Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Síða 11
Miðvikudagur 29. júlf 1998 Fréttir 11 Fjör í vinnuskólanum -sem er með stærstu vinnu- stöðum bæjarins á sumrin Flestir Vestmannaeyingar sem fæddir eru í kringum 1970 og síðar hafa stigið sín fyrstu skref í atvinnulífinu í vinnuskóla bæjarins. Það fer ekki mikið fyrir starfsemi skólans í bæjarlífinu nema hvað víða má sjá ungiingahópa með hrífur og önnur verkfæri að raka, hreinsa og taka til á opnum svæðum í bænum. Vinnuskólinn er með stærstu vinnustöðum í bænum og heyrir undir íþrótta- og æskulýðsráð. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, tóm- stunda- og íþróttafulltrúi hefur yfir- umsjón með vinnuskólanum. I samtali við Fréttir segir Guðmundur að skipta megi starfseminni í þrennt þar sem sameinað er starf og leikur. „Sumar- starfíð hjá okkur skiptist í vinnu- skólann sem er fyrirferðarmestur, skólagarðana, spröngukennsluna og kofaleikvöllinn við Húsey. I þetta fáum við 6,3 milljónir frá bænum og fara um 5 milljónir af því í laun til unglinganna og leiðbeinenda þeirra,“ segir Guðmundur. „Er ekki annað að sjá en að við verðum réttu megin við strikið," bætir hann við og segir það m.a. að þakka góðu atvinnuástandi í bænum sem nær til unglinganna. I vinnuskólanum er boðið upp á vinnu fyrir unglinga í sjöunda, áttunda og níunda bekk grunnskóla, samtals um 300 unglingar og fengu mun fleiri þeirra vinnu í frystihúsunum en undanfarin ár. Nær það jafnvel til unglinganna í áttunda bekk. Vinnu- skólanum er skipt niður í tvö sex vikna tímabil og er seinna tímabilið ný- byrjað. I fyrri hlutanum voru 130 en þeim seinni ekki nema tíu. Laun eru mismunandi eftir aldri og fyrir sex vikurnar eru unglingamir að fá frá 18.000 til 30.000 krónur. „Við byrjuðum í fyrrasumar að skipta skólanum í tvö tímabil og hefur það mælst vel fyrir. Þannig komast allir að hvort sem þeir fara í sumarleyfi fyrri eða seinni hluta sumars.“ Krakkamir em þrjá og hálfan tíma í vinnuskólanum á dag, áttundu- og níundubekkingar fyrir hádegi og þeir yngri eftir hádegi. „Starfsemin byggist á vinnu og leik enda launin miðuð við það. Ef þau hafa verið dugleg er farið í fjömferðir, skoðunarferðir eða Sprönguna. Fyrir utan þetta er farið í bátsferð, útilega hefur stundum verið en henni var ekki hægt að koma við í sumar því hver einasta helgi var ásetin og í lokin er svo grillhátíð og íjör.“ Verkefni em af ýmsu tagi en þau eru unnin í samvinnu við tæknideild og áhadlahús. Tiltekt ýmiss konar er fyrirferðarmest, einnig sjá þau um rakstur lóða fyrir eldri borgara og á opnum svæðum. Aldrei þessu vant vantaði flokksstjóra til að fara fyrir unglingunum. „Við auglýstum eftir 13 flokksstjómm en það er talandi dæmi um mikla atvinnu í bænum að ekki tókst að fylla í allar stöðumar. Fyrir vikið em of margir unglingar á hvem flokksstjóra sem er ekki heppilegt. Vegna atvinnuástandsins undanfarin ár hefur gilt sú regla að kennarar hafa ekki verið teknir inn en kannski verðum við að fara breyta þessari reglu. Það væri góður kostur að fá kennara án þess að ég sé að kasta rýrð á flokkstjórana undanfarin ár,“ sagði Guðmundur að lokum. Krakkarnír í Vinnuskólanum unnu m.a. mikíð að undirbúningi goslokahátíðarinnar í sumar. Kristín Gígja og Ingibjörg eru sáttar við laun og kjör Kristín Gígja Sigurðardóttir og Ingibjörg Þórðardóttir eru 13 ára og eru báðar í vinnuskólanuni í fyrsta skipti. „Mér líkar mjög vel í vinnuskólanum og fínnst ógeðslega gaman. Mest gaman þykir mér að raka,“ segir Kristín Gígja sem líka er að passa á kvöldin og ber út DV. „Við byrjum klukkan eitt og vinnum fram að þrjú kaffi en eftir það förum við í fjöruferðir eða leiki.“ Ingibjörg, sem líka ber út Fréttir og passar börn, hefur sömu sögu að segja, hún er ánægð í vinnuskólanum og þær eru sammála um að þær séu látnar vinna og þetta sé ekki bara leikur. „Við fáum 176 krónur á tímann og erum bara ánægðar með það. Það er ekki hægt að fara fram á meira þegar maður er bara 13 ára,“ sögðu þær stöllur. Og þær eru ánægðar með krakkana og flokksstjórana. „Þarna eru skemmtilegir krakkar og og flokkstjórarnir, Kristín Inga og Bryndís eru frábærar," sögðu þær. Eitthvað að lokum? „Allir í vinnuskólann,“ kvað við í einum rómi frá þeim Kristínu Gígju og Ingibjörgu. Gerð stóra drekans sem var í skrúðgöngunní á goslokaafmælinu var eitt af verkefnum vinnuskólans í sumar. Mvndir Haiia Einarsdóttir. Halla Einarsdóttir flokksstjóri: Skemmtilegt að vinna með krökkunum Halla Einarsdóttir reyndi fyrir sér sem flokksstjóri við Vinnuskólann í fyrsta skipti í sumar og hún sér ekki eftir því. „Mér Iíkaði starflð mjög vel og það er virkilega skemmtilegt að vinna með krökkunum,“ segir Halla. A hverjum morgni var var hist á ákveðnum stað og þau fengu að vita hvað gera átti þann daginn. „Það fer ákveðinn tími á dag í vinnu og þá eru þau Iátin vinna en svo fá þau að leika sér. Fá þau borgað í samræmi við það.“ Krakkamir í vinnuskólanum komu að undirbúningi goslokahátíðarinnar. „Þau unnu mikið verk fyrir goslokahátíðina, bæði í vinnutima og í sjálfboðavinnu. Sum unnu allan daginn og um helgar. Við hreinsuðum út úr veiðarfærahúsinu við Hilmisgötuna. Krakkamir bjuggu til allar skreytingar og komu þeim upp vítt og breitt um bæinn. Einnig bjuggu þau til drekann og orminn í skrúðgöngunni og tóku til og hreinsuðu til. Þannig að krakkarnir í vinnuskólanum eiga sinn þátt í því hvað hátfðin heppnaðist vel,“ sagði Halla að lokum. Unniö uíð gerð skreytinga fyrir goslokahátfðína.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.