Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 27. apnl 2000 Milljarðasamningur um sölu á skóm til Bandaríkjanna: Vestmannaeyingar við stjórnvölinn hjá X-18 ÞEIR, halda um stjórnartaumana, f.v. Adolf, Óskar Axel, Pétur, Magnús og Örn D. Jónsson sem sæti á í stjórn félagsins. frettir Fimm skemmdarverk Það virðist loða við dymbilviku og páskahelgi að skemmdarverkum Ijölgar í Vestmannaeyjum, hver svo sem skýringin er á því. Alls voru fimm eignaspjöll eða skemmdar- verk kærö til lögreglu á þessum dögum. Á miðvikudag í síðustu viku var tilkynnt um skemmdir á langferðabifreið sem stóð við Bessastíg. Á laugardag var brotin rúða í langferðabi freið við Tanga- götu. Sama dag var tilkynnt um rúðubrot í Hamarsskóla og er vitað hver þar var að verki. Á annan dag páska var tilkynnt að tíu rúður hefðu verið brotnar í Bamaskól- anum og á þriðjudag að listaverk, sem stendur við Ráðhúströð, hefði verið skemmt. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um hverjir stóðu að þessum skemmdarverkum era beðnir að hafa samband við lögreglu. Eríll hjá lögreglu umbænadaga Páskahelgin fór að mestu leyti vel fram í Vestmannaeyjum að sögn lögreglu. Síðasta vika kom út með 167 færslur í dagbók sem er minna en í vikunni á undæi. Aftur á móti var talsverður erill hjá lögreglu fyrstu þrjá bænadagana, frá fimmtudegi fram til laugardags, og nokkuð um afskipti lögreglu vegna gleðskapar í heimahúsum sem sums staðar l'ór úr böndum. Frá miðvikudagskvöldi fram á mánu- dagsmorgun voru færslur 114 að tölu í dagbókinni en á sama tíma í fyrra voru þær 88 talsins. Kaldur og fótfúinn ÞiófurP Á þriðjudag var lögreglu tilkynnt að svefnpoka hefði verið stolið af snúru við Foldahraun 42. Ekki er vitað hver þar var að verki en líkast til hefur honum vrið kalt. Sama dag var tilkynnt að bifreið hefði verið stolið frá sama stað og ekki talið ólíklegt að hér hafi sami aðili og tók svefnpokann verið að verki. Hvort hann hefur ætlað að leggjast til svefns í bílnum er ekki vitað. Reikningarnireina máliðádagskrá Bæjairáð fundaði á þriðjudag. Aðeins eitt mál var á dagskrá, lagðir voru fram reikningar ársins 1999 fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans. Áuk fulltrúa £ bæjarráði sátu þeir Hafsteinn Gunnarsson endur- skoðandi og Magnús Þorsteinsson aðalbókari þennan l'und. Bæjarráð þakkaði þeim sem unnu að gerð ársreikninganna fyrir góð störf og vísaði reikningunum síðan til fyrri umræðu í bæjarstjóm. Rýmri útivistartfmí hjáungafólkinu Frá og með I. maí breytist úti- vistartími barna og unglinga. Frá þeim tíma mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 22.00 og 13 til 16 ára mega vera úti til kl. 24.00. Islenska skófyrirtækið X18, The Fashion Group, hefur gert sölu- samning að upphæð 100 milljónir bandaríkjadala, eða 7,3 milljarða íslenskra króna, við bandaríska dreifingarfyrirtækið New York Transit. Samningurinn gildir til tíu ára, er stighækkandi og verður formlega staðfestur að viðstöddum forseta fslands, Olafi Ragnari Grímssyni, í opinberri heimsókn hans til Los Angeles þann 5. maí nk. XI8, The Fashion Group, var stofnað af skófyrirtækinu Sportvörum og Útgerðarfélaginu Sögu ehf. í febrúar 1998. Aðstandendur þess eru, auk Nýsköpunarsjóðs, Pétur Bjömsson, Magnús Guðmundsson og bræðumir Adolf og Óskar Axel Óskarssynir en þessir fjórir aðilar tengjast allir Vest- mannaeyjum meira og minna. Þeir bræður eru bomir og barnfæddir Eyjamenn, Pétur er ættaður héðan, af Oddstaðaætt og Magnús lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Eyjum og er kvæntur Vestmannaeyingnum Sig- rúnu Ágústsdóttur. Þeir Pétur og Magnús eru einkum þekktir fyrir umfangsmikinn rekstur í Hull við fiskinnflutning. Óskar Axel er fram- kvæmdastjóri X18 og Pétur stjómar- formaður. Þeir bræður eiga 35% hlut í X-18, Magnús og Pétur eiga jafnstóran hlut en afganginn, 30% hlut, á Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins og þar eru Eyjamenn við stjómvölinn. Úlfar Steindórsson er framkvæmdastjóri sjóðsins og Arnar Sigurmundsson stjómarformaður. Á blaðamannafundi á þriðjudaginn, þar sem samningurinn við bandaríska fyrirtækið var kynntur sagði Pétur að aðkoma Atvinnuþróunarsjóðs hefði skipt sköpum. „Það em margir samverkandi þættir sem hafa gert þetta mögulegt. I fyrsta lagi vil ég nefna að seint á síðasta ári tók stjórn Nýsköpunarsjóðs Atvinnu- lífsins ákvörðun um að kaupa 30% hlut í X-18 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum svo sem áreiðanleika- könnun og auknu hlutafé frá frum- herjunum. Þetta kom til á þeim tíma sem erfiðleikamir vom sem mestir og gerði okkur kleift að vaxa og dafna jafn hratt og raun ber vitni. Fyrir það vil ég þakka sérstaklega og finnst mér sjóðurinn bera nafn með rentu eftir þetta auk þess sem ég vona að þeir renti aurana sína í lciðinni." sagði Pétur. I öðru lagi nefndi hann að X-18 hefði á að skipa mjög fæm starfsfólki sem hefur lagt hart að sér ekki síst þegar útlitið var ekki eins bjart og það er nú. „Hér hefur til dæmis verið unnið alla páskadagana og það em ekki margir dagar sem þetta hús hefur verið mannlaust. Fyrir þann dugnað emm við þakklát og fyrir það munum við launa.“ Fimmti ættliðurinn í skóviðskiptum I þriðja og síðasta lagi nefndi Pétur þátt þeirra bræðra Óskars Axels og Adolfs. „Þó að fyrirtækið sé einungis tveggja ára gamalt, þá á sú þekking og fæmi, sem gert hefur þetta mögulegt, sér miklu lengri sögu. Þeir bræður em 5. ættliður sem sýslar í skóviðskiptum og þau hafa þeir stundað frá ung- lingsámm. Hver man til dæmis ekki eftir Puffins skónum sem vom þekktir hér á landi fyrir ca 10 ámm? Þá skó hannaði Óskar Axel og markaðssetti. Eg held að ekki sé á neinn hallað þó að ég segi að þeir eigi af þessu mestan heiður, hafa lagt allt sitt undir og rúmlega það á stundum og unnið af ótrúlegri elju og bjartsýni," sagði Pétur í ræðu sinni. Þetta er langstærsti samningur sem X18 hefur gert og tryggir fyrirtækinu miklar og stöðugar tekjur áratug fram í tímann, bestu viðskiptakjör og viðamikla markaðssetningu í Banda- ríkjunum og Kanada. New York Transit er rótgróið fýrirtæki sem mun sjá um dreifingu í fjölda skó- og tískuverslana, auk helstu verslana- keðja í Bandaríkjunum, á borð við Macy’s, Bloomingdales og Nord- strom. Þessi samningur þýðir að seld verða á Bandarfkjamarkaði á aðra milljón skópara, merkt XI8 Reykja- vík. XI8 skór em nú seldir í 34 löndum í fimm heimsálfum. Sala fyrirtækisins nam í fyrra hátt á annaðhundrað milljónum og áætluð sala á þessu ári er 430 milljónir. XI8 hannar yfir fjömtíu gerðir af skóm, sem fram- leiddir em í Kína, dreift um allan heim og er fyrirtækið þegar orðið leiðandi í skótískunni. Hjá X18 í Reykjavík starfa 14 manns við hönnun, markaðs- setningu og skipulag dreifmgar, ungt fólk með frískar hugmyndir og hefur lagt hart að sér til að ná þeim markmiðum sem fyrirtækið hefur sett sér. Tugir umboðsmanna starfa um allan heim. Á næstu þremur ámm er gert ráð fyrir að stöðugildum XI8 í Reykjavík muni fjölga um 40. Óskar Axel segir að með innkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hafi verið mögulegt að komast eins langt og raun ber vitni en sjóðurinn keypti nýverið hlutafé fyrir 75 milljónir króna. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur fyrirtækið náð söluaukningu upp á 416% sem er ótrúleg tala og ekki gert ráð fyrir að sama aukning haldist út árið. Óskar Axel segir að hjá XI8 hafi sannast áþreifanlega að það sé mannauðurinn sem mestu máli skiptir og þama sé verið að gera þekkingu og dugnað að verðmætum. SKÓFJÖLSKYLDA: Hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Óskar, foreldrarnir Axel Ó. Lárusson og Sigurbjörg Axelsdóttir sem reka hafa rekið Axel Ó í Vestmannaeyjum í rúm 40 ár og Adolf og Heiða Ragnarsdóttir kona hans. Afskipti fjölskyldunnar af skóviðskiptum hófust árið 1877. FRETTIR Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent eht. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 - 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www. eyjar. is/~f retti r. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.