Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 3. desember 1998 JHan , (Mnited uuhui' Sigurður Sigurðs- son, frá Svanhól, skoraði í síðustu viku á Sigurð Sigurbjöms- son að taka við sem sælkeri. „Ég þakka Didda í Svanhól fyrir áskor- unina. Það sem mér fannst einkenna uppskriftina hans, var að hann kann örugglega ekki að elda hana sjálfur. Mér finnst líka eitt einkenna Didda og aðra Man. United aðdáendur. Þeir kunna ekki að elda, bara að éta. Það eiga þeir allir sameiginlegt og því ætla ég að koma með uppskrift sem er sérstaklega ætluð þeim. Brúnið lauk, graslauk, sellerírót og hvítlauk örfáar mínútur í smjöri. Hitið pylsumar í blöndunni. Hrærið saman tómatkrafti og lögg af kjötsoði. Bragð- bætið með sykri, kryddsósu, sítrónusafa, salti og pipar. Látið réttinn smákrauma í 7-8 mínútur við vægan hita. Sé sósan of þykkmábætaíhanakjötsoði. Beriðfram með hrísgrjónum, kartöflumauki eða pylsubrauði. „Næst ætla ég að skora á Guðfinn Kristmannsson en hann er að eigin sögn besti handboltamaður sem Eyjamar hafa alið svo að væntanlega kann hann eitthvað fyrir sér í eldhúsinu líka." Manchester United pylsuréttur: Handa fjómm. Undirbúningstími 20 mínútur. Steikingartími 15 mínútur. 12-16 vínarpylsur 2 msk. smjör 3-4 msk. fínsaxaður laukur 3 msk. fínsaxaður graslaukur 3 msk. fínsöxuð sellerírót 1-2 marðir hvítlauksgeirar 1 -2 msk. tómatkraftur 2 msk. sykur 1 msk. sítrónusafí 1 -2 tsk. worchestersósa salt, pipar, kjötsoð B iTj Auglýsingasíminn er 481 3310 faxið 481 1293 O--T--ð - Menn hafa svolítið velt fyrir sér staðsetningu sjálfstæðisfálkans uppi yið flugstöð og sýnist sitt hverjum. Ymsar getgátur hafa verið uppi um tilgang og tilurð fálkans og staðsetn- ingu. Nú hefur hið sanna komið í Ijós. Listaverkið hefur verið á einhverjum þvælingi, meðal annars verið sett upp í Danmörku. Nú mun það komið á endanlegan stað og munu flug- málayfirvöld, ameríski herinn og ihaldsmenn allra landa hafa sameinast um að setja það upp þarna sem „Ragnarsfælu”. Sem sagt fálkinn á að fæla göngumenn frá því að vera að þvælast um bannsvæði flugvallarins. Klg er bara að sjá hvort þetta virkar. - A síðasta ári var boðin út sú vinna að setja upp jólaskreytingar á Ijósastaura bæjarins. Athygli hefur vakið meðal iðnaðarmanna að ekki var boðið út í ár. 5 p ö t~ Þetta er þó ekki eina sviðið þar sem bæjarsjóður virðist tregur til að bjóða út og má þar nefna að öll prentun fyrir bæjarsjoð fer fram án útboðs til annarr- ar af prentsmiðjum bæjarins og getiði nú. - Athygli vakti að Gísli mynda- tökumaður sjónvarpsstöðvanna náði myndum af bruna hér í síðustu viku. Ekki er það þó eingöngu snarræði Gísla að þakka heldur hinu að þegar slökkviliðið hvarf á braut í góðri trú logaði enn. Voru þeir því kallaðir út á ny. Enn héldu þeir sig hafa klárað verk- ið en þriðja útkallið þurfti til að klára dæmið. Þetta er kannski liður i kjarabaráttu að fá þrjú útköll fyrir hvern bruna. Maður fer lika að skiíja af hverju þeir kallast brunaverðir. Jólagjafir og jólavðrur komnar í HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Vestmannaeyingurinn Smárí Harðarson gerði sér lítið fyrir á dögunum og varð íslandsmeistari í vaxtarrækt. Nær allir Vestmannaeyingar þekkja Smára og því er óþarfi að kynna hann nánar. En ekki vita allir hver hans betri helmingur er. Hún heitir Sigurlína og er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Sigurlína Guðjónsdóttir. Fæðingardagur og ár? 23. mars 1976. Fæðingarstaður? Akureyri. Fjölskylduhagir? í sambúð, trúlofuð Smára Harðar, tvö böm. Menntun og starf? Lauk grunnskóla, fór í hússtjórnarskóla og er heimavinnandi húsmóðir. Leysi stundum af ef vantar barnapössun fyrir Keikó. Laun? Það kemur ykkur ekkert við. Helsti galli? Ekki nógu hörð í brennslunni. Helsti kostur? Við látum aðra um að finna það út. Uppáhaldsmatur? Jólamaturinn hennar mömmu, grautur með möndlu, svína- hamborgari með alls konar kruðiríi og svo eftirrétturinn, ís og ávextir. Versti matur? Saltfiskur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn og Diet kók. Uppáhaldstónlist? Ég er alæta á tónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vera með fjölskyldunni og fara út að skemmta mér í góðra vina hópi. Og ekki má gleyma Hressó. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Hanga heima og gera ekki neitt. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Borga skuldir og ieggja restina á bók ef eitthvað yrði eftir. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn, hef engan áhuga á pólitík. Uppáhaldsíþróttamaður? Smári Harðarson (hver annar?) Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég horfi lítið á sjónvarp. Vinirog Melrose’s Place, stundum fréttir þegar ég nenni. Uppáhaldsbók? Ég er engin bókamanneskja. Hvað metur þú mest í fari; inarra? Hreinskilni og traust. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óhreinskilni. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? London. Buckingham Palace. Hvernig er að búa með íslandsmeistara í vaxtarrækt? Það er alveg yndislegt. Skemmtilegt og sérstaklega síðustu vikuna fyrir mót. Stundar þú sjálf vaxtarrækt? Ekki kannski beint vaxtarrækt en ég er á kafi í Hressó sem er frábær staður. Hvernig er heimilislífið síðustu vikurnar fyrir svona keppni? Það er stundum erfitt en þetta er svo stuttur tími að það er alveg þess virði. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? Vöðvar? Smári. Keikó? Frábært tímabil sem vonandi verður sem lengst. Smári? Yndisleg manneskja. Eitthvað að lokum? Gleðileg jól! Smári er dásamlegur NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINQfíR Stúlka Þann 25. október eignuðust Valgerður Jóna Jónsdóttir og Viktor Ragnarsson dóttur. Hún vó 131/2 mörk og var 49 sm að lengd. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. Það er stóra frænka Svana Björk sem heldur á henni á myndinni. Frá Oddinum - Öll nýju leikföngin úr jólalistanum fást í Oddinum í Kreml við Bárustíg. - Að auki fást þar leikföng frá Fisher Price, Tomy, Blue Box og fleirum. -1 Oddinum við Strandveg eru einnig leikföng, þ.á.m. Lego og Playmo. - Vorum að fá óhemjufallegar kertaljósakrónur og kertahjálma RITFANGA- OG GJAFAVORUVERSLUNIN ODDURINN STRANDVEGI 45 - SÍMI 481 1945 §1111 Nú á tveimur stöðum í Vestmannaeyjum Strandvegi45 Sími 481 1945 Bárustíg 9 Sími 481 3245 Skítamórall a laugardaginn Ádöfimi 4. desember Skítamórcill cí Höfðanum 4. desember Tískusýning Smart cí Flugvellimnn 9. desember Jólatónleikcir Samkórsins 10. desember Jólci og aðventukvöld í Asgarði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.