Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Síða 19
Fimmtudagur 8. júní 2000 Fréttir 19 Ræða Guðmundar Árna Stefánssonar á sjómannadaginn: Fólk í forgrunn -þar sem hagsmunir vinnandi fólks og afkoma er reiknuð inn í formúlur. Flóknara er það ekki GUÐMUNDUR Stefánsson alþingismaður í ræðustól á Stakkagerðistúni á sjómannadaginn. íslenskir sjómenn, Vestmannaeyingar - til hamingju með daginn. Sjór, fiskur, veiðar, vinnsla, Vest- mannaeyjar og sjómenn - þessi orð, hugtök og heiti eiga sér skýran og glöggan samhljóm í íslensku máli, klára samsvömn í huga hvers íslendings. En án samhengis, stand- andi ein og sér, em þau merkingarlaus og innihaldslaus. Hvaða samfélag væri hér á Eyjunum, ef ekki væri fiskurinn í hafinu allt um kring; og sjómennimir okkar sem hann sækja og bera að landi, fjölskyldumar þeirra, og síðan landvinnslufólkið sem um hann fer höndum. Allt þetta og annað sem þessu tengist er svo ótjúfanlegur þáttur í huga og vemleika, þegar Vest- mannaeyjar em annars vegar. Sam- félagið hér getur ekki án þessa verið. Svo einfalt er það. Sérkenni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga En það er ekki barasta að sjávar- útvegur og sjómennska sé í raun lífið, brauðstritið og afkoman hér í Vest- mannaeyjum. Eg, sem aðkomumaður, er þeirrar skoðunar að þessi umgjörð samfélagsins, þessi nálægð við haftð og miðin, móti ekki eingöngu sam- félagsgerðina, umgjörðina sjálfa, heldur og ekki síður hugarfar ykkar Eyjaskeggja, viðmót og hugarfar. Hvað er maðurinn að segja kann einhver að spyrja: Emm við Vestmannaeyingar, þá öðmvísi en annað fólk; með öðmm hætti en þeir aðrir íslendingar, sem á fastalandinu búa? Já, það er einmitt það sem ég er að gefa f skyn. Mín góðu kynni af Vestmannaeyingum fyrr og nú hafa fest þau viðhorf mín í sessi, að hér búi fólk, sem festist ekki í smáatriðum; sem sjái skóginn fyrir trjánum; sem láti verkin tala; sem kalli hlutina sínum réttu nöfnum og máli þá gjama skýmm litum, þannig ekkert fari milli mála. Þið eruð stundum fyrirferðar- miklir Vestmannaeyingar, stundum háværir og kjaftforir, hrópið upp í vindinn ef þörf er á, en þolið ekkert blaður og bull. Viljið lifa líftnu lifandi. En um leið svo ljúflyndir og hjálpsamir, emð svo náungahlýir, þegar við á. Með öðmm orðum, þið emð fólk litríkra tilfmninga, hinna miklu veðrabrigða, vona og von- brigða, gleði og sorga, sem hafa sett sitt mark á þetta samfélag öðmm fremur í aldanna rás, þar sem hið gjöfula haf, en um leið miskunn- arlausa, lygna og stórsjóir hafa mótað kynslóðimar, viðhorfm, venjumar og viðmótið. Og eldurinn í iðmm jarðar, hefúr einnig látið til sín taka og sett sitt mark á samfélagið hér og bæjar- andann. Ég er auðvitað á hinu gráa svæði að æda rétta ykkur Vestmanna- eyingum lyndiseinkunnargjöf af þessum toga hér á sjálfum sjómanna- deginum í stærstu verstöð Islands. En geri það nú samt. Enda eigið þið og getið verið stoltir af bæjarbragnum, fólkinu og ykkar lífsins rótum. Kostir og gallar Sjómannsstarfið hefur með réttu - og röngu- verið sveipað dulúð, spennu og ævintýraljóma í gegnum tfðina. Og vissulega er ástæða til að halda þeirri mynd til haga, enda þótt hin hlið hennar sé með nokkuð öðmm hætti. nefnilega, langar fjarverur frá fjöl- skyldum, kuldi, vosbúð, slys og mannskaðar; mjög mismunandi tekjur og því óviss afkoma, tryggingamál í slöku lagi, eftirlaunaréttur oft rýr, orlofsmál ótrygg, atvinnuöryggi minna en hjá öðram stéttum og svo framvegis. En allir þessir kostir og gallar sjómennskunar vegast á frá einum tíma til annars. En hafið togar. Nú sem fyrr. Hlutabréfaæðið og sjómennskan Ekki leyni ég því á þessum hátíðardegi sjómanna á aldamótaárinu þegar upplýsinga- og tæknitímar, já og hraði og græðgi, em allsráðandi, að margt tel ég betur mætti fara í málefnum sjávarútvegs, sjómanna og fiskvinnslufólks á þessum sfðustu tímum. Um málefni sjávarútvegsins hafa verið, em og verða vafalaust skiptar skoðanir , enda er það svo að afkoma fólks, ekki eingöngu Vestmannaeyinga, heldur Islendinga allra er bundin stöðu og framþróun mála í þessari höfuðatvinnugrein okkar, - sem í raun gerir okkur kleift að búa þessar Eyjar, og fsland allt. Ég telst sennilega gamaldags í hugsun, þegar ég segi ennþá að stóm verðmæti okkar íslendinga liggi í sjávarútvegi, í fiskinum, í sjómönnum og land- verkafólki, í þessari afurð sem leggur gmnn að okkar þjóðarverðmætum, okkar velferðarkerfi, okkar þjóðfélagi. Verðmætin verða ekki til, þegar pappírar skipta um hendur í henni Reykjavík og milljarðar á milljarða ofan verða til með því að snerta tölvuhnappa og breyta nöfnum á hlutabréfiim; þar sem verðmætin virðast falla af himnum ofan í meintum hagnaði slíkra viðskipta. Og sjávarútvegsfýrirtækin em ekki undanskilin í því verðbréfa og hlutabréfaæði sem nú gengur yfir, þar sem auglýsingar og áróður skammtar gjaman framboð og eftirspum, hækkar verð fyrirtækja og lækkar, stundum í litlu samhengi við rekstrarafkomu eða framtíðarmöguleikum, og langoftast í engu samhengi við þarfir þess fólks sem í greininni starfa og hefur sitt lifibrauð af, eða þá þeirra byggðarlaga sem hýsa viðkomandi fyrirtæki. Kennitölur ársreikninga, eða milhupp- gjöra, spádómar og spekúlasjónir komungra manna með tölvuskjána blikkandi allt um kring em allsráðandi sem algild viðmið um líf og dauða fyrirtækja, þar á meðal gróinna sjávar- útvegsfyrirtækja. Drengimir við tölvuskjáina í Reykjavík vilja jafnvel ráða örlögum og tilveru heilu byggðarlaganna. Og fjölmiðlar taka undir í þessum kómm, þar sem síendurteknar klisjur um sameiningu, hagræðingu, spamað, niðurskurð, em sem alfa og omega allra hluta; klisjur sem gerðar em af kennimeisturum með reiknistokk, þar sem mannleg sjónarmið, atvinna fólks, heildar- hagsmunir samfélagsins, em hvergi með í för og fást aldrei reiknuð inn í heildardæmið. Fólk í forgrunn Þið þekkið þetta af eigin raun Vest- mannaeyingar, þar sem menn í henni Reykjavík hafa reiknað veigamikil atvinnufyrirtæki í sjávarútvegi, í veið- um og vinnslu, hér í bæ, upp og niður, út og suður, hingað eða þangað. Og á meðan er vinnandi fólk í óvissu um stöðu sína og framtíð. Menn gleyma því gjaman til hvers þetta allt er; hvers vegna við emm að sækja fiskinn, verka hann, éta eða selja. Það er til að fólk hér á landi hafi í sig og á, getið notið eðlilegra lífsgæða, en ekki til þess að tiltekin fyrirtæki eða fyrir- tækjasamsteypur græði meira eða minna. Auðvitað er best að þetta fari saman. Til þess er leikurinn gerður. Þama þarf að ríkja jafnvægi, þótt eðlileg togstreita verði ævinlega til staðar og eigi að vera það. En nú hallar á almannahagsmuni í þessum efnum - um það er engum blöðum að fletta. Við þurfum fólk í forgmnn þar sem hagsmunir vinnandi fólks og afkoma er reiknuð inn í formúlur. Flóknara er það ekki. Veiðileyfagjald Hvemig á því stendur til að mynda, að það velkist fyrir stjómvöldum, að óveiddur fiskurinn í sjónum sé í raun sameign þjóðarinnar allrar, en ekki tiltekinna einstaklinga? Þessi vemleiki er eitthvað sem mér er fyrirmunað að skilja. Og gjafakvótakerfið í fisk- veiðum, sem svo hefur réttilega verið nefnt, skapar ótrúlegar hliðarverkanir. Meðal annars þær sem þið sjómenn margir þekkið af sárri raun, að þið þurfið sjálfir margir hvetjir að taka þátt í kaupum á fiskveiðikvótum, réttinum til að sækja fiskinn; já þennan rétt og þennan fisk sem þjóðin á öll sameiginlega í orði kveðnu. Það er löngu kominn tími til að taka á þessu máli og gera þessa þjóðareign virka þegar gæði hafsins em annars vegar. Viðskipti með kvóta er óhjákvæmilegur fylgifiskur kvóta- kerfisins. En hvers vegna er einn þáttur þeirra viðskipta bannhelgur; nefnilega sanngjöm leiga eigandans, þjóðarinnar, til notandans, útgerðar- innar í landinu? Þau em sífelld úrlausnarefnin í sjávarútvegi okkar. Mörgu þarf að breyta. Um sumt verða ævinlega átök og skiptar skoðanir, svo sem um fiskveiðistjómunarkerfið, niðurstöður Haífó og fleira og fleira. En forðumst ekki viðfangsefnin - tökum á þeim. Kjör sjómanna Það er víða pottur brotinn í samfélagi okkar og verk að vinna. í sjávar- útvegsmálum og málefnum ykkar sjómanna em brotalamir, sem brýnt er að taka á. Ég nefndi tryggingarmálin. Og einnig lífeyrismálin. Einnig orlofs- málin. Skiptakerfið er auðvitað sífellt úrlausnarefni og samspil þess við kauptryggingu.Og ekki síður í því samhengi verðmyndunarkerfið -ykkar eðlilega krafa að fiskverð sé gagnsætt og hlutaskiptin ykkar taki mið af réttu verði. Annað slagið rísa þeir einnig upp spekingamir sem sjá ofsjónum yfir þeim samningsbundna rétti sem sjómannaafslátturinn er og telja hann upphaf og endi alls ills og verði að afnema í grænum hvelli. Undir slíkum ræðum hafi þið sjómenn þurft að sitja og standa. En því er gjaman sleppt að þessi þáttur í ykkar kjömm er einfaldlega í lög bundinn og var hluti af kjarasamningi sem gerður var, þannig að ef breyta ætti þyrfti að bæta ykkur það tekjutap með öðmm hætti. Þetta gleymist gjaman í hávaðasamri umræðu en innihaldslítilli um sjómannaafsláttinn. Ekki stendur hann mér fyrir þrifum - svo mikið er víst. En harðar og ó- umflýjanlegar kjaradeilur sjómanna og viðsemjenda þeirra á síðustu ámm, á þeim ámm sem afkoma í greininni hefur verið með því besta sem þekkist. Þetta undirstrikar hörð átök í greininni og hörku viðsemjenda ykkar. Það að frjálsir samningar hafi ekki verið gerðir milli sjómanna og útgerðar- manna sfðustu 10 árin er óviðunandi og óþolandi. Sýnir mikilvægi sam- stöðu sjómanna og almennings með réttlátum kröfum þeirra. Vissulega era kjör ykkar sjómanna með mismunandi hætti og þannig verður það vísast alla tíð. Hafið er misgjöfult, skipin af ýmsum stærðum og gerðum, fisktegundir misverð- mætar. Sumir einyrkjar með trilluna sína, aðrir á úthafsveiðum í stómm hópi kollega. En allir eigið þið það sameiginlegt að sækja verðmætin á haf út, oft við erfið skilyrði, til að sjá sjálfum ykkur og ykkar fjölskyldum farborða, en einnig til að hægt sé að halda uppi lífsgæðum í landinu öllu. Fiskurinn í sjónum verður ekki sóttur um tölvur í Reykjavík - svo mikið er víst. Líflegur bær Ekki þar fýrir að tölvumar séu tól hins illa, langur vegur frá. Þær má nota og það gerði ég nú fyrir helgi, þegar ég leit á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar sagði réttilega að “bærinn væri með líflegri bæjum á Islandi". Og sú tölvutilkynning laug ekki, því það er staðreynd að Vestmannaeyjar em það í öllu tilliti. Ég þekki það frá ámm áður, sem gamall handboltaspilari úr Hafnarfirði, að hingað komum við FH- ingar ekki til að sækja sjálfsagða sigra og vomm við öllu búnir. Vissum það eitt að það yrði barist til síðasta blóðdropa.Og þannig var það. Og mannlífið hér er allt með kröftugum og gerðarlegum hætti; hvort heldur það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða skemmtanalífi. Það er allt gert af heilum hug og af fullum krafti. Hugdirfska, kraftur og æðmleysi sjómanna hér úr Eyjum er sá andblær sem um mannlífið allt leikur og ræður hér miklu um. Það er mér því landkrabbanum úr fiski- bænum Hafnarfirði, mikill heiður að ávarpa ykkur hér í dag, á sjálfan sjómannadaginn. Og segi því af heilum hug við ykkur Vestmanna- eyingar: Hjartans hamingjuóskir með daginn og megi sá er öllu ræður vaka yfir störfum ykkar og lífi öllu um ókomna tíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.