Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 3. desember 1998
Saga fimmenninganna, sem voru hætt komnir við Bjamarey á
síðasta ári, í bókinni Útkall - Fallið fram af fjalli:
Hringdu í 1021
í nýrri Útkallsbók Óttars Sveinssonar er lýst fjórum átakamiklum
atburðum. Einn þeitra tengist Vestmannaeyjum því hann fjallar
um það er fimm menn úr Eyjum voru bársbreidd frá því að
drukkna við Bjarnarey sumarið 1997. Þeirra eina von var GSM-
sími. Einnig er sagt frá því er Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur
og bandarískur starfsbróðir hennar óku í jeppa fram af
Grímsfjalli, hröpuðu um 200 metra - og lifðu það af. Sá atburður
vakti upp minningar um atvik sem gerðisl níu árum áðurertveir
menn fóru fram af nánast á sama stað - ótrúlegur atburður sem
ekki komst í fjölmiðla á sínum tírna. Síðasta sagan lýsir því er
átta björgunarsveitarmanna frá Dalvík var saknað í tæpa tvo
sólarhringa í.marsmánuði síðastliðnum. í manndrápsveðri þurftu
þeir að grafa sér snjóbyrgi í 1250 metra hæð og var vistin þar
vægast sagt nöturleg.
Jens með „örlagarikasta farsíma íslandssögunnar.
Hér er gripið niður í þriðja
kafla bókarinnar sem fjallar um
mennina fímm frá Heimaey.
Þrír félagar höfðu verið við
lundaveiðar í Bjarnarey. Þetta
voru þeir Pétur Steingrímsson,
Jens Karl Magnús Jóhannesson
og Omar Stefánsson. Þegar hér
er komið sögu voru Gylfi
Gíslason og Björgvin
Arnaldsson að sækja þá út í
eyjuna á báti þess síðarnefnda.
Ómar stóð aftast á steðjan-
um þegar báturinn kom
„Mér leist ekkert á veðrið og
ölduganginn þegar við vorum komnir
þarna niður. Jens fór fyrstur út í
bátinn, síðan Pétur og ég síðastur. Um
leið og ég tók í rekkverkið á
hvalbaknum fór báturinn snöggt frá
berginu. Ég datt í sjóinn en náði að
halda mér. Ég var í tvískiptum
sjóstakk utan yfir skyrtu og buxur en
með stígvél á fótum þannig að ég
blotnaði ekki mikið.
í næstu dýfu náði ég að svipta mér
um borð.“
Pétur fór aftur í bátinn þegar
hann kom um borð. Hann var
í gönguskóm með þykkum og
hörðum sóla:
„Ég sá strax hve báturinn var orðinn
siginn. Aldan stóð beint upp að
steðjanum. Þegar bátnum var bakkað
frá kom sjór inn að aftanverðu. Þegar
ég var að koma mér fyrir innan um
fuglana fann ég að sjórinn var kominn
vel upp á kálfa. Skórnir lóru á kaf. Ég
spurði Björgvin hvort hann væri ekki
að lensa. ,Jú!“ svaraði hann. Lundinn
lá út um allt í bátnum. Mér fannst
líklegt að fuglinn lægi ofan á
lensidælunni þannig að hún virkaði
ekki.
Bátnum var nú siglt til suðurs með
fram berginu. Við vorum 10-20
metra frá eynni. Björgvin var að snúa
í átt að Heimaey þegar stór alda kom.
Fyrst skall hún á berginu en kastaðist
síðan á bátinn og fyllti hann að aftan.
„Ætlið þið ekki að setja lensidæluna
á?“ kallaði Jens.“
Óniar var framanvert í bátnum
„Ég sá að sjór var farinn að flæða í
bátinn að aftan og ákvað að fara fram
í litla lúkarinn fremst til að dreifa
þunganum. Þar var mikið af lunda. En
það flæddi meira og meira inn í bátinn
þar til mótorinn drap á sér. Pétur
kallaði að við skyldum henda
lundanum í sjóinn til að létta bátinn.
Ég opnaði þá lúgu til að handlanga
fuglinn upp á hvalbakinn. Jens tók á
móti honum og henti kippunum í
sjóinn. Þetta virtist gera lítið gagn.
Skuturinn var kominn á kaf. Sjórinn
hafði flætt að dyrum lúkarsins. Eina
undankomuleið mín var nú að troða
mér gegnum lúguna upp á hvalbak."
Hver í kapp við annan hentu
mennirnir fuglinum í sjóinn. Þar sem
engin lensport voru á bátnum flæddi
sjórinn ekki út aftur og lítil raf-
magnsdæla mátti sín h'tils gegn
þessum ósköpum.
„Hann er að sökkva undan okkur!“
kallaði Pétur.
Honum var ljóst að báturinn
færi niður á skammri stundu:
„Ég stóð aftast. Allt í einu fann ég að
það var ekkert undir fótunum á mér.
Iskaldur sjórinn náði mér í mitti. Ég
var að fara á flot. Þegar ég horfði upp
eftir þverhníptu berginu í Bjamarey
fann ég hvað maður er lítill þegar
náttúruöflin taka af manni völdin. Ég
hugsaði um hvort Omar kæmist út úr
þröngum lúkamum að framan.“
Hringdu í tíu tuttugu og
einn!
Jens sá nú sitt óvænna:
„Mér varð ekki um sel.
Við vomm að sökkva!
Ómar var enn inni í bátnum. Stefnið
var nánast það eina sem stóð upp úr
sjónum.
Nú kallaði Pétur:
„Farðu fram á og hringdu í tíu tuttugu
og einn!“
Pétur var í lögreglunni og hringdi
oft í starfi sínu í Loftskeytastöðina í
Vestmannaeyjum. Hann vissi hvað
hann söng og ég hlýddi. Ég var ekki
fótfimur en klöngraðist fram á, hélt
mér í rekkverkið og tók upp símann.
Ég sló inn númerið - 481 1021.“
Þegar Björgvin heyrði fyrirskipun
Péturs til Jens um að hringja ákvað
hann að taka símann sinn úr vasanum.
Um leið og hann hafði stimplað
númerið inn fór hann á kaf með
símann.
Gylfi félagi hans hafði verið að
hugsa um allt annað en símhringingu
er ósköpin dundu yfir:
„Þegar ég var kominn í sjóinn upp í
mitti mundi ég eftir derhúfunni minni
sem ég hafði á höfðinu. Ég hélt mikið
upp á hana. Ég tók hana af mér í
skyndi, stakk henni inn á mig og
renndi upp gallanum. Nú náði sjórinn
mér upp undir hendur og ég fann
hvemig hann flæddi inn undir
gúmmígallann og ofan í stígvélin. Ég
ákvað strax að reyna að synda að
eyjunni.“
Aðeins stefnið stóð upp úr
Aðeins stefni bátsins stóð upp úr
sjónum. Jens ríghélt sér í rekkverkið -
harðákveðinn að reyna að ná síma-
sambandi á þeim fáu sekúndum sem
gæfust áður en báturinn færi allur á
kaf:
„Ég hafði óvart ýtt tvisvar á
Pétur og Jens við bátinn sem tveimur dögum áður hafði sokkið undan beim.