Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 15.10.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. október 1998 Fréttir 11 Schorr segja af sjálfum sér og hvemig Eyjar og Eyjamenn koma þeim fyrir sjónir Greg Schorr: Ég óttast ekki veturinn Greg Schorr er fæddur í Seattle sem er í Washingtonfylki í Bandaríkjunum og hefur dvalið í Vestmannaeyjum í nærri níu vikur. Hann er einn starfsmanna sem vinna fyrir Free Willie Keiko sjóðinn í Eyjum og sér um ýmsa þætti sem vinna þarf vegna veru Keikós í Klettsvíkinni. Greg er 24 ára gamall og segist vera mikill útivistarmaður og sé því vel staðsettur að vera í Vestmanna- eyjum. Systir Gregs, Jennifer er líka að vinna á vegum Free Willie Keiko samtakanna í Vestmanna- eyjum, en hún átti ekki heiman- gengt í viðtal, sökum anna svo að Greg var gripinn glóðvolgur í spjall. „Eg fór í skóla í Colorado og lærði jarðfræði en gerðist svo eftirlitsmaður og öryggisvörður í skíðabrekkum Coloradó. Astæða þess var sú að mér fórst ágætlega að vinna með fólki og hafði mikinn áhuga á útivist.“ Réttur maður á réttum stað Hvemig stóð á því að þú fórst svo að vinna fyrir Free Willie Keikó sjóðinn? „Sjóðurinn var að leita að manni sem gæti hafið störf með skömmum fyrirvara til að sjá um ýmiss konar viðhald og undirbúning vegna komu Keikós til fslands. Einnig þurftu þeir á manni að halda sem gæti stjómað bátum og hefði kunnáttu og þjálfun í köfun. Það vildi svo til að ég var rétti maðurinn á réttum stað og stund. og var ráðinn. Systir mín hefur hins veg- ar starfað hjá samtökunum í þrjú og hálft ár og byrjaði sem þjálfari Keikós, en er nú aðstoðarstjómandi við ýmiss konar rannsóknarverkefni sem tengjast Keikó.“ Eftir að Greg var ráðinn til starfa hjá Free Willie Keiko sjóðnum varð hon- um Ijóst að hann myndi hugsanlega verða sendur til Vestmannaeyja og verða einn af starfsfólki sjóðsins í Eyjum, en hvemig leist honunt á það? „Ég kann vel við að skipta oft um umhverfi og sinna ólíkum störfum og hef ferðast töluvert um Evrópu, en þegar ég var yngri ferðaðist ég töluvert um Bandaríkin. Þrátt fyrir það tel ég mig ekki geta staðið í miklum samanburði niilli þessara heimsálfa, en á kannski betra með að bera saman Vestmannaeyjar og Bandaríkin. vegna þess hversu mikill stærðarmunur er á öllu. Hins vegar varð ég rnjög hrifinn af Vestmannaeyjum og gat farið dálítið um eyjuna, þegar ég kom hingað lyrst, en hef ekki getað séð eins mikið og ég hefði viljað vegna þess hversu mikið er að gera. Sjálfur ólst ég upp á eyju sem heitir Bainbridge og er lítið stærri en Heimaey. Umhverfið og dýralífið er þó allt öðm vísi og íbúar fleiri. En ég átti mjög ánægjulega æsku þama og lék mér á sjóskíðum og við siglingar þannig að ég var mikið í sjónum. Það var alltaf hægt að skapa einhver ævintýri í þessu umhverfi. Það tekur um það bil hálftíma að fara til meginlandsins með ferju að ntiðborg Seattle. Einnig er brú á milli lands og eyjarinnar, en það tekur um tvo tfma að komast til Seattle á þann hátt. Núna er Bainbridge orðin eins og úthverfi í Seattle og kannski ekki eins mikið ævintýraland eins og þegar ég var peyi þama.“ Erfítt að vera f jarrí fjölskyldunni En héma í Vestmannaeyjum, hvemig líður venjulegur dagur hjá þér? „Það er svo mikið að gerast að ég veit eiginlega ekki hvemig venjulegur dagur er hjá niér. Ég vakna þó snemma á morgnana og stundum getur það verið spennandi og at- hyglisvert því að í morgun var lárétt haglél. Síðan er haldið út í kvína, þar sem unnin em ákveðin rútínuverk. En í dag (þriðjudag) á til dæmis að reyna að setja niður liitt húsið sem á að vera á kvínni, svo að maður hefur nóg að gera í dag. Það átti reyndar að fara með húsið út í kvína í gær en það var ekki hægt vegna veðurs. Það hefur hins vegar verið lítið um frítíma undanfarið svo ég hef unnið megnið af honum, en ef einhver frítími hefur gefist hef ég reynt að skoða mig um.“ Greg fer í frí í byrjun næsta mánaðar en kemur svo aftur í desember. „Ég vinn í einn og hálfan mánuð og á svo frí í tjórar vikur og þá fer ég heim til Bandaríkjanna. Það er stundum erfitt að vera fjarri fjöl- skyldunni, þó maður reyni að vera í sambandi við hana í gegnum tölvu- póstinn sem er ódýrasta leiðin, en það er aldrei eins og að tala við manneskju í síma. Svo á ég líka hund sem er mjög hændur að mér og ég sakna hans líka. En það er samt alveg þess virði að vera héma vegna þess að ég tel að hér sé verið að vinna gott starf. Svo má ekki gleyma því að stóra systir er héma Ifka, en við höfum alltaf verið mjög náin og vinnum mjög náið saman núna.“ Erfitt aö ætla Uyruin mannlegar tílfinningar Þegar Greg er spurður að því hvort hann telji Keikó vera hamingjusaman í Klettsvíkinni talar hann á svipuðum nótum og samstarfsmaður hans Andy. „Það er mjög erfitt að ætla dýrum mannlegar tilfinningar og þess vegna get ég ekki dæmt um það hvort að hann sé hamingjusamur. Hins vegar er hann miklu virkari og fylgist betur með öllu sem fer fram í kringum hann.“ Ert þú sjálfur hamingjusamur í Vestmannaeyjum? „Ég myndi kannski ekki segja að ég væri hamingjusamari héren í Seattle. Báðir staðir hafa kosti, en auðvitað sakna ég fjölskyldunnar í Seattle en ég er mjög ánægður með það sem ég er að gera. Að öðmm kosti væri ég varla héma. Ég hef einnig eignast ágæta vini og mér finnst Vestmannaeyingar mjög vingjamlegir. Fólkið hér er alveg óti’úlega hjálpfúst og opið. Fólk er alltaf tilbúið að aðstoða og rétta hjálparhönd. Þetta finnst mér rneðal þess sem einkennir eyjamenn og er ólíkt því sem ég hef kynnst í öðrum löndum." Kom þetta viðmót þér á óvart? „Mér hafði reyndar verið sagt að fólk hér væri mjög vingjamlegt og hjálpfúst. Þetta er nokkuð sem maður gæti búist við í öðrum löndum, en er því rniður ekki alltaf tilfellið.“ Hvemig leggst veturinn í þig? „Alveg ágætlega. Ég óttast ekkert veðrið, því það er bara ein lilið á vetrinum. Maður tekur bara á hverju máli þegar þar að kemur. Frá því ég var eftirlitsmaður á skíðasvæðum Coloradó hef ég ágæta reynslu af misjöfnum veðrurn. Ég var nú á kvínni þegar hvellinn gerði um daginn og lyftan eyðilagðist. Menn í Eyjunt segja að slfkt veður eigi eftir að koma aftur svo þetta er spuming um að efla öryggisþáttinn íkvínni." Að svo mæltu kom Jennifer í dymar og sagði að beðið væri eftir Greg til þess að sinna mikilvægum málefnum. Mér tókst þó að fá þau í myndatöku áður en þau ruku af stað út í svala norðvestanáttina sem hellt hafði úr sér láréttu hagli fyrr um morguninn. Benedikt Gestsson. Vestmannaevjar verði útstöð par sem fylgst verði með lifinu í haflnu hér í kríng -er meðal hugmynda sem unnið er að þessa stundina Á fundi Free Willie Keikó sam- takunnu, Jean-Michel Cousteau In- stitute, Háskóla Islands og Þróun- arfélags Vestmannaeyja í síðustu viku voru rædd framtíðaráform um samstarf þessara aðila á sviði vísinda. Þetta kom fram hjá Bjarka Brynjarssyni, framkvæmdastjóra Þró- unarfélagsins á fundi um ferðamál sem sjálfstæðisfélögin í Eyjum stóðu fyrir sl. laugardag. I samtali við Fréttir sagði Bjarki að mikill hugur væri í ofangreindum aðilum að sækja fram á vísindasviðinu. Unnið er að gerð tillagna og hugmynda sem lagðar verða fram í skýrslu. Gerir Bjarki ráð fyrir að drög að skýrslunni verði tilbúin í byrjun nóvember. ,Ætlunin er að reyna að tengja saman vísindi og fræðslustörf ungs fólks. Fundurinn var mjög jákvæður og kom fram áhugi á að sækja fram á þessu sviði. Gæti það fallið vel að þeim hugmyndum sem verið hafa uppi um starfsemi Rannsóknasetursins og Del- fíáætlunarinnar. Þá yrðu Vestmanna- eyjar útstöð þar sem fylgst yrði með hvölum og öðru lífi í hafinu,“sagði Bjarki. Mál þetta er komið lengra en flestir hafa gert sér grein fyrir því þegar eru hafnar viðræður við fyrirtæki um að þróa tækjastöð sem getur gegnt þessu hlutverki. Bjarki segir að þetta sé stórt og metnaðarfullt verkefni sem gæti litið dagsins Ijós í einfaldri mynd á næstu mánuðum „Umfangið liggur ekki ljóst fyrir en við gerum ráð fyrir að mælitæki verði lögð allt í kringum Vestmannaeyjar til að fylgjast reglulega með því sem þar er að gerast. Fljótlega gæti komist á tenging milli bekkja heimshoma á milli um Netið. Þar gefst nemendum kostur á að sameinast um einstök verkefni og fá frekari upplýsingar hjá sérfræðingum í gegnum Netið." Ekki segir Bjarki liggja ljóst fyrir hvað verkefnið útheimti mikinn mannafla en það muni styrkja það rannsóknastarf sent þegar er í gangi í Rannsóknasetrinu. „Það hefur verið að vinda upp á sig og má gera ráð fyrir að sú þróun haldist áfram,“ sagði Bjarki að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.