Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. maí 2000 Fréttir 11 skrið hvannar og því nauðsynlegt að hemja hana. Er hvönn í Eyjum yfirleitt vandrœðagróður? „Mér finnst þetta nokkuð sér- kennilegt að hafa það sem rök í málinu. Hvönnin er merkileg planta og hefur verið nýtt hér í þúsund ár og það sem mér finnst vanta héma er að bæjarbúar haft aðgang að hvönn sem er óbitin og í náttúrulegu gróðurfari. Sauðfé sækir mikið í hana, en hér á eyjunni er hún alls staðar nöguð nema helst hátt uppi í klettum. Hún er hvergi eins aðgengileg og undir Molda, þess vegna finnst mér eðlilegt að halda þessu áfram ifiðuðu og menn haldi sig við þær girðingar sem þeir hafa, en vera ekki að stækka beitilönd sín. Hvönnin drepur allan undir- gróður, vegna þess hversu kröftug og há hún getur orðið og því skuggi undir, þannig að á vetuma blasir bara moldin við, en mold í sjálfu sér er ekki hættuleg og ekki ljót að mínu áliti og alls ekkert samasemmerki milli þess að sjá mold og að landið sé að blása burt, það er einhver misskilningur. Hvönnin hefur öflugt rótarkerfi og er hin merkilegasta planta í flóm landins og á heima hér eins og mosinn og baldursbráin. Það hefur verið sagt að hvönnin valdi því að land skríður fram ef ekki er beitt á hana. Það skilst mér að gerist í úteyjum og mikJum bratta eins og í Miðkletti; þar sem gróður- þekjan er alltaf að þykkna ofan á móberginu kemur að því að hún hrynur niður og það líka þótt engin beit sé fyrir hendi. Ég tel það hins vegar ekki eiga við inni í Dal vegna þess að þar er mikill raki og þykkur jarðvegur og brattinn ekki mikill. Þar sem girt hefur verið undir Molda var áður skógræktargirðing en ekki beitiland, a.m.k. ekki í hálfa öld. Aðal málið í þessu er og ég segi það hreint út að menn em að stækka sitt beitiland og það án leyfis bæjaryfirvalda um sem nemur tveimur, þremur hekturum í þessu tilfelli. Þess vegna mætti spyrja fyrir hvem er landið?" Við höfum takmarkað land Og jyrir hvem er landið ? „Það er ekki bara fyrir tóm- stundabændur og ekki em þeir meirihluti bæjarbúa. Við höfum tak- markað land héma og ég tel mig vera talsmann þess að fá að ganga nokkuð fijálst um landið og eiga kost á því að njóta þess án þess að vera mikið að klofa yfir girðingar og að einhvers staðar fái eðlilegur gróður að njóta sín óbeittur. Forfeður okkar, Heijólfúr og félagar em taldir hafa ofbeitt hér skelfilega strax eftir landnám og orðið þess valdandi að gróður á Helga- fellshrauni blés upp. Það er komið nóg hefði ég haldið.“ Kristján segir að þrátt fyrir snjó- þungan vetur og rysjótta tíð komi eyjan ekki illa undan vetri nú. Snjór- inn er oft kostur vegna þess að hann hlífir gróðrinum, þannig að það er ekki stóra málið, hins vegar em þurrkamir undanfamar vikur til óþurftar, enda gróður ekki eins fljótur af stað núna og í fyrravor. Núna vantar duglega rigningu þá yrði allt grænt að morgni.“ Er til einhver stefna hjá bœnum varð- andi gróðurvemd, skógrækt og umhverfisvemd? „Bærinn hefur unnið mikið með Landgræðslunni og gaman að segja ffá því að nú er verið að vinna að stórri áætlun með landgræðslumönnum varðandi mikið átak austast á Haug- unum eftir að tókst með harmkvælum að koma búfénaði af svæðinu. Þetta er yfirlýst landgræðslusvæði og ætlunin er að keyra jarðvegi þangað, sá í og reyna að loka þeim rofabörðum sem hafa myndast. Einnig gerðist það í fýrra að bærinn gerði samning við Skógræktarfélag Islands um land- græðsluskóg, þar sem þegar hefur verið plantað tijám uppi á hrauninu austan við bæinn. Þetta em um 29 hektarar lands sem stefnt er að græða upp með öllum ráðum, þar með talið lúpínu sem reynst hefur vel til land- AUSTUR á Haugum á gróður í vök að verjast vegna veðurálags. Myndin fyrir ofan er tekin vestur á Hamri og sýnir vel afleiðingar oflieitar. Báðar eru myndirnar teknar í fyrrasumar. græðslu. Mikið af þessu svæði er vikur og mun vinnuskólinn taka þátt í þeirri vinnu, en verkefnið er gríðarlega stórt.“ Svöðusár í Helgafelli Eitt svöðusárið á eyjunni eru austur- hlíðar Helgafells hversu lengi á þetta að vera svona, eru lagfœringar á þessu svœði einhvers staðar á fram- kvœmdaáœtlun? „Það er mikið mál að laga þetta og þarf ófá tonn af jarðvegi til þess. Það hefur verið keyrt í þetta eftir hendinni og hvað til fellur af jarðvegi sem er hentugur á svæðið. Ég verð bara að vísa framkvæmdinni til bæjarstjómar því þetta kostar pening og þeir eru takmörkuð auðhnd! En auðvitað er ég hlynntur því sjálfur sem áhugamaður um þessi mál að settur veði peningur í þetta, eins og fleiri svæði á eyjunni og nefni ég þá Kinnina, svæðið upp af Brimurðarloftum, Lyngfellsdalinn og ströndina vestur á eyju, sem reyndar er vemdað svæði, 200 metra upp af Ofanleitishamri. Þar hefur viðgengist ofbeit og jarðvegsrof en vonandi fer nú að rætast úr þeim málum á næstunni. Þá er auðvitað alveg ófært að tómstundabændur beiti hrossum sínum á garðlönd bæjarbúa og stórskemmi þar garða hjá fólki eins og gerðist í fyrra.“ Nú virðist mörgum að í þessum málumfari einstaklingar sínufram og leiti síðan eftir leyfum til fram- kvœmdanna, eru allarþessar nefndir og umsagnaraðilar hjómið eitt? „Slíkt gengur að sjálfsögðu ekki. Fyrst verður að sækja um leyfi og fjalla um það á réttum stöðum og síðan framkvæma ekki fyrr en leyfi er fengið. Þetta er að sjálfsögðu gmnd- vallaratriði í stjómsýslunni." En hefur garðyrkjustjórinn eitthvað yfir úteyjum að segja? „Nei, ekki hefur það nú verið, en Vestmannaeyjabær á úteyjamar og leigir nyt af þeim. Hins vegar veit ég ekki annað en vel sé farið með landið í úteyjum og Náttúmstofa Suðurlands kemur að veiðieftirliti. Ég vil gjaman sjá allshetjar gróðurfarsúttekt á öllum eyjunum sem sátt yrði um og yrði notuð í sambandi við ákvörðun um beitarþol og landgræðslu. Og ég vil taka það fram til að koma í veg fyrir misskilning að ég er enginn andstæð- ingur búfjárhalds í Eyjum og þekki marga tómstundabændur af góðu einu, ég bendi bara á að landnýting getur verið margt annað en bara beit.“ Heilmikið í gangi Kristján segir að í Eyjum eins og víða í sveitarfélögum hafi menn nóg að gera við hvers kyns framkvæmdir er lúta að uppgræðslu og útivistar- svæðum. Nú er til dæmis heilmikið í gangi vegna stafkirkjunnar og Skans- svæðisins. Það er mikil vinna fyrir tæknideildina auk þess sem Ahalda- húsið og garðyrkjudeild koma að þvj vegna jarðvegsvinnu og frágangs. I garðyrkjudeild era að jafnaði tveir aðrir starfsmenn og svo snarfjölgar þeim á sumrin. Sá alkunni Sigurður Jónsson frá Húsavík lætur af störfum um næstu áramót og Sigurður Páll Asmundsson mun leysa hann af hólmi sem verkstjóri. Það eru kátir karlar í Ahaldahúsinu þar sem ég hef aðstöðu og aldrei nein lognmolla þar.“ Mikil samskipti við almenning Er mikið um að einstaklingar leiti til garðyrkjustjóra um ráðgjöf vegna rœktunaimála? ,Já það er töluvert. Það er mikið hringt og margir koma á skrifstofuna til mín. Ráðgjöf er hluti af mínu starfi og ég hef reynt að heimsækja fólk eftir því sem beðið hefur verið um og tækifæri gefast og spjalla við garð- eigendur. Mér finnst það mjög til bóta og eflir tengsl garðyrkjustjóra og bæjarbúa. Ég reyni sfðan að miðla af minni visku svo langt sem hún nær. Mér virðist fólk almennt vera með- vitað og jákvætt gagnvart ræktun og uppgræðslu. Hins vegar er því ekki að neita að í Eyjum era ákveðnir erfiðleikar við trjárækt og alls ekki sama hvemig að henni er staðið. Eitt stórt atriði í því er og á ekki síst við garðeigendur, en það era skjólveggir. Ef menn setja upp skjólveggi í garði sínum gjörbreyta þeir einfaldlega loftslaginu inni í garðinum og stór- bæta ræktunarmöguleikana. Enda finnst mér að skjólveggir ættu að vera hluti af húsbyggingum héma frá því teikningar era lagðar fram.“ Allt. að fimm metra tré Nú er eitt sem trjárœktendur fara ekki varhluta af en það eru alls kyns pöddur og sveppir, hvemig er það hér í Eyjum og kannski íframhaldi afþví erþetta skógarœði ekki innrás íflóru landsins? „Nei ég vil nú eklci samþykkja það. Við getum sett þetta í sögulegt sam- hengi, því að á Islandi var töluverður trjágróður fyrir landnám, en aðalá- stæða fyrir hnignun skóganna og landeyðingu vora búskaparhættir, enda vissu menn ekki betur, beittu ótæpilega og hjuggu skóginn. Landið er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var. Menn hafa líka rætt það við mig héma að með trjárækt væri verið að loka fyrir allt útsýni í Vestmannaeyjum og gárungamir telja að hér verði ekki lendandi nema á þyrlum! En ég get ábyrgst að það er engin hætta á því miðað við þær tegundir sem við erum að gróðursetja og ég bendi á hvað lágvaxin tré og rannar eru mikil prýði einsog dæmin sanna í Heiðmörk og víða í kringum Hafnarfjörð. Svo höfum við ánægju- leg dæmi hér í bænum um hávaxin tré sem geta vaxið í góðu skjóli og hafa náð fjögurra, fimm metra hæð. Varð- andi pöddumar þá fylgja þær allri tijárækt. Þ>etta er eins og með mosann, hann er bara eðlilegur hluti af gróðurfari Vestmannaeyja og fráleitt að ætla sér að eyða honum með öllu. Lýs og lirfur era hluti lífkeðjunnar, í hófi skaðar það ekki trén, en ef gengur fram úr hófi þá er það oft vegna einsleitrar ræktunar og skorts á áburði, sem gerir tré veikari fyrir sjúkdómum. Það hefur til dæmis verið talað um að engir sjúkdæmar fylgi alaskaöspinni hér á landi, en í Ameríku era um hundrað tegundir af pöddum og bakteríum sem fylgja henni og er eðilegur hluti og hún dafnar vel. Hér er öspin í eins konar sóttkví, en það kemur að því að einhverjar pöddur fara að sækja á hana og trén aðlagast því yfirleitt á einhveijum árum. Menn eru meðvitaðir um þetta og reynt er að velja úr sterkustu einstaklingana og leita jafnvel að nýjum harðgerðum kvæmum, en það eru afbrigði frá vissum landsvæðum. Islensku birki, reyni og víði hafa alla tíð fylgt pöddur og er eðlilegur hluti af lífríkinu." Seinþreyttur til vandræða En aðeins frá starfinu og að per- sónunni Kristjáni Bjamasyni, hvemig erhann? „Ég er held ég seinþreyttur til vandræða en auðvitað getur mér of- boðið. Ég hef áhuga á mínu starfi því þetta er bæði áhugamál og vinna. Ég vona að ég sé svona þokkalegur fjölskyldumaður og sæmilega skap- góður, ég held við sleppum bara neikvæðu hliðunum á sjálfum mér! Ég er líka þolinmóður enda held ég að það sé nauðsynlegt hveijum ræktunar- manni, því ræktunarstarf tekur tíma. Mér líður alveg ágætlega í Eyjum og ef ég er lengi í burtu fer ég að sakna útsýnisins og fuglanna. Það er sagt að svartfuglinn verði vankaður ef hann flýgur svo langt inn til landins að ekki sér til sjávar, Svava konan mín hefur fundið fyrir þessu líka og ég er farinn að skilja hana betur. Hérna er mikil fuglaparadís og alveg einstakt á Islandi. Hins vegar er eitt sem ég hef ekki skilið og það er hvers vegna ferðamennska er ekki meiri og öflugri en raun ber vitni og stærri þáttur í atvinnulífmu. Hér blasa við miklir möguleikar í ferðaþjónustu, svo ég nefni nú bara að ekki skuli vera gert meira úr gosinu en raun ber vitni, gosið er það sem allir tengja við Eyjar. Svo verður maður var við að gosið hefur haft hér meiri áhrif en virðist við fyrstu sýn, ekki bara á náttúruna heldur líka mannlífið og sálarlíf Eyjamanna." Hver eru brýnustu verkefni garð- yrkjustjóra á nœstu árum? „Grannurinn í þessu er að láta ekki landið blása upp og ofbeita það ekki, það er alveg númer eitt að slíkt hendi ekki. I annan stað er að hraða fram- vindu gróðurs á nýja hrauninu. Það er engin ástæða til að hafa hraunið héma svart og mosavaxið í hundrað ár. Mér finnst ástæða til að breyta ásýnd þess næst bænum. Og ég vil opna það með göngustígum og gera aðgengilegt fólki. Kannski lít ég þetta öðram augum en innfæddir, en fyrir mér er þetta ákveðið landnám í nýju landi en ekki kirkjugarður hlaðinn minningum. Síðan er Páskahraunið sem við viljum hafa friðað og Eldfellið. Auðvitað vildi ég sjá miklu meira fé varið til þessa málaflokks og annars sem snýr að útivistarmálum og opnum svæðum í bænum, en bæjarstjómin hefur í mörg hom að líta sem kunnugt er. Ég get líka nefnt göngustígamál, en það er mjög brýnt að skipuleggja göngu- stíga, taka niður eitthvað af þessum girðingum og opna svæði meira utan vega svo fólk geti gengið um. Einnig göngustíga meðfram vegum, sem era ekki síður nauðsynlegir. Þá get ég nefnt jarðgerð sem er ofarlega á mínum óskalista, ég vildi sjá fjár- veitingu í þann málaflokk sem fyrst. Svona gæti ég haldið lengi áfram, en ég er bjartsýnn og hef trú á að þetta geti orðið að veruleika á næstu áram.“ Grænir fingur Ertu með grœna fimgur, eins og stundum er sagt? „Já ég vona það. Nú þegar komið hefur verið saman hópi sem hefur þennan ræktunaráhuga bæði í skógrækt og landgræðslu, þá hef ég ekki áhyggjur af framtíðinni í þessum efnum. Endurreist skógræktarfélag ætti að geta orðið góður bakstuðningur og gaman að finna þann áhuga sem þar er og ég vænti mikils af í fram- tíðinni. Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.