Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 3. desember 1998 • 49. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293
Hamarsskóli átd 30 fulltrúa í fatahönnunarkeppni grunnskólanna sem
fram fór í Laugardalshöllinní á sunnudaginn. Hér sjást nokkrir beirra
ennánarábls.12.
Útsvarið hækkar um 0,7% sem eykur tekjur um 35 milljónir:
Yfirtaka grunnskólans ein
ástæða hækkunarinnar
-Oddviti minnihlutans og forsætisráðherra sammála í fordæmingu á skattahækkunum
Á fundi bæjarráðs á mánudag var
Iögð fram tillaga um að hækka út-
svarsprósentu um 0,7%, úr 11,24%
í 11,94%. Var tillögunni vísað til
bæjarstjórnar og verður hún vænt-
anlega afgreidd á bæjarstjórn-
arfundi í dag.
Þrátt fyrir þessa hækkun er
Vestmannaeyjabær í lægri kantinum
með álagningu útsvars, sé miðað við
önnur bæjarfélög en mörg þeirra nýta
sér hámarksálagningu sem er 12,04%.
Reykjavík var lengi með sömu
álagningu og Vestmannaeyjar en
hefur nú boðað hækkun upp í 11,99%.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri,
segir að ástæður fyrir hækkuninni séu
aukin þjónusta og kostnaður samfara
henni, yfirtaka grunnskólanna og
væntanleg einsetning þeirra, endur-
bygging íþróttamiðstöðvar, fram-
kvæmdir við Framhaldsskólann og
framlög bæjarins til félagslega íbúða-
kerfisins. Áætlað er að þessi hækkun
þýði auknar tekjur bæjarsjóðs upp á
35 milljónir.
Þorgerður Jóhannsdóttir, oddviti V-
listans í bæjarráði, sagði að hún hefði
ekki lagt fram sérstaka bókun á fundi
bæjarráðs. Aftur á móti hefði hún sagt
á íúndinum að forsætisráðherra og
oddviti minnihlutans í Reykjavík
hefðu sagt allt sem segja þyrfti um
þessar hækkanir.
„Við munum láta bóka mótmæli
okkar á bæjarstjómarfundi á fimmtu-
dag,“ (í dag) sagði Þorgerður. „Við
erum einhuga um að hafna þessum
hækkunum.“
Umdeilt blaðaviðtal:
MérfinnstÁrni
lohnsen vera hálfiria
-segir Páll Oskar Hjálmtýsson í Testamentinu
í nóvemberblaði Testamentisins,
sem er málgagn sósíalista á Islandi,
er opnuviðtal við Pál Oskar
Hjálmtýsson, söngvara. Þar viðrar
hann hugsanir sínar og er óvæginn
í gagnrýni á samfélagið.
En hvað mesta athygli vekur í við-
talinu jálit söngvarans á þingmann-
inum Áma Johnsen. Ámi fær vægast
sagt lélega einkunn og orðrétt segir í
viðtalinu: „Mér finnst Ámi vera hálf-
viti og veit ekki hvemig mér finnst að
hafa hálfvita í valdastöðu." Þá rekur
Páll Óskar einnig þátt Áma í því þegar
lög um staðfesta samvist samkyn-
hneigðra vom afgreidd á alþingi en
Ámi var mótfallinn þeim lögum.
Þá rifjar Páll Óskar upp atvik sem
gerðist á þjóðhátíðinni í hitteðfyrra
þegar kynnirinn Ámi Johnsen gerði
athugasemdir við háttalag söngvarans
og fylgdarmanns hans uppi á sviði.
Segir Páll Óskar að kynnirinn hafi lagt
hendur á fylgdarmanninn og velur
Áma enn hin verstu orð í lýsingum
sínum af þessu atviki. Páll Óskar er
samkynhneigður eins og flestum mun
kunnugt. Afstaða hans til Áma
mótast mjög af því en Ámi hefur ekki
verið sérstakur talsmaður þeirra
viðhorfa til þessa.
Þessi skrif í Testamentinu hafa verið
talsvert til umræðu í fjölmiðlum að
undanfömu. I Fréttum í dag er bréf
frá þjóðhátíðamefnd ársins 1996 og
þar svara þeir því sem þeir nefna
ósannar og rætnar yfirlýsingar Páls
Óskars í garð Áma, þjóðhátíðar og
Vestmannaeyinga almennt. Bréf
þjóðhátíðamefndar er á bls. 6.
Sýnið aógát
á aðventu
Lögregla vill niinna ökumenn á
að aka varlega nú eins og raunar
alltaf.
Aftur á móti er frekar þörf á að
aka varlega þegar líða fer að jólum
þar sem gangandi vegfarendunt
ijölgar mikið þá vegna
jólaverslunar. Ökumenn em og
hvattir til að leggja bifreiðum
sínurn ekki þannig að gangandi
vegfarendur verði fyrir óþæg-
indum. Verði ökumenn staðnir að
því að leggja bílum sínum ólöglega,
mun lögreglan beita sektum.
Ný skip væmanleg til EyjaP
Það sem af er árinu hefur verið mikið um breytingar
og endurbætur á tlota Vestmannaeyinga. Má þar
nefna Antares VE, Sighvat Bjarnason VE, Emmu
VE, Byr VE og Smáey VE
Eitt af stærri útgerð'um í bænum er ásamt fleirum að
kanna smíði nýs skips sem ætlað er til túnfiskveiða. Það
mál ætti að skýrast upp úr áramótum. Þá er ein
gamalgrónasta úterðin í Eyjum að athuga með kaup á
nótaskipi frá Chile og er þar um að ræða skip með
burðargetu upp á 1700 tonn. Ekkert mun þó fullráðið
með þau mál enn sem komið er en ætti að skýrast á
næstu dögum hvort af verður.
Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi barnaleikritið Bangsímon og vinir hans um
helgina. Á bls. 12 í blaðinu í dag er nánar sagt frá sýningunni.
Bflaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 - sími 481323
Mán - lau Sunnudaga Aukaferðir föstudaga Frá Eyjum Frá Þorl.höfn kl. 08:15 kl. 12.00 kl. 14.00 kl. 18.00 kl. 15.30 kl. 19.00
Heriólfur /mícw /UÍid Sími481 2800 Fax 481 2991