Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Qupperneq 17
Fimmtudagur 10. febrúar 2000 Fréttir 17 Fólk þarf ekki að flytja frá Eyjum þó að það fái góðar hugmyndir Impra sinnir mjög fjölþættu hlutverki, sem er m.a. að leiðbeina frumkvöðlum um mat á viðskiptahugmyndum, leiðbeina um stofnun, uppbyggingu og rekstur fyrirtækja og vera hlekkur í samskiptakeðju einstaklinga, fyrirtækja og stofnana, segir Hörður Baldvinsson sem kynnti Eyjamönnum starfsemina HÖRÐUR segir að Nýsköpunarsjóður bjóði fólki með nýjar hugmyndir styrki í gegnum Frumkvöðlastuðning og þar geti jafnt verið um að ræða þjónustu og fran.ieiðsluhugmyndir því hugmyndir úr öllum greinum atvinnulífsins eru velkomnar. Styrkir geta numið ailt að þrjú hundruð þúsund krónum. Impra, ný þjónustumiðstöð fyrir frumkvöðla og fyrir- tæki tók til starfa á Iðn- tæknistofnun síðastliðið vor. Fulltrúi frá Impru, Eyja- maðurinn HörðurBald- vinsson, var í Eyjum síðastliðinn föstudag og laugardag til þess að kynna áhugasömum þjónustuna sem Impra býður upp á. Hörður segir að Impra sinni mjög fjölþættu hlutverki, sem er m.a. að leiðbeina frumkvöðlum um mat á viðskiptahugmyndum, leiðbeina um stofnun, uppbyggingu og rekstur fyrirtækja og vera hlekkur í samskiptakeðju einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Impra veitir iitium og meðalstórum fyrirtækjum upplýsingar um leiðir til að bæta rekstur sinn, hvetur þau til nýsköpunar og aðstoðar við „útrás“ meðal annars með því að koma á tækni- og þróunarsamstarfi við erlenda viðskiptaaðila. Að auki rekur Impra verkefni fyrir Nýsköpunar- sjóð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Verkefni þessi ganga undir nöfnunum Þjónusta fyrir uppfinninga- menn og frumkvöðla, F rumkvöðlastuðningur, Snjallræði, Skrefi framar og Vöruþróun. „Við hjálpum fólki einnig t.d. við að gera samstarfssamninga. Fólk þarf ekki að óttast það að segja okkur frá hugmyndum sínum enda er fullur og gagnkvæmur trúnaður þama á milli.“ Hörður segir að Iðntæknistofnun sé að hluta til rekin fyrir opinbert fé og að Impra sé einungis ein af fjölmörgum deildum innan Iðntæknistofnunnar. „Hjá Impru em tíu starfsmenn, þar af tveir alþjóða- og Evrópufulltrúar, sem sjá um ýmis verkefni m.a. á vegum Evrópusambandsins. Dæmi um slík verkefni er fyrirtækjastefnumótið Europartenariat, en það felur í sér að aðstoða fyrirtæki við að komast í tengsl við önnur fyrirtæki í Evrópu. Slík stefnumót em haldin reglulega víðs vegar í Evrópu og geta fyrirtæki sótt um aðild að slíkum stefnumótum hjá Impm. Undanfarið höfum við farið með hóp fyrirtækja þar sem árangurinn hefur komið fram í því að fyrirtækin hafa á skömmum tíma gert fleiri einn samstarfssaming við hin ýmsu fyrirtæki í Evrópu. Þetta er bæði tímasparandi og hefur reynst gríðarlega vel. Á næsta ári er stefnt að því að halda fyrirtækjastefnumót hér á Islandi, þar sem mæta fulltrúar hundrað til tvö hundruð fyrirtækja víðsvegar frá Evrópu." Nokkur verkefni í Eyjum Hörður segir að Vestmannaeyingar séu nýbyrjaðir að nýta sér þá þjónustu sem Impra býður upp á. „Nú þegar emm við með nokkur verkefni í gangi í Eyjum og viljum að sjálfsögðu hjálpa Eyjamönnum eins og öðmm og komum nú til Eyja þess vegna. Eyjamenn hafa ekki mikið nýtt sér þessa þjónustu fram að þessu, kannski er það vegna þess að þeir hafa ekki vitað af henni, en með því að koma hingað og bjóða fólki að skoða það sem við höfum að bjóða ættu sam- skiptin að aukast. Eg er einkar ánægður með viðbrögð Vestmanna- eyinga því mun fleiri hafa komið hingað að kynna sér þjónustu okkar heldur en ég hafði gert ráð fyrir. Við erum að sjálfsögðu að þjónusta alla landsmenn og ferðumst því mikið.“ Hér fæðast hugmyndir eins og annars staðar Getur þú lagt gróft mat á atvinnu- umhverfi Vestmannaeyja? „Það getur verið erfitt að meta það. En oft á tíðum er mjór mikils vísir. Hins vegar eru hugmyndir alltaf að fæðast hjá fólki í Eyjum eins og annars staðar, sem geta orðið að góðum atvinnutækifærum. Það er hins vegar staðreynd að nokkur fyrir- tæki á Reykjavíkursvæðinu eru rekin af Eyjamönnum og hugmyndir að þeim frá Eyjamönnum komnar. Eyjamenn hafa því alveg jafna möguleika og aðrir. Eitt dæmi sem ég get nefnt er að núna er ég að leita að íslensku handverki sem á að reyna að koma á framfæri við Smithsonian safnið í Washington, en á næstu fjórum árum er búist við að um Ijörutíu milljón manns komi í safnið. Eg hef verið að safna saman hlutum sem framleiddir eru hér í Eyjum og þar hefur margt komið skemmtilega á óvart. Ef þetta skilar árangri ætti það að geta skapað einhveija atvinnu.“ Hörður segir að Nýsköpunarsjóður bjóði fólki með nýjar hugmyndir styrki í gegnum Frumkvöðlastuðning og þar geti jafnt verið um að ræða þjónustu og framleiðsluhugmyndir því hugmyndir úr öllum greinum atvinnu- lífsins eru velkomnar. Styrkir geta numið allt að þrjú hundruð þúsund krónum. „Þetta er til þess að hjálpa fólki að gera viðskiptaáætlanir, hag- kvæmniathuganir, smíða frumgerðir, sækja um einkaleyfi, hönnunarvemd o.s.frv. vegna hugmynda sinna. Þetta hefur mælst vel fyrir og nú þegar eru starfandi mörg fyrirtæki sem byrjað hafa sem einyrkjar hjá okkur. Því ættu þessar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki ekki að geta komið frá Eyjum eins og annars staðar?“ Nú hafa menn viljað einblína á fiskinn hér og segja Vestmannaeyjar bara útgerðarbæ, hér verði aldrei neitt annað en fiskur og þjónusta í kringum útgerð, hvað viltu segja um það? „Það er allt í lagi fyrir þá sem hafa áhuga á því, en það er ekki þar með sagt að ef fólk hefur áhuga á einhveiju öðru að þá eigi það að flytja úr bænum. Hér eru möguleikar á því að þróa ýmislegt sem tengist fiskinum, en áhugi margra er á öðrum sviðum og það er ansi hart ef menn þurfa að flytjast burt til þess að láta hugmyndir verða að veruleika. Við höfum til dæmis ýmislegt hér í Eyjum sem aðrir hafa ekki. Það eru fyrirtæki annars staðar sem hafa miklu minna til brunns að bera, til dæmis með stað- setningu og slfkt. Til dæmis í ferða- mannaiðnaðinum hafa Eyjamenn mikla sérstöðu." Öll þjónusta ókeypis Nú er öll þjónusta Impru ókeypis og því er kannski ekki síður ástæða fyrir menn að nýta sér þjónustuna, en er það ekki óeðlilegt í ljósi sam- keppninnar? „Nei, við erum alls ekki í sam- keppni við aðra. Við erum að þjón- usta allt atvinnulífið og starfsemi Impru er greidd af opinberu fé, þ.e.a.s. fólkinu í landinu. Við erum ekki að stíga á aðra aðila heldur er þetta hluti af stuðningsaðgerðum stjómvalda við atvinnulífið." Hörður segir að hjá Iðntækni- stofnun sé starfandi Frumkvöðlasetur, þar sem níu ný fyrirtæki geti verið í einu. „Þessi fyrirtæki sem eru hjá okkur geta leitað til okkar meðal annars með handleiðslu og þjónustu. Sú þjónusta sem við eram að veita þeim er til dæmis símsvöran og þjón- usta tengd skrifstofuhaldi. Þegar þessi fyrirtæki hafa náð að fóta sig fara þau út á hinn almenna markað og látin sjá um sig sjálf. Þetta hefur gefist vel, Frumkvöðlasetrið er fullt í dag og fyrirtæki sem komið hafa til okkar verið að gera góða hluti.“ Hörður vildi hvetja fólk til þess að nýta sér þá þjónustu sem Impra er að veita. „Eins og ég sagði eru verkefni í gangi, eins og vöruþróunarverkefni, þar sem hægt er að fá allt að fimm milljóna króna áhættulán hjá Nýsköp- unarsjóði. Við höfum líka verið með samkeppnina Snjallræði þar sem fólk getur unnið allt að sex hundruð þúsund krónur til hagkvæmni- athugunar og fengið allt að 1,5 miljón í áhættulán. Því ekki að nýta sér það og reyna að koma hugmyndum af stað.“ Ýmislegt í pípunum Hvaða ástæður heldur þú að séu fyrir því að fólk haldi að sér höndum eða stökkvi ekki til ef það fær einhverja góða hugmynd sem það hefur trú á? „Maður getur spurt sig að því hvort ástæðan sé sú að fólk veit ekki hvar hægt er að sækja aðstoð til að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd eða hefur ekki nógu mikla sannfæringu fyrir ágæti hugmynda sinna, eða samspil beggja þátta. Það er nú einn Vestmannaeyingur sem hefur unnið í Snjallræði hjá okkur og er með hugmynd í gangi sem gæti orðið mjög arðbær fyrir Eyjai'. Nú þegar eram við með þrjá einstaklinga héðan sem era að leita fyrir sér með fjárfestingar í fyrirtækjum til þess að koma með til Eyja og ég vona að afraksturinn komi fljótlega í ljós.“ I ljósi þeirrar góðu svöranar sem þú fékkst þessa daga sem þú dvaldir í Eyjum, hvemig metur þú þá fram- tíðina? „Ef tíu prósentum af þessum hug- myndum sem komið hafa inn á borð til mín á þessum tveimur dögum verður hrundið í framkvæmd getur það skapað verulegar tekjur íyrir þessa einstaklinga og þá bæjarfélagið í leiðinni. Það borgar sig að minnsta kosti að fylgja hugmyndum sínum eftir, það þarf ekki að kosta mikið. Jafnvel þó að hugmynd kunni að vera óljós og jafnvel óframkvæmanleg í fyrstu þá getum við meðal annars komið með ýmsar þróunarlausnir og skapað sambönd hvort heldur hér heima eða erlendis. Eins og ég sagði áðan þá era líka ýmsir sjóðir sem hægt er að sækja í erlendis, þar sem um veralegar upphæðir er að ræða. Skoðum bara íýrirtæki héma í bænum eins og Þór hf. sem er framsækið fyrirtæki og er meðal annars að smíða Sigmundsgálgann. Önnur fyrirtæki í bænum eru einnig að gera mjög góða hluti og það má ekki gleyma þessu fólki og hjálpa því til að gera ennþá betur. Hér í Eyjum er nýtt ráðgjafar- fyrirtæki, sem er meðal annars með rekstrarráðgjöf svo það er ekki eins og fólk þurfi að leita upp á land eftir slíkri þjónustu. Og þó að fólk óttist um- sóknareyðublöð og svo framvegis, þá getur það fengið aðstoð hjá okkur við að fylla út umsóknir. En fólk þarf að bera sig eftir þessu líka, hlutimir koma ekki sjálfkrafa inn um bréfalúguna.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.