Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Page 9
Fimmtudagur 26. ágúst 1999 Fréttir 9 senda varð Dodda til Danmerkur. „Það var pantað pláss fyrir mig í Danmörku en þá sá ég orðið mjög lítið. Ég var í viku í rannsóknum á Landspítalanum áður en ég var sendur út.“ í reiðuleysi á Kastrup Ekki var um að ræða að Inga fengi að fylgja Dodda og fór hann því ein- samall með flugvél til Danmerkur. „Ég kunni ekkert í dönsku og var því algjörlega bjargarlaus þegar þeir sem áttu að sækja mig á Kastrupflugvöll létu ekki sjá sig. Eg var settur á gang þar sem fólk gekk fram og til baka. Það var ekki fyrr en um kvöldið þegar átti að fara að loka að íslensk flugfreyja sá mig. Hún gerði strax viðeigandi ráðstafanir og sá til þess að ég komst loks á Hersjúkrahúsið í Kaupmannahöfn." Ekki voru fyrstu kynni Dodda af Danmörku og Dönum upp á marga fiska því mennimir í sjúkrabflnum vom önugir og leiðinlegir og ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að Doddi gat ekki borgað þeim. Þegar þama var komið í viðtalinu grípur Inga inn í og segir að stéttaskipting hafi þá verið mun skarpari í Dan- mörku en þau áttu að venjast hér á landi. „Ég var með nógan pening en það vantaði að skipta ávísuninni sem ég var með. Islensk hjúkrunarkona sem þama var bauðst til að borga fyrir mig eftir fyrstu nóttina. Það kom sér vel því fólkið var ekkert hrifið af þessum sjómanni sem kominn var frá Islandi,“ segir Doddi. „Það stóð sjómaður á pappímnum sem hann var með en í passanum stóð skipstjóri. Þegar þeir sáu það breyttist framkoma og viðmót til hins betra,“ skýtur Inga inn í. Með stærstu aðgerðum sem þá vom gerðar Þegar Doddi er spurður að því hvort hann hafi ekki verið hræddur við aðgerðina sem framundan var svarar hann því neitandi. „Ég gekk í gegnum ótal rannsóknir eins og ég hafði gert heima. Þegar kom að aðgerðinni var ég orðinn mjög veikur og leiddi ekki svo mikið hugann að henni. Ég fékk að senda skeyti heim og þá sagði ég að mér liði vel. Yfirhjúkrunarkonan sagði reyndar að það væri kannski of mikið að segja daginn íyrir aðgerðina að mér liði vel. Ég vissi ekkert hvemig mér liði daginn eftir." Það lýsú kannski kjarki að halda því fram að sér liði vel því aðgerðin sem Doddi var að fara í er meðal þeirra stærstu sem gerðar vom á þessum tíma. Það var þó huggun harmi gegn að alltaf lá fyrir að æxlið var ekki illkynjað. „Þeir spurðu mig strax að því hvort ég hefði einhvem tímann fengið höfuðhögg. Ég sagði að það gæti alltaf hafa gerst á sjónum og þá væri ekki mikið verið að velta sér upp úr því.“ Aðgerðin fór þannig fram að hluti úr höfuðkúpunni aftanverðri var sagaður úr og neðst til að komast að æxlinu. Doddi segir að sér hafi alla tíð verið ljóst að aðgerðin var hættuleg en honum var tjáð að í versta falli missti hann sjónina á öðm auganu. Það átti þó eftir að fara öðm vísi því eitthvað gerðist í aðgerðinni. Það varð slys eða læknirinn, sem var frægur skurðlæknir á þessum ámm, gerði mistök. „Það tók tvo sólarhringa að vekja mig eftir aðgerðina og var ástandið það alvar- legt að Inga var kölluð til Kaup- mannahafnar. Þegar ég vaknaði kom í Ijós að ég var sjónlaus, heymarlaus á öðm eyra og með mikið skerta heym á hinu og svo var ég lamaður hægra megin.“ Mistök Doddi hefur ekki eytt tímanum í að velta sér upp úr hvað þama gerðist en þama hafa orðið læknamistök og eitthvað skorið í sundur sem ekki átti að skera. „Ég var spurður að því eftir á hvort ég hefði haldið að ég væri að deyja. En það hvarflaði aldrei að mér. Ég man reyndar lítið eftir þessu tímabili, var máttlaus, gat ekki risið upp eða neitt." Doddi var í sjö vikur úti og sem dæmi um hvað veikindin höfðu lagst þungt á hann má nefna að hann var 85 kg þegar hann fór út en ekki nema 50 kg þegar hann kom heim. Hann lá á Landspítalanum fram í byijun febrúar 1957 en þá var hann drifinn heim til var að allir vom tilbúnir til að leggja þeim lið. „Það vildu allir hjálpa okkur, það kom bara ekki annað til greina hjá fólki. Það var keyptur austurþýskur bfll. Hann var með tvígengisvél og hefur sennilega verið einskonar forveri Trabants." Bfllinn kom að góðum notum því ekki var inni í myndinni að gefast upp. Var hann notaður til að framleiða bátatóg úr netariðli. „Við nutum aðstoðar fjölskyldunnar við að safna riðli sem var safnað í hnykla. A „Þegar búið var að skera af netunum var bundið utan um riðilinn þannig að ég gat fundið endann og þá var þetta ekkert vandamál," segir Doddi. Daglega lífið Hvemig gekk þér tilindum manninum að fóta þig í daglegu lífi? „Ég var lamaður sem kom í veg fyrir að ég gæti gengið úti. Það hefur því komið í hlut Ingu að leiða mig um. En hér heima fer ég um allt nema í stofunni. „Menn sætta sig aldrei við þetta mikla fötlun en maður getur lært að lifa með henni. Ég er ekki bitur en það var sárt að þurfa að hætta að vinna. Það var högg en ég öfunda engan og gleðst þegar einhverjum gengur vel. Það voru allir tilbúnir að hjálpa eins og hægt var og svo held ég að trúin hjálpi mikið,“ segir Doddi en Inga grípur orðið. „Trúin og bænin hjálpuðu okkur mikið og að eiga biðjandi foreldra og félaga í söfnuðinum var líka mikil Guðs gjöf,“ skýtur Inga inn DODDI og Inga hafa staðið saman í gegnum þykkt og þunnt og létu ekki bugast þó heimilisfaðirinn stæði allt í einu uppi sjónlaus, með verulega skerta heyrn og lamaður öðru megin. Eyja því yfir vofði flugmannaverkfall. Að byija upp á nýtt Á rúmlega hálfu ári höfðu orðið algjör endaskipti á lífi hjónanna að Faxastíg 2 A. Húsbóndinn orðinn heilsulaus og öryrki á fleiru en einu sviði og framundan var að halda heimilinu saman og skapa framtíð fyrir þau og dætumar tvær. Atvinnumöguleikamir vom ekki miklir fyrir heimilis- föðurinn. „Það fyrsta sem ég fékk að gera var að hnýta á tauma fyrir Ársæl Sveinsson og í framhaldi af þvf fór ég að setja upp línu,“ segir Doddi. Hvemig var að vera allt í einu um- lukinn stöðugu myrkri? ,,Ég hef mikið verið spurður að því hvort myrkið sé ekki svart. Það finnst mér ekki. Það er eins og það sé alltaf ljós í kringum mig. Fyrst eftir að ég kom heim sá ég mun á því hvort kveikt var eða slökkt en það hvarf fljótlega. Þrjátíu og tveggja ára var ég orðinn blindur. Það var verið að segja við mig að þetta ætti eftir að lagast en það gerðist ekki. Ástæðan fyrir þvf að ég er algjörlega blindur er lömunin hægra megin.“ Allt selt nema húsið Til að sjá íjölskyldunni farborða urðu þau að selja hlut sinn í Björgvin II, útgerðarhúsið og annað sem þau áttu. „Það varð allt að fara en við áttum hlut í Olíusamlaginu, Lifrarsamlaginu, heildsölu og Vinnslustöðinni. Mér þótti sárast að sjá á eftir hlutnum í Vinnslustöðinni því þar var ég einn af stofnendunum." Þau nutu þess að eiga þessar eignir en það sem gerði kannski útslagið með að þeim tókst að halda heimilinu bflnum var svo vél sem sneri riðlinum saman í lengjur sem síðan voru fléttaðar saman. Ur þessu varð bátatóg sem líkaði vel enda níðsterkt og gaf vel eftir í miklu sogi. Var það selt um allt land.“ Þau sáu fram á að þarna væri möguleiki á að skapa vinnu fyrir Dodda og þróaði Erlendur bróðir hans fullkomna vél til að snúa saman riðilinn. „Elli fann upp þessa vél sem er vestmanneysk allt frá hugmynd til smíði en Guðjón Jónsson í Magna sá um þá hlið.“ Vísir að vemduðum vinnustað Úr þessu öllu varð til lítið fyrirtæki í kjallaranum á Faxastígnum og með nýju vélinni var hægt að framleiða tóg af öllum lengdum. „Við framleiddum tóg með vélinni í rúllur sem síðan voru splæstar saman með langsplæsi. Þannig gátum við haldið endalaust áfram. Við vorum með nokkra í vinnu og má segja að þarna haftð verið fyrsti vemdaði vinnustaðurinn í Vestmanna- eyjum. Það var misjafnt hvað margt fólk var hjá okkur en í allt voru það 17 sem voru að hjálpa mér. Þetta var alls konar fólk. Sumir höfðu orðið að hætta annars staðar vegna aldurs eða örorku. Menn fengu að hafa þetta eins og þeir vildu og einum man ég eftir sem fékk að leggja sig um miðjan dag og koma svo aftur." Framleiðslan var komin í fullan gang í kringum 1960 og hélt áfram til 1984 en þá fór Doddi að vinna í Kertaverksmiðjunni Heimaey sem er vemdaður vinnustaður. Doddi sá um vélina en hvemig fór hann að því? Það var mikill skóli þegar ég kynntist fólki í Reykjavík sem var blint eins og ég. Andrés Gestsson (Andrés blindi), sem hér bjó á þessum árum, hjálpaði mér líka mikið. Við vomm um tíma í Blindrafélaginu en þeir sem við þekkt- um þar em horfnir og við þekkjum ekki unga fólkið sem tekið hefur við.“ Þau starfa í Félagi eldri borgara en það takmarkast við getu Dodda. „Ég hef fengið að fljóta með í því sem ég get. Við höfum farið í ferðalög með félaginu og þó ótrúlegt sé fmnst mér það mjög gaman. Við emm heldur ekki ein, eigum við okkar nánustu að og söfnuðinn þannig að allt hjálpast að til að létta okkur lífið,“ segir Doddi. Sættir sig aldrei við blindu Hefurþú sœtt þig við þetta hlutskipti? í en hún hefur staðið eins klettur við hlið manns síns í þau 43 ár sem liðin em frá því hann veiktist. Og við skulum leyfa henni að eiga síðustu orðin: „Ég vildi að allir hefðu það eins gott og við. Við emm með alla okkar í kringum okkur, emm út af fyrir okkur og á meðan ég held heilsu höfum við mikið að þakka fyrir.“ Ég hef heilsu, föt og fóður. Fæ að lifa vinum hjá. Skyldi ég ekki, Guð minn góður, glöð og ánægð vera þá. „Ég veit ekki hver orti vísuna en ég get gert orð hennar að mínum," sagði Inga sem aldrei hefur látið bugast þó ekki hafi allt gengið að óskum í lífinu. Ó.G. MÁLVERK af Björgvin II er í öndvegi í stofunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.