Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 15. október 1998 Þungaskatturí dæminu í dagbók lögreglunnar í síðustu viku voru alls 195 færslur og er það heldur meira en venjulega. Ekki á þó þessi ijölgun skýringar í ólög- mætri hegðan nema að takmörkuðu leyti. Helsta ástæðan er sú að í vik- unni vann lögreglan að aflestri vegna þungaskatts díselbifreiða og slfkt hefur nákvæmlega ekkert með ólöglegt athæfi að gera. Erílsöm helgi Mjög cr það misjafnt hve mikið lögreglan hefur að gera um helgar. Stunduin eru rólegheit ríkjandi en í annan tíma keyrir úr hófi. Liðin helgi var ein þeirra erilsömu. Frá kl. 19 á föstudag og fram til kl. 19 á sunnudag voru alls 70 bókanir í dagbók lögreglunnar og er það talsvert meira en um meðalhelgi. Ekki hafa menn þar á bæ haldbærar skýringar á þessum bylgjugangi milli helga. Margfróðir menn segja að tungl og stórstreymi eigi sinn þátt í mannlegri hegðan og kann sú að vera ástæðan að einhverju leyti. Einlíkamsárás Fáar helgar sleppa án þess að menn þurfi að gera upp sakir sínar við náungann og beiti til þess hnef- unum þótt önnur meðul séu alla jafna heppilegri. Og síðasta helgi var engin undantekning. A aðfíira- nótt sunnudags var ráðist á mann á Heiðarveginum og kærði hann árásina. Rúðubrot Rúðubrjótar létu ekki af iðju sinni þessa helgi. Tilkynnt var að rúður hefðu verið brotnar í Trygginga- miðstöðinni við Strandveg og í Hamarsskóla. Lögregla óskar eliir upplýsingum um þessi atvik. Bílstuldur Tiltölulega lítið er um það í Vest- mannaeyjum að bifreiðum sé stolið. Og landfræðileg lega og aðstæður gera það að verkum að yfirleitt líður ekki langur tími þar til slolnar bifreiðar finnast. Á sunnudag var lögreglu tilkynnt að bifreiðinni R 27377, svörtum Daihatsu, hefði verið stolið frá bifreiðastæði við Vestmannabraut. Eftir nokkra leit fannst bifreiðin á vegarslóða sunnan Hraunvegar og reyndist hún lítið sem ekkert skemmd. En lög- reglan óskar eftir upplýsingunt frá þeim sem vita kynnu urn þennan þjófnað. Þrírkærðirí umferðinni Aðeins voru þrír ökumenn kærðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni. Tveir vegna hraðaksturs og einn vegna gruns um ölvun við akstur. Erhann sá23. á árinu sem tekinn er í Eyjum vegna gruns um slíkt athæfi. Tösku stolíö Á laugardagsnótt var kvenhand- tösku stolið úr fatahengi á veit- ingastaðnum Lundanum. Lögregla óskar eftir upplýsingum frá þeirn sem kunna að hafa orðið varir við að einhverjir væru að grantsa í fatahenginu. Dagur dagbókarinnar er í dag: Mikil menningarverð- mæti falin í dagbókum Brot úr dagbók Agnesar og mynd af henni sem er að finna á skjalasafni Bókasafnsins. í dag er dagur dagbókarinnar og er hann haldinn nú í fyrsta skipti hér á landi. Tilgangurinn með að efna til sérstaks dagbókardags er að fá fólk til þess að halda dagbækur, þó ekki væri nema þennan eina dag. Það er Landsbókasafnið og Þjóðminja- safnið sem að standa að þessum degi. Kári Bjamason sérfræðingur á handritadeild Landsbókasafnsins segir að Danir hafi haldið slíkan dag og fengið 1 % prósent dönsku þjóðarinnar til þess að halda dagbók einn ákveðinn dag. „Vð vitum að mikill Ijöldi fólks heldur dagbækur og á í fórum sínum dagbækur og efiti sem tengist daglegu lífi í landinu, þess vegna ætlum við líka að mælast til þess að fólk kíki í kringum sig og athugi hvort ekki leynist efni hjá því sem fullt erindi ætti á Landsbókasafnið til varðveislu og rannsókna." I framhaldi af þessum degi er þess farið á leit við þá sem vilja skrifa dagbók þennan dag að þeir sendi skrif sín til þjóðháttadeildar Þjóðminja- safnsis. Islandspóstur er aðili að þess- um degi og mun verða hægt senda gögn til þjóðháttadeildar Þjóðminja- safnsins sendendum að kostnaðar- lausu „Við viljum reyna að slá met Dananna og fá að minnsta kosti 2% íslensku þjóðarinnar til að taka þátt í þessu. Það er mikil menningarsaga fólgin í dagbókarskrifum og þess vegna er þetta fyrsta skrefið í því að kalla eftir efni frá þjóðinni.“ Aðspurður hvort ekki sé tilhneiging hjá fólki lil þess að halda þessu efni frekar heima í héraði og að það vilji frekar að það fari á héraðsskjalasöfn segir Kári: „Söfn út á landi em mjög misjafnlega í stakk búin til þess að varðveita efni af þessu tagi og taka við því, auk þess sem 90% af því efni sem Landsbókasafninu berst kemur utan af landi. Einnig ætti þetta ekki að vera vandamál þar sem skráning ganga er að verða betri og nákvæmari og efni tiltækt á tölvutæku formi fyrir þá sem áhuga hefðu á slíku." A skjalasafni bókasafns Vest- mannaeyja er til brot úr dagbók sem skrifuð er af Agnesi Aagaard sýslu- mannsfrú sem gift var Michael Aa- gaard sýslumanni í Vestmannaeyjum á árunum 1872 til 1891. Þessi dagbókarbrot bámst safninu árið 1994 frá Ingibjörgu Böðvarsdóttur. Ingi- björgu bámst dagbókarbrotin hins vegar frá barnabami Agnesar, Ebbu Aagaard sem var dóttir elsta sonar Agnesar og Michaels. Vinkona Ingi- bjargar var skólasystir Ebbu Aagaard í lyfjafræðiskólanum í Kaupmanna- höfn og vann sumarið 1951 í apó- tekinu á ísafirði. Ebba var apótekari í Galten á Jótlandi þar til hún varð að hætta sökum aldurs. Ebba giftist aldrei og átti engin böm, en þær vin- konur hafa komið til Eyja þpgar Ebba hefur komið til landsins. I tilefni af degi dagbókarinnar verða dagbókar- brot Agnesar til sýnis í anddyri Safnahússins á opnunartíma safnsins. Vestmannaeyingar em og hvattir til að sinna dagbókarskrifum þennan dag og senda Þjóðminjasafninu. bigurtur bímonarson skólamálafulltrúi um Fnllur áhugi á að basta aðstöðuna Sigurður Símonarson skólamála- fulltrúi Vestmannaeyja segir að skóladagheimilinu, í þeirri mynd sem það sé rekið nú, hafi verið komið á laggirnar til þess að leysa ákveðinn vanda sem væri fyrir hendi. „Óskir um vistun barna, eftir að skóladegi lýkur, kornu frá foreldrum og það var ákveðið að leysa þetta mál til bráðabirgða með þessum hætti. Það eru engin lög eða reglugerðir sem skylda skólana eða bæjarfélagið til þess að reka skóladagheimili í dag, ekki frekar en heilsdagsskóla.“ Sigurður segir að þessi lausn hafi verið tekin upp að erlendri fyrirmynd, en rekstur þeirra tíðkist nokkuð á Norðurlöndum. „Sú framtíðarlausn sem við viljum sjá og foreldrar líka er að vistun bama, eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur verði innan skólans. Þetta er hins vegar ekki hægt á meðan húsnæði er ekki til staðar í skólunum. Það gengur ekki að vera með slíka vistun í skólastofunum. Við emm tilbúnir til þess að endurskoða þetta fyrirkomulag og reyna að færa það í betra horf, en það verður ekki farið út í byggingu nýs húsnæðis vegna þessa. Það er samningur í gildi milli þeirra sem eiga húsnæðið og bæjarins sem ekki stendur til að segja upp nú í vetur." Sigurður viðurkennir að þessi aðstaða sé ekki viðunandi, en hins vegar verði ekki breyting á þessu fyrirkomulagi í vetur. „Það er rétt að starfsfólkið sem vinnur á skóla- dagheimilinu er ekki fagmenntað, en sú er og raunin að fagmenntað fólk vantar líka bæði á leikskólununr og í grunnskólunum líka, en það er hluti af stærra vandamáli sem fólk þekkir." Um það atriði að bömin séu horfin þegar foreldrar ætla að sækja þau segir Sigurður að hætta geti verið á því þar sem lóðin sé ógirt og aðeins tveir starfsmenn sem sjái um bömin. „Hins vegar hefur það nú skeð að börn hafi líka stungið af úr skólanum og farið heim til sín af ýmsum ástæðum. En ég vil nú meina að þetta séu alger undantekningartilfelli," segir Sigurður. Innheimtabæjarins tilbankannaP Á fundi bæjarráðs sl. mánudag var samþykkt að leita lilboða hjá bankastofnunum í bænum í inn- heimtu á gjöldum og viðskipta- reikningum bæjarsjóðs og stofnana hans. Páll Einarsson. bæjaiTÍtari, sagði í viðtali við Fréttir, að hér væri um að ræða innheimtu gjalda á borð við leikskólagjöld, húsa- leigu, fasteignagjöld og þess háttar. Starfsfólk í afgreiðslu hefði hingað til séð um þessi mál. Nú væri orðið mjög algengt að bankastofnaðir tækju að sér slfka þjónustu bæði fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki og því hefði þótl rétt að kanna möguleika á slíku. Kertaverksmiðjan írill tíu milljónir í lán Fyrir bæjarráði lá bréf frá Kerta- verksmiðjunni Heimaey þar sem farið var fram á heimild til lántöku að upphæð kr. 10 milljónir vegna fjárhagslegarendurskipulagningar. Var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um framtíðarrekstur verksmiðjunnar. Hanna María Sig- geirsdóttir, í stjóm Kertaverk- smiðjunnar, sagði í samtali við blaðið að þetta fé væri ætlað til markaðsvæðingar svo og til endur- bóta á tækjakosti verksmiðjunnar m.a. Fyrirhugað var að funda með bæjarstjóra um málið í gær. Mikió sótt í húsnæöi Listaskólans f síðustu viku fundaði skólaiuálaráð Vestmannaeyja. Fram kom að mikil eftirspum er eftir afnotum til sýninga í húsnæði gamla áhalda- hússins í Listaskólanum. Á fund- inum var lögð fram gjaldskrá vegna útleigu á sölum og aðstöðu Listaskólans. Veruleg fjölgun á tveimurárum Á sama fundi konr fram að 145 nemendur em skiáðir í Lista- skólann, væntanlega flestir í tónlist- amámi. Þetta cr fjölgun uin 30 - 40 % frá árinu 1996 en ekki kemur fram hver fjölgunin er frá síðasta hausti. Dönskunnireddað fyrirhorn Eins og fram kom í Fréttum fyrir skemmstu hefur ófremdarástand ríkt í Bamaskólanum vegna kenn- araskorts og hefur m.a. ekki verið hægt að kenna dönsku í 7.. 8. og 9 bekk í haust vegna þess. Núhefur verið bætt úr brýnni þörf en framhaldsskólakennaramir Ragnar Oskarsson og Einar Friðþjófsson hafa tekið að sér dönskukennslu í 8. og 9. bekk og ættu þau mál þar með að vera í góðum höndum. í FRÉTTIR) Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjóman Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.