Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 4. maí 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 4. maí Kl. 14.30 helgistund á Sjúkra- húsinu, annarri hæð. Heim- sóknargestir velkomnir. Föstudagur 5. maí Kl. 12.30 Æftng hjá eldri deild Litlu lærisveina Klr 13.15 Æfing hjá yngri deild Litlú lærisveina Laugardagur 6. maí kl. 14.00 Útför Stefáns Helga- sonar Sunnudagur 7. maí Ath. breyttan messutíma Kl. 20.30 Þjóðlagamessa, messa nteð nýju sniði, fallegum söngv- um úr þjóðlagahefð. Eitthvað sem allir aldurshópar njóta. Tónlistar- fólk úr Vestmannaeyjúm sér um undirleik og eldri böm í Litlum Lærisveinum leiða söng. Þriðjudagur 9. maí Kl. 20.00 Fundur um sorg og sorgarviðbrögð Miðvikudagur 10. maí Kl. 10.00 Helgistund í Hraun- búðum Kl. 20.30 Opið hús í KFUM&K- húsinu fyrir unglinga. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíufræðsla. Fyrra Korintubréf, 15. Föstudagur Kl. 20.30 Unglingarnir Laugardagur Kl. 20.30 Bæn til Guðs almáttugs. Spjall við Guð. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma - Niðurdýfing. Allir velkonmir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 6. ntaí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Knattspyrna: Viðtal við Kristin R. Jónsson, þjálfara IBV Góður árangur eykur pressu Eins og allir knattspyrnuunnendur í Vestmannaeyjum vita tók nýr þjálfari við stjórnartaumunum af Bjarna Jóhannssyni í haust. Nýi skipstjórinn í brúnni heitir Kristinn Rúnar Jónsson og hefur starfað í kringum ÍBV liðið síðan 1998. Þegar aðeins um tvær vikur eru í fyrstu umferð íslandsmótsins er tilvalið að kynnast manninum aðeins nánar. Hver er Kristinn Rúnar Jónsson ? ,J2g fæddist fyrir um það bil 35 árum í Reykjavík, þar sem ég hef alið manninn stóran hluta ævinnar. Eg lék með Fram nánast alla mína tíð sem leikmaður, þar af um 320 leiki með meistaraflokki og vann þar nokkra titla, íslands- og bikarmeistaratitla. Einnig lék ég með yngri landsliðum íslands og 12 A-landsleiki á sínum tíma. Eg er kvæntur Svövu Margréti Ingvarsdóttur og eigum við þrjár dætur. Ég vinn hjá Bæjarleiðum við bókhalds- og fjármálastörf en það hef ég gert undanfarin 10 ár. ^ Ég er þjálfari meistaraflokks karla ÍBV og hef menntað mig nokkuð sem þjálfari, m.a. tekið flest þau stig sem KSI býður upp á og einnig setið ljölmarga fýrirlestra um þjálfun og knattspymu.“ Var með þegar ÍBV sendi Fram niður um deild Hver voru þín fyrstu kynni af IBV? „Það var auðvitað í gegnum yngri flokkana en þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í meistaraflokki minnist ég þess að IBV sendi Fram niður um deild, þannig að mín fyrstu kynni á þeim vettvangi voru kannski ekki beint skemmtileg. Ég var ráðinn hingað til ÍBV í ársbyrjun 1998 og flutti hingað en það var að frumkvæði Bjarna Jóhannssonar að ég kom hingað. Ég var aðstoðarþjálfari Bjama hjá meistaraflokki, sá um vetrar- æfingamar í Eyjum og þjálfaði 2. flokk karla, bæði 1998 og 1999. Mér og minni Ijölskyldu líkaði ofsalega vel í Eyjum, sérstaklega vom krakkamir ánægðir en það kom að því að ég þurfti að velja á milli þess að missa vinnuna hjá Bæjarleiðum og finna mér annað starf úti í Eyjum, eða flytja aftur í höfuðborgina. Við hlökkum mikið til að flytja út í Eyjar í sumar. í vetur hefur ÍBV liðið verið tvískipt eins og undanfarin ár, ég hef séð um hópinn í Reykjavík og Elías Frið- riksson aðstoðarþjálfari í Eyjum.“ Spennandi og ögrandi Hvaðfmnst þér um að þurfa að stíga fi'am í sviðsljósið og taka meiri ábyrgð á einu þekktasta knattspymuliði landsins? „Ég er ekkert óvanur sviðsljósinu eftir ferilinn með Fram sem var á þeim tíma eitt besta knattspymulið landsins. Ég er búinn að vera viðloðandi meistaraflokk í bráðum 20 ár og er því ekki að stíga mín fyrstu spor. Ég aðstoðaði Asgeir Elíasson hjá Fram í tvö ár, þjálfaði Hauka í eitt ár og var svo með Bjama í tvö ár. En þetta er vissulega frumraunin með lið í Landssímadeild sem aðalþjálfari og er virkilega spennandi og ögrandi verkefni." Léttara þegar vel gengur Það hefur sjaldan ríkt lognmolla í kringum liðið liin síðari ár, hvorki meðal leikmanna né stuðningsmanna, hvemig œtlarðu að bregðast við því ? „Það væri lítið gaman að þessu ef einhver lognmolla væri í kringum fótboltann. Auðvitað er miklu léttara yfir þessu þegar vel gengur. Meist- araárin tvö vom mjög skemmtileg og allir ánægðir en í fýrra gengu hlutimir ekki alveg upp og liðið var næstbest en ekki best. Við sem störfum í kringum liðið, leikmenn og stuðnings- menn, vomm orðnir góðu vanir og því var þetta töluvert áfall og ekki allir sáttir við að verða í 2. sæti.“ Eðlilegt að lána menn Fyrir skömmu voru þrír ungir strákar lánaðir frá IBV til annarra liða. Hvers vegna varþað gert? „Asmundur formaður rökstuddi það ágætlega í grein í Fréttum fyrir skömmu. Það kemur upp millibils- ástand þegar leikmenn koma upp úr 2. flokki því fæstir era þá tilbúnir í svona sterkt meistaraflokkslið eins og hjá ÍBV. Það vantar verkefni fyrir stráka upp að 23 ára aldri. Við gerðum tilraun með að senda 1. flokk í íslandsmótið í fyrra en það mót var hvorki fugl né fiskur og umgjörðin þar til vansa. Við erarn með breiðan hóp leikmanna hjá IBV og því fannst okkur rétt að lána stráka, sem vom að koma upp úr 2. flokki, í lið í 1. deild þar sem þeir öðlast góða leikreynslu. Svona lánssamningar vom í fyrsta skipti gerðir mögulegir í fyrra og þá lánuðum við Hjalta Jónsson um mitt sumar til FH. Þar öðlaðist Hjalti góða reynslu enda hefur hann spilað vel í æfingaleikjum í vetur með ÍBV. Akveðið hefur verið að gera þetta mun fyrr í ár, m.a. svo að þessir ungu strákar gætu spilað með lánsliðum sínum í æfingaleikjum og farið með liðunum í æfingaferðir til Portúgals. Þessir strákar koma síðan reynslunni ríkari til baka. Æíingaaðstaðan vandamál IBV hefur gengið ágœtlega í þeim œfingjaleikjum sem búnir eru, telurðu að liðið verði tilbúið í slaginn þegar mótið hefst ? „Liðið er í ágætu formi. Það hefur verið ágætis stígandi í leik okkar fram að þessu og ég vona að við höldum áfram á þeirri braut. Formið verður líklega ekki vandamál í sumar þar sem við höfum hlaupið og lyft meira en áður á kosmað fótboltans. Astæðan er harður vetur og aðstöðuleysi. Hópurinn er tvískiptur eins og undanfarin ár. í Reykjavík er erfitt að komast að á völlunum og í húsum. Höfuðborgariiðin láta auðvitað sín lið ganga fyrir og einu tímamir sem við fáum á gervigrasi em kannski rétt fyrir miðnætti. Við höfum æft í Reið- höllinni og gengið ágætlega en við misstum húsið fyrr en áætlað var og síðan höfum við verið á hrakhólum með æfingar. í Eyjum hefur ástandið verið lítið skárra, veðurfarið afar óhagstætt og malarvöllurinn var nánast ónothæfur. Því miður geta Eyjamenn ekki verið í samstarfi við önnur bæjarfélög um hluti eins og knattspymuhús um hluti eins og knattspymuhús, en nú liggur fyrir að ljögur til fimm slík hús rísi á landinu á næstu misseram. Þau lið sem hafa aðgang að slíkum húsum munu hafa ákveðið forskot." Breyting á leikskipulagi Þeir sem hafa fylgst með liðinu í œfingaleikjunum hafa tekið eftir nokkuð stórri breytingu á leik- skipulagi IBV en nú er spilað með tvo leikmenn í framlínunni í stað eins áður. Er þetta kannski gamalt ágreiningsefni milliþín og Bjama? „Nei alls ekki. Leikkerfið, sem við Bjami notuðumst við, gekk ágætlega þannig að ég sá ekkert athugavert við það. Annars held ég að það skipti ekki höfuðatriði hvaða leikkerfi er spilað, heldur það að leikmenn viti hvert þeirra hlutverk sé inni á vell- inum. ÍBV hefur undanfarin ár spilað sama kerfið og kannski kominn tími til að breyta til, allavega fá fleiri valmöguleika fyrir okkur.“ Sterkur 2. flokkur Hvemig er samstaifið við 2. flokk ÍBV? „2. flokkur verður sterkur í sumar og fróðlegt að fylgjast með því hði. Hluti af 2. flokki hefur æft með meistaraflokki í vetur, sex 2. flokks strákar fóm í æfingaferðina með meistaraflokki til Portúgals og einhveijir þeirra munu væntanlega fá smjörþefinn af meistaraflokki í sumar. Við eigum mikinn efnivið sem verður að hlúa vel að. Strákamir em í góðum höndum og samstarfið við Zeljko þjálfara þeirra verið mjög gott. Líst vel á Ásmund sem formann Það hafa orðið mannabreytingar hjá knattspymuráði IBV fyrir sumarið, hvemig líst þér á nýja meðlimi stjómarinnar? „Bara vel. Það er eðlilegt að menn vilji draga sig í hlé eftir meira en tíu ár í þessu erilsama áhugamáli. Þessir menn hafa unnið frábært starf og ekki alltaf fengið að njóta sannmælis, þetta er vanþakklátt starf. Þeir hafa komið IBV heldur betur á spjöld sögunnar. Mér líst vel á Asmund sem formann og nýju mennina og svo em þama fyrir þungavigtarmenn sem búa yfir mikilli reynslu. Hungrið er til staðar En að lokum, hver eru markmið þín með liðið í sumar? „Við hljótum náttúmlega alltaf að stefna hátt. Menn sem hafa unnið titla þyrstir auðvitað í meira og þeir vita hvað þarf til að ná árangri. Hins vegar ætla ég ekki að vera að lofa neinu nema því að ég mun gera mitt allra besta til þess að ná árangri með liðið, meira get ég ekki lofað.“ sagði Kristinn að lokum. Júlli. FÓLK á öllum aldri mætti í hreinsunina. ÁRLEGUR hreinsunar- og tiltektardagur knattspyrnudeildar ÍBV, sem var haldinn síðastliðinn laugardag, er fyrsta alvöruvísbendingin um að nú sé að styttast í fótboltavertíðina. Mættu allir sem vettlingi gátu valdið til að taka til hendinni við Týsheimilið og á Hásteinsvellinum svo fræknir sigrar verði unnir í góðu og vel tilhöfðu umhverfi á komandi knattspyrnuvertíð. Að lokinni hreinsun og tiltekt gengu móðir en áhugasamir sjálfboðaliðar til grills hvar boðið var upp á pylsur og gosdrykk að gæða sér á. Góð þátttaka var í þessu átaki, hvort heldur leikmenn og stuðningsmenn IBV til margra ára auk yngri og upprennandi áhugamanna og trúlega framtíðarleikmanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.