Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Page 14
14 Fréttir Fimmtudagur 26. ágúst 1999 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 26. ágúst Helgistund í Hraunbúðum kl. 11.00. Föstudagur 27. ágúst Utfararguðsþjónusta Friðriks Ingvarssonar kl. 14.00. Laugardagur 28. ágúst Útfararguðsþjónusta Guðna Ólafssonarkl. 14.00 Sunnudagur 29. ágúst, höfuðdagur Guðsþjónusta kl. 11.00 Kaffisopi á eftir í safnað- arheimilinu. Nú er kominn tími á að mæta til kirkju og biðja fyrir góðu síðsumri. Kristján Bjömsson. Fimmtudagur 2. september: Helgistund á sjúkrahúsinu, dagstofu 2. hæð, kl. 14.30. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningasamkoma. Steingrímur Ágúst Jónsson predikar. Allir hjartanlega velkomnir Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 28. ágúst Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Biblían talar 481- 1585 Golf: Islandsmeistaramót unglinga í Eyjum Kalli varð íslandsmeistari Landsmót unglinga í golfí var haldið í Vestmannaeyjum um síðustu helgi og er það hið fjöl- mennasta til þessa. Keppendur voru 168 frá 17 golfklúbbum en í fyrra voru keppendur um 140. Leikið var í þremur aldursflokkum pilta og stúlkna eða alls sex flokkum. Þetta var þriggja daga mót, hófst á föstudegi og lauk á sunnudag. Öll framkvæmd mótsins tókst eins og best varð á kosið. Veður var þokkalegt ef undan er skilinn síðari hluti laugardags en þá varð að hætta keppni hjá yngsta stúlknaflokknum eftir níu holur. GV átti 17 af keppendum í mótinu og var árangur þeirra misjafn en góður sé litið á heildina. Hæst ber þó árangur Karls Haralds- sonar sem varð efstur í sínum aldurs- flokki og þar með íslandsmeistari. Karl, sem er með 7 í forgjöf, byrjaði ekki vel á fyrsta degi, lék þá 18 holumar á 84 höggum en bætti um betur á laugardag á 74 höggum eða aðeins fjóra yfir pari vallarins og endaði svo á 78 höggum á sunnudag og það nægði honum til sigurs. Þessi varð árangur efstu keppenda í hveijum flokki: Drengir 12 -13 ára: 1. Sigurbergur Sveinss. GK 246 h 2. Amar V Ingólfsson GH 251 h 3. Elfar Halldórsson GA 264 h Drengir 14 -15 ára: 1. Karl Haraldsson GV 236 h 2. Ingvaldur B Erlendss GK 238 h 3. Magnús Lárusson GKJ 241 h Drengir 16 -18 ára: 1. Guðmundur I Einars GSS 228 h 2. Ingvar K Hermannss GA 230 h 3. Tómas Salmon GR 230 h Stúlkur 12 -13 ára: 1. Tinna Jóhannsd. GK 195 h 2. María Ósk Jónsd. GA 230 h 3. Eva B. Halldórsd. GSS 246 h Stúlkur 14 -15 ára: 1. Harpa Ægisdóttir GR 274 h 2. Kristín R Kristjánsd. GR 274 h 3. Ingibjörg Einarsd. GR 284 h Stúlkur 16 -18 ára: 1. Helga R S vanbergsd GKJ 239 h 2. Nína B Geirsdóttir GKJ 249 h 3. Katrín D Hilmarsd. GKJ 251 h Tveir keppendur fóru holu í höggi á Á efri myndinni eru frá vinstri, Ingvaldur Ben Erlendsson GSS, íslandsmeistarinn Karl Haralds- son GV og Magnús Lárusson GKJ. Á neðri myndinni er Eyjakonan Kolbrún Sól, GK en hún náði sér ekki á strik í mótinu. mótinu. Það vom þeir Gunnar Þór Gunnarsson GKG og Björgvin Guð- mundsson GK. Gunnar K. Gunnarsson, formaður GV, var formaður mótsnefhdar. Hann lauk miklu lofsorði á alla framkomu keppenda sem verið hefði þeim til mikils sóma. Þeir hefðu verið verð- ugir fulltrúar sinna klúbba. Þá segir Gunnar að golfvöllurinn hafi hlotið einróma lof, bæði keppenda og fararstjóra. Um 20 manns frá GV unnu við mótið, auk vallarstarfs- manna, og sagði Gunnar það fólk hafa unnið mikið og gott starf, bæði við undirbúning og svo mótið sjálft. Kvennaknattspyrnan: Biddý skoraði sex mörk með landsliðinu Bryndís Jóhannesdóttir, leikmaður ÍBV, var valin til að spila fyrir íslands hönd með landsliði skipað stúlkum 18 ára og yngri. Tilefnið var forkeppni Evrópukepninnar og Iék íslenska landsliðið 3 leiki sem allir unnust. Biddý, eins og hún er kölluð, kom sterk inn og skoraði 6 mörk í leikjunum þremur. Ertu sátt við þína frammistöðu í leikjunum? , Já ég held ég geti ekki verið annað, sex mörk í þremur leikjum er ansi góð bytjun." Nú er óhœtt að segja að þú hafir komið þér á framfœri í leikjunum, en eru þetta fyrstu leikimir sem þú spilar fyrir Islands hönd? „Nei, í lyrra spilaði ég með undir 17 ára landsliðinu í Norðurlandamótinu en okkur gekk ekkert svakalega vel, töpuðum tveimur leikjum, gerðum eitt jafntefli og skoruðum ekki eitt einasta mark.“ Eru einhver verkefhi framundan hjá landsliðinu? ,Já, við komumst áfram í milliriðil og hann verður spilaður í Sviss seinni hlutann í október, en þess á milli verða stífar æfingar í Reykjavík, jafnvel íjórar til fimm í viku þannig að þetta á eftir að verða dálítið strembið.“ Ertu sátt við gengi IBV í sumar? „Nei ég er ekki alveg nógu sátt við gengi okkar í deildinni í sumar. Miðað við styrk hópsins eigum við að geta mun betur. Annars höfum við verið að sýna góða takta inn á milli, eins og t.d. í bikamum en stöðug- leikann vantar í leik okkar.“ Nú hafa ensku stúlkurnar horfið á braut, finnst þér leikur liðsins hafa versnað eftirþað? ,J9ei alls ekki, breiddin er það mikil í liðinu, ungar og efnilegar stelpur eru að koma upp og þama gefst þeim kjörið tækifæri á að öðlast dýrmæta reynslu. Leikur liðsins hefur kannski breyst eitthvað, en ekki versnað." Hvort er betra að spila með Kelly eða Hrefnu ífremstu víglínu? „Verð ég ekki að segja að það sé betra að spila með Hrefnu, Kelly les þetta hvort sem er ekki. Nei, nei, þær eru það ólíkir leikmenn að það er varla hægt að bera þær saman.“ Eitthyað að lokum? „Ég vil bara hvetja bæjarbúa að standa við bakið á okkur áfram, stuðningur þeirra hefur verið mjög góður það sem er af sumri enda era Eyjamenn bestu stuðningsmenn landsins." BRYNDÍS Jóhannesdóttir er með efnilegustu leikmönnum sem ÍBV hefur á að skipa í kvennaboltanum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.