Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Síða 20
20
Fréttir
Fimmtudagur 8. júní 2000
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í góðu veðri:
Aðsókn og áhugi fer minnkandi
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur á sunnudag í einu
ágætu veðri, þrátt fyrir að spár
hefðu sagt fyrir um annað.
Hvort það hafði áhrif á aðsókn
hátíðahaldanna skal ósagt látið,
en heldur þótti treglega mætt á
Stakkó seinnipartinn á
sunnudag. Allt um það var góð
mæting í sjómannamessu á
sunnudeginum og minningar-
athöfn um drukknaða og
hrapaða við samnefndan
minnisvarða framan við
Landakirkju, hvar Snorri
Óskarsson safnaðarhirðir
minntist þeirra sem látist hafa.
Að lokinni tölu Snorra lögðu
Óskar Þórarinsson skipstjóri á
Háeyri og eiginkona hans,
Ingibjörg Andersen blómsveig
að minnisvarða drukknaðra og
hrapaðra og þeirra minnst með
þögn. Við athöfnina lék
Lúðrasveit Vestmannaeyja
nokkur tregalög og setti góða
helgistemmningu yfir athöfnina.
Síðar um daginn hófst svo
hátíðardagskrá á Stakkó. Þar
flutti Guðmundur Arni
Stefánsson alþingismaður ræðu
dagsins, auk þess sem aldraðir
sjómenn voru heiðraðir og
verðlaun veitt til sigurvegara
kappróðurssins frá laugar-
deginum og sigurvegara
fótboltakeppni milli áhafna sem
haldin var á Helgafellsvelli á
föstudeginum. Að því loknu
léku KK og Maggi Eiríks
nokkur lög með þeim eina
íimleik sem þeim er lagið við
mikinn og góðan fögnuð
viðstaddra.
Heiðranir
Að vanda voru aldnir
sjósóknarar og kempur
heiðraðar á Sjómannadaginn.
Guðni Pálsson var heiðraður af
sjómannafélaginu Jötni,
Guðmundur Ölafsson af
Vélstjórafélagi Vestmannaeyja,
Bergþór Guðjónsson og Sveinn
Valdimarsson af Skipstjóra og
stýrimannafélaginu Verðandi.
Heiðranir fyrir björgunarafrek
Magnús Bragason var heiðraður fyrir björgun Svölu Jónsdóttur úr Klettaskriðu vestur á Hamri þann
28. maí sl. Það var móðir hans Sirrý sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Magnúsar. Einnig
var Eggert Björgvinsson tónlistarkennari heiðraður fyrir björgun Björgvins Hlynssonar við Nausthamar
1. júlí 1999. Rétt er að geta þess að fleiri komu að þessum björgunarafrekum, þó að téðir einstaklingar
séu handhafar heiðrananna.
UNGA fólkið brá á leik á Stakkó meðan á hátíðarhöldunum stóð.
Það var skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi undir styrkri
stjórn Eyjólfs Guðjónssonar sem náði besta tímanum og hampaði
félagsbikarnum íyrir kappróðurinn, en þeir reru vegalengdina á 2,05
sekúndum.