Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 1. október 1998 Þrjátíu ára bikartitli fagnað 30 ára bikarmeistarar ÍBV gerðu sér glaðan dag á laugardag. Þeir komu saman á heimili Viktors Helgasonar áður en farið var í kvöldverð. Á myndinni, sem tekin var af þessu tilefni, eru í neðri röð, frá vinstri: Sævar Tryggvason, Páll Pálmason, Sigmar Pálmason, Sigurður Jónsson vallarvörður, Ólafur Sigurvinsson, Bragi Steingrímsson og Gísli Magnússon. Aftari röð frá vinstri: Valur Andersen, Kristján Sigurgeirsson, Aöalsteinn Sigurjónsson, Sigurður Ingi Ingólfsson, Sigurður Guðmundsson, Einar Friðþjófsson, Friðfinnur Finnbogason, Bjarni Baldursson, Viktor Helgason, Haraldur Júlíusson, Óskar Einarsson, Húnbogi Þorkelsson, knattspyrnuráðsmaður, Stefán Runólfsson, formaður ÍBV og Hreiðar Ársælsson þjálfari. Á myndina vantar leikmennina Hallgrím Júlíusson og Óskar Valtýsson en þeir áttu ekki heimangengt á fagnaðinn. LANDAKIRKJA Finimtudagur 3. desember Kl. 11.00 Hclgistund í Hraun- búðurn. Öllum opin. Fyrirbæna- efnum má koma til prestanna. Kl. 17.00 TTT- starfið fellur niður vegna prófanna umsjónarmanna. Kl. 20.30 Opið hús fyrir unglinga í KFUM og -K húsinu. Sunnudagur 6. desember Kl. 11.00 Bamaguðsþjónusta. Mikill söngur. Litlir lærisveinar. Kveikt á Betlehemskertinu. Lof- gjörð og bæn. Kl. 14.00 Aðventumessa. Djákn- inn, Kristín Bögeskov, og ferm- ingarböm aðstoða við helgihald- ið. Molasopi eftir messu. Sam- verustund fyrir börnin á sania tíma í Safnaðarheimilinu. Vegna afmælis þætti sóknarpresti vænt um að hitta sem flest ykkar við messuna. Kl. 20:30. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimilinu. Þriðjudagur 8. desember Kl. 16.00 Kirkjuprakkarar. fs- landsmeistarinn í vaxtarrækt, Smári Harðarson, kemur í heimsókn og spjallar. Miðvikudagur 9. desember Kl. lO.OOForeldramorgunn. Sam- vera heimavinnandi foreldra ungra barna. Kl. 12:05. Bænar- og kyrrðar- stund í hádegi. Fyrirbænaefnum má koma til prestanna. Kl. 20:30. Biblíulestur í KFUM &-K húsinu. Jóhannesaiguðspjall. Fimmtudagur 10. desember Kl. 17.00 TTT-starf. Pipar- kökuskreytingar og föndur. Verið hjartanlega velkomin! Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Föstudagur Kl. 16.30 Styrktarbasar fyrir Lindina. Kl. 17.30 Bamastarfið 6-9 ára. Kl. 20.30 Unglingarnir í ljósi Biblíunnar. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma í umsjá Unu Arnadóttur. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma. Trú þú á Drottin Jesú. Endur- koma hans er í nánd. Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan 3-7 ára. Hjartanicga velkomin. Jesús Kristur mætir. Aðventkirkjan Laugardagur 5. desember Kl. 10. Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Baháísam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481-1585 Að sjálfsögðu var betri helmingnum líka boðið að vera með ífagnaðinum. Eiginkonur knattspyrnumannanna stilltu sár upp til myndatöku en ásamt þeim eru á myndinni Guðbjörg Jóhannsdóttir, eiginkona Hreiðars þjálfara, lengst til vinstri og Guðrún Andersen, eiginkona Húnboga Þorkelssonar, 5. frá hægri. Á laugardag kom saman fríður og föngulegur hópur fyrrum knatt- spyrnumanna. Tilefnið var að fagna því að 30 ár eru liðin síðan ÍBV hampaði sínum fyrsta bikar- meistaratitli í knattspyrnu en það var árið 1968. Árið áður hafði liðið unnið sig upp úr 2. deild í þá fyrstu og nýliðamir í deildinni gerðu sér lítið fyrir og urðu bikarmeistarar. IBV sendi tvö lið í bikarkeppnina, bæði A og B- lið. Gamanið varð stutt hjá B-liðinu, þeir duttu fljótlega út, töpuðu gegn Njarðvík 0-1 og vom úrslit þess leiks einhverþau ósanngjömustu sem vitað er um. IBV átti yfir 90% af leiknum, sem að mestu fór fram inni í vítateig Njarðvíkinga, en tókst ekki að skora. Aftur á móti áttu Njarðvíkingar eina sókn í öllum leiknum og skoruðu úr henni. Nokkrir sterkir leikmenn vom með B-liðinu og þcir komu að sjálfsögðu ekki til greina sem leikmenn með A-Iiðinu. Því var það, þegar kom að úrslitaleiknum, að vandræði vom að ná í fullskipað lið, einhverjir vom meiddir og aðrir sem vom famir í frí. Því varð að kveðja til gamalreynda garpa sem lítið höfðu iðkað knattspymu það sumarið, menn á borð við Bjama Baldurs, Aðalstein Sigurjónsson og Hallgríni Júlíusson og komu þeir lítt æfðir inn í A-liðið. Þjálfari ÍBV var á þessum tíma KR- ingurinn góðkunni Hreiðar Ársælsson en þetta var fyrsta ár hans með liðið. Liðinu vegnaði þokkalega vel í 1. deildinni og var rétt fyrir ofan miðja deild þetta sumar. En gengið var talsvert betra í bikarnum. IBV fór ósigrað gegnum alla sína leiki og vann þá marga mjög sannfærandi. Meðal andstæðinga ÍBV voru Keflvíkingar og Framarar. Og þar með var komið að sjálfum úrslitaleiknum, gegn B-liði KR og var það hald flestra að B-lið KR-inga væri skipað mun sterkari einstaklingum en A-liðið sem raunar datt út eftir innbyrðis viðureign þessara tveggja liða. Leikið var á Melavellinum, laugar- daginn 8. október en á þessum ámm var bikarleikurinn ávallt lokapunktur knattspymuvertíðarinnar og leikinn miklu seinna en nú tíðkast. Flestir bjuggust við auðveldum sigri KR-inga gegn nýliðunum en raunin varð önnur. IBV náði forystu í fyrri hálfleik þegar Sigmar Pálmason skoraði úr víta- spymu eftir að KR-ingar höfðu varið á marklínu með hendi. Valur Andersen skoraði svo með skalla í síðari hálfleik eftir homspyrnu Sigmars. En KR- ingar áttu líka sín færi í leiknum og þeir skomðu um miðjan seinni hállleik. Þar með var kontin spenna í leikinn á ný. En fleiri urðu mörkin ekki og IBV fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli. Að öðmm ólöstuð- um var Páll Pálmason, markvörður, hetja liðsins en hann bjargaði oft á ótrúlegan hátt. Að sjálfsögðu var vel tekið á móti bikarmeisturunum við heimkomuna, blóm og tilheyrandi en þó ekki flugeldasýning eins og nú tíðkast. Það var glatt á hjalla hjá þessum gömlu knattspymufélögum á laugardaginn og margar sögur riljaðar upp. Einn þeirra hafði við orð að aívaran væri talsvert meiri í fótboltanum í dag en var fyrir 30 árum. „Þá var létt yfir þessu. Maður undirbjó keppnisferð upp á land þannig að fyrst var gengið frá pel- anum í töskuna, síðan sparifötum og skóm og svo í lokin var fótbolta- gallanum og skónum stungið í töskuna. Þessir strákar í dag em eins og skátadrengir miðað við hvemig við vomm. Aðalmálið hjá okkur var að hafa gaman af þessu, auðvitað var farið með því hugarfari að vinna en skemmtilegheitin gleymdust ekki." Og það mátti sjá þetta kvöld að þeir hlutir höfðu ekkert breyst þótt liðin væm 30 ár. Menn höfðu greinilega munað eftir sparifötunum og spariskónum eins og fyrmrn en óþarfi að huga að pelanum því góðir gestgjafar sáu um að engan skorti neitt. Fatasöfnun RKÍ Vestmannaeyjadeild Rauða kross íslands gengst fyrir fatasöfnun nk. laugardag 5. des. Mótttaka frá kl. 14 til 17 að Amardrangi við Hilmisgötu. Fyrirfram þakkir. Vestmanneyjadeild RKÍ VINNSLUSTÖÐIN HÚSNÆÐIÓSKAST Vinnslustöðin h.f. óskar eftir einbýlishúsi eða stórri íbúð til leigu, til lengri tíma, fyrir einn af starfsmönnum sínum. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 488 8000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.