjóðhátíð! Kveðja Leikfélag Vestmannaeyja LESENDABREF - Siguríur Einarsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.