Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 4. maí 2000
BókvitiðT
11.
askana
Nýfædd^
estmannaeyingar
?°"
Landslag í uppsláttarritum
Ég þakka Torfa frænda fyrir að
koma mér á framfæri við fjölmiðlana.
í löngum túrum hætta menn að vera
vandlátir á andlegt fóður og er þá
lesið allt frá fagurbókmenntum niður
í „Hustler“ og reglugerðir frá Fisk-
stofu.
Þar sem ég hef yndi af útivist og þó
einkum hálendisferðum, les ég mikið
af alls konar ferðabókum og staðar-
lýsingum. íslandshandbókin er upp-
sláttarrit í tveimur bindum og þar eru
staðarlýsingar og söguágrip í knöppu
formi ásamt myndum af fjölda staða
um allt land. Bók sem alltaf er tekin
með í sumarfríið. Enda gömul og ný
sannindi að „landslag yrði lítils virði
ef það héti ekki neitt.“
Undanfarin ár hefur fjölskyldan
eytt sjómannadeginum í Þórsmörk og
stendur til að halda þeim sið í ár. Til
undirbúnings fyrir þá ferð er ég núna
að lesa bók sem heitir „Þórsmörk,
land og saga,“ eftir Þórð Tómasson
safnvörð í Skógum. Stórmerkileg og
vönduð bók með ítarlegum staðar-
lýsingum ásamt söguelgum fróðleik.
Meðal annars er sagt frá skógar-
nytjum og voru síðustu skógar-
ferðirnar famar í Þórsmörk í kringum
1960. Einnig er lýst tilraun sem gerð
var til að fleyta birki niður Markar-
fljót að hætti skógarhöggsmanna í
Alaska og víðar.
Það er best að forvitnast næst um
hvað er lesið „á bekknum“ og því
skora ég á félaga minn Jóhann
Baldursson, vélstjóra, að sjá um næsta
þátt.
-Framkvæmdastjóri Golfklúbbsins er sagður næsta ósáttur
við þá miklu umfjöllun sem tveiraf félögum klúbbsins hafa
fengið að undanförnu fyrir að fara holu í höggi. Ævar
framkvæmdastjóri vann sér það nefnilega til ágætis snemma
í vetur að fara holu í höggi í golfherminum, á miklu erfiðari
velli en hinir tveir hafa verið að leika listir sínar á. Þetta afrek
vann Ævar á golfvelli í Oregon á par 3 holu sem er 135 metra
löng og notaði 5-tré til þess. Að sögn kunnugra er Ævar sá
fyrsti í Evrópu á þessu ári til að fara holu í höggi. Aftur á móti
er ekki á hreinu að hann fái þetta afrek sitt viðurkennt af
Einherjaklúbbnum; forráðamenn þar hafa fram til þessa
einskorðað sig við golfleik utanhúss.
-Og meira úr golfinu. [ vor hafa starfsmenn Golfklúbbsins,
ásamt hópi áhugasamra félaga, unnið hörðum höndum að
því að endurbæta tjörnina á 16. braut, rétt við Mormónapoll,
og þykir hún nú einkar glæsileg ásýndum, með fjörugrjóti í
botni og hliðum. Þar sem sýnt var að nóg var eftir af fjöru-
grjóti að verki loknu og framkvæmdagleðin enn á fullu, var
ákveðið að búa til aðra tjörn, framan við flötina á 18. braut og
gera þar með brautina erfiðari til leiks. Það verk tókst ekki
síður en hitt, er tjörnin hin glæsilegasta og til prýði.
-Á vinnudegi kylfinga, 1. maí, þótti yfirhönnuði og aðal-
framkvæmdamanni þeirra tjarnargerðarmanna við hæfi að
vígja nýju tjörnina á viðeigandi hátt. Sá er bæði góður
kylfingur og góður netagerðarmaður, auk þess að vera
hamhleypa til verka við tjarnagerð. Hann stillti upp bolta
norðan við tjörnina og tilkynnti viðstöddum að nú skyldu þeir
fylgjast með hvernig slegið væri yfirtjarnir. Svo illa vildi þó til
að höggið geigaði og boltinn lenti í nýju tjörninni sem án efa
á eftir að taka við talsvert fleiri boltum í sumar.
Tala of lítið
A uppskeruhátíð handboltafólks í Eyjum, Hvað myndiróu gera ef þú ynnir milljón i
sem haldin var fyrir skömmu, voru happdrætti? Kaupa mér bíl.
Fréttabikararnir afhentir þeim efnilegustu Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn.
í íþróttinni. Að þessu sinni hlutu bikarana Uppáhaldsíþróttamaður? í handboltanum er það
þau Guðbjörg Guðmannsdóttirog Sigþór Ólafur Stefánsson.
Friðriksson en hann er Eyjamaður Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? ÍBV.
vikunnar. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir.
Fullt nafn? Sigþór Friðriksson. Uppáhaldsbók? Engin.
Fæðingardagur og ár? 6. apríl 1983. Hvað metur þú mest í fari annarra? Að hægt sé að
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. treysta fólki.
Fjölskylduhagir? Bý i foreldrahúsum. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Menntun og
starf? Er á fyrsta
áriíFÍV.
Laun? Engin.
Bifreið? Engin, bill-
inn hennarmömmu
nægir alveg ennþá.
Helsti galli? Tala
of lítið (sumum
finnst það kostur).
Helsti kostur?
Efnilegur í hand-
bolta.
Uppáhaldsmatur? Lundi.
Versti matur? Fiskréttir.
Uppáhaldsdrykkur? Kók.
Uppáhaldstónlist? Popptón-
list.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Spila handbolta
og vera með vinum mínum.
Hvað er það leiðinlegasta
sem þú gerir? Að hanga
heima.
Mont og snobb.
Fallegasti staður sem þú
hefur komið á? Vestmanna-
eyjar.
Stundar þú aðrar íþróttir en
handbolta? Nei, ég var í
fótbolta í 6. flokki en handboltinn
ermiklu skemmtilegri.
Hvað gerir handboltann
svona skemmtilegan? Maður
er meira með en t.d. í fótbolta.
Baráttan erlíka meiri.
Hvernig tilfinning var það að
koma inn á í leik með
meistaraflokki? Húnvarmjög
góð og ég var ánægður yfir að
fá þetta tækifæri.
Ætlarðu að halda áfram í
handboltanum? Já, ég stefni
að því.
Eitthvað að lokum? Ég hvet
alla til að mæta vel á leiki ÍBV í
handboltanum næsta vetur.
Þann 9. febrúar
eignuðust Ragna
Berg
Gunnarsdóttir og
Knútur
Kjartansson son.
Hann vó 12 Vi
mörk og var 52
cm að lengd.
Hann hefur verið
skírður
Sveinbjöm Berg
og er á myndinni í
fangi stóra bróður
Gunnars Geirs.
Fjölskyldan býr í
Kópavogi.
Veitingastaður
til leigu
Veitingastaður Hótels
Þórshamars er til leigu
Upplýsingar í síma 481-2345
Á dofinni 4*
4. maí Námsstefna á vegum
Stjómunarfélogs Vestmannaeyja í
Akóges ld. 20.00
4. maí Bingó IBV í Þórsheimilinu
6. maí Myndlistarvor Islandsbanka í
Eyjum 2000. Opnun Samsýningar
Birgis Andréssonar, Olafs Lárus-
sonar og Kristjáns Guðmundssonar
í GalleríÁhaldahúsinu kl. 17.00.
*
Gestur sýningarinnar Asgeir
Lárusson. Aogangur ókeypis. Allir
velkomnir
6. maí Stórtónleikar Samkórs Vesfmanna-
eyja í Digraneskirkju í Reykjavík,
Id. 17.00
6. maí Árlegur hreinsunardagur á
Heimaeyfrá 10.00- 12.00. Láti
nú enginn sitt efitir liggia
7. maí Þjóðlagamessa í Landakirkju
kl. 20.30
11. maí Kristín Lofbdóttir með fyridestur um
WoTaaBe hirðingja í Niger,
haldinn í Rannsóknasetrinu
11. maí Aðalfundur ÚV í Akóges Id. 17.00
12. maí Tónleikar Brass kvintets Vest-
mannaeyja og Tónsmíðafélags
Vestmannaeyja í Gallerí Áhalda-
húsinu kl. 20.30
13. maí Opin hús hjá Eyjabústöðum í landi
Ofanleitis kl. 13.00- 17.00
19. -20. maí Vor í Eyjum 2000
20 maí Mótorcross í Eyjum
25. maí Guðmundur Óddur Magnússon
heldur fyrirlestur í Rannsókna-
setrinu um ímyndarsköpun