Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 1
Mikið var um dýrðir á lokahófi yngri flokkanna í fótbolt-
anum á laugardaginn. Sjá nánarbls. 18.
Sjómannafðlagið Jötunn virðir
ekki ðskir áhafnarinnar um frí
segir Guðmann Magnússon, skipstjóriú Ofeigi
Frétt blaðsins í síðustu viku, um
lögskráningu áhafnar Ofeigs VE á
Grundarfirði, vakti nokkra athygli.
Fréttir slógu á þráðinn til Guð-
manns Magnússonar, skipstjóra á
Ófeigi og spurðu hann hvernig þetta
mál snerti áhöfnina.
„Ég fæ ekki séð að þetta breyti
nokkru hjá okkur,“ sagði Guðmann.
„Annars er þetta mál svo skrýtið að við
um borð skiljum bara ekki um hvað
það snýst. I raun eru þessar breytingar
vegna kröfu Sjómannafélagsins Jötuns.
Við höfum landað á Grundarfirði og
hefðum átt að taka hafnarfn þar,
ijórum sinnum í rnánuði. Krafa Jötuns
var að við söfnuðum saman þessum
fríum, fjórum sólarhringum og tækjum
það frí í Vestmannaeyjum einu sinni í
mánuði. Þetta vildi mannskapurinn
ekki, hvorki safna þessum fríum né
taka heilan sólarhring á Grundarfirði.
Menn tóku sér bara frí sjálfir eftir
ákveðinn tíma og fóru til Vestmanna-
eyja á kostnað útgerðarinnar. Ahöfnin
skrifaði meira að segja undir yfir-
lýsingu um þetta, þannig vildu menn
hafa þetta. Við stöndum ekki í neinu
ströggli við útgerðina, það er
sjómannafélagið sem vill hafa annan
hátt á og þess vegna standa þessi mál
svona.
Ég er búinn að leita til míns
stéttarfélags og fá á hreint að ég hef
verið að gera rétt enda hlýtur áhöfnin
að vera í rétti til að haga þessum
hlutum eins og henni þykir best. Mér
finnst líka eins og við höfum verið
lagðir í hálfgert einelti. Af hveiju erum
við kærðir en ekki aðrir? Það er fullt af
skipum sem eru á því sem ég vil kalla
grá svæði en þau eru látin afskiptalaus.
Ég vil líka benda á að á sínum tíma,
þegar Austfjarðabátamir komu hingað
á vertíð þá var lögskráð á þá í
Vestmannaeyjum. I mínum huga
skiptir þessi skráningarstaður ekki
meginmáli í dag. Það er komin á
tölvuskráning alls staðar á landinu og
skiptir í raun ekki höfuðmáli á hvaða
stað hún fer fram," sagði Guðmann
Magnússon, skipstjóri á Ófeigi VE.
„Þessi háttur hefur verið hafður á,
þessi haust sem við höfum landað á
Grundarfirði,“ sagði Bergur Kristins-2
son, stýrimaður á Ófeigi. „Skipið
hefur ekki stoppað en menn hafa tekið
sér launalaust frí eftir tvo til þrjá túra.
Ég held að það hafi verið upp og ofan
hvort menn voru ánægðir með þetta
fyrirkomulag. Surnir voru ánægðir,
aðrir ekki. En við erum á leið tii Eyja
núna og tökum sennilega a.m.k.
sólarhring í frí. Og ég veit ekki til að
neinn um borð hafi pantað sér flug til
Grundarfjarðar," sagði Bergur.
Oánægja hjá foreldrum
með skóladagheimilið
Vestmannaeyjabær hefur rekið
skóladagheintili fyrir börn á grunn-
skólaaldri. Skóladagheimilið er fyrir
börn í Hamarsskóla og Barnaskóla
Vestmannaeyja sem þurfa á vistun
að halda, eftir að kennslu lýkur í
skólanum. Nokkurrar óánægju
hefur gætt með skóladagheimilið
vegna þess hversu langir biðlistar
hafa myndast, en boðið er upp á
pláss fyrir 17 börn og mun það ekki
nærri nóg miðað við eftirspurn.
Einnig hefur það þótt undrum sæta
nieðal foreldra sem eiga börn á
skóladagheimilinu hversu aðstaðan
fyrir börnin innan dyra er á allan
hátt ófullnægjandi og að ekki sé litið
til með þeim úti.
„Það er fráleitt að bjóða einungis upp
á 17 pláss þar sem um hundrað sex ára
böm voru að byrja í skóla og þá em
þau sem eldri em ekki talin með. Það
eru að sjálfsögðu misjafnar fjöl-
skylduaðstæður þannig að oft geta eldri
systkin passað yngri eða einhverjir
nákomnir en það em ekki allir svo
heppnir og því er nauðsynlegt að hér
verði komið á fót góðu skóla-
dagheimili sem helst er staðsett nálægt
skólanum. Það er fjöldi foreldra óá-
nægður með skóladagheintilið sem
boðið er upp á núna. Það er engin
aðstaða fyrir bömin til þess að læra og
þeim er beinlínis bannað að læra á
skóladagheimilinu, það vantar sjálf-
sagða hluti eins og til dæmis borð og
stóla og tvær konur em í starfi þama
sem eiga að hafa ofan af fyrir
bömunum. Það er engin gæsla á
lóðinni og þau böm. sem frökkust em,
geta stolist í burtu og ég veit dæmi þess
að þegar foreldrar hafa ætlað að ná í
böm sín, þá em þau horfin. Og miðað
við hversu léleg aðstaðan er finnst mér
út í hött að greiða fyrir þessa þjónustu
eins og um leikskólapláss væri að
ræða, þar sem fólk getur þó treyst á
fagmenntað fólk sem sér um bömin og
aðstæður em í lagi,“ sagði Áslaug Rut
Áslaugsdóttir sem á bam á biðlista.
Hún segir að þar sem boðið sé upp á
vistun á skóladagheimili ætti að vera
aðstaða fyrir þau. Hún segir að þeim
sem ekki komist að eða lenda á biðlista
sé vísað á dagmömmu, sem er þá að
gæta miklu yngri bama líka og er það
varla boðlegt. „Eina móður veit ég um
sem varð að minnka vinnu sína vegna
þess að hún fékk ekki skóladag-
heimilispláss og verður að vera þeima
eftir hádegið með bami sínu. Ég hef
ekki kost á að rninnka mína vinnu og
maðurinn minn er einnig að vinna
fullan vinnudag. Margir hafa þó leyst
þetta vandamál með því að fá pössun
hjá vinum og vandamönnum.“
Áslaug Rut segir að hún hafi leyst
málið með því að hafa sex ára dóttur
sína á róluvelli eftir að hún hefur lokið
skólanum á hádegi. „Hún gengur svo
til mín í vinnuna eftir fjögur á daginn
og auðvitað er mikið óöryggi og stress
samfara því. Ef hins vegar veðrið er
vont hef ég getað fengið pössun hjá
vinkonum mínum. Mér finnst það hins
vegar ekki rétt að konur eigi ekki að
geta verið á vinnumarkaði allan daginn
vegna þess að ekki fæst pláss á
skóladagheimili, eins og sjálfsagt er til
dæmis í Reyjavík."
Hvaða svör hefur þú fengið hjá
skólamálayfirvöldum?
„Dóttir mín er reyndar komin efst á
biðlistann núna, svo að einhveijir hafa
hætt við eða fengið aðra úrlausn sinna
mála. Mér finnst hins vegar að skólinn
eigi að sjá um að veita þessa þjónustu
og að hún sé þá í samræmi við !ög og
reglur sem hljóta að vara til um þessa
vistun, enda sé þá innheimt fyrir þessa
þjónustu í samræmi við það. Ég hvet
skólamálaráð til að framkvæma
könnun þar sem athugað er hvort
foreldrar myndu ekki nýta sér
skóladagheimilpláss ef til staðar væri
nútímalegt skóladagheimili sem væri
með viðunandi aðstöðu fyrir bæði
bömin og þá sem þar vinna!!“
Sjá blaðsíðu 2.
Jórunn Lilja var stjarna kvöldsins á Eyjakvöldi Fjörunnar
um helgina. Sjá bls. 13.
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉUINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 -sími 481
Herjólfur fer í slipp
Fagranesið siglir 10.október til 4. nóvember
Frá Eyjum Frá Þorl.höfn
Alla daga 8.15 13.00
Ucrjólfur /rúcw/i/id Sími 481 2800 Fax 481 2991