Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 29. júlí 1998 Fréttir 13 Félagslíf í Vestmanna- eyjum um 1913 Guðlaug Ólafsdóttir lét okkur hafa þetta kvæði sent alþekkt er í Eyjum, ekki síst síðasta vísan um hann Gamla Jón í Gvendarhúsi. Guðlaug segir að yfirleitt sé ekki farið rétt með textann og fór hún þess á leit að kvæðið í heild yrði birt í Fréttum þar sem nú fer þjóðhátíð í hönd. Ekki vantar félögin og félagsandann hér, og framkvæmdin er eftir því, sem vænlegl þykir mér. Sýslufélag, sveitarfélag sofna aldrei blttnd og svo er nú þetta mannfélag, sem aldrei heldur fund. Eitt er kennt um íþróttir og orðið víðfrægt senn, í því er nú doktorinn og heldri búðar menn. Mæta þeir á Kirkjuflöt með kústaskaft í hönd á klaufajakka og sandölum og æfa sig á strönd. Þeir Bárumenn fyrir bindindinu berjast ár og síð og bægja vilja áfengi frá nontemplara lýð. Og loks hefur þeini dottið í hug það dásamlega ráð, að drekka sjálftr allt það vín, sem hingað flyzt í bráð. Á liði sínu liggur ekki Líkn, sem kunnugt er, hún líknar öllum bágstöddum, nema kannski mér og heldur fyrir oss þjóðhátíð og senutr sögu um það og setur hana í landsins stærsta Heimastjómarblað. Ekki vaknar Velvakandi vesalingurinn verst er að hann smakkaði ekki gi'útarbræðinginn. Hann vakti í fyrra yfir sig og svaf sig svo í hel, sjálfstæðismenn spáðu því, hann þrifist aldrei vel. En ekki vex þeim allt í augum ungmennunum hér, þeir ætla að reisa sundskála sem Heimaklettur er og leigja þar út sólskinið og selja hreinan sjó á sextíu aura potlinn hélt hann Steinn að væri nóg. Gamli Jón í Gvendarhúsi gekk þar fyrstur inn Gaui, Mangi, Jón f Hlíð, Lindi og konsúllinn þeir borguðu allir eina krónu eins og samið var sem átti að geymast þangað til um næstu kosningar. Þetta kvæði orti Magnús Stefánsson, sem hér var sýsluskrifari á þessum tíma og orti undir skáldanafninu Örn Amarson og mun þekktari sem slíkur. Á þeim tíma sen\Öm Amarson bjó í Eyjum oiti hann mörg ljóða sinna. þ.á.m. Manstu okkar fyrsta fund og mörg fleiri. Síðasta vísan úr kvæðinu hefur orðið livað lífseigust og ekki sú þjóðhátfð sem það erindi er ekki kyrjað í brekku og tjöldum. Þar sem nær öld er liðin frá því kvæðið var ort er ekki eðlilegt að fólk almennt kannist við umræðuefnið. Fróðir menn hafa komið okkur til aðstoðar við skýringar á því og kunnum við þeim þakkir fyrir. Fyrsta erindið þarfnast engra skýringa. En í öðru erindi er rætt um íþróttaiðkun læknisins sem væntanlega er Halldór Gunnlaugsson og annana fyrirmenna. Mjög tnílega hafa þeir verið að leika krokket þtu' sem golfíþróttin kom löngu seinna til Eyja. í þriðja erindinu er ýjað að bindindisfélögum í Eyjum en á þessutn árum tóku bannlögin gildi. í fimmta erindi er minnst á Velvakanda en það mun hafa vetið menningaxfélag sem hér var stofnað snemma á öldinni en varð heldur skammlíft. í næstsíðasta erindinu, sem er alkunnugt og oft sungið enn í dag er minnst á þá fyrirætlan ungmenna í Vestmannaeyjum að koma upp aðstöðu til sundæfinga við Heimaklett. Mörgum þótti þetta hið mesta feigðarflan (líklega hefur höfundur ljóðsins verið í þeim flokki) en engu að síður varð þetta að veruleika og margir sem tóku sín fyrstu sundtök inni við Eiðið í skjóli Heimakletts. í vísunni er einnig minnst á Stein Ingvarsson. kenndan við Múla en hann var þekktur persónuleiki í bæjarlífinu langt fram á þessa öld. í síðasta erindinu. sem enn lifir góðu lífi eins og mörg önnur ljóð Amar Amarsonar, koma mörg nöfn við sögu. Þarna rnun vera lýst bæjarstjórnarfundi. Fulltrúar þar vom Jón í Gvendarhúsi, Gaui er Guðjón Jónsson frá Oddsstöðum, Mangi er Magnús frá Vesturhúsum, Lindi er Erlendur frá Gilsbakka og konsúllinn er væntanlega Gísli J Johnsen sem var breskur konsúll í Vestmannaeyjum. Það er vel við hæfi að birta þetta ljóð í heild sinni nú fyrir þjóðhátíð og vonandi að fólk fari nú rétt með textann í tjald- og brekkusöng. Bræðurnir Sigurjón og Gunnar Darri létu gamlan útgerðardraum rætast: Keyptu 147 tonna bát og nefndu oför föður sínum Balduín Elíasson, Gísli Sueinsson, Björgvin, Gunnar Barri og Sigurjon. Bræðurnir Sigurjón og Gunnar Darri Adólfssynir hafa keypt bátinn Adólf Sigurjónsson VE 182, sem er 147 tonna stálpátur. Sigurjón segir að þetta hafi alltaf verið gamall draumur og þeir bræðurnir ákveðið að slá til núna. „Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Við höfum rekið bflaversktæðin Bragg- ann og Sigurjón, reyndar hvor í sínu lagi og munurn halda því áfram að minnsta kosti fyrst um sinn. En það er ekkert fast ákveðið í því.“ Sigurjón er með stýrimannsréttindi og og Gunnar Darri með vélstjóra- réttindi, þannig að það eru hæg heimantökin hjá þeim, en hvernig er kvótastaðan? „Það fylgja bátnum 53 þorsk- ígildistonn og það sem er eftir af þeim eru um 20 tonn af kola og 13 tonn af steinbít. Við munurn hins vegar fara á rækjuveiðar við Grimsey eftir Þjóðhátíð og leggja upp hjá Fiskvinnslusamlaginu á Húsavík. Við gerum ráð fyrir því að vera við þessar veiðar næstu tvo mánuði, en það hefur verið mjög góð rækjuveiði undanfarið á þessum slóðum." Sigurjón segir að eftir það sé óljóst hvað verði vegna tilkomu kvótaþings 1. september. „Menn vita kannski hvemig þetta lítur út á pappírunum en hvemig þelta kemur til með að virka í raun finnst mér vera nokkuð í lausu lofti. Björgvin Sigurjónsson frá Háeyri mun verða með bátinn til að byrja með. Sigurjón segir þá bræður bjartsýna á framhaldið. „Það er góð stemmning yftr þessu, enda þýðir ekkert annað. Það gengur ekkert á svartsýninni," segir Sigurjón að lokum. Þjóðhátíðarblaðið kemur út á morgun: Sneisafullt af góðu efni Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja mun fara í dreifmgu á morgun, fimmtudag. Blaðið er fullt af vönduðu efni að vanda og kennir margra grasa er tengjast flóru Vestmannaeyja og mannlíft. Meðal efnis í blaðinu má nefna viðtöl við Edda Malla, Stebba skó, Gauja og Sirrý frá Gíslholti, Magnús Guðjónsson og Vínverjur. Greinar og frásagnir em eftir Gísla Valtýsson, Hallgrím Tryggvason, Jósúa Steinar Oskarsson, Stefaníu Guðjónsdóttur og Dögg Láru Sigurgeirsdóttur, og Bima Eyjólfs- dóttir og Guðmundur Tegeder eiga ljóð í blaðinu. Fjöldi nýrra og gamalla mynda er einnig á síðum blaðsins, sem vekja ættu forvitni margra. Þór Vilhjálmsson formaður IBV - íþróttafélags er með ávarp og Þjóðhátíðarræðu Stefáns Runólfssonar frá því í fyrra er einnig þar að finna. Einnig er Þjóðhátíðarljóð Guðjóns Weihe birt með gítarhljómum og lag Geirmundar Valtýssonar á nótum. Því má og bæta við að hin veglega dagskrá Þjóðhátíðarinnar er birt í blaðinu, svo að enginn ætti að þurfa að láta hana framhjá sér fara. Aðspurður segir Benedikt Gestsson ritsjóri að vinna og efnisöflun haft gengið vel, þrátt fyrir skamman tíma sem var til stefnu. „Eins og ég bendi á í ritstjórapistli mínum, þá hefur tilveran tihneigingu til þess að leita í jákvæða farvegi. Spurningin er einungis um að virkja þann dýrðargróður sem fyrir er allt um kring og ekki síst hér í Eyjum hvar frjósamur jarðvegurinn er tilbúinn til sáningar þeina fræja sem auðgað geta mannlífið." Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja er prentað í Eyjaprenti/Fréttum ehf., hönnun kápu var í höndunt Guðmundar Eyjólfssonar. Umbrot Gísli Valtýsson og Benedikt Gestsson. Ritstjóri vildi að lokum koma þakklæti til allra þeirra sem ljáðu blaðinu efni, hvort heldur í viðtölum, með greinum eða ljósmyndum. Einnig þakkar hann ánægjulegt og brosmilt samstarf við Þjóhátíðamefnd. Blaðið kostar 400 kr. og er upplagt fyrir sölubörn að mæta á Fréttir á fimmtudaginn klukkan 13:00 og vinna sér inn svolítinn vasapening fyrir Þjóðhátíðina. Pysjurnar óuenju snemma á ferð Varp lundans virðist ætla að heppnast vel þetta árið því pysjurnar eru óvenju snenima á ferðinni í ár. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri fann pysju í grennd við Ráðhúsið eftir ábendingu Gunnars Jónssonar bæjar- gjaldkera. Pysjan var vel búttuð og alveg laus við dún og taldi Guðjón að hún kæmi úr Elliðaey. Ekki er þetta fyrsta pysjan á þessu sumri því Fréttir hafa spumir af einni sem fannst á laugardaginn. Var hún einnig komin úr öllum dún. Börn Guðjóns með pysjuna, Sara Dögg, Sindri Freyr og Silja Rós.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.