Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 10. febrúar2000 Fréttir 13 Guðrún Erlingsdóttir skrifar: Árinni kennir illur ræðari Vestmannaeyja- bær getur státað af góðri félags- legri þjónustu, ágætis skólum þó ýmislegt mætti þar betur fara, heilsugæslan er góð en nýting sjúkrahússins er ekki sem skyldi. Flest þjónusta sem hér er veitt miðast við 7 - 8000 manna bæjarfélag, en hér búa í dag einungis tæplega 4600 íbúar. Um og yfir 50 manns hafa verið at- vinnulausir það sem af er þessu ári. Hér vantar allt vertíðarfólkið sem kom í tuga eða hundraða vís hér fyrir nokkrum árum. Hér vantar uppgripin sem skólakrakkamir, heimavinnandi húsmæðumar og fleiri gátu farið í og lagfært aðeins fjárhag heimilanna. Hér vantar ijölbreyttara atvinnulíf, sam- keppni um vinnuaflið þannig að hingað komi fólk til þess að setjast hér að og vinna. Bæjarráð Vestmannaeyja fer með hlutverk atvinnumálanefndar. Því miður vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins þar sem og í bæjarstjóm ekki sjá hvað er að gerast hér í bæ. Hér er atvinnuleysi. Hér hefur verið fólks- fækkun. Hér em fjármál bæjarins á leið í gjögæslu. Það má alltaf deila um ástæður þess að svo er komið fyrir okkur sem nú er, að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent okkur bréf þar sem því er lýst yfir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins sé alvar- leg og virðist sem fjármálum þess sé stefnt í verulegt óefni. Það vom 7 sveitarfélög sem fengu þannig bréf en ekki 19 eins og bæjarstjóri hefur haldið ffam í ræðu og riti. A meðan sjálfstæðismenn í Vest- mannaeyjum betja höfðinu við stein og segja að hér sé allt í blóma í atvinnulífmu, í fjármálunum þá gerist því miður ekkert sem fleytir okkur ffam á við. Það þarf ekki að segja fólki sem býr í sjávarplássi að við séum viðkvæm fyrir aflafbresti. Það þarf hins vegar að finna leiðir til þess að bregðast við þegar aflabrestur verður, eða markaðir fyrir fiskafurðir verða erfiðir. Þróunarfélagi Vestmanneyja er ætlað að taka á atvinnumálum okkar og fær til þess nokkrar milljónir á ári. Nú hefur félagið verið fram- kvæmdastjóralaust síðan snemma í haust. Starfsfólk félagsins sinnir dag- legum rekstri og vinnur þau verk vel. Fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur reyndar verið viðloðandi félagið á meðan hann hefur verið að klára ýmis verkefni, en hann hefur nú snúið til annarra starfa þannig að eftir stendur Þróunarfélagið höfuðlaust. Ekki hefur verið haldinn fundur í Þróunarfélaginu síðan í október, þrátt fyrir að til þess hafi verið vísað ýmsum tillögum vaðandi atvinnumál og þá sérstaklega frá Vestmannaeyjalistanum. Öll umræða um atvinnuleysi og bága fjárhagsstöðu endar á einn veg hjá meirihluta bæjarstjómar „Þetta er nú jafn slæmt eða verra hér eða þar“. Ekki ætla ég sjálfstæðismönnum það, að þeir vilji ekki gera neitt í málefnum bæjarins heldur reikna ég með að afneitun þeirra sé svo mikil að þeim sé ekki sjálfrátt og ef maður er í afneitun þá sér maður ekki hlutina eins og þeir eru. A bæjarstjómarfundi þann 3. febrúar sl. fluttu bæjarfulltrúar Vest- mannaeyjalistans tillögu þess efnis að leysa bæjarstjóra frá störfum og ráða sem bæjarstjóra einstakling með góða þekkingu á fjármálastjóm, sá ein- staklingur haft það að meginmarkmiði að stokka upp í fjármálastjóm bæjar- ins og reyna að finna leið út úr ógöngunum. Tillaga okkar gekk einnig út á það að nýr bæjarstjóri ynni bæði með meiri- og minnihluta bæjarstjómar, félagsmálaráðuneytinu og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. í sjónvarpsviðtali sagði Guðjón Hjörleifsson, núverandi bæjarstjóri, að tillaga þessi væri per- sónulegar árásir á sig. Það er ekki rétt. það er fjármálastefna sjálfstæðis- flokksins sem hefur siglt í strand og það þarf að kalla út björgunarlið. Við sem búum hér í Eyjum og ætlum að gera það áfram eigum kröfu á að tekið sé til hendinni í fjármálum bæjarins, hér verði fenginn nýr skipstjóri í brúna með ferskar hugmyndir og aðra sýn á ástandið í bænum. Hér verði gert átak í atvinnumálum og það strax en ekki í vor, því upplýst hefur verið að ráða eigi framkvæmdarstjóra fyrir Þróun- arfélagið í apríl. Þegar atvinnuástandið lagast og fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri líta dagsins Ijós þá fjölgar hér fólki í Eyjum, því hér höfum við svo margt upp á að bjóða sé haldið rétt á spilunum. Hvar er nú metnaðurinn, og sjálfsbjargarviðleitn- in sem einkennt hefur okkur Eyjamenn í gegnum tíðina? Þeir eru menn að meiru sem viðurkenna mistök sín og horfast í augu við raunveruleikann. Það hafa sjálfstæðismenn ekki gert hingað til, þeir hafa haldið áfram í þeirri trú að þeir væru að gera rétta hluti. Nú er hins vegar staðfest af opinberum aðilum að breyta verður um stefnu eigi ekki að stjóma fjármálum Vest- mannaeyinga úr gjörgæslu af fasta- landinu. Höfundur er bœjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans Fjármál á f immtudegi f "j Eftir Bjarka Brynjarsson Ávöxtu n skuldabréfa Talsverðs miskilnings gætir oft þegar rætt er um ávöxtun skuldabréfasjóða t.d. hvaða áhrif almennar vaxta- breytingar hafa og hver sé þýðing áritaðra vaxta á skuldabréfum. Þegar menn huga að fjárfestingar- möguleikum taka þeir mið af þeim ávöxtunartölum sem gefnar eru út fyrir hina ýmsu möguleika. Mikilvægt er að samanburður á þessum ávöxtunartölum sé gerður á sambæri- legum gmnni og að tekið sé tillit til kostnaðarliða, áhættu og hreyfanleika. Þannig er auðvitað nauðsynlegt að gera greinarmun á nafnávöxtun og raunávöxtun, þ.e. ávöxtun umfram hækkun lánskjaravísitölu. Oft er um óraunhæfan samanburð á ávöxtunartölum að ræða t.d. þegar borin er saman ávöxtunarleið þar sem horft er á ávöxtun í fortíðinni annars vegar og hins vegar tölur um fram- tíðarvæntingar. Dæmi um þetta má nefna þegar borin er saman annars vegar ávöxtun verðbréfasjóðs, en þær tölur eru alltaf lýsing á því sem liðið er, og hins vegar fastir vextir á skuldabréfum, sem gefa til kynna hver ávöxtunin er, sé bréfið í eign Ijár- festisins út líftíma bréfsins. Eignir verðbréfasjóðs em samkvæmt lögum metnar á markaðsvirði. Ef markaðsvextir hafa almennt hækkað hefur verðmæti bréfa f sjóðnum rýmað og ávöxtun sjóðsins því versnað, en væntingar til ávöxtunar sjóðsins í framtíðinni hafa hins vegar vaxið vegna hækkunar ávöxtunar- kröfu og em því ekki í samhengi við ávöxtun sjóðsins í fortíðinni. Hið sama gildir auðvitað ef ávöxtunar- krafa á markaði hefur almennt lækkað og verðmæti bréfa sjóðsins þannig vaxið og ávöxtun sjóðsins að sama skapi, en væntingar til ávöxtunar sjóðsins í framtíðinni ættu þá að minnka og ávöxtunartölur úr fortíðinni gefa ekki mynd af framtíðará vöxtun. Samanburður ávöxtunar verðbréfa- sjóðs annars vegar og einstaks skuldabréfs hins vegar er því með sömu rökum óraunhæfur þegar borin er saman annars vegar ávöxtun í fortíð og hins vegar framtíðarvæntingar. Auk þess skila fastir vextir skulda- bréfsins sér ömgglega til fjárfestisins eigi hann bréfið úl lokagjalddaga þess. Ef selja þarf bréfið fyrir gjalddaga þess ræðst verðmæti þess, og þá um leið sú ávöxtun sem skilaði sér til fjárfestisins, af þeirri ávöxtunarkröfu sem gerð er til bréfsins við sölu þess. Fyrir þá sem huga að fjárfestingu í verðbréfasjóðum er einnig nauð- synlegt að taka tillit til þess kostnaðar sem fylgir fjárfestingu í hverjum sjóð. Stærsti hluti þessa kostnaðar liggur í mismun á kaup- og sölugengi þ.e. mismun á því gengi sem hlut- deildarskírteini í verðbréfasjóði em keypt og seld á. Algengt er að þessi munur sé á bilinu 0,5% til 3,0%. Bjarki A. Btynjarsson Forstöðumaður Kaupþings hf. á Suðurlandi Dansfjör á Fjörunni Fjaran hefur tekið miklum breyt- ingum á undanfórnum vikum og er að fara úr því að vera veitinga- staður í skemmtistað þar sem hægt er að stunda fótamennt af miklum krafti. Um ieið hafa rekstraraðilar ákveðið að stefna hingað góðum hljómsveitum þannig að nú getur fólk fengið sér snúning á stærra dansgóifi en hér hefur sést í mörg ár við undirleik góðra hljómsveita. Ema Jónsdóttir og Andri Olafsson (sonur Lísu kennara og Óla Fær- eyings, sem fluttu héðan um gos) hófu rekstur Fjömnnar, þar sem m.a. Gestgjafinn hafði verið til húsa, fyrir tveimur ámm og lögðu þá áherslu á mat og drykk en hafa verið að þreifa sig áfram með breytingar. Meðal annars buðu þau upp á skemmti- dagskrá, pöbbstemmningu og nú síðast kareókí. Reynslan af þessu varð til þess að þau ákváðu að stíga skrefið til fulls og gera Fjömna að danshúsi. Nú bjóða þau upp á 45 til 50 fer- metra dansgólf sem fékkst með því að færa barinn, sem var í austur- endanum, í útskotið í vestur hlutanum. „Hljómsveitin Sixties var hjá okkur á laugardaginn og náðist upp hörku stuð,“ sögðu Andri og Ema. „Breytingin hefur heppnast mjög vel og nú getum við boðið þeim sem vilja bregða sér út um helgar og dansa upp á mjög góðar aðstæður. Það hefur sýnt sig að það er ekki sama fólkið sem vill sitja yfir glasi og spjalla og það sem vill dansa. Nú getum við sameinað þetta þvf þeir sem vilja geta haft næði inni við barinn og hinir geta dansað að vild,“ sagði Ema. Um leið hafa þau reynt að opna húsnæðið meira og er markmiðið að geta tekið á móti hópum, allt að 120 manns sem geta fylgst með því sem er að gerast á sviðinu úr sætum sínum. „Stefnan hjá okkur er að vera með góðar hljómsveitir öll laugar- dagskvöld en á föstudagskvöldum verður kareókí og tónlistaruppá- komur. Þar ætlum við að fá tón- listarfólk í Vestmannaeyjum í lið með okkur. Við höfum þegar mjög góða reynslu, því út úr því komu m.a. Fjórir bjórar sem hafa verið að skemmta hjá okkur við góðar undirtektir. Eins hefur kareókíið komið vel út hjá okkur sem kom okkur verulega á óvart. Ég vil nota þetta tækifæri til að auglýsa eftir fólki sem er að dunda við tónlist heima hjá DANSINN stiginn af innlifun á Fjörunni við undirleik Sixties. sér, vísnagerð, gamanmál eða bara hvað sem er. Ég er viss um að margt athyglisvert getur komið út úr því,“ sagði Andri. Þegar rætt var við Andra og Emu voru allar líkur á að Sóldögg yrði hjá þeim á laugardaginn og þar á eftir er von á mörgum athyglisverðum hljómsveitum. Á föstudagskvöldið verður „partý“ í stærri kantinum með ýmsum uppákomum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.