Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Side 2
2 Frcttir Fimmtudagur 8. júní 2000 frettir Líkamsárásírog innbrot Tvær kærur vegna líkamsárásar lágu eftir Sjómannadagshelgina og áttu þær báðar sér stað aðfaranótt sl. sunnudags. Önnur árásin átti sér stað við Brekkugötu þar sem ráðist var á mann og honum veittir töluverðir áverkar. Hin árásin átli sér stað í Týs- heimilinu og var kona sem var að skemmta sér þar slegin þannig að hún féll í gólfið. Mun hún hafa hlotið nokkra áverka í andliti. Ekki er Ijóst hver árásarmaðurinn er og er árásarmaðurinn hvattur til að gefa sig fram við lögreglu. Þá eru vitni að árásinni hvött til að setja sig í samband við lögreglu. Eitt innbrol var tilkynnt eftir helgina en brotist hafði verið inn í Gullbcrg VE og þaðan stolið tölvu- leikjum og ýmsu öðru lauslegu. Ekki er vitað hver þama var að verki og óskar lögreglan eftir upp- lýsingum varðandi grunsamlegar mannaferðir á hafnarsvæðinu um helgina. Bruggverksmiðju lokað Alls voru 192 færslur í dagbók lögreglu í sl. viku sem em fleiri en í sl. viku. Töluverður erill var hjá lögreglu í sl. viku. Á miðviku- daginn í sl. viku lagði lögreglan hald á gambra og bmggverksmiðju í húsi hér í bæ. Var þama um að ræða um 50-70 lítra af gambra. Girðingarniðurrifí rannsóknhjá lögreglu Sl. föstudag var lögð fram kæra vegna niðunifs á girðingu í Hetjólfsdal og töldu eigendur girð- ingarinnar að starfsmenn Vest- mannaeyjabæjar væm að fremja ólöglegt athæfi með því að taka niður girðinguna. Starfsmenn bæjarins töldu sig hins vegar vera í rétti. Málið er írannsókn. Árekstur í höfnínní Sl. föstudag var tilkynnt um að árekstur hafi orðið með Hafemi VE og Brynjólfi Ár í Friðarhöfn. Þama hafði Brynjólfi ÁR verið bakkað á Hal'örn VE og urðu töluverðar skemmdir á Haferni VE. Ekki er ljóst hver orsök árekstursins er. Eldur í fískikörum Sama dag var tilkynnt um eld í fiskikömm og timbri við Strandveg 43. Slökkviliðið var kallað á vett- vang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Ekki varð tjón á bygg- ingum en grindverk og annað lauslegt var fyrir tjóni. Innbrotí íbróttamiðstöðina Aðfaranótt miðvikudags var til- kynnt um innbrot í íþrótta- miðstöðina. Farið var inn um glugga og síðan inn í afgreiðslu þar sem skiptimynt að upphæð kr. 10.000 var stolið. Ekíd er vitað hver var þarna að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um gmnsamlegar mannaferðir við húsið þessa nótt. Greinargerð bæjarstjóra til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga: Fegrar myndina -segja fulltrúar minnihlutans Greinargerð bæjarstjóra til eftir- litsnefndar með fjármálum sveitarfélaga var til afgreiðslu í bæjarstjórn í síðustu viku. Minnihlutinn fullyrti að bæjarstjóri hefði dregið upp óraunhæfa mynd af stöðu bæjarins en meirihlutinn svaraði með því að segja að greinargerðin væri unnin upp úr reikningum bæjarins. „Greinargerðin ber þess merki að bæjarstjórinn reynir að fegra íjárhags- stöðu bæjarfélagsins og villa um fyrir nefndinni um hina raunverulegu ijárhagsstöðu. Þá er farið mjög al- mennum orðum um að ástandið sé nokkuð gott, þjónustustigið hátt og þar fram eftir götum án þess að það sé skýrt nánar. Slíkar yfirlýsingar em engin nýjung og koma ekki á óvart.“ sagði í bókun minnihlutans. „Það sem alvarlegast er í greinar- gerð bæjarstjóra er hins vegar það að ekki er til framtíðar gert ráð fyrir breytingum sem gætu leitt til betri hags fyrir bæjarfélagið. Þannig er ekki vikið að grundvallarforsendum þess að hér verði vöm snúið í sókn, nefnilega nýjum vinnubrögðum og hugsanagangi og stórfelldri uppbygg- ingu í atvinnumálum. Meðan bæjar- stjóri og meirihluti bæjarstjómar gerir sér ekki grein fyrir þessum stað- reyndum er því miður ekki mikils að vænta,“ sagði minnihlutinn einnig í bókun sinni og áskildi hann sér allan rétt til að fjalla nánar um skýrslu bæjarstjóra ef þeim þykir ástæða til. Meirihlutinn bað um fundarhlé og að því loknu lagði hann fram eftirfarandi bókun. „Við viljum árétta að svar bæjarstjóra til eftirlitsnefndar er unnið upp úr reikningum bæjarins og öðmm opinberum gögnum. Jafn- framt viljum við harma málflutning og bókun fulltrúa V-listans um að hér sé verið að fegra eða blekkja eftirlits- nefndina." Sjómannadagsblaðið: Að búa til sápu eftir þörfum Út er komið Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, fjölbreytt að efni að vanda. Þetta er fimmtugasti árgangur blaðsins og ekki annað að sjá en að blaðið eldist vel og sé í góðum takti við tímann. Sá góði klerkur séra Kristján Bjömsson ritar eina ágæta hugvekju sem hverjum manni er hollt að velta fyrir sér þá haldið er á brott, hvort heldur á sjó eða annarra erinda að heiman. Og úr því að vígðir menn em nefndir til sögunnar er rétt að geta ágætrar greinar eftir séra Bám Friðriksdóttur, hvar hún reifar störf kvenna á útvegsbændaheimilum í Vestmannaeyjum, vekur þar nokkra eftirtekt að á sumum heimilum hafi verið búnar til sápur eftir þörfum. Gunnar Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans skrifar ítarlega og skemmtilega grein um Þjóðverja á íslandsmiðum og rekur hann söguna allt frá því um 1500. Pálmi Magnússon skrifar grein sem hann nefnir um borð í 20 þúsund tonna verksmiðjuskipi og greinir vel frá þeim miklu breytingum sem orðið hafa á fiskveiðum og útgerð. Amþór Helgason skrifar einnig grein um útgerð Helga Benediktssonar og svo mætti lengi telja fjölbreytt, fróðlegt og skemmtilegt efni blaðsins. Að vanda er svo látinna minnst í blaðinu. Fjöldi ljósmynda er og í blaðinu ffá fyrri tíð og allt til nútíma. Á kápu blaðsins er skemmtileg vatnslitamynd sem sýnir lítinn bát í greipum Ægis eftir Gunnar Þór Friðriksson skipstjóra á Hafemi VE, góð og lýsandi mynd sem hæfir vel efni blaðsins. Ritsjóri Sjómannablaðs Vestmannaeyja er Ásmundur Friðriksson. Sjómannadagsblaðið var brotið um í Eyrúnu en prentað í Odda í Reykjavík. Bronkóar og grindjánar Síðastliðinn föstudag hélt starfsfólk leikskólans Rauðagerðis dulitla upplyftingarhátíð og óvissuferð ásamt mökum, vinum og velunnurum. Til þess að gera daginn sem eftirminnilegastan brugðu þau sér í gervi índjána og kúreka, og hvað er þá betur við hæfi en að bregða sér á hrossabúgarð, þar sem þessi mynd er tekin af starfsfólkinu á hrossaréttargirðingu í miklu stuði ásamt Magga Kristins hrossabónda með meiru. fréttir Skrifstofa iafnréttis- málatilEyja? Eftirfarandi tillaga barst frá Vest- mannaeyjalistanum á síðasta bæjarstjómarfundi: „Bæjarstjóm Vestmannaeyja samþykkir að óska eftir því við félagsmálaráðherra, þar sem ákveð- ið hefur verið að fiytja skrifstofu jafnfréttismála út á land, að skrif- stofan verði staðsett í Vest- mannaeyjum." Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Antares gleymdist í ölluatinu Stjóm Sjómannadagsráðs vildi koma á framfæri afsökunarbeiðni, en í hita skipulagningar vegna Sjómannadagsins gleymdist að geta þess að áhöfn og útgerðaraðilar Antares VE 18 fengu viður- kenningu Siglingastofnunar fyrir góða framkvæmd á öryggisreglum og góða umhirðu skips. Sjó- mannadagsráð biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökum, en strákamir í áhöfninni munu fá smá glaðning frá Sjómannadagsráði í sárabætur. Syn svnir í kuöld Þeir sem misstu af herlegheitunum á laugardaginn geta bætt sér það upp í kvöld því eftir klukkan átta er hálftíma þáttur um það sem gerðist í Eyjum um helgina. KFSdottiðútúr bikarnum KFS mætti á þriðjudagskvöldið Fjölnismönnum í leik um hvort liðið kæmist í 32ja liða úrslit bikarkeppninnar og mætti Datvíkingum þar, en þar leika einmitt tveir Eyjapeyjar þeir Jón Helgi Gíslason og Magnús Elíasson. Þrátt fyrir töluverða yfirburði í leiknum þá voru það gestimir sem vom yfir í hálfleik 0- 1. Fjölnismenn bættu svo öðm marki við rétt áður en Þorsleinn Þorsteinsson varamaður náði að minnka muninn fyrir KFS og þar við sat, 1 -2 fyrir Fjölni. Dregið í 32ja líða úrslitunum Á þriðjudaginn var dregið í 32ja liða úrslitum bikarkeppni Coca Cola og KSÍ. ÍBV þarf að ferðast suður með sjó í Garðinn þar sem þeir mæta Víðismönnum þann 14. júní. Ungmennalið ÍBV mætir hinsvegat' Frömurum hér í Eyjum daginn eftir, þann 15. júní. FRETTIR Utgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Omar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.