Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 15. október 1998 Turninn opnaður í gjör- breyttu og stærra húsnæði í luk síðasta mánaðar var 'I'urninn opnaður að nýju í sínu gamla húsnæði við Strandveginn mikið endurbættur og stærri en nokkru sinni. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en þeim er enn ólokið bæði að utan og innan. A þeim að Ijúka fyrir vorið og þá eiga að vera sjoppa, skyndibita- staður og dansstaður í húsinu. Feðgarnir Gísli Ragnarsson og Baldur sonur hans keyptu fyrstu og aðra hæð hússins í sumar og hófust þegar handa við endurbæturnar. Fyrsta skrefið var að koma sjoppunni af stað. „Við stefndum að því að hafa sjoppuna fyrsta flokks og er Turninn enn á sínum stað í húsinu en miklu stærri. Við erum líka með myndbandaleigu og leggjum áherslu á að vera með gott úrval af myndum. Við erum með allt það sem venjulega fæst í sjoppum en Ijölbreytnin er meiri en gerist og gengur. Við erum mjög ánægðir með hvernig til hefur tckist og fólk sem hingað kemur segist varla trúa því að það sé að koma inn í sama húsið," segir Baldur. Gísli segir að næsta skref sé að koma upp skyndibitastað í vesturendanum sem snýr að Bárustígnum. A næstu hæð fyrir ofan verður svo dansstaður og pöbb. „Næsta skref hjá okkur verður að Ijúka við húsið að utan. Eftir það íorum við að huga að því að koma upp skyndibitastaðnum og svo dansstaðnum. Við komum til með að reka þetta sem þrjú fyrirtæki og nýta aðstöðuna eins mikið sameiginlega og hægt er. Við cigum 80% af húsinu og höfum yfir að ráða 500 fm þannig að við cigum ýmsa möguleika," sagði Gísli. Ekki vildu þeir gefa upp kostnað við framkvæmdirnar en sögðu að trúlcga hefði verið ódýrara byggja nýtt. En eru þeir bjartsýnir á að dæmið gangi upp?, Já, annars værum við ekki að þessu," sögðu þeir feðgar að lokum. Baldur uið búðarboróið í Turninum sem fengiö hefur uerulega andlítslyftingu. Sigurgeir Jónsson skrifar tudcgi í tílefni fræðsluátaks á ári hafsins útdeildu útuegshændur í Vestmannaeyjum getraunablaði til allra krakka í fyrsta til sjöunda bekk grunnskólanna sem beím uar ætlað að skila um borð i skipin sem uoru til sýnis laugardaginn 3. október sl. i uinning áttu að uera brír töluuleikir að eígin uali og 20 bolir merktir átakinu. Þámaka fór fram úr björtustu uonum aðstandenda og uar niðurstaðan sú að fjölga töluuleikjunum í tíu. Komu fimm töluuleikir í hlut huors skóla, Barnaskólans og Hamarsskóla, og tiu bolir. A fímmtudaginn stormuðu Kristján Hagnarsson formaður Landssambands íslenskra útuegsmnna og stjórn Útuegsbændafélags Vestmannaeyja með Magnús Kristinsson formann félagsins í fylkingarbrjósti í skólana. Kom bað í hlut Kristíáns að afhenda uiðurkenníngarnar sem hann sagði mjög ánægjulegt uerkefni. f báðum skólunum uar öllum bekkjunum safnað á sal og nöfn hinna heppnu lesin upp uið góðar undirtektir uiðstaddra. Myndirnar uoru teknar í Hamarsskóla af beim sem fengu uiðurkenningarnar og begar Kristján uar að afhenda eínum af yngstu nemendum bolinn sinn. / afhugun að veita ferðamönnum aðgang að kvínni í Klettsvík: Heimamanna að grípa tækifærið sem háhyrn- ingurinn Keikó gefur f erðah jónustu í Eyjum Töluverð umræða varð um það hvort veita ætti almenningi meiri að aðgang að kvínni í Klettsvík. Bjarki Brynjarsson segir að markmið Kcikósam- takanna sé og hafi alltaf verið að flytja Keikó til íslands og slcppa honum og það hafi ekki breyst. „Fyrsta verkefnið var að koma upp kvínni, flytja Keikó til Islands og sjá svo hvemig hann stendur sig. Nú þegar ljóst er að Keikó ætlar að spjara sig er komið að því að huga að framtíðinni," segirBjarki. Hann segir að nú þegar sé verið að skoða möguleika á því hvort og hvemig eigi að veita ferðamönnum aðgang að kvínni næsta sumar. „Verði af slíkum skoðunarferðum verður að kynna slíkt strax vegna ársins 1999 og mun það skýrast á næstu vikum. Viðræður hafa verið í gangi milli bæjarins og Samtakanna um það hvemig best megi taka á móti ferðamönnum sem hingað kunna að koma í tengslum við vem Keikós hér.“ Bjarki segist líta á alla þá miklu umíjöllun sem Vestmannaeyjar hafa fengið vegna Keikós sem tækifæri fyrir ferðaþjónustuna en bendir á frumkvæðið verði að vera heimamanna. „Það ÍTumkvæði gæti t.d. komið í gegnum í Ferðamálasamtök Vestmannaeyja sem síðan myndu leggja hugmyndirnar fyrir forráðamenn Free Willie Keikó samtakanna. Samtökin hafa leyst sitt verkefni og nú er það heimamanna að forma hugmyndir og koma þeim á framfæri,“ sagði Bjarki Brynjarsson að lokum. Af fólksflutningum Samkvæmt tölum frá Hagstolu íslands fækkar íbúum enn í Vestmannaeyjum. Flestir munu íbúar hafa verið hér rétt fyrir gos eða milli 5200 og 5300 manns. Uppbyggingin eftir gos miðaðist við bæjarfélag með allt að sex þúsund manns en fjarri því fer að það markmið hafi náðst. íbúafjöldinn er í dag kominn niður fyrir 4700, margir segja að þar með sé botninum náð en aðrir segja að enn eigi eftir að fækka, niður í 4500, neðar fari talan lfldega ekki. Hér er stuðst við álit sérfræðinga í ibúa- og atvinnumálum en auðvitað getur þeim skjöplast, rétt eins og öðrum sérfræðingum. Skrifari taldi í einfeldni sinni að öll sú umræða, sem skapast hefur um Vestmannaeyjar í sumar, myndi virka jákvætt á íbúafjöldann. Fólk færi hægar í sakimar með að flytja héðan og öll þessi umfjöllun kynni að vekja áhuga fólks á fastalandinu um búsetu. En því virðist ekki fyrir að fara. Það skiptir ekki máli þótt við höfum haft betur en Eskifjörður í hvalamálum, haft betur en önnur lið á landinu í knattspymu, eigum skemmtilegasta mann á landinu og umdeildasta þingmanninn. Ekki fjölgar íbúunum. Og hvað er þá til ráða? Nú sitjum við ekki ein að þessu. Hvarvetna er sömu sögu að segja, fólki fækkar á lands- byggðinni og straumurinn liggur á höfuð- borgarsvæðið. Því er líklega eðlilegast að leita að því hvað það svæði hefur fram yfir okkur hin á útkjálkunum. Atvinnuleysi þekkist vart lengur í Vest- mannaeyjum. Hér geta allir fengið vinnu, þeir sem á annað borð geta unnið. Ekki er enn sömu sögu að segja af höfuðborginni en þó hefur atvinnuástand þar stómm lagast. Það sem aftur á móti er öðruvísi er að atvinnuöryggi virðist meira þar og launin í mörgum tilfellum hærri þannig að unnt er að vinna styttri vinnudag og fá fyrir sömu laun. Atvinnulíf er einhæft í Vestmannaeyjum. Hér byggist nær allt upp á fiski, hefur alltaf gert og mun væntanlega gerast í nánustu framtíð. Og fiskur er bara um þessar mundir ekki „in“ eins og það er orðað í dag. Að vísu er það mjög „in" að borða fisk og elda hann eftir kúnstarinnar reglum en að vinna við fisk er „out“. Það er „in" að vera í innflutningi og verðbréfabraski og það er hægt að stunda á höfuborgarsvæðinu en í mun minni mæli úti á landsbyggðinni. Þeir, sem ekki hugnast að fiski, öðmvísi en að borða hann, leita því annað og auðvitað á höfuðborgarsvæðið. Þar kemst fólk almennt af án þess að vera að sífellt að hugsa um fisk, lætur sér nægja að snæða hann. Nú hefur þetta verið einkar viðkvæmt mál og nánast tabú að tala um slíkt þegar fólk hefur verið innt eftir ástæðum þess að það flyst búferlum héðan. í hæsta lagi er minnst á „einhæft atvinnulíf." Það þýðir á venjulegu máli „Ég þoli ekki slor.“ Amen. „Ég vil fara í vinnu þar sem ekki er lykt af vinnugallanum mínum og mér er ekki kalt á puttunum." Amen. Þetta má náttúrlega ekki segja upphátt og þess vegna er talað í frösum á borð við einhæft atvinnulíf. Amen. Svo er mjög vinsælt líka að slá um sig með einhæfu menningarlífi, miðað við alla dýrðina fyrir sunnan. Til að mynda leikhús, fleiri en talin verða á fingrum beggja handa og kvik- myndahús, að ógleymdum tónleikum hjá sin- fóníuhljómsveitum og öðrum sveitum. Skrifari hefur um það lúmskan grun að fyrr- greindar viðbárur séu eins konar gulrætur sem fólk beitir fyrir sig til að gylla dásemdarríkið við Faxaflóann. Kunningi skrifara flutti nefnilega héðan fyrir nær þremur áratugum, burt úr slorinu og í þægilega sölumennsku í Reykjavík. Hann básúnaði á þeim tíma mikilvægi leikhúsa og sinfóníuhljómsveitar í höfuðstaðnum og hvflíkur munur yrði að komast í þær lystisemdir. Skrifari hitti þennan kunningja sinn nokkrum árum eftir brotthvarf hans og innti hann eftir leikhúslífi og sígildri músík á höfuðborgarsvæðinu. Þá kom í ljós að kunninginn hafði ekki átt slímusetur á slíkum stöðum og á ekki enn eftir því sem skrifari best veit. Skrifari sefur alveg rólegur þótt fólki fækki eitthvað í Vestmannaeyjum. Hann snýr sér ekki á haus til að finna upp ráð til að spoma við þeirri þróun. Ef fólk vill flytja á höfuðborgarsvæðið þá verður það að vera frjálst að slíku. Skrifari hefur líka grun um að það myndi ekki breytast þótt hér risu einhver innflutnings- og verð- bréfafyrirtæki og ekki heldur þótt hér fjölgaði leikhúsum og stofnuð yrði sinfónía. Grasið virðist bara grænna hinum megin og auk þess er minni slorlykt af því. Skrifari vann lengi í slori og kunni því alls ekki illa. Hann er ekkert á leið í slorlaust samfélag á næstunni. Og kannski er eitthvað til í því sem kunningi hans einn sagði á dögunum þegar talið barst að fækkun fólks í Vestmannaeyjum. „Er það bara ekki í góðu lagi? Það verður þá bara rýmra um okkur hin á eftir.“ Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.