Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.1998, Qupperneq 12
12 Fréttir Þriðjudagur 29. desember 1998 MinnisuardiumRafveituna í tilefni gosloka var afhjúpaður minnisvarði um hús Rafveitunnar við Heimatorg en húsið fór undir hraun í gosinu 1973. Minnisvarðinn stendur í hrauninu, 14 metrum fyrirofan þann stað sem Rafveituhúsið stóð á. Garðar Sigurjónsson, fyrrverandi rafveitu- stjóri, afhjúpaði minnisvarðann. EndurbæturA Íþrúttamidstöd Opnuð voru tilboð í endurbætur og viðbyggingu við íþróttamiðstöðina. Steini og Olli reyndust eiga lægsta tilboðið, upp á 109 milljónir eða 81% af kostnaðaráætlun. Vartilboði þeiira tekið. Guddjúrgsumarstúlkan Sjö stúlkur, hver annarri fallegri, kepptu um titilinn Sumarstúlka Vest- mannaeyja 1998. Keppnin fór fram á Höfðanum og var til fyrirmyndar á allan hátt. Guðbjörg Guðmannsdóttir varð hlutskörpust þeirra. Nýir prestar radnir Akveðið var að ráða séra Kristján Björnsson sem sóknarprest í Vest- mannaeyjum og Báru Friðriksdóttur, guðfræðing sem prest. Bára kemur frá Hafnarfirði en Kristján hel'ur verið sóknarprestur á Hvammstanga. SlGRÚN INGA STÖDVARSTIÚRI Sigurður Jónsson, stöðvarstjóri Pósts og síma í Vestmannaeyjum, tók við starfi sem stöðvarstjóri Islandspósts í Mosfellsbæ. Sigrún Inga Sigurgeirs- dóttir var ráðin sem stöðvarstjóri Is- landspósts í Vestmannaeyjum. VaraðvidPúpum Baráttan um Keikó tók á sig ýmsar myndir og Austfirðingar margir hverjir áttu erfitt með að sætta sig við að hvalnum skyldi valin búseta í Eyjum. í auglýsingu þar fyrir austan var fólk varað við að fara á dansleik með hljómsveitinni Pöpum sem væru frá hinum samviskulausu Vest- mannaeyjum. Voru Eskfirðingar hvattir til að fara fremur á dansleik með Greifunum frá Akureyri. Þetta hafði sín áhrif og varð að aflýsa dansleik Papanna. Þótti þeim að vonum hart að mega gjalda þess að þrír þeirra eiga ættir sínar að rekja til Vestmannaeyja þó svo að enginn þeirra sé búsettur hér lengur. 30ARAAFMÆIIVATNSVEITU Þess var minnst í júlí að 30 ár eru liðin síðan vatnsleiðsla var lögð hingað frá fastalandinu. Á sínum tíma var það Surtseyjargosið sem ýtti á eftir þeim framkvæmdum en regnvatn af þökum var nær óhæft lil drykkjar vegna ösku af völdum gossins. Adstadafyrirdýraiækni Komið var upp aðstöðu fyrir dýralækni í Eyjum í gamla líkhúsinu, eða Villunni eins og húsið er oftast kallað. Páll Stefánsson, framkvæmda- stjóri Dýralæknaþjónustu Suðurlands, sagði að stefnt væri að því að dýralæknir kæmi til Eyja einu sinni í mánuði en eftirspurn myndi einnig ráða þjónustunni við Eyjar. Orlofshús vid Ofanleiti Valgeir Jónasson, smiður og handa- vinnukennari, hyggst reisa orlofshúsa- byggð fyrir ofan hraun í landi Ofanleitis. Valgeir hefur í huga að reisa tíu orlofshús og hefur jregar lokið við smíði eins þeirra. Samhliða orlofshúsunum ætlar Valgeir að koma upp aðstöðu fyrir húsbíla, svo og tjaldstæði. ÁSÆLDUST FÉI GaUJULUNDI Einhverjir hafa að líkindum eytt um efni fram á þjóðhátíð og séð fram á að laga þyrfti ijárhaginn með einhveijum ráðum. Þau Erlendur Stefánsson og Gauja, kona hans, hafa á undanfömum árum eytt flestum sínum frístundum í að fegra og prýða lundinn sinn austur á hrauni, gestum og gangandi til ómældrar ánægju. En einn morguninn komu þau að aurabauknum í lund- inum brotnum. Venjan er sú að gestir láta fé af hendi rakna þegar þeir eiga leið um lundinn. En þessir gestir höfðu annan hátt á og hirtu það fé sem í bauknum var. Glöggtergestsaugad ítalskur mannfræðingur, sem hér var á þjóðhátíð, sagði að íslendingar drykkju eins og víkingar. Raunar ætti hið sama við frændur okkar, Fær- eyinga, en mannfræðingurinn hafði einnig verið á Olafsvöku. Hann sagði að þjóðhátíð minnti um margt á kjöt- kveðjuhátíðir í hans heimalandi. Þá vitum við það. Fyrsti hvellurinn Eftir nær látlausar stillur. allt sumarið, kom loks að því að hann hvessti. Blés hraustlega um aðra helgina í ágúst og komst vindur í ellefu stig. Ekki varð tjón af en bjarga varð tveimur gúmmí- tuðrum Álseyinga sem slitnuðu upp frá bóli við eyna. Fáránlegt athæfi Ungur maður varð fyrir þeirri ó- skemmtilegu reynslu einn morguninn að fá stein í höfuðið þar sem hann sat og lét fara vel um sig í heita pottinum í sundlauginni. Steininum var kastað yfir girðinguna og ljóst að þar höfðu börn ekki verið að verki. Flytja varð piltinn á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. FúLLUR ÚYNDIS Þess eru mörg dæmi að fólk fyllist óyndi þegar dag tekur að stytta. En Guðmundur kantor Landakirkju var ekki fullur óyndis vegna fækkunar á dagstundum. Hans ógæfa var sú að hin dúnmjúka Citroenbifreið hans bilaði uppi á landi. Guðmundur, sem ekið hefur Citroen í 30 ár, reyndi að fá aðra slíka til að geta haldið akstri sínum áfram um landið en slíkir kostagripir voru ekki á lausu þá stundina svo að hann varð að gera sig ánægðan með næstbesta kostinn og fékk Volvo. En sú sænska framleiðsla býr ekki yfir mýkt og yndisþokka hinna frönsku bíla og því fylltist Guðmundur óyndi sem hann taldi fullvíst að myndi ekki læknast fýrr en Heilagara en allt heilagt Nokkur fiðringur var kominn í fólk eins og alla jafna síðustu dagana fyrir þjóðhátíð. Skipafélögin Eimskip og Samskip tilkynntu að engar skipa- komur yrðu hjá þeim um þjóð- hátíðarhelgina. Ástæðan var mjög einföld. Hægt væri að kalla út mann- skap alla daga ársins til vinnu við skip, sama hvort væri á jólum eða páskum. En á þjóðhátíð, nei takk, hún væri heilagari en allt sem heilagt er. Nýir útgerdarmenn Þeir bræður Sigurjón og Gunnar Dairi Adolfssynir keyptu 147 tonna bát sem Nokkur barátta við veðurguðina setti mark sitt á þjóðhátíð eins og oftar. En þegar upp var staðið var það mál manna að þessi þjóðhátíð væri einhver hin besta sem haldin hefur verið (er það ekki þannig á hverju ári?). Talið var að aðsóknarmet hefði verið slegið í þetta sinn og tala gesta farið vel yfir tíu þúsund manns. Þrátt fyrir allan þennan fjölda hafði lögregla ekki meira að gera en á venjulegri þjóð- hátíð og engin alvarleg mál komu upp. Lítið var um ólögleg fíkniefni, þeim mun meira af því löglega, og engin nauðgun var kærð. Sem sagt, allt í lukkunnar velstandi. Skólar hófust í september og nýnemar voru boðnir velkomnir í Framhaldsskólann á viðeigandi hátt. Valgeir Jónasson, smiður, handavinnukennari og gæsabóndi að Ofanleiti, hóf byggingu orlofshúsa í Ofanleitislandi. Glaðningurinn birtur Skattskráin var lögð fram rétt eftir þjóðhátíð (kannski af nærgætni). Enn sem fyrr yfirtóku skipstjórar og útgerðarnrenn efstu sætin og af tíu hæstu skattgreiðendum var það aðeins Hanna María apótekari sem var utan sjávarútvegsins en hún lenti í 4. sæti með rúmar fimm milljónir. Hæstu gjöld greiddi Kristbjöm Ámason, skipstjóri á Sigurði og heimsmethafi í loðnuveiðum með 6,8 milljónir, í öðm sæti var Jóhann Halldórsson, útgerðar- maður, með 6 milljónir og Matthías Oskarsson, útgerðannaður í þriðja sæti með 5,3 milljónir. í fimmta til níunda sæti voru svo eintómir loðnuskip- stjórar með gjöld á bilinu tjórar til fimm milljónir. Tvö skip frá Eyjum reyndu fyrir sér á makrílveiðum í færeyskri lögsögu, Antares og Sighvatur Bjamason. Afli var lítill lil að byrja með en menn vom sáttir við árangurinn enda um hálf- gerðar tilraunaveiðar að ræða. MlKIL AUKNING FARÞEGA Fyrstu sjö mánuði ársins var um mjög mikla aukningu að ræða í llutningi farþega til Eyja. Lítils háttar aukning var hjá Herjólfi en í fluginu var um stórt stökk að ræða og þá aðallega hjá íslandsflugi og Flugfélagi Vestmanna- eyja. Hjá íslandsflugi hafði farþega- fjöldinn tvöfaldast milli ára, fór úr 7000 farþegum árið 1997 í 14000 á þessu ári. Tveirámakríl Fjölmennasta þjóðhátíð frá upphafi var haldin og fór hið besta fram. Lundaueidimetid slegid Sigurgeir Jónasson, frá Skuld, hefur átt metið í lundaveiði í 21 ár en hann veiddi á sínum tíma 1204 fugla á einum degi í Álsey. En nú sló ungur veiðintaður í Ystakletti, Jón Kristinn Ólafsson þetta met er hann veiddi 1420 fugla yfir daginn. Jón Kristinn sat við í 11 tíma en Sigurgeir aðeins átta og háll'an þannig að tölurnar eru ekki alveg sambærilegar. þeir gáfu nafnið Adólf Sigurjónsson eftir föður sínum heitnum. Raunar hafa þeir bræður verið þekktari fyrir rekstur bifreiðaverkstæða og sögðust þeir myndu halda þeim rekstri áfram þrátt fyrir að vera komnir í útgerð. Agúst Fjölmennasta ÞJÚÐHÁTÍÐ FRÁ UPPHAFI

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.