Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Page 16
16 Fréttir Fimmtudagur 29. október 1998 Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar: Keikó getur orðið fll að auka flölda ferðamanna til Eyja -En til þess að svo geti orðið þurfa heimamenn að stilla saman strengi sína og hjóða upp á fjölbreyttari afþreyingu StarfsmennSLsemhérvoniáferð,f.u. HelgiJðhannsson, Gunnar ðrn Bírgisson og Heiðar Ingi Suansson. Forráðamenn Samvinnuferða- Landsýnar voru hér á ferð í síð- ustu viku að ræða við aðila í ferða- þjónustu. SL sáu um allar bókanir á gistingu í Vestmannaeyjum vegna komu Keikós og var til- gangur ferðarinnar hingað meðal annars að svara gagnrýni hótel- haldara í Eyjum sem sumir héldu því fram að þarna hefði SL makað krókinn meira en góðu hófi gegndi. Helgi segir að þarna hafí verið urn misskilning að ræða og nú sé komið að því að blása til sóknar í ferðþjónustu í Eyjum þar sem Keikó geti verið lykillinn að auknum fjölda ferðamanna. Til þess segir hann að aðilar í ferðaþjónustu þurfi að stilla saman strengi sína og líta m.a. til þess hvernig megi finna af- þreyingu fyrir fólk sem hér dveldi lengur en hluta úr degi eins og algengast er með ferðamenn í dag. Af því tilefni efnir SL til hug- myndasamkeppni þar sem verð- launin eru utanlandsferð. Þegar ljóst var að háhymingurinn Keikó kæmi til Vestmannaeyja lá strax fyrir að mikill fjöldi fjöl- miðlafólks kæmi hingað til að vera við komu hans. Var ákveðið að ráðstöfun alls gistirýmis yrði á hönd- um eins aðila og var ekki óeðlilegt að það kæmi í hlut Samvinnuferða - Landsýnar sem hefur langa reynslu í móttöku ferðamanna. „Frá upphafi höfum við samhliða því að senda íslendinga til útlanda reynt að laða erlenda ferðamenn til íslands," segir Helgi Jóhannsson forstjóri SL sem var meðal þeirra sem kom í samtalið við Fréttir. „Veltan í móttöku erlendra ferðamanna til landsins er unt 500 milljónir króna og starfsmenn sem sinna þessu eru 21 sem er á við eitt meðalstórt fyrirtæki. Við höfum m.a. nýtt okkur að búa til gagnkvæmt leiguflug, _ þar sem útlendingar koma til íslands og dvelja hérna jafnlengi og íslend- ingamir sem fara út með flug- vélinni.“ Helgi segir að fyrirtæki sitt hafi lagt mikla vinnu í að þjónusta blaða- og fréttamenn sem hingað komu vegna Keikós. Sú vinna hafi náð til allra þátta og verið mun untfangs- meiri en yfirleitt gerist. Fyrir þessa þjónustu hafi fréttafólkið borgað í einum pakka og þessi upphæð hafi valdið nokkrum misskilningi ferða- aðila í Vestmannaeyjum. „A fundi með Eyjamönnum fórum við yfir samskipti okkar við fréttamennina og lögðum frant gögn unt hvað lá að baki þeim verðum sem við settum upp. Málið er, að við settum upp pakka sem innihélt flug til og frá Islandi, hótel í Reykjavík og Vestmannaeyjum, akstur og ferðir til Vestmannaeyja. Það sem gagnrýnt hefur verið er hvað aukanætur voru dýrar. Þessi gagnrýni kom frá aðilum í Vestmannaeyjum en ekki frá þeim sem greiddu fyrir þjónustuna. Menn verða að gera sér grein fyrir því hvað þama liggur að baki. Við vomm með fimm starfsmenn sem eingöngu sinntu þessu verkefni í alls sex vikur. Þama vorum við að þjónusta blaðamenn sem eru erfiðustu ferða- ntenn sent við höfum haft reynslu af. Þetta kostaði sitt og við gátum ekki velt kostnaði yfir á aðra en við- skiptavinina. Svo verður að hafa í huga að í upphafi var reiknað með allt að 700 blaðamönnum en þeir urðu 250,“ segir Helgi. Erfltt að þjóna blaðamönnum Hann segir að forráðamenn Free Willie Keikósjóðsins hafi lagt áherslu á að blaðamenn fengju eins jákvæða ímynd af íslandi og Vestmannaeyjum og kostur var. „Þeir samþykktu öll verð sem við lögðum fyrir þá og ítrekuðu að við mættum ekki klikka á þjónustunni." Sem dæmi um hvað erfitt er að þjónusta blaða- og fréttamenn tók Helgi dæmi um eina af stóru sjón- varpsstöðvunum sem bað SL um að útvega flutningabíla og mjög fjöl- breytta þjónustu án þess að borga krónu fyrirfram sem yfirleitt tíðkast f ferðamennsku. „Svo kom eitthvað upp á í heimsfréttum sem þeim fannst meira virði. Þeir afpöntuðu ferðina hingað nteð stuttum fyrirvara og eftir sátum við með sárt ennið Við lögðunt upp með að bjóða upp á góða þjónustu og eftir því sem við vitum best fóru allir ánægðir heim. En þetta kostaði mikla vinnu og rosalegt álag á okkar fólk og kostnaðurinn varð að nást af fféttafólkinu." Aðspurður um framtíðina sagði Helgi að vera Keikós í Vest- mannaeyjum byði upp á óendanlega möguleika fyrir ferðamannaiðnaðinn og nú lægi fyrir leyfi frá FWK- samtökunum til að nota nafn Keikós í markaðssetningu á Eyjum. En Helgi segir að meira þurfi að koma til en Keikó, ætli menn að fá ferðamenn til að stoppa hér lengur en hluta úr degi eins og algengast er. „Þar þarf að koma til afþreying fyrir ferða- menn sem hingað til hefur verið af skornum skammti. Til að bregðast við þessu hafa Santvinnuferðir- Landsýn ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um það hvaða afþreyingu Vestmannaeyjar geta boðið upp á. Verðlaunin eru helgar- ferð fyrirtvo til Dublin.“ Helgi leggur áherslu á að gott samstarf hafi strax náðst við Þróunarfélag Vestmannaeyja og það eigi við fleiri aðila í Eyjum. „Nú er komið að Eyjamönnum að koma með hugmyndir og sameinast um þetta verkefni. Þið verðið að vinna saman og þá getum við í sameiningu aukið veg ferðamannaiðnaðarins í Vestmannaeyjum,'1 sagði Helgi Jóhannsson að lokum. Kiwanisfélagar gefa Sjúkrahúsinu boðtæki Eins og fram kom í Fréttum 17. september sl. skapaðist neyðar- ástand á Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja, þegar ekki náðist í skurðlækni stofnunarinnar vegna þess að boðtæki hans var bilað Félagar í Kiwanisklúbbnum Helga- felli brugðust skjótt við og ákváðu að gefa stofnuninni boðtæki svo að tryggt yrði að hægt væri að ná í Iækni í neyðartilvikum. Á dögunum fór fram formleg af- hending tækjanna, þar sem Páll Guðjón Ágústsson forseti Kiwanis- klúbbsins afhenti Heilbrigðisstofn- uninni gjafabréf til staðfestingar gjöfinni. Um er að ræða 12 boðtæki af gerðinni Motorola instinet plus. Páll Guðjón sagði við þetta tækifæri að það væri klúbbnum sönn ánægja að geta hjálpað stofnuninni með af- hendingu boðtækjanna og vonaði að þau mættu auka öryggi hennar og þeirra sem til hennar leita. Gunnar K. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja tók við gjafabréfinu fyrir hönd stofnunarinnar. Hann þakkaði Kiwanisfélögum gjöfina og sagði að tími hafi verið komin til að skipta út gömlu boðtækjunum og bætti við að stofnunin gæti seint þakkað að fullu öllum þeim aðilum sem sýnt hefðu henni velvild með gjöfum og fjárframlögum af ýmsu tagi. Á myndinni sem tekin var við þetta tækifæri eru fr.v. Selma Guðjónsdóttir hjúkrunarforstjóri, Gunnar K. Gunnarsson framkvæmdastjóri, Páll Guðjón Ágústsson, forseti Kiwanis- klúbbsins Helgafells, Elías Bald- vinsson formaður styrktamefndar Kiwanisklúbbsins, Guðný Bogadóttir hjúkrunarfræðingur og Víðir Oskars- son læknir. FIMM ÆTTLIÐIR uoru komnir saman á 85 ára afmæli Sigurbjargar Sóleyjar Böðuarsdóttur sem fæddist 21. október 1913. Með henni eru dóttir hennar, Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir, fædd 23. iúlí1939, Marta dóttir hennar, fædd 1. febrúar 1959, hennar sonur, Guðjón Ágúst Guðjónsson og loks Sóley Björk Guðjónsdóttir sem situr í fangi langalangömmu sinnar en Sóley er fædd 9. apríl á bessu árí.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.