Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 15. október 1998 Púlsinn tekinn á stööunni hiá ísfélagi og Vinnslustöö, Afkoman hefur batnað á • / ara Skortur á starfsfólki í báöum stöövunum Fyrir skömmu buðu fiskverkendur og útgerðamenn bæjarbúum að heímsækja fyrirtæki og skip. Mæltist bað vel fyrir og unga fólkið nýtti sér betta tækifæri. Hvort betta framtak hefur náð að kveikja áhuga hjá beím á sjávarútvegi verður framtíðin að leiða í Ijðs en nú er ætlunin að ráða útlendinga til starfa í frystihúsunum. Stóru fiskvinnslufyrirtækin tvö í Vestmannaeyjum, Isfélag Vestmannaeyja og Vinnslu- stöðin, gegna miklu hlutverki í atvinnumálum byggðarlagsins. Samanlagt veita þau beint atvinnu um 700 manns, bæði í vinnslunni, þjónustu við vinnslu og útgerð og svo skipshöfnum á skipum fyrirtækjanna beggja. Þá eru ótaldir þeir sem hafa óbeina atvinnu af rekstri þeirra vegna þjónustu ýmiss konar. Afkoma þessara tveggja fyrirtækja vegur því þungt atvinnulega séð í Vestmanna- eyjum. Samdrátturáein- hverjum sviðum kemur fljótt fram, afiabrestur eða minni afli en í meðalári á einhverjum veiðiskap, allt hefur slíkt neikvæð áhrif á rekstur og afkomu þessara fyrirtækja eins og annarra og þess sér yfirleitt merki í bæjarlífinu. Minni umsvif við höfnina þýða minni umsvif í öðrum rekstri, svo sem verslun og þjónustu. Afkoma þessara tveggja fyrirtækja á síðasta rekstrarári var lakari en reiknað hafði verið með og olli nokkrum vonbrigðum. En hvernig skyldi afkoma þeirra vera á þessu ári? Fréttir leituðu svara við því. Hér er að sjálfsögðu ekki um tæmandi upptalningu að ræða, heldur er reynt að varpa ljósi á hvernig málin standa í dag og hvers er að vænta í haust og vetur. Isfélag Vestmannaeyja í fyrra varð 136 milljóna kr. tap á rekstri Isfélagsins. Sigurður Einars- son, forstjóri ísfélagsins, sagði að af- koman í ár væri mun betri. „Við erum alla vega réttu megin við núllið núna og einhver hagnaður er af reikningsárinu sem lauk 31. ágúst sl. Ekki þó mikill og ég hefði gjarnan viljað sjá hann meiri. En þetta er alveg í lagi," sagði Sigurður. Síðasta loðnuvertíð var í slakara lagi, sé miðað við tvær næstu á undan sem voru mjög góðar. Bæði kom minna magn til vinnslu hingað og eins var afli skipa fyrirtækisins minni. Þá lækkaði verð á frystri loðnu einnig þannig að útkoman varð slakari en reiknað hafði verið með. Humarveiðar í sumar gengu vel, miklu betur en í fyrra. Aftur á móti vegur humarvinnslan ekki mikið í heildarrekstri Isfélagsins, aðeins eitt skip var á humar frá fyrirtækinu enda kvótinn ekki mikill. Bolfiskvinnsla og veiðar hafa verið erfiðasti þátturinn í rekstri ísfélagsins og taprekstur á því undanfarin ár. Sigurður segir að fyrirsjáanlegt sé að tap verði á þeim rekstri í ár en minna en áður, þessi þáttur sé að rétta úr kútnum. „Við höfum unnið meira af bolfiski í ár en t.d. í fyrra, höfum keypt meira að,“ sagði Sigurður. Síld unnin í haust Hjá ísfélaginu vinna um 280 manns og er þá ntiðað við heilsdagsstörf. Þessi störf eru í fiskvinnslunni og bræðslunni og svo í þjónustu við vinnsluna og flotann auk skrifstofu og svo áhafnir á skipum félagsins. „Það eru stundum fleiri í vinnu hjá okkur og stundum færri,“ sagði Sigurður Einarsson. „Það er árstíðabundið. En gegnumsneitt eiu þetta um 280 manns árið um kring. ísfélagið gerir út sjö skip, fimm til veiða á uppsjávarfiski, síld og loðnu og tvö togskip. Að auki hefur fyrir- tækið keypt á markaði talsvert magn af fiski til vinnslu. Guðmundur VE hefur á þessu ári siglt undir græn- lensku flaggi og nýju nafni og mun svo verða áfram um sinn. Aftur á móti sér ísfélagið alfarið um útgerð skipsins. Síld verður unnin hjá ísfélaginu í haust eins og undanfarin ár. Félagið á sfldarkvóta upp á 4 til 5 þúsund tonn og ætlunin er að reyna að vinna sem mest af því hér. Ekki er enn ákveðið hvaða skip munu stunda sfldveiðamar en ætti að verða ljóst fljótlega að sögn Sigurðar. Ekkert atvinnuleysi í sumar hafa staðið yfir stórfelldar framkvæmdir við loðnubræðslu Is- félagsins og sér nú fyrir endann á þeim. Réttara er að tala um endur- nýjun en breytingar því að nánast ný verksmiðja er risin í stað þeirrar gömlu, búin fullkomnustu tækjum. „Þetta er allt á áætlun,“ sagði Sig- urður. „Atti að vera búið í október og ég sé ekki annað en það standist. Við ættum að vera reiðubúnir að taka á móti afla í lok mánaðarins." Tækjabúnaður í frystihúsi Isfélagsins hefur allur verið endurnýjaður og var þar um kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. „Þær breytingar voru fjárfrekar og áttu sinn þátt í útkomunni á síðasta ári," sagir Sigurður. „Við eigum eftir að ná þeim kostnaði niður. En aftur- haldssemi dugir ekki í þessum rekstri, við verðum að vera með bestu tækin á hverjum tíma til að dragast ekki aftur úr. Þó að þetta séu dýrar fram- kvæmdir þá eiga þær eftir að skila sér, bæði til fyrirtækisins og starfs- fólksins." Sigurður segist vera bjartsýnn að eðlisfari, „ég veit ekki hvernig hægt væri að standa í svona rekstri öðruvísi. Allur rekstur í sjávarútvegi er mjög háður sveiflum og bakslag í seglin í einum rekstrarþætti getur haft þau áhrif að tap verði á heildarrekstrinum. En í dag er ég þokkalega bjartsýnn. við erum að skila betri afkomu en í fyrra og það erunt við ánægð með." Raunverulegt atvinnuleysi segir Sigurður að sé ekki lengur til í Vest- mannaeyjum. „Okkur hefur vantað fólk í vinnu að undanfömu. Ekki kannski í tugatali en alltaf eitthvað. Þó svo að ekki sé gott að vanta fólk í vinnu þá finnst mér það þó betra en að hafa langa lista með fólki sem ekki fær vinnu,“ sagði Sigurður Einarsson að lokum. Vinnslusíöðin Þorsteinn Gunnarsson. upplýsingafull- trúi Vinnslustöðvarinnar, veitti Fréttum upplýsingar um stöðu fyrir- tækisins í dag og er eftirfarandi unnið úr þeim upplýsingum. Breytingar á bolfiskvinnslu Á þessu ári hefur verið ráðist í miklar skipulagsbreytingar hjá Vinnslustöð- inni. Hafist var handa um endur- skipulagningu bolftskvinnslunnar og miðar því starfi vel. Rekstur þeirrar deildar á að verða markvissari en áður en einnig hjálpa jákvæðar ytri að- stæður til að gera starfið auðveldara en ella. Meginhluti þeirra bolfiskafurða sem fyrirtækið framleiðir verða nú vörur sem unnar eru fyrir endanlegan markað, smávörumarkað eða stór- eldhús. Ljóst er að afkoma bolftskvinnslu og veiða verður betri en á fyrra ári. Á nýhöfnu rekstrarári ætti betri árangur að nást vegna skipulagsbreytinganna, vegna fjárfestinga í í búnaði, tækjum, tólum og húsnæði og vegna aukins þorskkvóta. Nýir starfsmenn Með þessum skipulagsbreytingum hafa nýir aðilar tekið til starfa hjá fyrirtækinu. Halldór Amarson hefur tekið við starfi framleiðslustjóra. Halldór er sjávarútvegsfræðingur frá Sjávarút- vegsskólanum í Tromsö og hefur starfað að markaðsmálum frá 1993. Þorsteinn Magnússon verður vinnslustjóri í Vestmannaeyjum og staðgengill framleiðslustjóra. Hann hefur starfað fyrir Vinnslustöðina í Þorlákshöfn í tvö ár. Þorsteinn er sjávarútvegsfræðingur að mennt. Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir verður gæða- og þróunarstjóri hjá Vinnslustöðinni. Hún er matvæla- fræðingur að mennt. Hún mun leiða þróunarstarfið í fyrirtækinu og hafa yfirumsjón með gæðamálum ásamt því að halda utan um ISO vottun í Þorlákshöfn. Vegna breyttra að- stæðna í bolfiskvinnslu verður þró- unarstarf innan fyrirtækisins aukið vemlega og mun Guðrún Kristín leiða það starf. Þór Vilhjálmsson verður inn- kaupastjóri hráefnis en hann var áður verkstjóri í móttöku. Með þessu nýja starfssviði á að nást betri árangur í innkaupum á hráefni frá mörkuðum sem og í beinum viðskiptum. Það mun auka arðsemi vinnslunnar þar sem aðstreymi hráefnis verður ör- uggara en áður var. Þær skipulagsbreytingar, sem gerðar hafa verið, miða að því að gera rekstur bolfiskdeildarinnar markvissari og auka arðsemi deildarinnar. Ytri að- stæður bolftskafurða eru góðar og þær þarf að nýta á sem bestan hátt. Það er álit stjómenda Vinnslustöðvarinnar að með þessum nýju yfirmönnum hafi gott teymi verið myndað sem geti leitt rekstur bolfiskdeildarinnar inn á nýjar brautir og aukið arðsemi hennar. Skuldalækkun Á sfðasta aðalfundi Vinnslustöðvar- innar kom fram að stjóm félagsins stefndi að verulegri lækkun skulda eða um einn milljarð króna á rekstrarárinu. Það markmið hefur náðst á árinu með sölu eigna en samfara því hefur hagræðing í útgerð aukist vegna þess að skipum hefurfækkað úr níu í sex. Skuldalækkunin hefur áhrif á allan rekstur félagsins þar sem tjármagns- kostnaður lækkar og rekstrarskilyrði útgerðar batna. Aðgerðimar hafa styrkt efnahagsreikning fyrirtækisins, skuldir hafa lækkað og reikningurinn að sama skapi minnkað talsvert. Markmiðið með skipulagsbreyt- ingunum og skuldalækkuninni er að tryggja rekstur félagsins til framtíðar. Fyrirtækið hefur ekki sýnt nægilega góða arðsemi á liðnum árum og því mikilvægt að snúa rekstrinum í betra horf. Fækkun í flotanum Þrjú af skipum félagsins vom seld á árinu. Kap. Breki og Jón V. Vissulega er eftirsjá í góðum skipum en mikilvægara er að efla rekstur félagsins og tryggja hag þess og hluthafa. Nú er afkastageta skipa fé- lagsins í samræmi við þær afla- heimildir sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Gert er ráð fyrir að haustið verði hefðbundið. Sfldarkvóti Vinnslu- stöðvarinnar er 5500 tonn en sfldin mun væntanlega öll fara í bræðslu vegna óhagstæðra markaðsaðstæðna. Miklar breytingar Miklar framkvæmdir hafa staðið yftr í móttöku Vinnslustöðvarinnar. M.a. er verið að setja upp nýtt kælikerfi og gjörbylta allri aðstöðu til að auðvelda skipulag á vinnslunni. Um algerlega ný vinnubrögð er að ræða í mót- tökunni sem miða að því að gera skipulag vinnslunnar öruggara og markvissara. Þá eru framkvæmdir við lönd- unaraðstöðu við Fiskimjölsverk- smiðjuna á lokastigi. Búið er að byggja nýjan kant og dýpka auk þess sem verið er að byggja nýtt lönd- unarhús sem gjörbyltir allri aðstöðu. Vantar starfsfólk Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar eru um 350 manns, bæði í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn en tjölgar til muna á loðnuvertíð. Starfsmönnum hefur fækkað á liðnum árum, bæði í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og vantar nú um 30 manns til starfa. Auglýst hefur verið innanlands eftir starfsfólki en lítil viðbrögð verið við því. Sótt hefur verið um leyft fyrir útlent vinnuafl frá Póllandi og Tékklandi og er von á fyrstu starfs- mönnunum nú í lok október. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.