Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 10. febrúar2000 Bára Grímsdóttir, tónlistarmaður og tónskáld segir frá námi sínu, Skrýtið hvernig líf manns þróast BÁRA: -Ég var orðin sjö ára, þegar ég byrjaði að læra á blokkflautu í Barnamúsíkskólanum, sem var þá á efstu hæðinni í Iðnskólanum og nian enn þegar ég og mamma leiddumst yflr Skólavörðuhoitið. Bára Grímsdóttir tónlistar- maður og tónskáld hefur búið í Eyjum síðastliðin sex ár. Hún hefur kennt við Tónlistarskóla Vestmanna- eyja og verið ötul í því að drífa upp tónlistarlífið í Eyjum með því meðal annars að endurvekja Samkórinn, hún hefur verið við tónlistarkennslu í Hamarsskóla og einnig stjórnað barnakór þar. Bára á fjölbreytt tónlistarnám að baki, bæði heima og erlendis og hlaut meðal annars þriggja mánaða styrk úr tónskáldasjóði lista- mannalauna á síðasta ári til að sinna tónsmíðum. Bára fæddist á Blönduósi, ólst upp fyrstu árin í Grímstungu í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, en flutti fjögurra ára gömul til Reykjavíkur. Öll systkinin í tónlistarskóla Var ekkert erfitt að yfirgefa sveitina? „Jú.foreldrar mínir bjuggu með föðurafa mínum og ömmu í Gríms- tungu og eftir að við fluttum suður saknaði ég aðallega ömmu minnar. Við skrifuðumst á í mörg ár. I Reykjavík fór pabbi að vinna verka- mannavinnu og ýmislegt tilfallandi. En við fórum alltaf norður á sumrin, og þegar afi og amma komu í bæinn var mikil gleði. Það var alltaf hlýtt á milli okkar ömmu. Hún sagði mér til dæmis sögu af því þegar ég kúrði uppi í rúmi hjá henni með sálmabókina og ég söng upp úr henni, þó að ég hafi haldið henni öfugri." Bára segir að öll systkini hennar hafi farið í tónlistarskóla, en aðeins hún og bróðir hennar Lárus Halidór hafi haidið áfram tónlistamámi. Foreldrar mínir höfðu gaman af því að syngja, auk þess sem pabbi var mikill kvæðamaður, en það var minna um hljóðfæraleik hjá þeim og lítill áhugi á klassískri tónlist. Þetta var fyrst og fremst áhugi á söng og þess vegna var mikið sungið heima.“ Foreldrar Bám fluttu á Bragagötuna í Reykjavík, þar sem mamma hennar býr reyndar enn þá. „Ég var orðin sjö ára þegar ég byrjaði að læra á blokkflautu í Barnamúsíkskólanum, sem var þá á efstu hæðinni í Iðn- skólanum og man enn þegar ég og mamma leiddumst yfir Skólavörðu- holtið, og ég á leiðinni í fyrsta tímann. Þetta var hóptími og við vorum að uppgötva það um daginn að við Eyvindur, maðurinn minn, höfðum verið saman hjá Lenu Rist í ein- hverjum svona hóptímum einmitt í Bamamúsíkskólanum. Þegar ég var níu ára fór ég að læra á píanó og hélt því áfram í Tónlistarskóla Reykja- víkur, fór þar síðar tónmennta- kennaradeild og kláraði hana 1983. Ég fór einnig að kenna forskólahópum í Garðabænum og stjóma MR kómum en eftir að ég lauk tónmenntakennara- deildinni hélt ég samt áfram píanó og söngnámi í Garðabænum ásamt kennslunni. Einnig sótti ég tónsmíða- tíma hjá Karolínu Eiríksdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs." Til Noregs Bára fór svo til Noregs, ásamt manni sínum Eyvindi, sumarið '85 þar sem hún kenndi við Lýðháskóla í Harstad sem er í Norður-Noregi langt fyrir norðan heimskautsbauginn. „Astæða þess að ég fór þangað var sú að það var kominn einhver leiði f mig og við vorum tilbúin að prófa eitthvað nýtt. Reynir bróðir minn bjó þá í Noregi og gekkst í að sækja um vinnu fyrir mig og ég fékk stöðu við skólann. Þar vorum við svo í tvö ár Þetta er mjög fallegur staður og við áttum góðan tíma og þarna fæddist fyrsta barnið okkar hann Andri. Svo var iíka gaman að kynnast þessu lýðháskólaformi. Námið tekur bara eitt ár og nemendur búa á heimavist. Þeir hafa um nokkrar námsbrautir að velja, t.d. músik, handmennt, íþróttir o.fl.“ Nú er ég hætt Hvemig var annars upphafið að því að fara út í tónlistina, sem lifibrauð, var þetta alltaf meðvituð ákvörðun? „Þetta bara þróaðist svona. Það er voða skrítið hvernig lífið þróast. Það var kominn leiði í píanónáminu og ég var flutt að heiman, farin að vinna með skólanunt og fannst þetta mikið álag, sérstaklega þar sem að ég varð alltaf að æfa mig hjá foreldrunt mínum. Svo mætti ég einn daginn óæfð í píanótíma og sagði við Amdísi píanókennarann minn: „Jæja, nú er ég hætt.“ Þá sagði hún: „Bára mín, hugsaðu nú málið, þú getur nú gert svo margt þó að þú verðir ekki endilega píanó- leikari. Þú getur til dæmis athugað með tónmenntakennaradeildina og fleira. Ég fór svo heim og hugsaði málið, æfði mig vel og kom í næsta tíma og sagði: „Ég er byrjuð aftur. Eftir það stefndi ég á að fara í inntökupróf í tónmenntakennaradeild- ina, þá átján ára gömul. Ég var alltaf í tónlistarskóla, nema einn vetur sem ég fór til Danmerkur af hreinni ævin- týraþrá að ég tók mér hlé frá námi. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að starfa við kórstjóm og kenna að ég fór að sjá að ég gat lifað á þessu. Ég lærði m.a. söng, kórstjóm og píanóleik í tónmenntakennaradeildinni, þannig að það var mjög fjölhæft nám. Ég varð mjög hrifin af kórstjórastarfinu og fékk vinnu við það eins og áður segir í Menntaskólanum í Reykjavík, svo stjómaði ég líka einn vetur Átthagakór Snæfellinga í Reykjavík.“ Bára segir að hún hafi líka alltaf verið að glamra á gítar og semja lög, „Þegar ég var í tónmenntakennara- deildinni útsetti ég dálítið af lögum, bæði fyrir kennaranemana og einnig sönglög sem við vorum að syngja. Karí Möller útskrifaðist sama ár og ég, við vomm undirleikarar hjá hvort öðm í söngprófinu. Hann ætlaði að syngja „Karl sat undir kletti“ en ég réði ekki við píanóútsetninguna hennar Jómnn- ar Viðai-, þannig að ég útsetti lagið upp á nýtt og því var vel tekið. Þannig þróaðist þetta með að ég fór í tónfræðideildina haustið 1984. Þar lærði ég tónsmíðar, tónfræði ' og hljómfræði og var látin gera verkefni, t.d að búa til invension og sónatínu sem em gömul tónlistarform og notuð í klassískri tónlist. Þama lærði ég líka hljóðfærafræði sem fjallar um hvemig maður skrifar fyrir öll hljóðfæri og hvemig maður getur kynnt sér og leitað upplýsinga um hljóðfæri sem ekki em algeng, jafnvel skrítin og framandi í sumum tilfellum. I lokaverefninu þurfti ég að skrifa verk fyrir sinfóníuhljómsveit og þá varð maður að úthugsa jafnvægi milli hljóðfæranna og vita hversu hátt og djúpt þau ná og allt þar á milli, auk ýmissa teknískra hluta; maður verður í rauninni að læra inn á hvaða möguleika hvert hljóðfæri hefur. Einnig lærðum við að greina tónverk og skrifuðum ritgerðir og hlustuðum bæði á ný og gömul verk.“ Farðu aldrei út í poppið! Bára kláraði tónfræðideildina 1989 og segir að skrifstofukonan í skólanum, Hólmfríður, haft sagt: „Bára mfn, fá- um við loksins að losna við þig“. ,Ætli ég hafi ekki byrjað í Tón- listarskólanum í Reykjavík 1972 og útskrifast endanlega 1989, svo þú sérð að það var von að konugreyið spyrði. Ég held að ég hafi svarað þessu að líklega væri ég núna að minnsta kosti farin frá þeim. Þegar ég útskrifaðist úr tónmenntakennaradeildinni sagði hún: „Bára mín farðu bara aldrei út í poppið“, en það var dálítið ríkjandi í skólanum að poppið var ekki nógu gott. En ég sagðist ekki myndi lofa henni neinu um það.“ Og þú fórst í poppið, þrátt fyrir þessa bón Hólmfríðar, eða hvað? „Já, ég spilaði eitt sumar með Grýlunum á gítar. Þetta var sumarið 1982, en ég hafði nú kynnst stemmningunni í kringum það, því Lárus bróðir minn spilaði með hljómsveitinni Eik og ég hafði oft farið á böll með þeim, verið baksviðs og kynntist þessum strákum, þannig að þetta var ekkert nýtt fyrir mér, en ég hafði ekkert spilað áður á bölium eða á popptónleikum fyrr en með Grýlunum. Þegar ég var nýbyrjuð í hjómsveitinni spiluðum við m.a. á tónleikum í Laugardalshöllinni. Mér fannst hins vegar frekar erfitt að vera í sviðsljósinu, því að Grýlumar voru frægt band og vom í viðtölum við fjölmiðla. En þetta var mjög gaman og ekki síst ferðalögin, því mér hefur alltaf þótt gaman að ferðast og sá stóran part af landinu fyrir vikið. Við spiluðum til dæmis í Atlavík um verslunarmannahelgi í 30 stiga hita, blíðviðri og góðri stemmningu. Seinna, eða þegar ég var í tón- fræðideildinni, spilaði ég í árshá- tíðarbandi sem hét Frílyst og það var mikið að gera hjá okkur, spilað um hverja helgi, en í þeirri hljómsveit spilaði ég á hljómborð og söng.“ Til Hollands Bára hélt því næst tii Hollands þar sem hún bjó í Amsterdam í fimm ár og hóf nám í Conservatoríinu í Utrecht, hjá kennara sem hét Tristan Keuris „Ég var eitt ár hjá honum og fór síðan á Konunglega Conservatoríð í Den Haag. Þar var ég hjá afskaplega góðum kennara, Louis Andriessen, en hann er eitt þekktasta tónskáld Holl- endinga í dag m.a. fyrir minimal-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.