Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 8. maí 2000 Skemmtileg gjörvileikakeppni þar sem Kristján Ársælsson sigraði: Eyjamaðurinn í hópn- umhyggurá hefndir Vestmannaeyingar áttu einn þátttakanda í gjörvileikakeppninni sem fór fram á Iaugardaginn og Bylgjulestin stóð fyrir. Árangurinn hjá okkar manni var ekki til að hrópa húrra yfir en þetta er hans fyrsta keppni og hann ætlar ekki að láta deigann síga og mæta tvíefldur á íslandsmótið í Laugardalshöllinni seinna á árinu. Alls tóku sex karlar og tvær konur þátt í mótinu í Eyjum en því verður haldið áfram í tengslum við ferðir Bylgjulestarinnar í sumar. Mótið hófst með samanburði í Hressó þar sem keppendur lögðu kroppinn í mat dómnefndar. Síðdegis var keppnin flutt inn í Friðarhöfn þar sem keppt var í upplyftingum og dýfum og hraðaþraut. í hraðaþrautinni þurfti m.a. að lyfta steini og poka, kliíra upp tvær hæðir af gámum á neti og endað var á því að klifra upp kaðaj yfir sjó. Sigurvegari var Kristján Ársælsson, Kjartan Guðbrandsson varð 2. og Gunnar Benediktsson 3. Konurnar voru tvær, Freyja Sigurðardóttir og Erica Törrönen frá Finnlandi og skildu þær jafnar. Eyjamaðurinn, Magnús Sigurðsson, varð í 3. sæti í hraðaþrautinni, í 2. sæti í upphífingum þar sem Kjartan setti Islandsmet með 41 upphífu og í 5. sæti í dýfum en þar setti Kristján íslandsmet með 62 dýfur. „Þegar kom að samanburðinum kom í ljós að ég er ekki nógu vel vaxinn og endaði ég í neðsta sæti,“ sagði Magnús og hló. „Samanburðurinn gildir helming í einkunnargjöf þannig að ég sat uppi með neðsta sætið samanlagt. Eg hafði mjög gaman að þessu fyrsta móti og ég ætla að baka þá þegar við hittumst í Laugardalshöllinni. Þá verð ég líka að vera búinn að fara í nokkra ljósa- tíma,“ sagði Magnús sem vakti athygli fýrir heilbrigt og gott útlit. Magnús, sem er fæddur 1973 og bróðir Gunnars fyrrum markmanns IB V sem nú spilar í Svíþjóð, gerir ekki mikið úr eigin afrekum á íþrótta- sviðinu. „Ég var í handbolta og fót- bolta upp í 3. flokk og var líka í frjálsum. Þá kom í ljós að Gunnar hafði íþróttahæfileikana en ég ekki. En núna hef ég æft fjóra mánuði og ætla að halda því eitthvað áfram.“ Magnús hefur lokið bóklegu námi við Vélskólann og er nú að taka smiðjuna, sem er hluti af náminu. „Ég er búinn með fjóra mánuði en í allt er smiðjan 18 mánuðir. Ég er ákveðinn í að æfa á meðan. Hvað þá tekur við veit ég ekki en það er alltaf gaman á sjónum. Annars kvíði ég ekki atvinnu- leysi því menn með vélstjómarréttindi eru eftirsóttir bæði í landi og til sjós." Magnús er ánægður með aðsóknina og viðbrögð fólks við keppninni. Hann hefur áður komið við sögu á sjómannadaginn svo eftir var tekið. Éitt sinn setti hann fólksbíl á tunnur og sigldi á um höfnina meðan hátíðar- höldin fóru fram og fyrir nokkrum árum flaug hann á bfl út í miðja Friðarhöfn. „Maður hefur reynt að lífga upp á sjómannadaginn í Vest- mannaeyjum með ágætum árangri og það hafa sennilega ekki oft verið fleiri að fylgjast með hátíðarhöldunum við Friðarhöfn eins og þegar ég stökk á bflnum. Og ég er ekki hættur því ég er ákveðinn í að mæta á næsta sjómannadag til að taka þátt í gjörvileikakeppni ef hún verður haldin í Eyjum að ári.“ sagði Magnús að MAGNÚS tók ógurlega á í dýfunum. Hér er hann hvattur af Hjalta Úrsusi. EKKI voru átökin síðri í upphífunum. FJÖLDI fólks fylgdist með átökunum. KRAKKARNIR í Vinnuskóla bæjarins gróðursetja tré í Hraunskógi. Gróðursetningarkvöld: Gróðursetning og stígagerð í Hraunskógi Skógræktarfélag Vestmannaeyja Iætur ekki deigann síga í skóg- ræktaráformum sínum á Heimaey og ætlar nú að vera með gróður- setningu og stígagerð öll þriðju- dagskvöld í júní í Iandgræðslu- skóginum sem ber nafnið Hraun- skógur. Kristján Bjamason garðyrkjustjóri Vestmannaeyjabaejar sagði að frá Skógræktarfélagi Islands kæmu 6000 tijáplöntur, hveijar tegundir væru af ýmsum greinum heimsflórunnar og mætti þar meðal annarra nefna alaskavíði, elri, ösp, strandavíði og eitthvað af greni. Frá Landgræðslunni kæmu hins vegar 10.000 lúpínu- plöntur. Kristján sagði að nóg yrði að gera í sumar við skógrækt og baráttuna gegn gróðureyðingu og uppblæstri. „Skóg- ræktarfélag Vestmannaeyja vinnur að gróðursetningunni á þriðjudögum í júní og leggur áherslu á svæðið sunnan við Skansinn. En einnig mun Vinnuskólinn, sem byrjaði sl. þriðju- dag og aðrir starfsmenn bæjarins leggja hönd á þann góða land- græðsluplóg sem nú hefur verið stefnt á hraunið. Þá hefur Rotarýklúbbur Vestmannaeyja ákveðið að taka flag í fóstur í Hraunskógi og sjá um upp- græðslu á nyrsta hluta svæðisins. Fleiri félög eru velkomin að taka þátt í starfmu og eru áhugasamir beðnir um að gefa sig fram við garð- yrkjustjóra." Spurður um áburðar- og fræsendingu Landgræðslu ríkisins til uppgræðslu í Vestmannaeyjum, sagði Kristján að nú þegar væru komin tíu tonn af áburði og mikið af fræi. „Vinnuskólinn og aðrir starfsmenn bæjarins munu heíja sáningu og dreifingu áburðar á Haugasvæðinu og Eldfellinu á næstu dögum.“ Byrjað verður klukkan 19.30 á þriðjudagskvöldum á planinu sunnan við Skansinn. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta og leggja hönd á plóg. Kvennahlaupið 18. júní Þann 18. júní næstkomandi mun Kvennahlaup 2000 verða haldið um allt land. Þetta er í 11. sinn sem hlaupið er á landsvísu, en í 9. sinn sem konur í Vestmannaeyjum ætla að þreyta hlaupið. Það er Ungmennafélagið Óðinn sem sér um framkvæmd hlaupsins í Eyjum og sagði Ámý Hreiðarsdóttir, einn aðstandenda hlaupsins að undir- búningur væri nú í fullum gangi. „Það hefur verið mjög góð þátttaka í Kvennahlaupum undanfarinna ára í Eyjum og ég vona að konur í Eyjum láti sitt ekki eftir liggja að þessu sinni frekar en undanfarin ár.“ Ámý sagði að safnast yrði saman við íþróttamiðstöðina og að Óla Heiða og Ema myndu sjá um upphitun eins og undanfarin ár. „Það verður hægt að hlaupa þijár vegalengdir. Inn í Dal sem er 2 Vi km, IB V hringurinn sem er um 3 km og Steinstaðahringurinn sem er 4 km.“ Sala á bolum merktum kvenna- hlaupinu er hafin í Hressó og íþrótta- miðstöðinni. Bolurinn kostar 700 Eyjakrónur sem er jafnframt þátt- tökugjald í hlaupinu, en auk þess er innifalið í verðinu Svali og verð- launapeningur. Ámý vildi að lokum hvetja allar konur á öllum aldri til þess að skrá sig í hlaupið, enda um heilsusamlega og hressandi útivist að ræða.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.