Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 15. október 1998 Fréttir 13 Helga Magnúsdóttir Ijómaði af gleði allt kuöldið og skemmti sér konung- lega. Guðlaugur Úlafsson hefur ekki komið fram sem söngvari áður en hann getur sungið og hefur trú á buí sjálfur sem skilaði sér í hressilegum söng. Eyjakvöldin vakin til lífs á ný á Fjörunni Látlaus skemmtun með sál -sem skilar sér í notalegri kvöldstund fyrir eyra og bragðlauka Haustið 1985 ýtti Pálmi Lórensson, veitingamaður, Eyjakvöldunum úr vör á Gestgjafanum þar sem veitingastaðurinn Fjaran er til húsa í dag. Síðan hefur mikið vatn runnið tii sjávar, Eyjakvöldin skotið upp koll- inum af og til, veitingamenn og veitingastaðir komið og farið en eftir standa Eyjalögin einu sönnu sem eru skilyrði fyrir því að hægt sé að stofna til sér- stakrar skemmtunar sem kennd er við Vestmannaeyjar. Eyja- kvöldin nutu mikilla vinsælda í upphafi sem byggðust á Eyja- lögunum og þeirri stemmningu sem Eyjamenn eru þekktir fyrir, þegar þeir koma saman og taka lagið. Seinna komu fram tilbrigði við Eyjakvöldin þar sem fyrirmyndir voru sóttar í stærri sýningar á Reykjavíkur- svæðinu. Það var erfítt fyrir okkar fólk að standast saman- burðinn við þessar stórsýningar og eru nokkur ár síðan reynt hefur verið að bjóða upp á kvöldskemmtanir þar sem boðið er upp á mat og skemmtiatriði. Nú hafa Eyjakvöldin verið endurvakin og má segja að hringnum sé lokað og þau komin heim. Skemmtunin er látlaus og byggð upp á eigin forsendum þar sem leitast er við að bjóða upp á góðan mat og þjónustu og síðast en ekki síst skemmtiatriði sem höfða til Eyjamanna. Sem sagt, uppskrift að notalegu kvöldi sem gekk upp. Bjami Olafur Guðmundsson hefur umsjón með Eyjakvöldinu á Fjömnni, skipulagði það og er kynnir. Til liðs Þórarinn Úlason gjörbekkir Eyjalögin og hefur sjaldan verið betri en á Eyjakvöldunuml998. haflegri útsetningu höfundar en Jórunn Lilja er kröftugur söngvari og syngur hvert lag með eigin stíl. Stíl sem er á stundum svolítið ögrandi en um leið sjarmerandi. Útkoman íþessu lagi Oddgeirs varð blanda af pönki. hráu rokki þar sem laglínan var látin njóta sín en um leið krafti sem hefði örugglega fallið höfundi vel í geð. Lokalagið var svo Þú veist hvað ég meina. Þar komu söngvaramir allir fram og sýndu og sönnuðu að þeir skemmtu sér vel sem er skilyrði til þess að geta skemmt öðrum. Hafi einhverjum af 100 gestum Fjörunnar leiðst þetta kvöld hefur sá hinn sami átt að gera eitthvað annað en fara út að skemmta sér. Auðvitað var flutn- ingurinn ekki óaðfinnanlegur enda ekki hægt að ætlast til þess af fólki sem hefur ekki tónlistarflutning að atvinnu. En allir lögðu sig fram sem skilaði sér til fólksins, þannig að ef ætti að gefa Eyjakvöldunum einkunn gæti hún verið öðru hvom megin við 8 sem er ágætiseinkunn. Matur og þjónusta er líka til fyrirmyndar. A borðum var fjórréttuð máltíð sem smakkaðist vel. í forrétt er sjávarréttablanda sem er rækju- og laxamús og appelsínumarineruð hörpuskel með appelsínusósu. Milli- rétturinn var reyktur lundi með sinnepssósu. f aðalrétt var villikryddað lambafille nteð kryddsmjöri, gratíner- uðum kartöflum og grænmeti. Eftir- rétturinn var sérrítriffle í svampdeigi með berjasósu. Grímur Gíslason og Ema Jónsdóttir, sem reka Fjöruna og standa fyrir Eyjakvöldunum, hafa fengið ungt fólk til liðs við sig og stendur það sig ágætlega bæði í framreiðslu og dyravörslu þar sem Siggi Braga er fremstur meðal jafn- ingja. Framreiðslan gekk mjög vel og liðu ekki nema örfáar mínútur frá því fyrsti diskurinn birtist f salnum þangað til allir voru búnir að fá sinn rétt. Þetta varð til þess að gera kvöldið eftir- minnilegra og skemmtilegra fyrir gestina. Gísli Brynjar Krlstínsson saxó- fónleikari er dóttursonur Gísla Brynjólfssonar málara og á bví ekki langt að sækja tónlistargáfuna. Hann er öflugur spilari og fór iðulega fyrir hljómsueitinni með glæsibrag. Gestir tóku lagið af miklum krafti og átti bað jaf m við um konur og karla. við sig fékk hann hljómsveitina Dans á Rósum sem skipuð er Ey vindi Stein- arssyni á gftar, Viktori Ragnarssyni á bassa, Eðvald Eyjólfssyni á trommur, Þórami Ólasyni söngvara og hafa þeir fengið til liðs við sig Einar Örn Jónsson á hljómborð sem einn lék meðan borðhald stóð og Gísla Brynjar Kristinsson á saxófón sem báðir eru sterkir tónlistarmenn og hefur Dans á rósum aldrei verið betri. Aðrir sem koma fram eru söngvararnir Jórunn Lilja Jónasdóttir, Kristjana Ólafs- dóttir, Einar Sigurfinnsson og Guðlaugur Ólafsson sem þama er að stíga sín fyrstu skref sem söngvari. Auk þess kemur Eymannafélagið fram og sér um fjöldasöng en Ey- mannafélagið skipa Einar Hall- grímsson sem sér um söng og gítar- leik, Amfinnur Friðriksson á harmó- niku og Friðrik Gíslason á bassa. Bjami Ólafur kemur ekki fram heldur hljómar rödd hans af geisladiski sem gengur fyllilega upp. Inn í kynningamar blandar hann við- tölurn við fólk sem þekkir Eyjalögin og hefur komið við sögu í útgáfu þeirra. Heppnast þetta ágætlega en spuming er hvort ekki mætti stytta sum viðtölin. Kristjana fékk það erfiða hlutverk að koma fyrst fram í dag- skránni með lagi Oddgeirs Krist- jánssonar og Ása í Bæ, Ég veit þú kemur. Á eftir komu Iögin hvert af öðru, þjóðhátíðarlög og Ijóð frá Oddgeir, Ása, Lofti Guðmundssyni, Jóni Sigurðssyni, Gylfa Ægissyni, Geir Reynissyni, Val Óskarssyni, Gísla Helgasyni, Guðjóni Weihe, Ólafi Aðalsteinssyni svo einhveijir séu nefndir. Allt gekk þetta lipurlega og náði að hrífa gesti. Inn á milli kom svo Eymannafélagið einu sinni og færði aukinn kraft í skemmtunina. Gekk þetta lipurlega fyrir sig og vom þessar tvær klukkustundir, sem sýningin tók, fljótar að líða. Eyjakvöldin á Fjömnni fara rólega af stað en það er hæg stígandi út alla sýninguna. Tónlistarfólkið stendur sig með prýði. Hljóðfæraleikurinn er góður og þeir Einar Öm á hljómborðið og Gísli Brynjar á saxafóninn gefa Rósadansinum aukinn kraft og meiri fjölbreytni. Söngvaramir Þórarinn, Guðlaugur, Kristjana og Jórunn Lilja sleppa vel frá sínu. Eymannafélagið er þrautþjálfað í að fá fólk til að skemmta sér sjálft og á Einar fáa hér á landi sem standa honum jafnfætis íþeirri list, að fá fólk tii að syngja af hjartans lyst. Eftir að Eymannafélagið hefur skilað sínu er sýningin keyrð áfram af meiri krafti og nær hámarki þegar Jórunn Lilja syngur lag Oddgeirs, fyrir Austan mána. Lagið er flutt í upp- Kristjana Úlafsdóttir virkaði tauga- óstvrk i upphafslaginu en eftir að hún hafði hrist bað af sér var hennar hluturígóðu lagi. Þeír eru ekki margir sem slá Einari Hallgrímssyni við begar kemur að bví að standa fyrir f jöldasöng. Einar Sigurfinnsson Klink hefur til að bera ákveðinn sjarma og hann skilaði ágætlega bví sem honum var ætlað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.