Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Síða 12
12 Fréttir Miðvikudagur 29. júlí 1998 Brennukóngurinn ætlar að slá met Finnbogi Gunnarsson brennukóngur Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri: Pylsubrauð á goslokaafmæli Finnbogi Gunnarsson er brennukóngur á bjóðhátíð í ár. Hann tók við þessu virðulega embætti fyrir þremur árum af Sigga Reim, sem gegnt hafði embættinu í 51 ár. Finnbogi segir að hann stefni leynt og ljóst að því að slá met Sigga Reim. En hvemig stóð tí því að Finnbogi fékk þetta sœmdarembœtti? „Það kom nú kannski ekki til af góðu, því að Siggi lenti í bílslysi við Hveragerði og slasaðist, svo hann treysti sér ekki til þess að halda starf- inu áfram. Þess vegna var leitað til mín og ég var ekki lengi að segja já við þessari ósk."‘ / hverju erstarfið aðallega fólgið? „Ég sé um að safna efni til brenn- unnar og hef með mér yndislega menn á vörubíl. Við förum síðan rúnt um bæinn til þess að viða að okkur efni á brennuna. En það er ekki alltaf sami bílstjórinn. “ Hvað er það aðallega sein brennt er? „Mest eru þetta ónýt bretti, raf- magnskefli og timbur af ýmsu tagi. í eina tíð voru stundum voru settir gamlir bátar á brennuna en því er alveg hætt núna?“ Sérð þú ekki um að hlaða köstinn líka? „Jú ég er með í því, en það er aðallega l'ólgið í því að sjá um að kösturinn sé skikkanlega hlaðinn. Til þess að allt hrynji ekki er hann vírbundinn og það verður allt að vera vel gert.“ En þegar kemur að því að kveikja í brennunni, er það ekki hátíðlegt og mikil athöfn? „Jú,jú,“ segir Finnbogi. „Klukku- tíma áður en kvcikl er í er búið að hella olíu á brennuna. Ég mæti hins vegar hálftíma fyrir miðnætti, en á miðnætti cr alltaf kveikt í brennunni. Síðan er kveikt í kyndli sem búinn er að liggja í olíu í tvo sólarhringa. Síðan er kyndillinn borinn smá hring um svæðið og tveimur mínútum fyrir miðnætti er skotið upp rakettu sem gefur fólkinu til kynna að kveikja eigi í brennunni. Þá er ég kominn úr hringferðinni og hliðið opnað sem ég geng inn um og ber kyndilinn að kestinum." Hefur þetta ekki alltaf gengið samkvœmt áœtlun síðan þú tókst við? „Jú það hefur aldrei neitt óvænt komið upp á og veðrið alltaf verið ntjög gott.“ Hvað er skemmtilegast við starf brennukóngs? „Mér finnst nú skemmtilegast að safna efninu í brennuna, en það er samt erfitt að gera upp á milli. Það er allt í kringum þetta ntjög skemmti- legt.“ Þú sagðir áðan að þú œtlaðir að slá metið hans Sigga Reim. „Ég er bara tuttugu og fimm ára svo að ef ég held góðri heilsu, þá á ég góða möguleika á því að slá metið hans.“ í síðustu Fréttum var fyrirspurn frá Bergi Sigmundssyni bakara. varðandi kaup á pylsubrauðum sem boðið var upp á í grillveislu í Skansfjöru á goslokaafmælinu. Fyrirspumin er í nokkrum liðum en ég tel best að gera grein fyrir því hvernig var staðið að þessu í sam- felldu máli. Undirritaður santdi við Heild- verslun Karls Kristmanns að sjá um kaup á öllu því sem þyrfti í grillveisluna og einnig náðist samkomulag um afslátt. Heildverslunin er umboðsaðili fyrir SS pylsur og selur allt hráefni sem til þarfog starfsmenn þar vita meira unt magntölur en við sem stóðum að þessu goslokaafmæli. Samkomu- lagið byggðist á því að þeir hjá KK kæntu á sinni bifreið og með mann í Skanstjöru, okkur að kostnaðítrlausu og tækju allt til baka (þ.m.t. pylsubrauð) þannig að aðeins yrði greitt fyrir það sem nýttist. Þegar sú ákvörðun var tekin að versla við heildverslun í Eyjum þá voru engin frekari skilyrði sett af okkar hálfu. Pylsubrauðin, sem boðið var upp á, voru framleidd af Myllunni en Heildverslun KK er umboðsaðili fyrir Mylluna. Virðingarfyllst Guðjón Hjörleifsson LESENOABREF - Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks skrifar Hækkun afsláttar til nýrra fyrir- lækja og viðtalstímar bæjarfulltrúa Á seinasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt eftirfarandi tillaga, sem var tlutt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: „Bæjarstjóm Vestmannaeyja sam- þykkir að veittur verði 40% afsláttur af gjaldskrá bæjarsjóðs og stofnana hans til þeiira fyrirtækja sem stuðla að nýjum atvinnutækifærum og nýsköp- un í Vestmannaeyjum. Afslátturinn skal gilda í 3 ár. Um er að ræða fasteignaskatt, þjón- ustugjöld hafnarsjóðs, orku- og sorpeyðingargjöld. Sækja skal um af- sláttinn til bæjarritara Vestmanna- eyjabæjar en bæjarritari metur hæfni umsækjenda að fenginni umsögn Þróunarfélags Vestmannaeyja og gerir tillögur til bæjarráðs um afsláttinn. í matinu skal tekið tillit lil þess að hve miklu leyti er um nýsköpun að ræða og meta hlutfall nýsköpunar miðað við hefðbundinn rekstur ef því er að skipta. Einnig skal ntiða við að ekki sé um samkeppni að ræða við þau fyrirtæki sem fyrir eru í Vestmannaeyjum.” Greinargerð: Flutningsmenn tillögunnar telja mjög brýnt að efia ný atvinnufyrirtæki sem vilja hefja starfsemi í bænum og telja eðlilegt að stuðningur bæjar- yfirvalda við ný fyrirtæki komi fram sem afsláttur á gjaldskrá bæjarins og stofnana hans. Þessi afsláttur var áður 35% en nú er lagt til að fara með hann í 40% og lengja tímabilið úr 2 árum í 3 ár. Með þessu em bæjaryfirvöld að sýna í verki stuðning við nýsköpun í atvinnulífi í Vestmannaeyjum. Reglumar sem vom áður í gildi vom um það að þessi afsláttur væri 35% og gilti í tvö ár. Því miður hefur þessi afsláttur ekki verið mikið notaður undanfarin ár en samt töldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eðlilegt að lengja afsláttartímabilið og hækka afsláttinn til þess að gefa nýjum fyrirtækjum möguleika á að hasla sér völl og styðja við starfsemi þeirra. Það er von fiutningsmanna að þetta verði notað sem mest. I bæjarráði þar sem tillagan var upphafiega lögð fram óskaði Ragnar Oskarsson, bæjarfulltrúi V-listans, eftir að gerast meðflutningsmaður og var tillagan samþykkt 7:0 í bæjarstjóm, þannig að það er ljóst að það er öll bæjarstjórnin sem stendur heilshugar á bak við þetta góða mál. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Á seinasta bæjarstjómarfundi var tekin til afgreiðslu tillaga bæjarfulltrúa V- listans um fasta viðtalstíma bæjar- fulltrúa. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins felldu þessa tilllögu á fundinum með bókun. í þeiiri bókun kemur fram að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfiokksins telja óeðlilegt að ákveðinn sé fastur viðtalstími bæjarfulltrúa. Það er eitt af verkefnum bæjarfulltrúa að upplýsa bæjarbúa um það sem er að gerast á vettvangi bæjarmála. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hugsa sér að gera það þannig að vera með bæjar- málafundi um hin ýmsu mál í Ásgarði, félagsheimili sínu, eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Bæjarfulltrúar munu líka skrifa greinar í blöð og upplýsa um þau mál sem verða á döfinni til þess að bæjarbúar fylgist með. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins auglýsa símanúmer sín þar sem bæjarbúar geta beðið um viðtalstíma við þá hvenær sem hentar en ekki á ákveðnunt föstum viðtalstímum. Bæjarfulltrúar eru til þjónustu fyrir bæjarbúa og bæjarbúar geta nálgast þá hvenær sem er. Þess vegna vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-flokksins koma á framfæri símanúmerum sínum en þau eru: Sigurður Einarsson 481-2312 heima- sími, Elsa Valgeirsdóttir 481-2079 heimasími, Sigrún Inga Sigur- geirsdóttir 481-3314 heimasími og Guðjón Hjörleifsson 481-2548 heimasími. Bæjarbúar sem vilja hitta bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins geta bæði hitt einstaka bæjarfulltrúa eða alla og er nægilegt að hringja í einn af þeim og þeir geta komið slíkum fundi á. Við viljum hvetja alla bæjarbúa til þess að hafa samband eftir því sem þörf krefurum hin ýmsu mál. Sigurður Einarsson Elsa Valgeirsdóttir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Guðjón Hjörleifsson Höfundar eru allir bœjarfulltrúar Sjálfstœðiflokksins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.