Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 4. maí 2000 1. maí Ávarp Jóns Kjartanssonar formanns Verkalýðsfélags Vestmannaeyja Við þessar aðstæður var borin von að að ná viðunandi árangri í samningum -eins og nú er komið á daginn. Fólk samþykkir samningana með semingi, en óánægjan kraumar undir niðri eftir sem áður, sagði hann og tilkynnti að hann væri að hætta Fyrsti maí var haldinn hátíðlegur á mánudaginn og að venju fóru há- tíðahöldin í Vestmannaeyjum fram í Alþýðuhúsinu. Húsfyllir var og biðröð eftir að komast í veitingarn- ar. Boðið var upp á veitingar, skemmtiatriði og ræðu dagsins flutti Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Kom fram hjá honum að þetta yrði hans síðasta ræða sem formanns á 1. maí. I ræðu sinni sagði Jón að nú eins og á öðrum tímamótum væri rétt að staldra við og líta yfir farinn veg, sjá hvað hefur áunnist og livar þarf að gera betur. „Fyrir örfáum dögum vorum við að ljúka gerð samninga fyrir fiskvinnslufólk og eins og vant er ganga þeir með skarðastan hlut frá borði sem minnst mega sín,“ sagði Jón. „Og fólk spyr: Hvemig má það vera að þessi ósvinna skuli endurtaka sig í hvert skipti sem staðið er upp frá samningaborðinu? Er aldrei hægt að breyta þessu? Fyrir um það bil hálfri öld sagði alþýðuforingi þessi orð, sem em jafn sönn í dag og þá er þau voru sögð: „Eining alþýðunnar er það afl sem flutt getur fjöll og fært vinnandi stéttum sigur í lífsbaráttu þeirra fyrir bættum kjörum." í bæjarblöðunum sem komu út í tilefni 1. maí er verið að vitna í ummæli genginna og aldraðra félaga úr framvarðasveit verkalýðsbaráttunn- ar í Eyjum og þar kemur alls staðar fram hin mikla nauðsyn á samstöðu og einingu inna verkalýðshreyfingar- innar. Við skulum taka sem dæmi þetta hús sem við erum nú í á þessari stundu. A vordögum 1929tókverka- fólk í Eyjum þá ákvörðun að það vildi eiga sitt eigið hús og það skyldi sjálft byggja það! Hafist var handa, grafínn grunnur að húsinu og með þeim frumstæðu vinnuaðferðum sem þá þekktust, var öll steypa hrærð á höndum og hffð í fötum á handafli upp í steypumótin. Allt unnið í sjálf- boðavinnu. Engum datt í hug að taka kaup fyrir. Þetta var jú sameign fólksins. A haustdögum fimm mán- uðum seinna var húsið vígt. Aðeins fyrir samstöðu fjöldans var þetta mögulegt. Og fjandinn hirði hina En hvernig hefir íslensk verkalýðs- hreyfíng nútímans farið eftir heil- ræðum hins aldna leiðtoga? A meðan samtök atvinnurekenda hafa séð vísdóminn í orðum alþýðuleiðtogans, sameinast og mætt að samninga- borðinu sem ein heild, hefur forusta verkalýðshreyfingarinnar farið þver- öfugt að. Þar hefur farið stétt gegn stétt með þá hugsun eina: Eg sé um mig, fjandinn hirði hina! Þaðerekki aðeins að iðnaðar- og verslunarmenn skæru sig út úr heldur klofnaði Verka- mannasambandið (sem kannski síst mátti við því) í tvær andstæðar fylk- ingar. Þrjú stærstu stéttarfélögin innan Verkamannasambandsins og á Stór- Reykjavíkursvæðinu, sem fékk nafnið Flóabandalag, ákváðu að þau ættu enga samleið með landsbyggðar- félögunum. Þar með var búið að mynda gjá milli landsbyggðarinnar og þettbýlisins við Faxaflóa. Við þessar aðstæður var borin von að unnt væri að ná viðunandi árangri í samningum eins og nú er komið á daginn. Fólk samþykkir samningana með semingi, en óánægjan kraumar undir niðri eftir sem áður. Góðir félagar og gestir, þar sem þetta mun vera í síðasta sinn sem ég mun standa á fjölum Alþýðuhússins og ávarpa ykkur sem formaður míns stéttarfélags, þá vil ég nota tækifærið til að þakka af alhug öllu því fólki sem ég hef borið gæfu til að starfa með í verkalýðsmálum þau nær 29 ár sem ég hef verið formaður. Nú er mál að linni og aðrir taki við. Það er ósk mín og von að þetta hús megi halda áfram að vera það vígi og skjól verkalýðshreyfmgarinnar í Vest- mannaeyjum eins og því var ætlað í upphafi. Og það er einnig von mín aðþeir sem á eftir koma muni halda á lofti merki sameiningar og samstarfs. 1 því felst okkar eins von um árang- ursríkt starf. Lifið heil,“ W v , /7 HÚSFYLLIR var í Alþýðuhúsinu á 1. maí hátíðahöldunum. JÓN Kjartansson, fyrir miðju, syngur Nallann ásamt öðrum gestum í Alþýðuhúsinu á 1. maí. Vel heppnaður hjóladagur Síðastliðinn laugardag var haldinn árlegur hjálma- og hjólreiðadagur Slysavarnardeildarinnar Eykyndils og Kiwanismanna. Á þessum degi hafa Kiwanismenn gefið öllum sex ára börnum í Eyjum reiðhjólahjálma og flögg til þess að auka öryggi þeirra í um- ferðinni. Fjölbreytt skemmtun var í boði fyrir fyrir krakkana og gátu þeir meðal annars farið í ýmsar þrautir á hjólunum sínum, auk þess var lögreglumaður á staðnum sem skoðaði hjóiin þeirra og athugaði hvort þau uppfylltu þær kröfur sem gerðar eru til slíkra farartækja. Auk þess voru pyisur grillaðar og fögnuður og gleði hjá öllum sem hlut áttu að máli. Þrátt fyrir nokkuð kalsamt veður, þótti dagurinn takast hið besta og öllum sem að stóðu til sóma. mxn\K

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.