Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 4. maí 2000 • 18. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax: 481 1293 , Útskriftar- maurar FÍV 2000 Útskriftarnemar Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum dimmiteruðu síðastliðinn föstudag, með tilheyrandi ærslum og gleðilátum í bænum. Munu þeir meðal annars hafa heimsótt kennara sína snimmendis þennan dag og gert þeim nokkuð rúmrask með því meðal annars að syngja fyrir þá. Það er löng hefð fyrir því að útskriftar- nemar klæðist ýmsum furðubúningum á dimmisjón og að þessu sinni var hópurinn í líki maura, sem munu af ætt félagsskordýra og er kannski vel við hæfi að samheldnin haldist, þangað til hver og einn grúfir sig yfir námsbækurnar fyrir próflesturinn sem í hönd fer. Að venju kom samhæfður hópurinn við á ritstjórn frétta, hvar fyrir utan þessi mynd var tekin af hópnum. Samning- arnir sam- þykktir Niðurstaða atkvæðagreiðslu verkalýðsfélaganna í Vest- mannaeyjum, innan Verka- mannasambandsins en utan Flóabandalagsins svonefnda, liggur nú fyrir, en Verka- lýðsfélag Vestmannaeyja og Verkakvennafélagið Snót gengu saman til samninga við Vinnu- veitendur og atkvæðagreiðslu. Já sögðu 88, nei sögðu 36 og einn seðill var auður. Samtals greiddu því 125 félagsmenn atkvæði, sem er 32 prósent þátttaka. Á kjörskrá voru 383. Samningamir teljast því samþykktír. Guðný Armannsdóttir varaformaður Snótar sagðist sátt við niðurstöðuna. Ekki náðist í Jón Kjartansson formann Verkalýðs- félags Vestmannaeyja. Skipst á tíundu bekkingum í gærmorgun lauk samræmdu prófunum hjá 10. bekk grunn- skólanna. Eins og gengur eftir slíka törn verður iðulega nokkurt spennufall hjá þreytendum prófa. í fyrra var tekin upp sú nýbreytni að fara í skólaferðalag strax að loknum prófunum. Það þótti takast það vel, að ákveðið var að gera slíkt hið sama í ár og héldu krakkarnir á vit ævintýra á fasta landinu með aukaferð Herjólfs klukkan 16.00 í gær, en það voru foreldrafélögin sem gengust í því að fá liðsinni Heijólfs vegna ferða- lagsins. Það sem vekur hins vegar nokkra athygli er að með Heijólfi þennan sama dag komu tíundu bekkingar úr tveimur grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og munu dvelja í Eyjum í nokkra daga í sam- bærilegu skólaferðalagi. Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóra Bamaskólans sagði að alls hefðu 40 böm þreytt samræmd próf í skólanum og þar af fari 35 í ferðalagið. „Bæði Bamaskólinn og Hamarskólinn sam- einast um þessa ferð en hins vegar munu krakkamir gista á sinn hvomm staðnum. Nemendur Bamaskólans munu gista í skála Breiðabliks í Bláfjöllum, en nemendur Hamarskóla munu dvelja í skála KR í Skálafelli. Þetta tókst mjög vel í fyrra að fara í skólaferðalagið strax að loknu síðasta prófi, svo ákveðið var að endurtaka það aftur í ár. Ég ber fullt traust til þessara krakka, enda hafa þau sýnt að þau geta verið skólum sínum til sóma.“ Að sögn Sigurláss Þorleifssonar, aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla, þreyttu 37 nemendur samræmd próf í Hamarskóla og þar af fóm 33 nemendur í ferðalagið. Hann tók undir með Hjálmfríði og taldi það góðan kost að fara í skólaferðalag strax, svo að nemendur væm ekki að mæla götumar innanbæjar. „Það er kærkomið íyrir nemenduma að komast í ffí og fá útrás á réttan hátt, sem sómi er að. Reyndar munu nemendur Hamarskóla einnig verða áfram í Reykjavík vegna starfs- kynninga í framhaldi af skóla- ferðalaginu. Þannig að það verða líklega um 70 prósent nemendanna sem dvelja áfram í Ryekjavík." Með nemendunum fara þrír kennarar frá Bamaskólanum og tveir úr Hamarsskóla. í ferðalaginu verður reynt að halda uppi fjölbreyttri dagskrá. Meðal annars er stefnt að því að fara á skíði, keilu, skauta, auk leikhúsferðar þar sem ætlunin er að sjá, Panódíl fyrir tvo, svo eitthvað sé nefht. Þeir krakkanna, sem ekki munu dvelja áfram í Reykjavík, em væntanlegir aftur til Eyja á laugardaginn UM leið og vestmannaeyískir 10. bekkingar héldu til lands að loknum samræmdum prófum voru jafnaldrar þeirra af fastalandinu væntanlegir með Herjólfi. Bílaverkstæöiö Bragginn s.f. Réttingar og,sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Vetraráætlun Alla daga n/sun. Sunnudaga Aukaferð föstud. Frá Eyjum kl. 08.15 kl. 14.00 kl. 15.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.00 kl. 18.00 kl. 19.00 «>>Herjólfur Tvær ferðir á föstudögum! Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.