Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 15 október 1998 Skýrsla Gríms Gíslasonar stjórnarformanns Herjólfs hf. Vestmannaeyingar vilja halda forræði yfir skipinu -Heimamenn hafi hönd í bagga með því hvemig rekstrinum er háttað. Þeir hafi skilning á þörfum þeirra sem hér búa og hafa hagsmuni þeirra í huga, kom m.a. fram hjá formanninum Ekki urðu veigamiklar breytingar á rekstri Herjólfs milli ára að því er kemur fram hjá Grími Gíslasyni formanni stjórnar félagsins á að- alfundi félagsins fyrir í síðustu viku. Hefur reksturinn verið í nokkuð fóstum skorðum eftir að samningur um hann var gerður við Vega- gcrðina. Kcksturinn á starlsárinu segir hann að hafi gengið þokka- lega. Flutningar voru mikiir og tekjur jukust en því miður segir hann að lítið sitji eftir þrátt fyrir það þar sem skila þarf helmingi af tekjum umfram viðmiðunarmörk til Vegagerðarinnar og var það dágóð upphæð á starfsárinu eins og fram kemur í reikningum. Þá segir Grímur að ljóst sé að viðhaldsliður rekstrarsamningsins við Vegagerð- ina sé allt of lágur sem sést á því að á starfsárinu var öllu viðhaldi haldið í eins miklu lágmarki og mögulegt var en samt fóru tæpar 15 milljónir í viðhald. Vegagerðin nýtur góðs af metflutningum „Þetta sáum við svo sem fyrir þegar samningurinn var gerður á sínum tíma og margbentum á að viðhaldsliðurinn væri vanreiknaður en undir það var ekki tekið af viðsemjendum okkar hjá Vegagerð. Reynslan sýnir að hug- myndir okkar um árlegt viðhaldsfé voru mun nær raunveruleikanum en þær tölur sem Vegagerðin gat fallist á og urðu þær tölur sem settar voru í samninginnn á sínum tíma.“ segir Grímur og bætir við seinna í skýrslunni. „Það er þó vert að benda á að þrátt fyrir metfiutninga og auknar tekjur varð tap á rekstrinum sem Herjólfur þarf að brúa en ef Herjólfur hefði haldið þeim umframtekjum sem sköpuðust en ekki þurft að skila til Vegagerðar hefði dæmið litið mun betur út. Lækkun fargjalda Grímur greindi frá viðræðum í upp- hafi starfsársins við samgönguráð- herra um fjármál Herjólfs og hugsan- legar breytingar á gjaldskrá með skipinu. „Stjómarformaður og fram- kvæmdastjóri tóku þátt í viðræðunum fyrir hönd Herjólfs en einnig kom bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum að þessum viðræðum. I desember lá fyrir samkomulag um breytingar á þjónustusamningi Vegagerðar og Herjólfs sem fól í sér að tekjur Herjólfs yrðu tryggðar þrátt fyrir lækkun fargjalda með skipinu. Fargjaldabreytingar þessar voru all verulegar og koma fyrst og fremst fjölskyldufólki til góða. Fargjöld bama yngri en tólf ára voru felld niður en áður byrjuðu börn að greiða við sex ára aldur. Þá var komið á sérstöku unglingafargjaldi fyrir 12 til 15 ára en á sama fargjaldi er einnig skólafólk, ellilífeyris- og örorkuþegar og íþróttahópar. Til að mæta því tekjutapi sem Herjólfur verður fyrir vegna þessa var viðmiðunarupphæð í tekjumarki í þjónustusamningi hækkuð. Bæjaryfir- völd í Vestmannaeyjum komu einnig að þessu máli og til að greiða fyrir lækkun fargjalda voru hafnargjöld, þ.e. bryggju- og lestargjöld Herjólfs, lækkuð um 50%. Þessar breytingar á gjaldskránni mæltust mjög vel fyrir og má segja að þokkaleg sátt hafi ríkt um gjaldskrána eftir þessar breytingar. Eftir viðræður stjómarformanns og framkvæmdastjóra við hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn náðist samkomulag um að Þorlákshöfn innheimti aðeins mán- aðargjald af skipinu, óháð ferðatíðni þess til hafnarinnar, en fram til þess tíma hafði verið greitt ákveðið gjald fyrir hverja komu í höfnina. Með jiessu var hafnargjöldum í Þorlákshöfn breytt til samræmis við gjaldtökuna í Eyjum og lækkar þetta hafnargjöld Herjólfs um u.þ.b. eina milljón á ári." Grímur upplýsti að seint og illa hefði gengið að ljúka uppgjöri við Nymo skipasmíðastöðina í Noregi vegna slippsins sem Herjólfur fór í þangað á haustdögum 1996. „A- greiningur var um mörg atriði og bar mikið á milli. Að fmmkvæði Herjólfs var knúið á um lokaupgjör. Herjólfur naut aðstoðar Skipatækni og lög- manns á lokaspretti viðræðna við Nymo og stefndi allt í að málið yrði klárað fyrir dómi þegar samkomulag náðist milli Nymo og Herjólfs um lokagreiðslu íjanúar 1998.“ Næst gerir Grímur ferðatíðni Herjólfs að umræðuefni og segir að í sparnaðarskyni hafi orðið að fella niður seinni ferðina á föstudögum í janúar og febrúar. „Hver aukaferð er dýr og ljóst er að ekki standa margar af þeim l'erðum undir sér kostn- aðarlega. Þó ekki hafi ríkt ánægja með þessar breytingar í Eyjum sýndu Eyjamenn því skilning að Herjólfur yrði að draga saman kostnað til að láta reksturinn ganga.“ Með bikarana heim Á árinu var endumýjaður santningur milli Skeljungs hf. og Herjólfs um olíuviðskipti. Farið var inn á nýja braut í þeim efnum þar sem olíuverð var tengt heimsmarkaðsverði og hefur þetta fyrirkomulag gefist vel til þessa og mun á þessu ári trúlega skila umtalsverðum spamaði í olíukaupum miðað við árið í fyrra að mati Gríms. Hróður Herjólfs rís sennilega ekki hærra en þegar tækifæri gefst til að koma heim með íþróttahópa eftir frækna sigra. Kom Grímur inn á þetta og sagði: „Á árinu átti Herjólfur ánægjulegt samstarf við íþrótta- hreyfinguna í Eyjum og má segja að heimsigling með knattspymulið ÍBV bæði með Bikarmeistaratitil og íslandsmeistaratitil hafi verið topp- amir á því samstarfi á starfsárinu og vonandi á Herjólfur eftir að flytja þessa bikara sem oftast til Eyja á komandi árum.“ Undirbúningur að slipptökunni hefur staðið undanfama mánuði og náðist samkomulag við Aarhus Hydedok a/s í Árósum í Danmörku að hún annaðist verkið. „Stærstu verkin sem vinna á í slippnum em upptekt á veltiuggum, en farið er að leka með uggununt og því nauðsynlegt að taka þá upp, yfirfara og skipta um þéttingar og legur. Öxuldraga þarf skrúfuöxul annarrar aðalvélar en farið er að leka með honum og einnig þarf að taka öll skrúfublöð á báðum skrúfum upp vegna leka með þéttingum. Þá verða báðar aðalvélar skipsins teknar upp og slífar og stimplar sendir í verksmiðjur Alpha í Fredrikshavn þar sem gerðar verða á þeim breytingar sem eiga að minnka slit á slífum og auka þannig endingu þeirra og stuðla að minni lakkmyndun í slífunum. Þá verður botnmálað og sinkað auk ýmissa annarra smærri og stærri verka," sagði Grímur. Hann sagði að stjórn Herjólfs hefði lagt sig í líma við að finna annað skip til að leysa Herjólf af hólmi meðan að hann væri frá vegna slippsins en það reyndist þrautin þyngri. Var það ekki síst gert vegna ábendinga frá sýslumanni og almannavamanefnd síðast þegar Herjólfur fór í slipp. Spennandi skip „Leitað var víða erlendis eftir hentugu skipi en ekkert skip bauðst sem hentað gæti til siglinga milli lands og Eyja. Að vísu baust vemlega góður og spennandi kostur. Danskt tveggja skrokka skip, Catamaran, tveggja ára gamalt sem gat flutt um eitt þúsund farþega og um 200 bíla. Skipið er með 40.000 hestafla vélakraft og ganghraði þess er um 40 sjómílur. Okkur þótti þetta vemlega spennandi kostur og ég tel reyndar að það þurfi að prófa svona skip á siglingaleiðinni milli lands og Eyja því einhvem tíma kemur að endumýjun á Herjólfi á ný og þá hlýtur skip af þessari gerð að vera inni í myndinni. Það væri því ekki úr vegi að reyna slfkt skip hér áður. Ekki þótti þó fýsilegt að fá þetta skip til leigu því gjaldið, sem farið var fram á, nam tveimur milljónum á dag auk rekstrar- kostnaðar. Það þótti okkur fullmikið og því var þessi kostur blásinn af.“ Þegar ljóst var að ekki reyndist unnt að fá skip erlendis frá var gerð tilraun til að fá gömlu Akraborgina, nú- verandi Sæbjörgu, leigða en Slysa- vamafélagið sagði nei og verður það því Fagranesið sem leysir Herjólf af. „Það er rétt að láta það koma fram hér að stjórnendur Fagranesins vom ekki mjög hrifnir af því að koma til Eyja á ný eftir reynsluna fyrir tveimur ámm þegar áhöfnin mátti sitja undir alls konar svívirðingum og aðkasti vegna smæðar og takmarkaðrar flutnings- getu skipsins. Það er leitt til þess að vita að slíkt hafi átt sér stað og vonandi er að nú grípi ekki um sig svipað móðursýkiskast og gerði hér fyrir tveimur ámm þegar Heijólfur fór í slipp en sú umræða og hvemig hún var mögnuð upp var með ólíkindum og Eyjamönnum ekki til mikils sóma." Þrátt fyrir allt segir Grímur að stjórnin hafi átt ágætt samstarf við Vegagerðina í hinum ýmsu málum. „Þó er rétt að láta það koma fram að auðvitað verður stundum meiningar- munur um ýmis atriði og upp koma mál sem ekki er samstaða um. Sér- staklega hefur þetta átt við varðandi viðhald skipsins og kostnað við það. Vegagerðin og ráðgjafi hennar hafa farið yfir það sem gera á í slippnum sem nú verður farið í. Að mörgu leyti var sýndur skilningur á okkar tillögum um framkvæmdir en ýmislegt verður þó að teljast meira en undarlegt í afgreiðslu mála og nægir þar að nefna að Vegagerðin telur að Herjólfur eigi að bera beint kostnað af vélaupp- tektinni og kostnaður við hana eigi ekki að falla undir almennt viðhald. Ekki veit ég hvernig á að taka skoð- unum sem þessum og vil ég reyndar meina að það segi allt sem segja þarf unt þá tæknilegu ráðgjöf sem Vega- gerðin þiggur í ferjumálum. Ég held að hún gæti verið mun betri svo ekki sé meira sagt.“ Vilja bjóða út reksturinn Næst kom Grímur að þeim hug- myndum Vegagerðarinnar að bjóða út reksturinn á Herjólfi en það er mál sem Vestmannaeyingar þurfa að fylgjast vel með. Núverandi samn- ingur Herjólfs við Vegagerðina rennur út í árslok 1999. „Til þess tíma er ekki nema rúmt ár. Það kom svo sem ekki á óvart að heyra þetta frá Vega- gerðinni því vitað er að áhugi þeirra liggur í þessa átt. Það er þó rétt að velta hér upp hverju á að áorka með slíku útboði. Fastur kostnaður við rekstur Herjólfs byggist fyrst og fremst á ferðatíðni og ef halda óbreyttum ferðafjölda, sem verið hefur um 420 ferðir á ári seinustu ár, verður ekki séð að hægt verði að minnka kostnaðinn mikið. Mannalaun, olía og tryggingar eru stærstu kostnaðarliðir í rekstrinum að ógleymdu viðhaldinu. Það verður því ekki séð að hægt verði að reka Herjólf fyrir minni tilkostnað en gert er í dag og kannski verður útboð til þess að auka framlag Vegagerðarinnar til reksturs, hver sem hann fengi svo að loknu útboði. Hitt er aftur á móti annað mál að Vestmanna- eyingar vilja ekki sjá á eftir forræði á rekstri skipsins úr sínum höndum. Þeir vilja hafa hönd í bagga með hvemig rekstrinum er háttað og heimamenn komi að því máli. Heimamenn sem hafa skilning á þörfum þeirra sem hér búa og hafa hagsmuni þeirra í huga.“ Komi til útboðs er ljóst að Herjólfur hf. er með sterka stöðu því félagið á fasteignimar á Básaskersbryggju og á bryggjunni í Þorlákshöfn, afgreiðslu- húsin og landgöngumannvirkin. „Sá rekstraraðili sem ætlaði sér að bjóða í rekstur Herjólfs þyrfti á þessum mannvirkjum að halda til að þjóna skipinu en vandséð er hvemig koma á því við þar sem ég held að ég geti fullyrt að mannvirkin séu einfaldlega hvorki til sölu né leigu. Það verður því spennandi að sjá hvert framhald þessara mála verður hjá Vegagerðinni. Rétt er að benda á að náist ekki nýr samningur milli Herjólfs og Vega- gerðarinnr fljótlega á næsta ári um rekstur Herjólfs næstu árin er félaginu nauðsynlegt að halda starfsmönnum upplýstum um framgang mála og ef í nauðimar rekur að segja upp ráðningarsamningum starfsfólks um mitt næsta ár." Á síðasta ári jukust flutningar Herjólfs og enn var sett flutningamet. Alls vom fluttir 73.356 farþegar sem var 4,6% aukning miðað við árið á undan en auk þess vom nú í fyrsta skipti taldir þeir farþegar sem ekki greiða fargjöld, þ.e. böm, og vom þau 7.005 talsins þannig að heildar- farþegafjöldi með skipinu á síðasta ári var 80.361 farþegi. 22.511 bflar voru fluttir á árini 1997 sem er 6,6% aukning milli ára og 28.102 lengdar- metrar af flutningabílum vom fluttir sem er 20,4% aukning milli ára. Þá vom seld 24.530 svefnrými sem er 10,3% aukning frá fyrra ári. Fyrstu níu mánuði þessa árs hafa verið fluttir 69.448 farþegar sem er 4% aukning miðað við sama tíma í fyrra. 19.602 bílar hafa verið fluttir á móti 18.071 í fyrra sem er 8% aukning. Þá hafa verið fluttir 21.715 lengdarmetrar af flutningabílum á móti 22.125 lengdarmetrum á sama tíma í fyrra sem er örlítill samdráttur, innan við 2%, milli ára. Hjá Heijólfi starfa nú 28 starfsmenn í 25 stöðugildum sem er sami starfs- mannafjöldi og undanfarin ár. Öllum starfsmönnum Herjólfs hf. þakka ég vel unnin störf og gott samstarf á starfsárinu. Samstjómarmönnum mín- um í stjóm Herjólfs þakka ég einnig gott og ánægjulegt samstarf á starfs- árinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.