Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 03.12.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur3. desember 1998 Fréttir 11 nuverksmiðjan gangsett eftir breytingar og árshátíð segir Bogi Sigurðsson verksmiðju- stjóri. „Verksmiðjan er í dag orðin mjög fullkomin og með góðu hráefni getum við framleitt hágæðamjöl. Nú er allt mjöl þurrkað með heitu lofti en áður urðum við að notast við eldþurrkur og gátum bara framleitt lægsta gæða- flokk, svokallað standardmjöl. Ný framleiðsluaðferð gefur því möguleika á hærra afurðaverði.“ Bogi segir að með þessu sé ísfélagið komið inn í nútímann í vinnslu á uppsjávarfiski en enn er framkvæmdum ekki lokið. „Þegar upp verður staðið verður þetta ein fullkomnasta verksmiðja landsins í þessum geira. I dag er heildar- kostnaðurinn kominn í 600 milljónir króna en við erum ekki búnir. I vetur verður byggður 2000 tonna lýsis- tankur og dagtankar fyrir mjölið. Draumur minn er að byggð verði bryggja fyrir framan hjá okkur. Það yrði mikil hagræðing því við erum komnir með löndunarhúsið. Það vantar bara bryggjuna. I framtíðinni verða svo byggðir fjórir til sex 32 m háir mjöltankar sem taka um 1000 tonn hver.“ ttllustiórnaðmeðtölvum Verksmiðjan var gangsett á fimmtudaginn og síðan hefur tíminn farið í að stilla tæki og tölvur sem verða aðalstjómtæki verksmiðjunnar. Þeim er komið fyrir í stjómherbergi þangað sem allir þræðir liggja. „Við emm enn að stilla nema sem tengjast tölvunum og enn er verið koma inn fleiri þáttum," segir Bogi og bendir á tölvuskjái þar sem sjá má upplýsingar um hita á sjóðumm, þurrkum, álag á dælum, stöðu í tönkum og svo framvegis. „Það er alltaf verið að setja fleiri atriði inn í tölvumar og meiningin er að koma öllu í tölvutækt form. Þar sem verða veikir hlekkir verðum við með skjámyndavélar þannig að menn þuifi ekki alltaf að vera á hlaupum.“ Þeirsemunnuverkíó Sjálft húsið er innflutt, framleitt af Ward í Englandi en yfirumsjón nreð uppsetningu hafði fyrirtækið Vamir í Reykjavík. Að öðru leyti var verkið að stærstum hluta unnið af Eyjamönnum. Byggingafyrirtækið Steini og Olli sá um allan uppslátt og steypuvinnu ásamt því að vinna við uppsetningu hússins. Hallgrímur Tryggvason og hans menn í Völundi sáu um gufu- lagnir. Starfsmenn verksmiðjunnar sáu um uppsetningu á tækjum og búnaði. Vélsmiðjan Þór smíðaði m.a. tanka, Stefán Lúðvíksson í Eyjablikki sá um alla einangrun, menn frá SR- Mjöli sáu um lagnir að ógleymdum Marinó Sigursteinssyni í Miðstöðinni sem sá um stóra hluta af lagnakerfinu. Auk þess kom Skipalyftan að verkinu. Sjóðararnir eru nýir en þeir eru úr ryðfríu stáli eins og flest í verksmiðjunni. Vel heppnuð árshátíð þar sem allir skemmtu sér Stjórnenflur, stjórnarmenn, skrifstofufólk og makar skemmtu sér hið Eitt teítið fvrir árshátíðína uar tiaö fjölmennt að liað jiurfti heíla rútu tíl aö besta. Myndir: vigdfs Lára. koma fólkínu í Týsheimilið har sem skemmtunin var haldin. Þrjár hressar, Sveinbjörg Úskarsdóttir, Erla Víglundsdóttír og Vilborg Friðriksdóttír. Haf dís Magnúsdóttir, Guðjón Weihe og Erla Snorradóttir voru í góðum gír áárshátíðinni. Húsið utan um bræðsluna er engin smásmíði og örugglega stærsta hús sem reist hefur verið í Vestmannaeyjum. í allt er bræðsluhúsið 2650 fer- metrar, nálægt 37.000 rúmmetrar, mesta lofthæð er 17 m en meðal- lofthæð 14,5 m. Húsið er að öllu leyti nýtt nema vesturendinn, sem hýsti mjölmóttöku, verkstæði og starfsmannaaðstöðu, stendur enn og er það eina sem minnir á gamla FES-ið. Að sögn Þórðar Karlssonar ,sem hafði eftirlit með bygging- unni, skiptist húsið í þrennt. „Nyrst verður flokkunar- og dælustöð og löndunaraðstaða. Verður hráefni, síld og loðnu, dælt beint upp í húsið og flokkað. Næst tekur við véla- salur þar sem þurrkaramir verða. Sfðan kemur gólfið þar sem gamla verksmiðjan var og þar verða pressumar, sjóðararnir og skil- vindumar," segir Þórður. Fyrir utan þetta eru þrærnar komnar undir þak auk þess sem nýtt 200 fermetra ketilhús norðan við bræðsluna var tekið í notkun á árinu. „Upp úr þessu trónir svo 25 m hár reykháfur en upp unt hann fer það litla sem verksmiðjan skilar frá sér,“ sagði Þórður Karlsson eftirlitsmaður með fasteignum félagsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.