Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 10. febrúar2000 Sandur rennurúr krepptum hnefa -Það er alltaf verið að punda á ungu kynslóðina í fjölmiðlum og ég tók það fyrir á tónleikunum. Ef einhverjir eru teknir á balli með E-töflur þá er það forsíðufrétt í öllum blöðum og Ijósvakamiðlum, en það telst ekki frétt ef einn skóladansleikur er edrú, það er bara lásí. Það selur ekki og við höfum ekkert með það að gera, segir Bubbi Mortens Miðvikudaginn 2. febrúar hélt Bubbi Morthens tónleika í bíóinu á vegum Nemenda- félags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Góð mæting var á tónleikana og Bubbi í góðu formi og ekki annað að heyra en að áheyrendur hafí verið vel með á nótunum og líkað vel það sem kóngurinn matreiddi úr tónlistar- og sagnaskjóðunni. Þaðer ekkert launungarmál að Bubbi hefur mikið lagt í að vara ungt fólk við hörmungum eiturlyfja- fíknarinnar, enda dvaldi hann sjálfur í völundarhúsi fíknarinnar og veit því hvaða hættur leynast í þeim ranghölum, tilbúnar að hremma ungt fólk sem ekki kann fótum sínum forráð í hita ímyndaðra flottheita hvers kyns vímuefna. Að loknum tónleikunum spjallaði blaðamaður Frétta við Bubba og sem von var snerist spjallið mikið um eiturlyfjadrauginn og hvaða leiðir Bubbi telur vænlegastar til að vekja fólk til umhugsunar um hættur vímunnar, en einnig leiddist spjallið inn á gamla verbúðastemmningu í Eyjum, hvar Bubbi er ekki óhagvanur. Bubbi segir að hann tali alveg massíft um hættur eiturlyfja- neyslunnar og það mætti alveg kalla það herferð gegn eiturlyljum eða missjón. „Sérstaklega á tónleikum sem skólar standa að.“ sagði Bubbi. „Það er ekkert verið að biðja mig um það sérstaklega heldur bara að halda tónleika, en ég hef þetta sem part af prógramminu, enda tel ég skipta ofsalega miklu máli að rætt sé um þá hlið málsins, sem snýr að neikvæðninni. Það er alltaf verið að punda á ungu kynslóðina í ijölmiðlum og ég tók það fyrir á tónleikunum. Ef einhverjir eru teknir á balli með E-töflur þá er það forsíðufrétt í öllum blöðum og ljósvakamiðlum, en það telst ekki frétt ef einn skóladansleikur er edrú, það er bara lásí. Það selur ekki og við höfum ekkert með það að gera. Sem betur fer er lágt hlutfall ungs fólks sem fer í ólöglega vímugjafa enn sem komið. Stærsti hlutinn fer í áfengi og aðalvandamálið er áfengis- neyslan. Þar virðast yfirvöld reyna að sleppa fyrir hom. Það er verið að lala um vínkúltúr. Ég starfa íþessum geira og sé engan vínkúltúr. Ég sé bara ölæði og hræðilega hluti, barsmíðar, hjón að rífast og svo framvegis. Reyndar er ég ekki að spila yfir borðum. Það má kannski segja að vínkúltúr sé að fólk drekkur vín með mat og fínt mál, við gerðum það ekki hér áður fyrr og kannski ekkert nema gott um það að segja, en ég er inni á þessum skemmtistöðum og er að skemmta þar, og bætt vínmenning; ég verð að segja að þau tuttugu ár sem ég hef verið í bransanum, hef ég bara séð þetta versna með hverju ári.“ Bubbi var ekki að koma til Eyja í fyrsta sinn nú. Hann var að vinna í stöðvunum og bjó á verbúðum bæði hér og víðar um landið. Þess vegna vilja margir eiga dálítið í Bubba og ekki síst Eyjamenn. „Auðvitað eiga þessir staðir í mér. Hér hefur verið uppspretta fjölda texta. Obbinn af Isbjarnarblús varð til í Eyjum og á Eskiftrði. Síðan tengist þetta allt í gegnum tíðina, þegar ég er að syngja um hafið og verbúðalífið. Auðvitað eru þetta minningar sem ég bý að, bæði frá Vestmannaeyjum og Austfjörðunum. Eyjamenn mega alveg eiga í mér, sem og Aust- firðingar. Ég held að ég hali tekið út manndómsárin á landsbyggðinni. Þó ég sé fæddur í Reykjavík og allt það, á ég ekkert meiri rætur þar innra með mér, en landsbyggðin. Þegar ég er nýorðinn 16 ára er ég að beita línu á Bolungarvík og er á ýmsum stöðum úti á landi þangað til ég verð 22 ára. Þannig að ég held að ég haft mótast miklu meira sem landsbyggðarmaður að þessu leyti á þessum árum. Þess vegna hef ég kannski líka sungið meira um landsbyggðina því það var mér aldrei eins fjarlægt og öðrum poppurum sem fannst það kannski hallærislegt, fyrir utan að spila á sveitaböllum. Ég sá miklu meira í þessu. Ég hef séð toppinn af landsbygðinni þegar allt var í rosalegri uppsveiflu, en ég hef líka séð hnignunina." Bubbi hefur ferðast og spilað um landið í tuttugu ár, þar áður að vinna í sjö til átta ár. þannig að hann segist hafa fína viðmiðun og vill meina að hrunið haft byijað um leið og kvótakerfinu var komið á 1984. „Þá tek ég eftir að hrunið byijar. Þegar kvótakerfið var kýlt í gegn átti það að vera í einhverja 18 mánuði. Þegar kerfið hefur verið í tvö ár fer ég að sjá þetta og eitthvað mikið að ske úti á landsbyggðinni. Ég vil mótmæla því að flóttinn af landsbyggðinni sé vegna þess að fólk sé að sækja í menninguna fýrir sunnan. Ég segi bara að flóttinn af landsbyggðinni er stjómvöldum að kenna, ekki Reykvíkingum. Það em ríkisstjómir undanfarinna ára sem bera ábyrgðina, það er mín skoðun."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.