Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 27. april 2000 • 17. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax: 481 1293 Á þriðjudeginum fyrir páska héldu börnin á leikskólanum Rauðagerði upp í íþrótta- miðstöð. Þar gátu þau brugðið á leik í hinum ýmsu tækjum og tólum, en undanfarin þrjú ár hefur verið farið tvisvar á ári í slíka ferð, fyrir jólafrí og páskafrí. Markmiðið er að brjóta aðeins upp hefðbundinn leikskóladag og opna nýjar víddir í líkama og sál. Börnin á Rauðagerði eru frá eins árs til sex ára og auðvitað fengu allir aldurshópar að taka þátt í leikjunum. Allir skemmtu sér konunglega og ekki síður leikskólakennararnir, sem fengu sína útrás líka. En þó að orkan sé mikil hjá börnunum, þá þarf nú líka að hvíla sig og safna kröftum til frekari átaka í lífinu. Reynsla í fimm ættliði íslenska skófyrirtækið X18, The Fashion Group, hefur gert sölu- samning að upphæð 7,3 milljarða íslenskra króna, við bandaríska dreifingarfvrirtækið New York Transit. Aðstandendur þess eru, auk Ný- sköpunarsjóðs, Pétur Bjömsson, Magnús Gpðmundsson og bræðumir Adolf og Óskar Axel Óskarssynir en þessir fjórir aðilar tengjast allir Vest- mannaeyjum meira og minna leyti. Adolf sagði í samtali við Fréttir að fyrirtækið væri aðeins tveggja ára gamalt en það væri þó ekki eins og þessi árangur hefði náðst á aðeins þessum tveimur ámm. Em það orð að sönnu því fjölskylda þeirra bræðra hefur starfað við skósölu frá árinu 1877 og em þeir fimmti ættliðurinn í greininni. Sjálfir hafa þeir starfað allan sinn starfsaldur við sölu og fram- leiðslu á skóm þannig að reynslan er fyrir hendi. KRISTJÁN Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, tók þessa mynd af helsingja sem undanfarna daga hefur haldið sig í Herjólfsdal. Helsingi er algengur á Grænlandi og kemur hér við á leiðinni þangað en aðeins er vitað um átta pör sem verpa hér á landi. „Það sem gerist núna er að saman em komnir í eitt félag tveir hug- sjónamenn og traustir fjárfestar," sagði Adolf. „Við fengum Nýsköp- unarsjóð til liðs við félagið og saman held ég að okkur ætti að takast það sem við bræðumir höfum alltaf ætlað okkur,“ bætti Adolf við. Þeir bræður eiga 35% hlut í X-18, Magnús og Pétur eiga jafn stóran hlut en afganginn, 30% hlut á Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins og þar em Eyjamenn við stjómvölinn. Úlfar Steindórsson er framkvæmdastjóri sjóðsins og Amar Sigurmundsson stjómarformaður. Á blaðamannafundi á þriðjudaginn, þar sem samningurinn við bandanska fyrirtækið var kynnmr sagði Pétur að aðkoma Atvinnu- þróunarsjóðs hefði skipt sköpum. X-18 ætlar sér stærri hluti og stefnir m.a. á framleiðslu og sölu á tísku- fatnaði, ilmvötnum og fleiru. Sjá bls. 2. Nýtt skip til Isfélagsins: Kemur í stað Gígju sem verður lagt Isfélag Vestmannaeyja hefur keypt loðnuskipið Amþór EA, það skip hét áður Höfrungur AK. Skipið var smíðað í Noregi 1975, sams konar skip og Gullberg og Huginn, sem einnig komu hingað um svipað leytí. Hörður Óskarsson, hjá Isfélaginu, segir að með skipinu fylgi einn sfldarkvóti og 0,5% loðnukvóti. Burðargeta þess er um 900 tonn af loðnu. Samfara þessum kaupum verður Gígju VE lagt og hún sett á sölulista. Nýja skipið kemur því í raun í stað Gígju. Hörður segist telja þetta góðan kost, miðað við þá ijárbindingu sem að baki kaupunum liggur. Skipið sé vissulega ekki nýtt en í góðu standi, t.d. hafi verið skipt um aðalvél 1988 og spilkerfm séu tveggja ára gömul. Skipið verður afhent í næstu viku. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða naíh það fær en Hörður segir að það muni bera gamla Sæfaxanúmerið, VE 25. Forkaups- réttar neytt fimm sinnum Fyrr í vetur lagði Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður, fram fyrirspum til sjávarútvegsráðherra um hvaða sveitarfélög hefðu neytt forkaupsréttar, samkvæmt Iögum um stjórn fiskveiða frá 1990, og í hvaða tilfellum það hefði verið gert. Nú hefur ráðherra svarað þessari íyrirspum, eftir að hafa sent bréf til 41 sveitarfélags en 35 sveitarfélög svöruðu. Þar kemur í Ijós að einungis sjö þeirra hafa nýtt sér forkaups- réttarákvæðin. Fjarðabyggð, Grinda- vík, Reykjanesbær, Snæfellsbær og Homafjörður hafa hvert. um sig einu sinni nýtt sér forkaupsréttinn á þessum tíu ámm og Vesturbyggð tvisvar. Aftur á móti sker Vest- mannaeyjabær sig nokkuð úr með fimm skipti sem skip vom keypt og seld aftur innanbæjar. Þau skip em Sigurvfk, Sjöstjaman, Sindri, Helga Jóh og Suðurey. Bílaverkstæðið Bragginn s.f. __ Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Vetraráætlun Alla daga n/sun. Sunnudaga Aukaferö föstud. frá Eyjum kl. 08.15 kl. 14.00 kl. 15.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.00 kl. 18.00 kl. 19.00 HerjóKur Tvær ferðir á föstudögum! Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.