Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 4. maí 2000 Fréttir 19 Handbolti: Sparisjóðsmótið í 6. flokki stúlkna_________________________ ÍBV án titla þetta sinnið STELPURNAR í 5. og 6. flokki eiga framtíðina fyrir sér þó ÍBV hafi ekki náð að vinna til verðlauna á Sparisjóðsmótinu í ár. Handknattleikstímabilinu lauk formlega um síðustu helgi hjá stúlkunum í 6. fl. þegar um 180 stúlkur tóku þátt í Sparisjóðsmóti Vestmannaeyja. Þetta var fimmta og síðasta mótið á tímabilinu 1999- 2000 en hvert mót fyrir sig gaf stig til Islandsmeistaratitils og því var til mikils að vinna fyrir sum liðin. Leikið var í A-,B- og C- liðum og fyrir mótið var hörð keppni um Islandsmeistaratitilinn og þá sér í lagi um 1. og 2. sætið í b-liðum þar sem Grótta var með 34 stig fyrir Sparisjóðsmótið, HK 32 og svo rétt á eftir kom Fram með 25 stig. Eyjastúlkur áttu ekki möguleika fyrir þetta mót þar sem þær höfðu aðeins tekið þátt í tveimur mótum áður en komið var að Spari- sjóðsmótinu. Þó svo mótin hafi verið fimm í vetur þá eru reglurnar þannig að aðeins fjögur bestu mótin hjá hverju liði telja til Islands- meistaratitils og því var hvergi hægt að slaka á. / A-liðum var aðeins leikið í einum riðli og því þurfti ekki að grípa til úrslitaleikja eins og til þurfti í b- og c- liðum þar sem leikið var í tveimur riðlum. I a-liðum voru það Fram- stúlkur sem báru sigur úr býtum í Sparisjóðsmótinu og höfðu því fengið 10 súg í viðbót við þau heildarstig sem þær höfðu fyrir mótið. I 2. sæti hafnaði Grótta sem hlaut því átta stig í Sparisjóðsmótinu og svo kom lið Stjömunnar með sex stig. ÍBV hafn- aði í 5. sæti og með smáheppni hefðu þær auðveldlega getað blandað sér í toppsætin. Úrslit leikja ÍBV a-lið: ÍBV-Grótta 7 - 6 ÍBV-Fram 3-11 ÍBV-HK 7 - 7 ÍBV-Stjaman 5-6 ÍBV-Haukar 5 - 4 ÍBV-Fylkir 6 - 7 B-liða keppnin var æsispennandi og ætlaði allt um koll að keyra þegar Fram og HK léku til úrslita um 1. sætið í Sparisjóðsmótinu. Leikurinn var jafn og spennandi og þegar leiktíminn var mnninn út áttu HK stúlkur aukakast og með því að skora stæðu leikar jafnir þar sem stúlkumar úr Safamýrinni vom aðeins einu marki yfir. Vamarveggur Framstúlkna kom hins vegar í veg fyrir að HK stúlkur skomðu og því sigruðu Framstúlkur, 4-3. I leiknum um 3. sætið sigmðu Gróttustúlkur í leik gegn Haukum. Stúlkumar í b-liði ÍBV sýndu oft á tíðum ágæt tilþrif í sínum leikjum þar sem allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig svo á reyndi en liðið hafnaði í 6. sæti í Sparisjóðsmótinu. Úrslít leikja ÍBV b-liðs urðu eftirfarandi: ÍBV-Grótta 2-11 ÍBV-Haukar 4 - 8 ÍBV-ÍR 8 - 7 5.-6.sæti, ÍBV-Stjaman 4 - 8. C-Iiðs keppnin í Sparisjóðsmótinu var ekki síður spennandi, þar áttust við í úrslitaleik Fram og lið Gróttu 3. Þar þurfti að grípa til framlengingar og þegar 40 sek. vom eftir af framleng- ingu tókst Gróttustúlkum að skora og komast einu marki yfir. Framstúlkum tókst ekki að skora á þeim tíma sem eftir var af leiknum og því kom það í hlut liðs Gróttu 3 að hampa Spari- sjóðsbikamum. I 3. sæti hafnaði lið HK 1 eftir sigur á Haukum úr Hafnarfirði. Eins og fyrr segir var þetta síðasta mótið sem gaf stig úl Islandsmeistara- titils og þegar úrslit lágu fyrir í Sparisjóðsmótinu þá var einnig Ijóst hvaða lið stæðu uppi sem Islands- meistarar í 6. fl. kvenna í a-,b- og c-liðum tímabilið 1999-2000. Aðeins þrjú félög sópuðu til sín öllum verðlaununum á Islandsmótinu af þeim níu verðlaunasætum sem vom í boði, það vom Grótta, Fram og HK. Það er hins vegar óhætt að segja að lið Gróttu frá Seltjamamesi hafi stolið senunni að þessu sinni. Liðið varð Islandsmeistari í öllum liðum, þ.e. a-, b-, og c-liðum og einnig kom það í hlut Gróttu 2 að fá silfurverðlaun í c- liðum og svo Gróttu 1 að fá bronsverðlaunin. Lið Fram krækti í silfurverðlaun í a-liðum og bronsverð- í kvöld bætir ÍBV Fylkismönnum í þegar þegar liðin mætast í 8-Iiða úrslitum í deildarbikarsins á Fylkis- vellinum í Reykjavík. Bjami Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari IBV, er sem kunnugt er við stjómvölinn hjá Fylkismönnum og fyrrverandi aðstoðarmaður hans Kristinn R. Jónsson er tekinn við ÍBV. Það var því ekki úr vegi að heyra í þeim hljóðið íyrir leikinn. „Eg lít fyrst og fremst á þennann leik sem lið í undirbúningi liðsins fyrir Islandsrnótið," sagði Bjami í viðtali við Fréttir en eins og kemur fram hér á eftir stóð til að leika á Helga- fellsvellinum. „Við þurftum ekki að hugsa okkur lengi um þegar okkur var boðið að koma til Eyja og spila á grasi enda Iét ég það einu sinni frá mér fara að í Eyjum væri besti vallarstjóri á landinu og hann væri alltaf fyrstur með vellina. Það er því frábært tækifæri fyrir leikmenn að spreyta sig á grasinu, enda em vellimir hér á launum í b-liðum. Kópavogsstúlkur höfnuðu í bronssæti í a-liðum og í silfursæti í c-liðum. Reykjavíkursvæðinu töluvert frá því að vera tilbúnir. ÍBV er með eitt af þremur sterkustu liðum landsins og því ágætis tækifæri fyrir mig að sjá hvemig Fylkisliðið er í stakk búið fyrir átökin í sumar,“ sagði Bjami en því miður verður honum ekki að ósk sinni í bili a.m.k. Kristinn Jónsson þjálfari IBV sagðist ekki kvíða því að mæta Fylkis- mönnum. „Það verður fínt að mæta Fylkis- mönnurn héma heima og gaman fyrir stuðningsmenn IBV að fá smá forsmekk af því sem framundan er í fslandsmótinu. Þá munum við einmitt mæta Fylki hér í Eyjum þann 18. maí. Annars held ég að það tmfli leikmenn ekkert að vera að mæta fyrrverandi þjálfara sínum, við ætlum okkur bara að sigra og gera betur en í fyrra í deildarbikamum. Það er samt sem áður ánægjulegt að fá að spila á grasi í byrjun maí og við náum vonandi að sýna ágætis takta.“ sagði Kristinn að lokum. ÍBV áfram í deildar- bikarnum Meistaraflokkur karla mætti Vík- ingum í 16-liða urslitum í deildar- bikarkeppni KSÍ á malarvellinum í Víkinni á mánudaginn var. Leik- urinn var fyrirhugaður hér í Eyjum, en sökurn bágs ástands grasvalla varð úr að leikurinn færi frarn í Reykjavík. ÍBV var betri aðilinn ntegnið af leiknum og sigraði örugglega 1-3, eftir að staðan í hálfleik Jiafði verið 0-1 ÍBV í hag. Mörk ÍBV skoruðu þeir Hjalti Jónsson, Allan Mörköre og Bjami Geir Viðarsson. I 8-Iiða úrslitum mun ÍBV niæta Fylkismönnum og mun leikurinn fara fram á Fylkisvellinum í kvöld. Stelpurnar líka áfram Kvennalið ÍBV spilaði einnig utn helgina í deildarbikarnum, en liðið lék tvo leiki. Fyrri leikurinn var gegn sterku liði Breiðabliks sem sigraði naumlega í leiknum 2-1, en mark ÍBV skoraði Elena Einisdóttir. Seinni leikurinn var gegn sam- eiginlegu liði Akureyrar. Þór/KA og sigraði ÍBV í þeim leik 3-2 og var sigurinn ömggari en tölumar gefa til kynna. Mörk ÍBV skomðu þær Fanný Ingvarsdóttir, Elena Einisdóttir og Hjördís Halldórs- dóttir. IBV hefur nú spilað þrjá leiki, unnið tvo, tapað einum og er í öðru sæti síns riðils á eftir Stjörnunni. Næsti leikur ÍBV er einmitt gegn Stjömunni á laugar- daginn. Amela 03 Sibbi verða áfram Stjóm handknattleikisdeildar ÍBV kvenna hefur gert nýja samninga við Amelu Hegic og Sigbjöm Oskarsson. Það lofar góðu fyrir næsta tímabil að íslandsmeistaramir skuli halda Antelu því hún er örugglega einn besti leikmaður deildarinnar um þessar rnundir. Þá er ekki síður mikilvægt að halda Sibba sem er að sanna sig sent einn besti þjálfari landsins. Samkvæmt heimildum blaðsins er ÍBV að leita fyrir sér um liðsstyrk og er m.a. í viðræðum við sterka íslenska leikmenn. Gert er ráð fyrir að flestar stelpumar verði áfram en reiknað með að Hind fari til Reykjavíkur. Enginn grasleikur Ekkert verður úr að ÍBV og Fylkir mætist á Helgafellsvelli í átta liða úrslitum deildarbikarsins á Helga- fellsvelli íkvöld. Grasvellimir í Eyjum virðast ætla að koma vel undan vetri en því miður þoldi Helgafellsvöllur ekki rigninguna, er hreint út sagt á floú og verður því að bíða uppstyttu áður en hægt verður hleypa inn á hann. Framundan Fimmtudagur 4. maí Kl. 19.00 ÍBV-Fylkir á Fylkisvelli Laugardagur 6. maí Kl. 12.00 Stjaman-ÍBV deildarbikar kvenna. Riðlakeppninni lokið með hæsta skori sem sést hefur í hópaleiknum Síðustu umferð riðlakeppninnar lauk síðastliðinn laugardag og fyrir þá umferð var nokkur spenna um það hvaða hópar kæmust sem þriðja lið í sínum riðli í úrslitakeppnina. Hæsta skorinu náði hópurinn FF sem fékk 9 rétta og skaust þar með upp í annað sætið í sínum riðli. Bonnie and Clyde fengu 7 rétta og tryggði þar með endanlega efsta sætið í sínum riðli. Aðrir hópar vom með minna og var þessi vika ein sú lélegasta af Jressum 10 vikum sem spilaðar vom. Skorið sem sást í jressum hópaleik er það besta sem sést hefur og til marks um það var hópurinn Mandarínu- gott, sem var með hæsta skorið yfir allt, með 80 stig eða 8 rétta að meðaltali sem verður að teljast gott á einfalda röð. Annars varð lokastaðan þessi: A-riðilh Bonnie and Clyde 78, Ferna United 74, Bæjarins bestu 70. Allra bestu vinir Ottós 69, D.C. 2000 67, Hrossagaukamir 66. B-riðill: Tveir á Toppnum 75, Austurbæjargengið 74, Kaffi og Campus FC. 71, Flug-Eldur 70, Man.City 67 C-riðill: Mandarínugott 80, FF 72, H.H. 70, JÓJó 68, Vinstri bræðingur 65, E.H. 60. D-riðill: Pörupiltar 77, Bláa Ladan 77, Mambó 73, Klaki 70, Húskross 68, Tippalingumar 67 Feitletmðu hópamir em komnir áfram í úrslitakeppnina sem hefst um helgina. Hún stendur yfir í fjórar vikur og taka hópamir í efstu sætunum með sér 4 stig, hópamir í öðm sæti 2 stig en hópamir í þriðja sæti taka ekkert stig með sér. Riðlamir verða tveir og keppa efstu hópamir í hvomm riðli til úrslita. Að lokum viljum við hvetja fólk til að tippa á síðustu umferðimar í enska boltanum og styrkja um leið IBV. Þeir sem koma að tippa geta fengið sér rjúkandi heitt kaffi að hætti Edda Garðars og bakkelsi frá Vilberg og viljum við í getrauna- nefndinni þakka Vilberg fyrir að hafa gefið okkur bakkelsi í allan vetur. Einnig er hægt að koma í létt spjall og spá í fótboltasumarið sem er framundan. GETRAUNANEFND ÍBV Knattspyrna: Deildarbikarinn Kristinn 03 Bjarni takast á í kvöld -þegar ÍBV og Fylkir mætast á Fylkisvelli í kvöld

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.